Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1984, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1984, Page 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR17. APRIL1984. Hætta í höndum bama ,,Byssurnar voru athugaðar af neytendadeild verðlagsstjórans og sagt að þær væru hættulausar enda fóru kúlurnar ekki igegn um pappir sem hengdur var upp. Hér er um reginvillu að ræða." Þaö vildi svo til að ég var stödd í leikfangabúð til aö kaupa smágjöf fyrir ungan vin þegar ég sá tvo smá- stráka, e.t.v. 4 og 6 ára gamla, og eldri vin þeirra — kannski 16 ára gamlan — koma inn og kaupa „baunabyssur”. Eg varð undrandi að sjá að slíkar byssur með merkinu „Magic Colt” voru afhentar smá- strákum. Enn verra fannst mér þegar ég sá að byssunum fylgdi smá- pakki af kúlum, silfurlituöum. Hver kúla var um 5 mm í þvermál. Þegar ég kom út úr versluninni sá ég að eldri strákurinn var að kenna þeim litlu að hlaða byssu og skjóta. Prófanir Byssumar voru athugaöar af neyt- endadeild verðlagsstjórans, og sagt að þær væru hættulausar enda fóru kúlumar ekki í gegnum pappír sem hengdur var upp. Hér er um reginvillu að ræða. Við verðum að taka til greina að kúlurnar gætu farið í auga einhvers barns. Það er ekki nauðsynlegt að kúlan fari í gegnum auga heldur aöeins að kúlan hitti augað. Eg prófaði sjálf leikfanga- byssur af „Magic Colt” tegund og tilsvarandi stærri tegund, „Combat 25, Captain Automatic”, Submachine gun, var kassinn merktur, ásamt skrifstofumanni Neytgndafélags! Utkoman var alvarleg: Var skotið á vegg í tveggja metra fjarlægð og heyrðist smellur þar sem kúlan hitti og það sem verra var, hún kom til baka í sömu hæð. I mínu tilfelli lenti hún í kápu minni. Hefði ég verið barn, sem hefir séð í sjónvarpi að oft er skotið úr byssu í augnahæð, hefði kúlan komið í augað. Við reyndum aö athuga hve sterkt slagið var og skut- um í lófa. Var slagið tilf innanlegt. Þar að auki reyndi ég „Magic Colt” byssu með konu í húsinu og skutum viö á kassa úr frauöplasti úr 2 m f jarlægð. Það heyrðist hvellur og sást að bletturinn, sem kúlan hitti, dældaðist inn um 2 mm á að giska og mundi hafa valdið meiðslum, fannst okkur. Kúlurnar eru í rannsókn, enda óvíst úr hvaða efni þær eru. Þar að auki er nauösynlegt að hafa í huga að kúlur sem eru á gólfi geta komist í munn smábarna og fest í koki eða e.t.v. valdið eitrunum. Byssurnar eru framleiddar í Japan. I versluninni þar sem ég keypti „Combat 25” sá ég einnig spjöld með þremur skutlum / pílum til sölu. A spjaldi fann ég eftirfarandi upplýsingar 1) á frönsku „Jeux pour adultes”. 2) á þýsku „Kein Verkauf an Jugendliche unter 18 Jahre”. 3) á ensku „Not recommended for children under 5 years of age”. Framleiðandi er Victor í Hong Kong. Þýðing athugasemda eða viðvörunar er 1) „Leikföng fyrir fullorðna”. 2) „Má ekki selja unglingum undir 18 ára” og 3) „Ekki ráðlegt fyrir börn undir 5 ára”. Þar sem mér fannst 3) væri prentvilla talaði ég við enskan embættismann og fékk upplýsingar um aö hann haldi aö börn 5 ára og eldri séu í skólanum allan daginn, enda mikið leikið sér þar, og á eftir undir umsjón foreldra. Reiknað er með aö börn undir 14 ára séu að stað- aldri undir umsjón f ullorðinna. Skutíur Þar sem skutlurnar eru með hvassan odd — notaðar venjulega í enskum krám til gamans gestum og kastaö í stóra korkskífu þar sem þær festast, er lítil hætta. I höndum barna er hættan hins vegar Kjallarinn EIRÍKA A. FRIÐRIKSDÓTTIR hagfræðingur greinilega mikil, enda fylgir engin skotskifa, aðeins teikning. Þegar ég bað verslunarstjóra að selja ekki börnum