Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1984, Blaðsíða 1
37.000EINTÖK PRENTUÐ í DAG
.
RITSTJÓRNSÍMI 68661
DAGBLAÐIÐ — VÍSIR
186. TBL. — 74. og 10. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1984.
Stöðugir fundir um kjaramálin:
Reynt að semja á
bak við tjöldin?
„Það hafa verið töluverðar áþreif-
ingar um kjaramálin. Þetta hafa
veriö persónulegar viðræður en ekki
formlegar,” sagði verkalýðsleiðtogi í
viðtali við DV í morgun. „Við getum
ekkert um það sagt hvort þær leiði til
niðurstööu fyrir 1. september.”
Hann nefndi viðræður fulltrúa
vinnuveitenda og Verslunarmanna-
félags Reykjavíkur, Sambands
málmiðnaðarmanna og Sambands
byggingarmanna. „Verkamanna-
sambandið hefur vitað af þessu. Ás-
mundur Stefánsson forseti Alþýðu-
sambandsins mun hafa tekið þátt í
viðræðum.” ,,Við þurfum að fá meira
en þau 3% sem samningar gerðu ráð
fyrir 1. sept. og helst sem næst 7%.
En viðræöurnar á bak við tjöldin
hafa ekki komist á það stig, að unnt
sé aönefna ákveönarprósentur.”
„Núverandi samningur yrði svo
væntanlega framlengdur aö öðru
leyti en að inn kæmi ný hækkun 1.
sept. svo að næsta hækkun kæmi 1.
janúar. Þá þarf nú líka að endur-
skoöa launaflokkaröðun.”
-HH
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráflherra kom til landsins
i morgun.
DV-mynd: Kristján Ari.
Fundurmeð
Færeyingum
Færeyingar hafa fallist á að
halda fund með lsiendingum
varðandi fiskveiðar sínar á Jan
Mayen-svæðinu. Verður fundurinn í
Kaupmannahöfn á morgun.
Halldór Ásgrimsson átti óform-
legan fund með sjávarútvegsráð-
herra Fæeyringa í gær í Álasundi í
Noregi þar sem hann lagöi áherslu
á að þeir hættu veiðunum viö Jan
Mayen. Þessi fundur á morgun er í
framhaldi af þeim viðræöum.
Sjáeinnigbls.2. -KÞ.
Skoski ferða-
maðurínn
ófundinn
Skoski ferðamaðurinn sem féll í
Skógá um helgina er ekki fundinn.
Um þrjátíu manns vinna nú að leit-
arstörfum á stóru svæði eöa allt frá
slysstað til sjávar. Leit verður
haidið áfram í dag. ÞJH
Austurríska
konanlátin
Austurríska konan sem bjargað-
ist úr hlíðum Herðubreiöar fyrir
nokkrum dögum lést á Borgarspit-
alanum í gær. ÞJH
Æskilegt aö fá Þorstein
— sagði Steingrímur Hermannsson við komuna f rá Ameríku í morgun
,,Eg get sagt að ég er sammála Al-
bert um það aö æskilegt sé að fá Þor-
stein inn í ríkisstjómina. Það er hins
vegar alfarið mál Sjálfstæðismanna
hvemig staðiö yrði að því,” sagði
Steingrímur Hermannsson forsætis-
ráðherra á Keflavíkurflugvelli í morg-
un er hann kom heim frá Los Angeles.
Blaðamaður DV spurði Steingrím
einnig um endurskoðun stjórnarsátt-
málans. Forsætisráðherra sagði að því
verkefni þyrfti aö hraða. Fyrst og
fremst væri um aö ræða atriöi sem
sneru að breyttum aðstæöum. Fella
þyrfti út ýmislegt sem ekki ætti við
lengur þegar veröbólgan væri komin
niður. Sumt væri þegar komið í fram-
kvæmd, eins og breytingar í vaxtamál-
um.
-FRI/KMU.
MUNIÐ SUMARMYNDAKEPPNIDV
Karrísteinbítur
— sjá bls. 6
Grenadamenn
kvíða kosning-
umstrax
— sjá bls. 10
Stóllinn sem fékk
menningarverð
laun DV1984:
Vekur
heimsathygli
— sjábls. 11
Eldurog
bremdstehm
— sjá bls. 18
Bronsverðlauna-
hafinn:
Faðirinn
skorínnupp
daginnáður
— sjábls.2;