Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1984, Blaðsíða 31
DV. MIÐVIKUDAGUR 9. MAl 1984.
31
Sandkorn Sandkorn Sandkorn
Kaupfébgshretió
Sá sem r*ður veöri og
vindum fylgist gjörla með
því sem mennirnir haf-
ast að á jörðu niðri og er
gjarn á að láta stjórnast af
þvi hvemig honum iikar brölt
þeirra. Norðanlands er það
útbreidd skoðun að ekki sé
hann kaupfélagssinnaður, al-
valdurinn þessi, þvi eins lengi
og menn muna hefur hann
skeytt skapi sínu á aðalfundi
KEA. Sá fundur er haldinn á
vorin þegar veður era orðin
góð en alltaf skal allt fara úr
skorðum við kaupfélagsfund-
inn. Siðasta belgl var engin
undantekning. Lengi á undan
hafði sólin skinið glatt og
hitastigið milli 15 og 20 stig
dag eftir dag. Fljótlega eftlr
fundarsetningu á föstudegi
fór það niður undir núllið og
var svo í tvo daga meðan
fundurinn stóð. Strax á
sunnudegi fór að skána og á
mánudegi var kaupfélags-
hretið alkunna búið og
kominn 12 stiga hiti.
Mikið tap?
Þó alllr vilji nú hafa stór-
markaði og slegist sé um
lóðir undir slík fyrirbœri virð-
ist það þó ekki elns gróðavæn-
legt að reka stórmarkað og að
eiga t.d. myntsláttu. Þannig
segir sagan að tapið á Mikia-
garði, helstu túristaattrak-
sjón í Reykjavik, nemi 12
mllljónum. Nú er það
spurningin, er það mikið eða
litiðtap?
Handagangur í
handbohafram-
boði
Þing Handknattlelkssam-
bands Islands verður haldlð
dagana 25. til 26. mai nk. og
er mikil spenna kringum
framboðsmál. Núverandi for-
maður, Friðrik Guðmunds-
son, gefur kost á sér áfram til
Július Hafstoin.
þess embettis en ekki eru
allir sammála um ágeti hans
og mótframboð er nú i bígerð.
Það er Pétur Rafnsson sem
býður sig fram gegn sitjandi
formanni og hefur Pétur haft
samband við ýmis félög og
falast eftir stuðningi. Hann á
sér dugiegan stuðningsmann
þar sem Júlíus Hafstein, fyrr-
verandi formaður sambands-
ins, er.
Júlíus hyggur ekki á
framboð sjálfur en
hugmyndir eru í gangi um
framtak sem geti eflt mjög
völd Júliusar innan HSl.
Hugmyndir þessar miðast við
að Július gangist fyrir
stofnun stuðningsmannahóps
HSl en svipað fyrirberi er til í
knattspyrnuhreyfingunnl.
Yrðl Július formaður þess
hóps og þar með í raun með
annan fótinn i stjóra
sambandslns.
Rykský
Til eru þeir menn í Reykja-
vík sem hafa áhyggjur af því
að rónum bejarins hafi nú
svo fekkað, eftir tilkomu SÁA
og vegna aukins áróðurs fyrir
bindindi, að rónarnir séu nú í
útrýmingarhettu. Vilja
þesslr menn að stofnuð verði
friðunarsamtök og reynt að
bjarga nokkrum eintökum til
að h'alda bejarbragnum.
Einn þessara manna var
svo þreyttur og leiður orðinn
á rónaleysinu i mlðbenum að
hann sagði að það væri líkleg-
ast búið að þurrka alla rón-
ana upp. „Ef maður sér
einhvers staðar rykský i
benum er það róni að míga! ”
Það varða aJdrei franskar úr
þossum. isiendingarnir verða að éta
þær.
Kartöflur
Þó ekki gangi allt sem
skyldi hjá Grenmetisversiun
landbúnaðarins og neytendur
vogl sér að kvarta undan
kartöflum sem boðið er upp á
í verslunum er samkeppnin
hörð á kartöflumarkaðnum
ogekkert gefiðeftir.
Eins og allir vita eru tver
verksmiðjur sem framleiða
franskar kartöfiur og aörar
tegundir unninna kartaflna
fyrir innleudan markað.
önnur er í Þykkvabenum en
hin á Svalbarðsströnd.
