Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1984, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1984, Blaðsíða 37
DV. ÞRIÐJUDAGUR 17. APRIL1984. Dæmalaus “Veröld 37 Dæmalaus Veröld Dæmalaus Veröld Kvikmyndaleikkona sem aldrei hefur fariö í bíó Hún Jónína Guðbjörg Aradóttir frá Hofi í Öræfum er örugglega yngsti leikarinn í Atómstöðinni, var aðeins 8 mánaða þegar henni var þveitt í gegnum þriggja daga upptökur. En hún stóð sig með prýði og var ekki ergileg nema einn dag og þá var hún líka búin að vera í stans- lausri vinnu frá því klukkan 9 um morguninn og fram eftir kvöldi. Jónínu litlu sést bregða fyrir þrisvarsinnumímyndinni: Þegar pabbi kemur að skoða hana, þegar hún er skírð Guðrún í höfuðið á ömmu sinni og svo þegar skáldið er jarðað. Þrátt fyrir frábæra frammistöðu og glæsilegan leik er Jónína ekki enn búin að sjá Atóm- stöðina en systir hennar, hún Þuríður Halldóra sem aðeins er 2ja ára, er búin að fara i bíó og skemmti sér vel, sérstaklega þegar Jónínu brá fyrir. En hún hefur nægan tíma til aö sjá Atómstöðina seinna. Jónína er aðeinsrúmlegal3mánaða. . . -EIR. 1» Jónina Guðbjörg Aradóttir frá Hofi i öræfum hefur aldrei farið i bíó en ieikur þó ÍA tómstöðinni. . . .enda samsettur úr helstu kvennagullum hvita tjaldsins. Hann heitir Hr. Holly heppni og hefur hárið frá Robert Redford, augun frá Paul n/ewman, munninn frá Tom Selleck, nefið frá Warren Beatty, ahgabrýr frá Richard Gere og andlitsfallið frá Clint Eastwood. Nice Guy. A Offenbach skósögusafninu í V- Þýskalandi er þessi litli, háhælaði skór til sýnis og halda umsjónar- menn safnsins því fram að hann sé sá minnsti í heimi. Það er ekki ótrúlegt. HEIMSLJÓS Churchill og túristarnir Neðanjarðarbyrgi það sem Winston ChurchUl notaði í stríðinu hefur verið opnað almenningi og er búist við að það virki sem segul- stál á ferðamenn. Margrét Thatch- er forsætisráðherra opnaði byrgið við hátíðlega athöfn fyrir skömmu að viðstöddum 3 ættliðum Chur- chili-ættarinnar. Þar á meðal var Jack, 8 ára barnabarnabam for- sætisráðherrans fyrrverandi. Aætlað er að um 300 þúsund ferða- menn heimsæki byrgið ár hvert, i m eru 19 herbergi, svefuherbergi, kortageymslur, fundaherbergi oil. Byrgið Uggur rétt hjá breska þing- inu og eiginlega beint niöur af Downingstræti 10, bústað breska forsætisráðherrans. Belmondo íhálfa öld Franski leikarinn Jean-Paul Bei- mondo varð fimmtugur í fyrri viku. Hélt bann upp á afmælisdaginn á Bahamaeyjum ásamt koraungri vinkonu sinni, Carios að nafni. Ef marka skal aðsókn að nýjustu kvik- mynd afmæUsbarasins er Bel mondo alltaf jafnvinsæU. 40( þúsund manns hafa þegar séð „Les Morfalous” sem nú er sýnd í 64 kvikmyndahúsum víðsvegar Frakklandi. Yoko látin borga Hæstiréttur Ncw York-fylkis hefur gert Yoko Ono að greiöa upptökustjóranum Jack Douglas 90 mUljónir króna fyrir vinnu hans við gerð plötunnar Double Fantasy Einníg á Yoko að greiða Douglas prósentur af sölu plötunnar MUk and Honey vegna framlags hins síðaraefnda í þeirri framkvæmd. Braut 10.000borö Dale Craig, nemandi i listaskóla í Omaha í Nebraska, vann það afrek fyrir skömmu að brjóta 10.000 borð, hvert 2,56 sentímetra að þykkt og tók það hann 24 tíma. Var þctta gert til að safna pcningum i minningarsjóð um vin hans sem lést úr mænusjúkdómi. Eftir að 10.000 markinu var náð braut Craig 65 borð í viðbót og fór síðan á slysa varðstofuna og lét btada hendurstaar. Offita? Samkvæmt nýlegri könnun Bandaríkjunum trúa 3 af hverjum 4 konum því að þær séu of feitar, Eru það aðaliega magtan og mjaðmiraar sem valda þeim áhyggjum á meöan fætur og kálfar eru ekki hluti af heilabrotunum ■ IJIMMMMM. mtmmrnmmmmMS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.