Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1984, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1984, Qupperneq 12
12 Útgáfufélag: FRJÁLS PJÖLMIÐLUN HF. Stibrnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. E YJÓLFSSON. Framkvæmdastjériogútgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarveröá mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblaö 25 kr. Húsnæðismál eru enn einu sinni í sviðsljósi. Þarf engan aö undra, svo alvarlegt sem ástandið er á þeim vettvangi. Húsnæöisekla fer vaxandi, opinber fyrir- greiðsla til húsbyggjenda fer þverrandi og möguleikar ungs fólks til að verða sér úti um viðunandi húsnæði fer versnandi. Verðtrygging lána og afborgana veldur því að íbúðakaupendur reisa sér hurðarás um öxl, lög um leigu- íbúðir eru ekki virt og stórir árgangar af ungu fólki, sem nú er að hefja búskap, skapa eftirspurn langt umfram framboð á íbúöum. Islendingar hafa löngum viljaö búa í sínu eigin hús- næði. Aö eiga þak yfir höfuðið hefur verið metnaðarmál hér á landi og raunar hefur það verið blóm í hnappagati hins íslenska velferðarríkis aö sjálfseignarformið hefur dafnað í krafti dugnaðar einstaklinga og með myndar- legri aðstoð húsnæðislánakerfisins. En aðstæður hafa breyst. Nú dugar dugnaður skammt vegna þess að verðbólgan greiðir ekki lengur niður skuldirnar. Ungt fólk er ekki tilbúið til þess í dag að eyða bestu árum ævi sinnar í byggingarstrit og skuldabasl sem engan enda tekur. Húsnæðislánakerfið reynist heldur ekki sá stökkpallur sem fleytt getur fólki yfir verstu hjall- ana. Hlutfall lána af kostnaði við byggingu og kaup hefur hríðlækkaö. Sigtúnshópurinn, sem stofnaður var í haust, er gott dæmi um þá örvæntingu, sem gripið hefur um sig meðal húsbyggjenda, þeirra sem lentir eru í vítahringnum. Samtökin Búseti eru annað dæmi um viðhorfin hjá þeim, sem eru í húsnæðishraki, en hafa ekki enn treyst sér til að stinga sér til sunds. Ungt fólk er einfaldlega að grípa til eigin ráða, leita ráða til sjálfsbjargar og kalla á hjálp. Enginn segir aö þetta fólk, sem stendur aö Búseta, vilji ekki eignast sitt eigið húsnæði í stað þess að kaupa sér leigu, með öllum þeim göllum sem því fylgja. En Búseti er afsprengi breyttra aðstæðna sem er afleiðing þess að sjálfseignarfyrirkomulagið hefur ekki verið verndað. Stjórnmálamenn og flokkar, sem standa vilja vörð um sjálfstæði einstaklinganna, hafa brugðist. Þeir hafa látið húsnæðislánakerfið drabbast niður og fælt nýjar kyn- slóðir frá þeirri eðlilegu viðleitni að eignast þak yfir höf- uðið. Núverandi ríkisstjórn hafði uppi stór orð um stóraukin framlög til Byggingasjóös. Félagsmálaráðherra virðist áhugasamur um að fylgja þeim loforðum eftir. Brytingar í húsnæðislöggjöfinni, sem nú eru til meðferðar á Alþingi, stefna í rétta átt. En meðan fjár- magn skortir og Byggingasjóður reynist ekki fær um að hækka lánshlutfallið er ný löggjöf pappírsgagn eitt. Þetta verða menn að skilja. Þaö er heimskulegt að setja sig upp á móti samvinnu um kaupleigu á sama tíma og kerfið sjálft hrindir fólki frá sjálfseignarleiðinni, meðan löggjafar- og fjárveitingarvaldið mætir ekki lág- marksþörfum til að hjálpa fólki af stað. Húsnæðissamvinnufélög á borð við Búseta eiga rétt á sér, enda hljóta allir að vera frjálsir að því að taka ákvöröun um hvaða eignar- eða leiguform hentar þeim best. Deilur um sérstaka fyrirgreiðslu til slíkra félaga ættu hinsvegar að vera óþarfar ef fjárhagur Bygginga- sjóðs er bættur og lánshlutfall til húsnæðismála hækkað. Þar með yrði ranglæti og mismunun útrýmt og allir stæðu jafnt að vígi. Stjórnarflokkarnir lofuðu almennum úrbótum en ekki forréttindum. Þeir lofuðu endurbótum á húsnæðislánakerfinu fyrir alla. Ekki