Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1984, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1984, Page 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR17. APRIL1984. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Albert vinur litlu bamanna „Þaö er hreint okur á kékómjólk- inni,” hefur verið haft eftir fjórmála- ráðherra, Albert Guðmundssyni, hér í DV. Það hefur einnig komið fram i fréttum að 1 peli af kókómjólk kostar í smásölu 12.35 kr. Fjórir pelar kosta því 49.40 krónur en í lítrafernu kostar kókómjólkurlítrinn 37.6O kr. Þessl verð- munur felst meðal annars í pökkunar- vinnu. Kókómjólk sem framleidd er hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi eingöngu er seld um allt land. t þessu verði er dreifingar- og flutningskostn- aöur. Þannig að sama verð er á elnum pela á kókómjólk á Selfossi, i Reykja- vik og á Reyðarfirði. Farið hefur verið fram á athugun reikninga á verömynd- un þessarar framleiðsluvöru. Þessi athugun hefur farið fram samkvsmt upplýsingum Odds Helgasonar, sölu- stjóra Mjólkursamsölunnar. Kókómjólkin hefur komist í sviðs- ljósið vegna reglugerðarbreytingar um vörugjaldsálagningu og upptöku söluskatts á þessa vöru og nokkrar aðrar drykkjarvörur. I lok síðasta mánaðar ákvað fjár- málaráðherra að beita lagaheimildum til að samræma gjaldtöku á ákveðnum flokkum drykkjarvara. Sem ástæðu fyrir þeirri ákvörðun ráðherra er sagt í bréfi frá ráðuneytinu: Um langt skeið hefur mikið ósamræmi verið ríkjandi hérlendis í skattlagningu á ýmsum skyldum drykkjarvörum sem eiga í innbyrðis samkeppni á drykkjarvöru- markaðnum. Hefur af þessu ósam- ræmi orsakast óeðlileg stýring á neysluvenjum almennings af hálfu ríkisins og jafnvel mismunun milli ein- stakra framleiðslugreina og jafnvel fyrirtækja. Meginefni reglugerðarinnar er að fellt er niður sérstakt 24% vörug jald af hreinum og blönduðum ávaxtasafa, gosdrykkjum og öli. En áður greiddu gosdrykkjaframleiðendur auk þessa gjalds einnigl7%vörugjald. I stað niðurfellingar 24% vörugjalds- ins kemur að innheimt verðúr 17% vörugjald og söluskattur af blönduðum ávaxtasafa og drykkjarvörum með bragðefnum eins og nú er innheimt af gosdrykkjum og öli. Tollar á innflutt- um drykkjarvörum voru einnig felldir niður eða lækkaðir til samræmingar. I kjölfar þessarar reglugerðar hafa gosdrykkir og öl lækkaö. En blandaðir ávaxtasafar og hliðstæðir drykkir hækka eitthvað. Mikill styr stendur þessa dagana um álögur á þessa drykki. Heimilisgos og hollustudrykkir ,JIeimilisgosdrykkir”, þaö eru þeir sem blandaðir eru í sérstökum vélum með sérstökum efnum í drykkjarvatn eru til dæmis skattlagðir eins og aðrir gosdrykkir en það var ekki áður. Svo hafa augu manna beinst að svo- kölluðum „hollustudrykkjum” og landbúnaðarafuröum, ems og kókó- mjólk, mangó-sopa og jóga. Avaxta- drykkir eru margir á boðstólum, sumir hreinir og teljast þeir vafalítið hollustudrykkir. En svo eru aðrir ávaxtadrykkir sem innihalda mikið sykurmagn og fer lítið fyrir hollust- unni þá. Umræðunni ekki lokið En umræðunni um kókómjólk, mysu- drykkina mangó-sopa og jóga er ekki lokiö. Menn hafa sagt að betra sé fyrir börnin að drekka kókómjólk en kók — og því séu hér óréttlátar breytingar á ferðinni. I einni stórverslun í Reykja- vík fengum við þær upplýsingar að sala á kókómjólk, mangó-sopa og jóga sé um 2 1/2% af mjólkursölunni (létt- mjólk, nýmjólk og undanrennu) mangó-sopi og jógi eru svo innan við 10% af sölu kókómjólkur. Þessar tölur miðast við mánaðarsölu. I annarri verslun fengum við þær upplýsingar aö mangó-sopi og jógiséu innan viö 5% af sölu kókómjólkur. Af smákönnun sem við gerðum meöal skólabama var samdóma álit aðspurðra að mysu- drykkimir tveir væru miður góðir. Svo hvað þá tvo drykkina snertir er ekki verið að koma viö „hagsmuni” barna þó að þeir hækki í veröi. „Vinur litlu barnanna" Og hvað kókómjólkina varðar gæti hugsanlega komið í ljós að f ramleiðslu- DV-mynd: Bj.Bj. kostnaöur lækki eitthvaö, þannig að ekki er víst að vöragjalds- eða sölu- skattshækkunin verði hækkun eftir allt. Það hefur áður komið í ljós að framleiðslukostnaður mjólkurafurðar hef ur verið of hár, til dæmis á jógúrt. Eins og maðurinn sagði: „Þaöendar með því að Albert verður ekki bara vinur litla mannsins. — Hann verður líka vinurlitlubarnanna”. -ÞG Tilboösverö |Ö Q Dl Q Q 0 0 Q4 Q 0 0 Svalahuröir úr oregonpine með lœsingu, húnum og þéttilistum. Verð írá kr. 5.654,- Útihurðir úr oregonpine. Verð írá kr. 6.390,- Bílskúrshurðir, gluggar og gluggaíög. Gildir til 1.05.84. TRESMIÐJAN MOSFELL H.F- HAMRATÖN 1 MOSFELLSSVEIT SÍMI 6 66 06 SANITÆS 5VKURIITILL EASKADRYKKUR Má ekkí bjóða þér að prófa nýjan, sykurlítínn páskadrykk frá Sanítas h/f? Gættu að línunum fyrír páskahátíðína og drekktu sykurlítínn Sanítas-drykk með hátíðarmatnum. Þú léttist en pyngjan ekki! 1 lækkun á öllu öli og gosí frá Sanítas h/f!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.