Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1984, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1984, Blaðsíða 20
20 PV.ÞBIÐJUDAGUai7.APfilL19M. '-4 - „Njósnari” frá V-Þýskalandi | verður í Laugardalshöllinni íkvöld „Njósnari” frá V-Þýskalandi er nú staddur hér á landi til að fylgjast með tslenskum hand- knattleiksmönnum. DV hefur frétt að hann hafi sérstakan áhuga fyrir Páli Olafssyni, landsliðs- manni úr Þrótti. V-Þjóðverjinn verður staddur í Laugardals- J höllinni í kvöld þegar Þróttarar leika gegn KR í | 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í handknatt- leik. Þrír bikarleikir verða i kvöld. Valur ieikur gegn FH kl. 20 í höUinni og strax á eftir leika Þróttur og KR. Einn leikur fer fram á Seltjamarnesi. Grótta leikur gegn Stjömunni kl. 20. Annaö kvöld leika svo Víkingur og KA. Hanna Lóa stóð sig best á Nordurlandamóti unglmga ífimleikum Sjö Islcndingar tóku þátt í Norðurlandamóti | unglinga ■ fimleikum i Falun í Svíþjóð um helgina. Hanna Lóa Fríðjónsdóttir, Gerpiu, sem I aðeins er 12 ára, náði bestum árangri stúlkn-: anna, 30,15 stigum. Dóra Sif Oskarsdóttir fékk | 29,30 stig. Hlín Bjarnadóttir 27,35 og Bryndís | Olafsdóttir 27,20 stig. Sigurvegarí varð Asa ! Olsen, Svíþjóð, með 35,25 stig. I keppni strákanna fékk Guðjón Gíslason 40,70 I stig, Guðjón Guðmundsson 36,05 stig og Amór | Diego 35,25 stig. Þar varð Johann Johannsson, Sviþjóð, sigurvegari með 56,30 stig. Keppendur okkar dvöldust hjá islenskum ! lsknanemumiFalun,aUurhópurínn. -tasim. Áfall Ipswich Enski landsUðsmiðvörðurínn hjá Ipswich, Terry Butcher, er illa meiddur á hné og mun sennilega ekki leika meira á þessu ieiktimabiU. Þá á skoski landsUðsbakvörðurínn George Burley einnig við meiðsU að stríða og mun missa nokkra af síðustu leikjum Ipswich. hsim. íslenska pilta- liðið steinlá Islenska piltalandsliðið i blaki, 19 ára og yngri, beið lægri hlut gegn þvi færeyska í lands- leik i Hagaskóla í gærkvöldi. Færeysku piltarnir voru mun ákveönari og sigruðu 3—0,15—2,15—9 og 15—11 í aöeins 49 minútna viðureign. Færeyska Uðið var betra á flestum sviöum. Islensku strákamir virtust óöruggir. Skárstur þeirra var Hjalti HaUdórsson. Islenska stúlknaliðiö stóð vel fyrir sínu. Þær höfðu yfírburði gagnvart færeysku stúlkunum en töpuðu þó einni hrinu. Stúlknaleikurinn fór 15-7,15-8,15-17 og 15-5. Bestar í liöi Islands voru Birna S. HaUsdóttir og Sigrún Asta Sverrisdóttir. UngUngalandsUðin mætast aftur í kvöld í Digranesi i Kópavogi og annaökvöld í Haga- skóla. I frétt DV í gær um leikina vantaði eitt nafn í piltaliðið, Omar Pálmason Þrótti. Þá misritað- ist föðumafn annars. Marteinn Már er Guð- geirsson en ekki Guðbergsson. Ennfremur var annars þjálfara kvennaUðsins ekki getið, SnjólaugarBjarnadóttur. -KMU. wnmBaHUEa íþróttir íjM'óttir íþróttir íþróttir íþróttir Karl átti góðan leik þegar Laval vann Lens 3-0 Frá Áma Snævarr — fréttamanni DV í Frakklandi: — Karl Þóröar ;on átti mjög góðan leik með Laval þegar félagið vann öruggan sigur 3—0 yfir Lens í frönsku 1. deUdarkeppninni. Karl fékk mjög góða dóma í frönsku blöðunum og er hann nú fullkomlega búinn að ná sér eftir meiðsUn. Baráttan um Frakklandsmeistara- titUinn stendur á mUU Monaco (49 stig), Bordeaux (48) og Auxerre sem hefur 47 stig. Tvær umferðir eru eftir og í næstu umferð leika Auxerre og Bordeaux mjög