benti hann á enska textann, en skildi ekki þann þýzka eða franska. Eg hef ákveðið aö taka þessi „leik- föng” til Noregs með mér og biðja stofnanir þar eða í Svíþjóð að prófa öryggi eða hættu og mun þá leggja til aö merkja eða banna vörurnar hér á meðan vil ég biðja foreldra að fylgjast með lcikföngum barna sinna og vina þeirra til aö afstýra slysi: danskur prófessor sem vann hérlendis varð biindur á öðru auga vegna snjóboltans sem hann fékk í augað þegar hann var um 9 ára. Verkalýðshreyfing- in og stigamenn Sagt var að kjarasamningar ASI/VSI hefðu komið meö eitthvaö undarlegum hætti úr burðarliönum. Þagnarmúr hefði umlukt samninga- mennina Qg enginn vitað neitt f yrr en allt í eimí að fjalliö tók jóðsótt og fæddist h'til mús. Áður en samningaviðræöur hófust virtist það einróma álit verkalýðs- hreyfingar, stjórnvalda og at- vinnurekenda að lægstu launin yrðu að hækka mest. Og krafa verka- lýðshreyfingarinnar hljóöaði upp á 15 þús. kr. lágmarkslaun á mánuði. I sjónvarpsþætti í vetur, nánar tiltekið hrísgrjónagrautarþættinum, mættust til skoðanaskipta um kjara- mál fulltrúar verkalýðshreyfing- arinnar annars vegar og forsætis- ráðherra og framkvæmdastjóri VSI hins vegar. Mörg gullkom féllu eins og vænta mátti þar sem forsætis- og framkvæmdastjóri atvinnurekenda- auðvaldsins voru mættir til leiks. — Þama voru kjaramálin rædd og kröfu verkalýðshreyfingarinnar um 15 þús. kr. lágmarkslaun vísað frá með rammgerðum sultarólum og „Steingrímsvelhngi”. — Ekki ætla ég að rekja efni þessa sjónvarpsþátt- ar ítarlega en því nefni ég hann hér aö þar féllu þau orð er mér finnst vert að hugleiða og muna. Forseti ASI sagði td. að hann teldi ekki unnt aö lifa af lægri tekjum en 15 þús. kr. á mánuði. Svo nú eftir að hann semur um 12.660 kr. laun og þaðan af minna fyrir unglinga 16—18 ára virðist liggi ljóst fyrir, að það sé allfjöl- mennur hópur sem ekki á að lifa. Féllu þeir í freistni En hver skyldi vera ástæöan fyrir því, þar sem allir er að þessum kjarasamningum stóðu sögðu að lægstu launin yrðu að hækka mest að samið var um hið gagnstæða? Varö freistingin kannski réttlætis- kenndinni yfirsterkari hjá bless- uðum heiðursmönnunum þegar til kom? En það má þó kallast há- mark ósvífninnar að þeir sem gert hafa slíka samninga skuh enn halda því fram að lægstu launin hafi hækkaö mest. Fyrr er nú hægt að vera ómerkilegur en ganga svo langt. — Hér skal tekið smá sýnishorn af því sem lesa mátti í dagblöðum rétt eftir kjara- samningana. Þar sagði: „Forsætis- ráðherra fær eftir nýju kjara- samningana 3.760 kr. launahækkun en láglaunafólk í ASI og BSRB 700— 1600 kr.” Þar sagði enn fremur: „Steingrímur getur keypt 170 lítra af bensini á Blazerinn fyrir launahækkunina i dag en láglauna- fólkið aðeins um 20 htra.” — Æth forsætisráðherra langi nú ekki að skipta við þann sem fær 700 kr. fyrst hann veit að láglaunafólkið fær lang- mesta hækkun? Vonandi er að sult- arólin hafi ekki rænt hann allri sjálfsbjargarviðleitni. Og skyldi nú ekki einhver innan samtaka ASI sem fengið hefir 700 kr. hækkun vilja votta forsetanum þakklæti sitt fyrir unnin afrek meö þvi aö bjóöa honum skipti á því, sem hann skammtaði honum og hinu, sem hann úthlutaði sjálfum sér? Kannski gæti Ásmundur þá eftir allt saman „hrópað húrra”, þar sem atvinnurekendur og Mogginn eru líka svona æöislega hamingjusamir með hann. Þó að eitt sinn væri sagt að ástæöa væri til fyrir sósíalista að endurskoða starfshætti sína þegar Morgunblaðið væri fariö að hrósa honum þarf hann naumast að taka slíkt alvarlega. Að sjálfsögðu fer hann nærri um hvað