bara fyrir suma. ebs DV. MIÐVIKUDAGUR 9. MAl 1984. Lánsréttur Búseta er ótvíræöur Að gefnu tilefni mun ég hér gera grein fyrir því á hvern hátt húsnæðis- samvinnufélagið Búseti mun aðsam- þykktu húsnæðisfrumvaipi félags- málaráðherra eiga ótvíræðan rétt til 80% lána til 31 árs til byggingar leiguíbúða með búseturétti. Beint tilefni þessarar greinar er ákveðinn misskilningur sem gætt hefur í málflutningi Halldórs Blöndals alþingismanns. Lagalegur réttur Búseta C. liður 33. gr. húsnæðisfrumvarps ríkisstjómarinnar, sem þessa dagana er verið að afgreiða á Alþingi, fjallar m.a. um lán til félagasamtaka er byggja leiguibúðir fyrir félagsmenn sína. I athuga- semdum við frumvaipið er þetta skýrt á eftirfarandi hátt: „Þegar rætt er um félagasamtök (...) sem framkvæmdaaðila við byggingu leiguibúöa eru höfð í huga (...) samtök leigjenda, verkalýðs- félög og fleiri hagsmunaaðilar sem myndað gætu samtök til þess að byggja leiguíbúðir til afnota fyrir félagsmenn eða til leigu á almennum markaði”. Þarna er á ótvíræðan hátt gert ráð fyrir því í húsnæðisfrumvarpi ríkis- stjórnarinnar að samtök leigjenda geti staðið að myndun félagasam- taka sem byggi íbúðir fyrir félags- menn sína eöa fyrir almennan markað. Stofnun Búseta að frum- kvæöi Leigjendasamtakanna fellur augljóslega algeriega að þessu markmiði. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins opnaði fyrir Búseta I allt fyrrasumar starfaði á vegum Leigjendasamtakanna undir- búningsnefnd að stofnun húsnæðis- samvinnufélags. Viö sem vorum í þeirri nefnd vorum í nánu sambandi við húsnæöismálanefnd félagsmála- ráðherra sem þá vann að gerð þess frumvarps er nú er til meðferðar í þinginu. Formaður nefndarinnar var Jóhann Einvarðsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, og annar tveggja fulltrúa Sjálfstæðisflokksins var Gunnar S. Bjömsson, sem einnig er fulltrúi flokks síns í húsnæðis- málastjóm. I fyrrahaust átti undir- búningsnefnd Leigjendasamtak- anna að stofnun húsnæðissamvinnu- félags fund með þeim Jóhanni og Gunnari S. Bjömssyni, þar sem þeir báöir, ekki síður fuíltrúi Sjálfstæðis- flokksins, skýrðu okkur frá því, að í því húsnæðisfrumvarpi sem þá var í burðarliönum, yrði opnað á lánveit- ingar til húsnæöissamvinnufélaga. Jóhann Einvarðsson tók svo til máls á stofnfundi Búseta þann 15. október 1983 og skýrði þar opinber- lega frá fyrmefndri opnun til handa Búseta í frumvarpinu. Sama atriði hefur Alexander Stefánsson félags- málaráðherra endurtekið aftur og aftur í allan vetur, nú síöast á föstu- daginn var, er hann kvaddi sér hljóðs við atkvæðagreiðslu og geröi grein fyrir atkvæði sínu með því enn á ný að vísa til hins ótvíræða lánsréttar Búseta í frumvarpinu. Þorvaldur Garðar hlynntur leiguíbúðum félagasamtaka Fyrir Alþingi lá í fyrravetur stjómarfrumvarp um húsnæðismál meö nákvæmlega sömu ákvæðum og nú um ieiguíbúöir á vegum félaga- samtaka. Stjómarmenn Leigjenda- samtakanna ræddu þá m.a. við Þor- vald Garðar Kristjánsson alþingis- mann, þáverandi formann félags- málanefndar efrí deildar Alþingis, núverandi forseta Sameinaðs Alþingis, sem um langt árabil hefur verið höfuötaismaður Sjálfstæðis- flokksins í húsnæðismálum. Þor- valdur Garðar tók okkur fulltrúum Kjallarinn JÓN RÚNAR SVEINSSON FORMAÐUR BÚSETA Leigjendasamtakanna mjög vel og tjáði sig eindregið hlynntan bygg- ingu leiguibúða á vegum félagasam- taka á borö viö Leigjendasamtökin. Til áréttingar lagði Þorvaldur Garðar ásamt fleiri þingmönnum Sjálfstæðisflokksins fram frumvarp sem m.a. innihélt ákvæði er gengu til móts við óskir Leigjendasamtak- anna um hærra lánshlutfall og lægri vexti til byggingar leiguibúða á vegumfrjálsra félagasamtaka. Hefur Sjálfstæðisflokkur- inn