Verksmiðjan á Svalbarðs-
strönd kennir afurðir sinar
við Fransmann og er dreif ing
afurða verksmiöjunnar að
hluta i höndum Grenmetis-
verslunarinnar en að hluta í
höndum fyrirtekisins Garra.
Þaö teljast eðlilegir
viðskiptahettir að veita
stórum viðskiptavinum
afslátt og fá stórmarkaðir og
sterri verslanir 5% afslátt
frá dreifingaraðilum. Nú
mun Grenmetisverslunin
hafa aukið afsiátt sinn tli
þessara viðskiptavina upp í
11% og reynir þannig aö losna
við hinn dreifingaraðilann,
Garra.
Þó það sé erfitt að flytja inn
kartöflur er markaöurinn þó
þess virði að berjast fyrir
honum.
Umsjónarmaður:
Ólafur B. Guðnason
Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir
Bíóhöllin—Þrumuf leygur
Þrumari
Heiti: Thundorball.
Þjóöerni: Ensk.
Leikstjórn: Torronco Young.
Handrit: Richard Maibaum, John Hopkins.
Aöalhlutverk: SeanConnery, Claudine Auger,
Adolfo Coli.
Ami Samúelsson í Bíóhöllinni
hefur nú að undanfömu verið að sýna
gamlar myndir sem hann hefur
keypt sýningarréttinn á. Nú eru í
gangi þrjár slíkar og fleiri munu á
ieiðinni.
Ein þessara mynda er Thunder-
ball, þar sem 007 er á fullri ferö og er
þaö Sean Connery sem er James
Bond í þessari mynd.
Eg hef í raunninni aldrei verið
neinn Bondaðdáandi, raunar leiðst
myndir um hann frekar en allt
annað, en viðurkenni þó fúslega
nauðsyn mynda af þessu tagi.
Hvaö viðvíkur þessari mynd,
Thunderball, þá er hún barn síns
tíma, anno 1965. Þá var tæknin ekki
sú sama og í dag en Bondsi samt
jafnklár, svona hlutfallslega.
Ymsar tæknibrellur eru hjákát-
legar í augum þeirra sem alist hafa
upp í bíóheimi geimtrilógíunnar (og
fer stækkandi) Star Wars.
Maöur synti rétt hjá hákarli og
glöggir gestir kvikmyndahússins sáu
að hann var bundinn með bandi. Það
er að sjálfsögðu hákarlinn sem er
bundinn, en ekki maðurinn, slíkt
væri óhentugt.
Samkvæmt viðtekinni venju fæst
James gamli við klikkaðan bófafor-
ingja og þó þetta hafi kannski verið í
fyrsta skipti sem kjamorkuvopni er
stoliö þá er þetta ekki í þaö síðasta.
Inn í þetta blandast svo huggu-
legar dömur en heldur hefur Bondý
verið slappur á þessum „unglings-
árum” því mér taldist til að hann
hefði aðeins lagt fjórar dömur að
velli í myndinni og er þó ekkifull-
vissa með eina þeirra.
Þaö skapast oft góð spenna i
þessum þáttum en myndin veröur
kannski hjákátleg í augum þeirra
sem vanir eru háþróuðum tækni-
brellum. Engu að síður ætla ég að
lýsa þessu sem hinni ágætustu
afþreyingu sem auðvitað er mark-
miðið. Sigurbjöra Aðalsteinsson.
Scan Connery og Ciaudine Auger í
Þramufleyg.
Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir
SMÁAUGLÝSINGAÞJÓNUSTA
Y1D GETUN
LETT ÞER SPORIN
OG AUDVELDAD ÞÉR FYRIRHÖFN
* Afsöl og sölutilkynningar bifreiða
* Húsaleigusamningar (löggiltir)
* Tekið á móti skriflegum tilboðum
Við viljum vekja athygli á að þú getur látið okkur sjá
um að svara fyrir þig símanum. Við tökum á móti
upplýsingum og þú getur síðanfarið yfir þær i góðu tómi
virka daga kl. 9—22
OPIÐ: laugardaga 9—14
sunnudaga kl. 18—22
Tekið er á móti myndasmáauglýsingum og
þjónustuauglýsingum virka daga kl. 9—17.
SÍMINN ER 27022.
ATHUGIÐ
Ef smáauglýsing á að birtast í helgarblaði
þarf hún að hafa borist fyrir kl. 17föstudaga.
SMÁAUGLÝSINGADEILD,
ÞVERHOLT111, SÍMI 27022.