Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1984, Blaðsíða 35
DV. ÞRIÐJUDAGUR17. APRlL 1984.
35
Tíðarandinn
Tíðarandinn
Jóakim Arason bóndi er fluttur á mölina og ætlar að fá sér þjóðhagslega arðbæra
vinnu.
DV-mynd EÓ.
„Já, þaö var nú aldrei meiningin aö
fara beint út í búskap, ekki svona einn.
Upphaflega var ætlunin aö viö færum
tveir í félagsbúskap en þaö brást. Því
fór sem fór,” segir Jóakiin.
En þaö eru fleiri en Jóakim, sem eru
aö bregöa búi í Kollafiröinum. Þegar
hann kom vestur 1980 var búiö á þrem-
ur bæjum í firðinum að hans bæ meö-
• töldum. Árið eftir hættir annar hinna
bændanna búskap og um sumarið
brann bærinn hjá hinum bóndanum.
Ekki tókst honum aö koma upp húsi
fyrir veturinn og dvaldist í nágranna-
sveit en hætti svo búskap vorið eftir.
Samgönguleysi
Aö sögn Jóakims eru það samgöng-
urnar eöa öllu heldur samgönguleysið,
sem veldur því að þessir bændur, aö
honum meötöldum, gefast upp á bú-
skapnum.
,,Samgöngurnar eru vægast sagt
afar erfiðar þarna. Okkur var sagt aö
þarna væri mokað hálfsmánaöarlega
yfir veturinn, en þegar til kom stóöst
þaö engan veginn. Eg og annar bónd-
inn þama vorum báöir aöfluttir og
fannst þaö skrýtiö að þetta stæöist
ekki. Við fórum því að spyrja eftir
þessu en vegaverkstjórinn á staðnum
; vildi enga ábyrgö á sig taka en sagöist
skyldi hringja suður og athuga þetta.
Þegar ég heyrði hann segja þetta datt
mér í hug þaö sem séra Bjami sagði:
„Það kemur allt aö ofan . Núoröið
kemur allt aö ofan frá Reykjavík, þaö
þarf ekkert almætti lengur,” segir
Jóakim.
26 lækir
Til aö fólk geti gert sér örlítið betur
grein fyrir vegaástandinu þama fyrir
vestan nefnir Jóakim aö 1954, þegar
hann fer að heiman, er vegurinn kom-
inn vestur í Kollafjörð, mddur, óupp-
byggður ýtuvegur sem síöan hefur
mjög lítið breyst.
„Viö fórum þrír vestur í mars síðast-
liðnum og töldum að gamni okkar læk-
ina sem runnu óhindraðir yfir veginn
á leiðinni frá Ketillóni og út aö Hjalla-
hálsi og reyndust þeir vera 26. Kannski
lítur Vegageröin þannig á þaö aö það
sé veriö aö skeröa frelsi lækjanna, sem
hafa runniö þarna um aldir, ef þessu
yrði eitthvað breytt,” segir Jóakim.
Fleiri menn —
minni þjónusta
Hvaö um þaö, 1983 þegar Jóakim er
oröinn einn bænda eftir í Kollafirði
taldi vegaþjónustan óþarfa aö halda
veginum opnum fyrir hann. Honum
fannst það vissulega nokkuö skrýtiö
vegna þess aö þegar hann flutti vestur
1980 starfaöi hjá vegagerðinni einn
hefilmaöur og einn maöur sem var
meö ýtu en sá var ekki fastráðinn.
Þremur árum síðar voru starfsmenn-
imir orönir verkstjóri, aðstoðarverk-
stjóri, maöur á hefii og tveir menn hon-
um til aöstoðar og auk þess tveir til
þrír á ýtu. Þrátt fyrir þessa fjölgun
starfsmanna gat Jóakim ekki fundiö
annað en að þjónustan hefði minnkað.
Landið eitt
kjördæmi
En þaö er ekki bara ástand vega-
mála í Kollafirði sem Jóakim hefur
skoðanir á heldur allar samgöngur viö
Vestf jarðakjálkann. Og þar telur hann
að þingmenn kjördæmisins beri
nokkra ábyrgö.
„Þaö er mikið rætt um kjördæmi,
hvort eigi aö fækka þingmönnum á
landsbyggöinni og fjölga þeim í
Reykjavík. Eg held aö þetta sé ekki
nokkurt atriði hvort eru fleiri eöa færri
þingmenn á landsbyggöinni, þeir eru
allir staösettir í Reykjavík og hugsa út
frá því. Eg vil fækka þingmönnum og
gera landið að einu k jördæmi.