þýöingarmikinn leik. Bordeaux varð fyrir áfalU þegar félagið vann sigur 2—1 yfir París St. Stuðnings- mannalið landsliðsins íknattspyrnu Knattspyrnusamband Islands hefur stofnað stuðningsmannaUð landsUðs- ins í knattspymu. Nú þegar hefur Jón Ásgeirsson, fyrrum framkvæmda- stjóri KSÍ og íþróttafréttamaður út- varpsins, verið kjörinn formaður stuðningsmannaliðsins sem mun styðja við bakið á landsUðinu í þeim verkefnum sem fram undan em. Germain. Fyrirliðinn Alan Giresse meiddist þá rétt fyrir leikslok — í nára. V-Þjóðverjinn Dieter MiiUer skoraöi bæði mörk Uðsins í leiknum. Monaco haföi heppnina meö sér í Strasbourg þar sem félagið vann sigur 1—0. Monaco lék varnarieik og beitti siðan skyndisóknum og úr einni skyndisókninni náði Bruno BeUone að skora sigurmark Uösins. Patrice Garande skoraði sigurmark Auxerre 1—0 gegn Nancy á útivelU og er hann nú markhæstur í Frakklandi með20mörk. -ÁS/-SOS Kristján á uppleið Krístján Hreinsson UMSE, Islandsmethafinn í hástökki, 2,11 m utanhúss, keppti í fyrsta sinn í ár á innanhússmóti Fjölbrautaskólans við Ármúla í Baldurshaga, 12. aprU. Krist ján hefur átt við meiðsU að stríða frá því hann setti metið í fyrra en er núáuppleið. Kristján stökk 1,90 m í hástökki. Jafnt UMSE meti nafna síns, Kristjáns Sigurðssonar. Einnig 13,50 m í þrí- stökki og 6,34 m í langstökki. Bestu af- rek Kristjáns og jafnframt skólamet FÁ. Þórarinn Hannesson ÍF, BUdudal, átti aður skólametið 1,86 m frá 1983, stökk nú 1,80 m. Mótsstjóri var Olafur Unnsteinsson íþróttakennari FÁ. IFREMSTU ROD í FYRSTU KEPPNI — Héraðsmót UMSK ífrjálsum íþróttum að Varmá „Eg er á því að Ungmennasamband Kjalarnessþings eigi sterkasta Uð landsins í frálsum íþróttum innanhúss — allavega í stökkgreinunum,” sagði Olafur Unnsteinsson, þjáUari Breiða- bUks, eftir héraðsmót UMSK sem háð var í íþróttahúsinu aö Varmá 15. apríl. Prýðilegur árangur náðist i nokkrum greinum og margt af efnUegasta frjálsíþróttafólki landsins er innan vé- bandaUMSK. Enskursigur íBoston- maraþoni Geoff Smith frá Liverpool á Englandi sigraði í hinu træga Boston- maraþonhlaupi í gær. Hljóp vega- lengdina á frábærum tíma á 2 klst. 10.32 í hávaðaroki og rigningu. Hafði gífuriega yfirburði í hlaupinu en þetta var í 88. sinn sem hið árlcga Boston- maraþonhlaup fer fram. Annar varð Jerry Vanesse, USA á 2 klst. 14.48. hsim. Sigsteinn Sigurðsson, UMFA Aftur- elding, varð þrefaldur meistari og náði besta árangri ársins í langstökki án atr. 3,24 m. Einnig 9,42 m í þrístökki án atr. ogl,55mí hástökki án atr. Tveir 17 ára piltar úr BreiðabUk ' náðu einnig frábærum árangri. Einar Gunnarsson, Islandsmeistarinn í þri- stökki án atr. 9,54 m fyrr í vetur, stökk nú 9,34 m og 3,14 m í Iangstökki án atr. Ulfar Arnarson skipaði sér í fyrátu keppni í fremstu röð. 3,20 m í lang- stökki án atr. og 9,20 m i þristökki án atr. I hástökki með atr. sigraði Helgi Hauksson Breiðablik, 1,75 m. Lyftinga- kappinn Hjalti Amason, Afturelding, kastaði 12,13 m í kúluvarpi. Inga Ulfs- dóttir, Breiðablik, sigraði í hástökki 1,60 m og hástökki án atr. 1,20 m. Spretthlauparinn, Svanhildur Kristjónsdóttir, UBK, sigraöi í lang- stökki án atr. 2,52 m. 2. Inga Ulfsdóttir, UBK, 2,52 m. 3. Berglind Eriendsdóttir UBK, 2,51 m. Kúluvarp. (3 kg). 