borgar sig best. Fátækrastyrkur atvinnurek- enda Meö hhðsjón af því, sem ýmsir verkalýösforingjar hafa sagt um samninga ASI má spyrja: Er verka- lýðsbaráttan alfarið aö ráöast gegn sjálfri sér? Hvers vegna eru felld niður ýms réttindi, sem tók verka- lýðshreyfinguna langvarandi bar- áttu aö ná fram? Hvers vegna sú siðlausa árás á unghnga aö færa þá niður í launum? Hvers vegna sú hugsjón að greiða niður laun? En það er merkilegt rannsóknar- efni, hvernig þjóðin tekur kjara- skerðingunni: Skoðanakönnun DV sagði: Mikih meirUiluti fylgjandi ríkisstjórninni og samningunum. A sama tíma og þessi ríkisstjórn er að skapa hér fjölmenna öreigastétt að bandarískri fyrirmynd. A sama tíma og sukkið í opinberum rekstri marg- faldast. Fundnar upp nýjar stööur til að hygla gæðingum. Þrír skrifstofu- stjórar í menntamálaráðuneytiö í staðinn fyrir einn áður og þar aö auki aðstoðarráðherra. Þetta er aðeins eitt htiö dæmi um útgerðina á stjómarheimihnu. Stigamenn Það er raunasaga verkalýðs- hreyfingarinnar að stjómmála- flokkunum hefir tekist að skipta henni á mUli sín svo aö hún virðist hafa glatað upphafi sínu og sjálfsfor- ræði en er þess í stað starfrækt sem pólitískt hringleiksvið og nokkurs konar stýriflaug hátekjumanna tU að viðhalda launamisrétti eða er ASI og BSRB ekki fyrst og fremst hags- munasamtök hátekjumanna, sem hreiðrað hafa þar um sig í fQabeins- tumi og gæta stigans sem Uggur upp tU þeirra og mælir þeim stöðugt auknar tekjur viö hvert þrep svo sífeUt lengist biUð mUU lægstu og hæstu launa við hverja kjara- samninga og þetta vigi spUlingar og ranglætis verja stigamennimir með hnúum og hnefum. Svo lengi sem þessir menn stjóma kjara- samningum verða þeir fyrst og fremst árás á láglaunafólk og stærsti smánarblettur verkalýöshreyf- ingarinnar eins og þessir nýju samningar best sýna. Eða var ekki sagt að samninganefnd ASI hefði faUið undir borð og „Félagi Napóleon” skotiö upp koUinum í kjöltu atvinnurekenda og sams konar atburður hef ur gerst í BSRB? Það átakanlegasta í kjaramálum sýnist mér þetta, að þeir sem rang- Kjallarinn AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR VERSLUN ARMAÐUR REYKJAVÍK lætiö bitnar mest á skuli veita því blessun sína og Uta á það sem nokkurs konar náttúrulögmál. Lág- launastétt í þessu landi er fjöl- mennari nú en nokkru sinni fyrr. Ef hún stendur sameinuð og beitir því eina vopni, sem dugir í kjarabaráttu er henni sigurinn vís. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að veröbætur á lægstu laun séu ekki lægri en á þau hæstu. En þetta mun ekki breytast fyrr en láglaunamaðurinn þekkir sinn rétt og tekur hann. Enginn mun færa honum hann upp í hendurnar. . . Ekki er víst að auðvelt reyndist fyrir stóru mennina með beinu bökin að halda gangandi því vesalings þjóðfélagsapparati sem þeir eru stöðugt að misþyrma ef „litli maöurinn með bogna bakið” legði ekki lengur hönd á plóginn. Þrátt fyrir það að segja má að syrti í álinn þegar ráðherrar eru famir að auglýsa Island Singapore norðursins, þá er þó einn ljós punkt- ur í þessu öllu. Það var ánægjulegt hverja afgreiðslu smánarsamningar ASI fengu hjá Dagsbrún og öðrum félögum er tóku sams konar afstöðu. I Dagsbrún virðist nýtt afl komið Itil sögunnar sem ætlar sér stærri hlut ;en þann að vera ódýrasta vinnuafl og auglýsingabeita fyrir erlenda auð- ihringa. • „Það er raunasaga verkalýðs- hreyfingarinnar að stjórnmálaflokkunum hefur tekist að skipta henni á milli sin svó að hún virðist hafa glatað upphafi sínu og sjálfs- forræði...”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.