Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1984, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1984, Blaðsíða 31
tqor TTCTCTA vt CJT T.r\ A f'TT TT fflCTrf Tf^T OP DV. ÞRIÐJUDAGUR 17. APRlL 1984. ,, Sandkorn Sandkorn Sandkorn Betri er ein kýr í fjósi... Nuddinu haldið Volvo og orgel Á bæjarráösfuiidi í ráðhús- inu á Siglufirði nýverið kom Volvo vörubifreið útgerðar- fyrirtækisins Þormóðs ramma til umræðu og mun einsdæmi að einstakir bílar á staðnum séu teknir tU um- ræðu á þessum fundum. TUdrög málsins munu vera þau að Þormóður rammi skuldar bæjarsjóði opinber gjöld eitthvað umfram velsæmismörk. Fyrirtækið hefur hbis vegar ekki fundið nægUegt reiðufé i fórum sinum tU að lagfæra máUð en í stað þess datt forráðamönn- um þess i hug að bjóða bæjarsjóði Volvo vörubU á fæti ef hann mætti verða tU þess að koma á sáttum. Bœjarráð mun telja þetta traustan nytjavagn því það ákvað að taka upp viðræður við forsvarsmenn Þormóðs ramma um Volvoinn. Nái þetta samkomulag fram að ganga er sagt að annar skuldugur Siglfirðing- ur hyggist bjóða bæjarráði gamalt orgel upp i skuld og skírskoti tU þess að bæjarráð eigi ekkert orgel fremur en Volvo. Fljúgandi kýr Gambri er blað sem gefið er út í menntaskólanum á Akureyri. Þaðan eru eftirfar- andi korn: „SkUgreining á næturkiúbbi: Staður þar sem borðin eru frátekin en gestirnir ekki.” „Afvopnunarráðstefnum stórveldanna má líkja við stcfuumót með laglegri stúlku. Svo lengi sem viðræðurnar halda áfram gerist ekkert.” „Sjaldan feUur vixUl langt frá gjald- daga.” „Betri er ein kýr í f jósi en tvær á flugi.” áfram Skýrsla náttúruverndar- nefndar Akureyrar 1982— 1983 er nýlega komin út, heU- ar þrjár síður i A-fjórum. Erlingur Sigurðarson for- maður ritar nafn sitt undir skýrsluna og kemur glögg- lega fram hjá honum að nefndin er litið virt hjá bæjar- yfirvöldum og öU verk hennar. Kvartar Erlingur sárlega yflr því öUu og lýkur máli sinu þannig: „Þó svo að nefndinni þyki oft sem lítið tUUt sé til hennar tekið og áhugaleysi bæjaryflrvaida á störfum hennar sé mUiið hyggst hún ekki hóta afsögn. Það er áUt hennar að slíkt yrði yfirvöldum fremur til gleði en harms, og því hyggst hún halda áfram nuddi sinu í þeirri von að svo megi brýna deigt járaaðbitl.” Vandinn leystur Er franska landsUðið i handbolta var statt hér á dögunum var áformað aö einn lelkurinn yrði leikinn i Vestmannaeyjum. íslensku stúlkurnar sendu þá bæjar- stjóra Vestmannaeyja bréf þar sem farið var fram á að bæjarst jórnin byði steipunum í kvöldmat. Þessu crindi tók bæjarstjórn treglega og bar við fjárskorti. Asmundur Freysson, eig- andi samkomuhússins i Eyjum, kom þá að máU við bæjarstjóra og sagði að hann skyldi taka að sér að bjóða stúlkunum í matinu. Er hann var spurður af vantrúaðri bæjarstjórninni hvernig hann hyggðist fjármagua það dæmi sagði hann að það væri einfalt mál. Hann mundi einfaldlega selja þjónastörfin þetta kvöld á 2 þúsund kaU stykkið. Segja spaugsamir að bæjarstjórinn sjálfur muni hafa falast eftir að kaupa stöðu „inspektors” umrætt kvöld. Til matarboðsins kom þó aldrei þvi ckki var flug- fært er stelpurnar áttu að keppa en nóg mun hafa verið framboðið af áhugasömum „þjónum”. ; Umsjón: 1 Jóhauna S. Sigþórsdóttir. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir teabrigjjf STÝRISDEMPARAR BRONCO BLAZER WAGONEER RANGE ROVER LAND-ROVER TOYOTA HILUX PÓSTSENDUM f-, harf.rchf. Skeifunni 5a — Simi 8*47*88 3 DAGA SKÍÐANÁMSKEIÐ FRAM í BLÁFJÖLLUM Um páskana bjóða Framarar skíðanámskeið fyrir byrjendur og lengra komna, jafnt börn sem fullorðna, á skiðasvæði sínu i Eld- borgargili. Kennt verður 19.4, 20.4. og 21.4. kl. 13.00-15.00. r , Bíóhöllin — Heiðurskonsúllinn: A valdi skæruliða Helti: Heiðurskonsúllinn CThe Honorary Consul). Leikstjóri: John MacKenzie. Handrit: Christopher Hampton eftir skáldsögu Grahom Greone. Kvikmyndun: Phil Meheux. Tónlist: Paul McCartney og fleiri. Aðalloikendur: Michael Caine, Richard Gere, Bob Hoskins og Elpida Carrillo. Bíóhöllin heldur áfram að koma með splunkunýjar myndir fyrir okk- ur Reykvíkinga og má geta þess að það eru ekki nema tveir til þrír mán- uðir síöan Heiðurskonsúllinn var frumsýnd í Englandi og meira af nýjum myndum mun vera að vænta í Bíóhöllinni á næstunni. Heiðurskonsúllinn er gerö eftir þekktri bók þess ágæta rithöfundar Graham Greene og eins og margar aðrar bækur hans er hún vel fallin til kvikmyndunar. Leikstjórinn John MacKenzie á að baki eina ágætis- mynd, The Long Good Friday, og með leikara á borð við Michael Caine í tiltilhlutverkinu hefði mátt búast viö virkilega góðri mynd. En því miður er árangurinn ekki alveg sem skyldi og liggur megin- gallinn í hlutverkaskipan. Læknirinn Plarr sem er annað stærsta hlutverk- ið og er í höndum Richard Gere sem þrátt f yrir ekki svo slæman leik pass- ar ekki í hlutverk Englendings. Hann er ímynd hins ameríska stjörnuleik- ara og karakter sögunnar líður fyrir það. Myndin gerist í Argentínu og þar er staddur Plarr læknir í leit að týnd- um föður sínum. Leiðir hans og breska konsúlsins liggja saman en konsúllin er drykkfeildur mjög og þykir ófær í starfi. Hann giftist þó stúlkunni sem Plarr girnist en það hindrar ekki lækninn í að komast yfir hana. Skæruliðar neyða Plarr til að hjálpa sér að ræna ameríska sendi- herramim sem væntanlegur er en vegna mistaka verður heiðurskon- súlnum rænt og haldið föngnum. Þegar skæruliðamir uppgötva mis- tök sín vilja þeir samt sem áður ekki sleppa honum nema föngum verði sleppt en enginn kærir sig um konsúl- inn og það veit hann, og hann veit einnig að hans bíður dauöinn ef hann kemst ekki á brott á eigin spýtur... Þessi saga um tvo ólíka einstak- linga, hinn viljalausa og útbrunna heiðurskonsúl og lækninn, sem á yfirboröinu virðist tilfinningalaus, býður upp á mjög góða spretti í kvik- myndinni og gerir það vissulega \ L Michael Caine sýnir sinar hliðar sem leikari i hlutverki heiðurskonsúlsins. stundum. Sérstaklega er áhrifa- mikill leikur Michael Caine og virðist hann skapaður f jtít hlutverkiö þrátt fyrir að Richard Gere sé ekki sú típa sem læknirinn á að vera. Vantar sér- staklega þetta kaldrifjaða útlit en hann á sínar senur, þaö er helst í samspili við Michael Caine að leikur hans verður máttlaus. Bob Hoskins er var svo eftirminni- legur í The Long Good Friday er einnig góður í hlutverki lögreglu- stjórans sem þrátt fyrir gott innræti hikar ekki við aö gera skyldu sina gagnvart yfirvöldunum. Heiðurskonsúllinn er ágætis skemmtun í heild, það er bara að hún hefði sjálfsagt getaö orðið miklu beittari. Hilmar Karlsson. sundfatnaður Vat ólympíuleikanna # Los Angeles Sportvöruverslun Póstsendum Ingó/fs Oskarssonar Klapparstíg 44 Reykjavík Sími 10330 Laugavegi 69 Reykjavik simi 11783 Upplýsingar og skrásetning i simum 78318 (Guðmundurl og 72166 (Jón) frá kl. 19.00 til 20.00. SKÍÐADEILD FRAM.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.