1. Svanhildur Kristjónsdóttir, 9,18 m. Seinni hluti héraðsmóts UMBK. fer fram i Baldurshaga miðvikudaginn 18. aprilkl.21.00e.h. Hörður Sigurgestsson, forstjórí Eimskips, sést hér (t.h.) afhenda EUert B. Schra 500.000. KSIFEKK VEGI STYRK FRA El til ef lingar knattspy mu f yngri — Þegar vorar í lofti og náttúran byrjar að blómstra að nýju — er það merki þess að knattspyman er að fara á stað á íslandi, sagði Hörður Sigur- gestsson, forstjórí Eimskipafélags ís- lands, þegar hann tilkynnti á fundi mcð stjómarmönnum KSÍ, að Eimskip hefði ákveðið að veita 500.000 kr. framlag til starfsemi Knatt- spymusambands Islands i þvi skyni að efla starfsemi KSt á komandi starfs- árí. — Eimskip óskar að stuðningnum verði sérstaklega varið til verkefna sem tengjast starfsemi yngri flokka í knattspymu, sagði Hörður. Eimskip hefur ákveðið að gefa bikar sem veittur yrði sem verðlaun í 6. flokks- móti sem haldið verður í sumar og einnig bikar sem gefinn yröi sem far- andbikar sem keppt yrði um á lands- mótifyrirtelpur. EUert B. Schram, formaður KSI, þakkaði Eimskip fyrir myndarlegt framlag tU knattspymuhreyf- ingarinnar. — Eimskipafélg Islands hefur svo oft verið nefnt óskabam Frábær pútt tr Ben Crenshaw —í US Masters-golfkeppninni í Augusts Lék ellef u höggum undir pari Frá Jóni Þór Gunnarssyni — frétta- manni DV í Bandaríkjunum: — Eg er mjög hamingjusamur. Þið getið varla trúað því hvað ég óskaði mér heitt að bera sigur úr býtum hér í Augusta, sagði Texasbúinn Ben Cren- shaw, eftir að hann hafði boríð sigur úr býtum í US Masters golfkeppninni. Þessi vinsæU 32 ára kylfingur tryggði sér þar með græna jakkann og 108 þús. doUara í verðlaun. Hann lék á 277 höggum sem eru eUefu högg undir pari vallarins. AðaU Crenshaw var frá- bær pútt og sýndi hann frábæra leikni á tiundu holu úrslitahringsins þegar hann setti niöur 65 feta pútt og náði þá eUefu höggum undir pari og þá var aldrei spuming um hver færi með sigurafhólmi. Eins og sl. ár, þá setti rigning og rok svip sinn á Masters-keppnina. Um tíma leit út fyrir að nýtt nafn í golf- heiminum, Mark Lye, færi með sigur af hólmi í sinni fyrstu Masters-keppni. Þessi 31 árs Bandaríkjamaður lék mjög vel og eftir 36 fyrstu holurnar var hann níu höggum undir pari vaUarins — paraði hann t.d. fimm holur i röð. Spánverjinn BaUesteros náði ekki að tryggja sér rétt til aö ieika siðustu 36 holumar — datt úr keppninni eftir 36 holur en þó munaði aðeins einu höggi aö hann kæmist í úrsUtakeppnina. Þar munaði mestu aö hann fékk tvö víta- högg. Allt samkvæmt áætlun Frá Stefóni Kristjánssyni, frétta- manni DV, á skíðalandsmótinu á Ákur- eyri. „AUur undirbúningur fyrir skiða- landsmótið hefur gengið mjög vel — aUt samkvæmt áætlun. Það er nægur Skíðalandsmótfiö hefst á Akureyri á skírdag snjór í Hlíðarfjalli, hefur snjóað vel undanfarið eftir þríggja vikna góðviðrí þar sem snjó tók mjög upp. En nú þurf- um við ekki að óttast snjóleysi,” sagði Þröstur Guðjónsson, formaður Skiða- ráðs Akureyrar, í gær. Skiðalandsmótið hefst á skirdag kl. níu með svigi kvenna. Keppt alla dagana fyrir hádegi, frá níu tU tólf, svo almenningurinn geti verið í skiðaland- inu eftir hádegi. Keppendur verða 85 frá sjö héraðssamböndum. Mótið verður sett á miðvikudags- kvöld í íþróttahöllinni nýju á Akureyri. Mótinu lýkur á sunnudag og verðlaun verða afhent í Sjálfstæðishúsinu. -SK/hsím. (þróttir (þróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.