nú snúist gegn Búseta? Af því sem hér hefur verið sagt er ljóst, að tveir helstu frammámenn Sjálfstæðisflokksins í húsnæðis- málum, þeir Þorvaldur Garðar Kristjánss. og Gunnar S. Bjömsson,, hafa, að minnsta kosti hingað til, verið hlynntir byggingu leiguíbúða á vegum óháðra félagasamtaka. Eg hlýt því að taka undir þau ummæli Alexanders Stefánssonar í Morgun- blaðinu á dögunum að afstaða Halldórs Blöndais kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Hefur Sjálfstæðisflokkurinn, eftir að hafa hingað til samþykkt opnun húsnæöisfrumvarpsins á húsnæðis- samvinnufélögin, nú snúist gegn Búseta, eða er Halldór Blöndal ef til vill einangraður með sinn undarlega misskilning á ákvæðum húsnæðis- frumvarpsins? fp „Þarna er á ótvíræðan hátt gert ráð fyrir því í húsnæðisfrumvarpi ríkisstjórnarinn- ar að samtök leigjenda geti staðið að myndun félagasamtaka sem byggi íbúðir fyrir félags- menn sína eða fyrir almennan markað.” Jón Magnússon lögfræöingur, for- maöur Neytendasamtakanna og vara- þingmaður Sjálfstæðisflokksins, iagði það nýlega til, að þjóöaratkvæða- gréiösla yrði um bjórmáliö. Og sam- kvæmt skoðanakönnun DV eru flestir þingmenn fylgjandi slíkri þjóðar- atkvæðagreiðslu, þótt meirihluti þeirra sé á móti því að fella úr gildi bannið viö framleiöslu og sölu bjórs hérlendis. Mig langar til aö leggja orð í belg um þetta mál, því aö umræðumar um það snúast enn sem komiö er fremur um aukaatriði en aðalatriðl Á meirihlutinn að ráða drykkjusiðum minnihlutans? Eg spái þvi, að í þjóðaratkvæða- greiðslu verði samþykkt að fella úr gildi banniö við framleiðslu og sölu bjórs. Og ég er sjálfur þeirrar skoð- unar, að fella eigi bannið úr gildi. Það styðst ekki við nein skynsamleg rök og hefur aldrei verið fáránlegra en nú: Menn geta keypt bjór í Fríhöfninni og flutt inn í landiö, og á bjórkrám í Reykjavík og á Akureyri er selt bjór- líki. Spurningin er ekki, viröist mér, hvort bannið verður fellt úr gildi, heldur hvenær það veröur gert og hvemig. En þrátt fyrir þetta hvort tveggja — spá mína um úrslit þjóðar- atkvæðagreiðslunnar og eigin skoðun — er ég á móti þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Hvers vegna? Ég er á móti þjóðaratkvæöagreiðslu um bjórmálið, vegna þess að meiri- hlutinn á ekki að ráða því, hvort einstaklingarair drekka bjór eða ekki. Ótímabærar athugasemdir HANNES H. GISSURARSON CAND. MAG. ekki náunga þeirra. Samkvæmt því mega þeir drekka bjór, en tæplega neyta berserkjasvepps, svo aö teídö sé dæmi. Einkamál og stjórnmál Þaö, sem ég er að reyna að segja, er það, að sum mál eru ekki í verkahring neinna valdsmanna. Þau eru ekki í eðli sínu stjórnmál, heldur einkamál manna. Mér finnst þessi greinarmunur alls ekki gerður nægilega oft í umræðum, ekki heldur í umræöunum um bjórmálið. Leyfið mér að skýra þetta. Segjum sem svo, aö úrslit þjóðaratkvæðagreiðsluimar verði önnur en ég spái — meirihlutinn sam- þykki aö fella ekki úr gildi bannið við framleiðslu og sölu áfengs bjórs. Hagga slík úrslit einhverju? Þau hagga að mínum dómi engu. Meirihlut- inn hefur eftir sem áöur engan rétt til að banna minnihlutanum að drekka bjór. W „Réttlæti er ekki sótt í kjörklefana. Meiri- hlutaræði hlýtur að takmarkast við þau mál, sem eðlilegt er, að meirihlutinn ráði ein- hverjuum.” Þeir eiga sjálfir aö ráða því. Sum mál Hitt er annað mál, að meirihlutinn eru einkamál manna, eiga ekkert kann aö taka sér vald til að ráða erindi inn í kjörklefann. Eg er þeirrar drykkjusiðum minnihlutans. Það er skoðunar, að það sé einkamál manna, ekkert nýmæli, að menn neyti afls- hvaö þeir leggi sér til munns, skaði það . munar, sætti sig ekki við, að aðrir hafi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.