Tökum sem dæmi Vestfirðina. Þar
eru það Isafjörður, Bolungarvík,
Patreksfjörður, Hólmavík og fleiri
byggöakjarnar, sem algerlega ráða
feröinni í samgöngumálum. Það sást
best þegar Vegageröin var búin að
athuga ár eftir ár hvar best væri að
leggja snjóléttasta veginn til Isaf jarð-
ar og svo var ekkert fariö eftir því sem
hann telji sig s já lengra en nef sitt nái.
„Já, ég hef margoft rekið mig á það
að ég hef séð fyrir óorðna hluti, sem ég
hef ekki trúaö á en þeir hafa komið
fram seinna. Til dæmis sá ég á sínum
tíma fyrir um raflínur og rafljós fyrir
■ vestan löngu áður en þetta varð að
raunveruleika.
Og sumt af því, sem ég hef séö, hefur
. ekki komið fram ennþá og ég veit ekki
! hvort þaö gerir þaö heldur. Til aö
; mynda er ekki langt síðan mér fannst
: ég vera kominn á Reykjavíkursvæðið
og sá ég þá hraunstrauma ofan viö
borgina. Einn fannst mér stefna fyrir
sunnan Hafnarfjörö og annar á Foss-
■ vog. Bak við þessa hraunstrauma var
mikill og dökkur mökkur. Eg hef velt
því fyrir mér síðan hvort náttúruöflun-
um finnist aö þaö sé of mikiö af lands-
ins börnum samankomiö á höfuð-
borgarsvæðinu og telji að þurfi aö
hrista svolítið upp í fólki þar. Hver
veit?” segir Jóakim Arason, tilvon-
andi Reykvíkingur.
-SþS
hún haföi fundið út meö sínum mæling-
um, heldur f ariö eftir því að nokkrir Is-
firöingar, Bolvíkingar og Stranda-
menn skoruöu á þingmenn aö leggja
veginn yfir Steingrímsfjaröarheiöi,
sem allir vita að veröur aldrei fær
nema nokkra mánuöi á ári. Þegar svo
Patreksfiröingar heyröu um Stein-
grímsfjaröarheiöina trylltust þeir og
heimtuöu ferju yfir Breiöafjörö,
Stykkishólmur — Brjánslækur. Vegur-
inn til Isaf jaröar er alveg jafnóleystur
enn sem fyrr.
Leiöin sem Vegageröin mælti meö er
frá Isafjaröardjúpi yfir Kollafjarðar-
heiði og þá þyrfti aö brúa Þorskafjörð
og Gilsfjörð. Þessi leið yrði fær allt
árið,” segir Jóakim.
„Og ég er viss um aö ef landið væri
eitt kjördæmi heföi aldrei veriö hlustaö
á þetta Steingrímsfjarðarævintýri og
ekki heldur ferjuna yfir Breiðaf jörð,”
bætir hann viö.
: Hraunstraumar við
Reykjavik
Hvort ósk Jóakims um eitt kjördæmi
: og færri þingmenn á einhvem tíma eft-
' ir aö rætast getur hann ekki sagt þótt
„Ætli ég fari ekki í fasteignabrask til
að komast í eitthvað arbært þjóöhags-
lega séð. Atvinnugreinar á borö viö
búskap, sjómennsku, iðnaöarstörf og
fleira viröast bara vera ómagar á þjóö-
inni eins og um þær er talað og með
þær fariö. Fasteignabrask er hins veg-
ar vel metiö starf og þeir, sem það
stunda, í hávegum haföir.”
Þaö er Jóakim Arason, fyrrverandi
bóndi, sem mælir. Aö vísu meö kímnis-
svip en þó af fullri alvöru. Hann er að
flytja á mölina fyrir fullt og fast, búinn
að gefast upp á búskapnum.
Ætlaði í félagsbúskap
Jóakim er fæddur á bænum Selja-
landi í Gufudal á Barðaströnd áriö
1917. Þar bjó hann fram til ársins
1954 en fór þá að heiman og fékkst eftir
það viö ýmsa tilfallandi vinnu, mikið
við brúarsmíðar á sumrum en dvaldi í
Reykjavík um vetur.
1980 tekur Jóakim þá ákvöröun aö
flytjast aftur vestur á æskuslóðir sínar
og hefja búskap. Jörðin sem fyrir val-
inu varö var Klettur í Kollafirði,
ágætisjörö aö sögn Jóakims. Þar var
Jóakim meö tæplega 300 kinda bú i
f jögur ár, en nú er þessu sem sagt
iö.
Jóakirh Arason bóndi fluttur á mölina