Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1984, Blaðsíða 40
-1 FR ÉTTASKOTIÐ
687858
SIMINN
SEM
ALDREI
SEFUR
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.;
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá i
sima 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku.
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
Hrossareksturinn
á Auðkúluheiði:
„Réttvísin
malar7'
— segir Jón ísberg
sýslumaður
„Réttvísin malar hægt og örugglega
þó aö einhverjir koma sér sarnan um
að reka hross upp á heiöar," sagöi Jón
tsberg, sýslumaður Húnvetninga, er
hann var inntur eftir því hver staöan
væri í hrossarekstrarmálinu á Auö-
kúluheiöi.
Hann sagði aö nú heföu verið teknar
skýrslur af þeim sem viðriðnir væru
beit hrossa á heiöinni og þær skýrslur
heföu nú verið sendar rikissaksóknara
sem tæki ákvöröun um hvað aðhafst
yröi í málinu. Hann sagöi ennfremur
að ekkert samkomulag heföi verið gert
líkt því sem gert heföi veriö um beit
hrossa á Eyvindarstaðaheiði.
Jón sagöist engu geta spáö um hvert
framhald yröi á málinu, „ætli bestu
spádómarnir séu ekki þeir sem gerðir
eru eftir á,” sagöi Jón tsberg, sýslu-
maöurHúnvetninga. ÞJH
Þórshöfn:
Stakfellið
að klára
kvótann
Frá Aöalbimi Amgrimssyni, frétta-
ritara DV á Þórshöfn:
Nýlega landaði Stakfelliö 190 tonna
afla á Þórshöfn, mest þorski, en nú er
svo komið aö kvóti skipsins er á þrot-
um og horfa Þórshafnarbúar og aðrir
þeir sem njóta góös af aflanum meö
miklum kvíöa til þess er Stakfelliö
veröur að hætta veiðum. Má þá reikna
með svo til algjöru atvinnuleysi hér
um stóöir.
Menn hér telja að viðbótarkvóta eigi
tvímælalaust aö veita þeim skipum
sem fiska fyrir sínar heimabyggðir og
treysta atvinnulif þeirra, umfram þau
sem sigla meö afla sinn óunninn á
erlenda markaöi, jafnvel þó eitthvaö
hærra verö fáist fyrir aflann ytra.
-FRI.
LUKKUDAGAR
15. ágúst
17148
HLJÓMFLUTNINGSTÆKI
FRÁ FÁLKANUM AÐ
VERÐMÆTI
KR. 40.000.-
Vinningshafar hringi í síma 20068
LOKI
Gott að vera kominn
heim til gamli landurinn.
LEITAÐIA TIU ARA
ÞROSKAHEFTA STÚLKU
Liðlega tvítugur maður frá Húsa-
vík sætir nú geðrannsókn í Reykja-
vík eftir aö hafa leitaö á 10 ára gam-
alt stúlkubarn á heimili sínu á Húsa-
vík.
Atburöur þessi átti sér staö sl.
laugardagskvöld en stúlkan mun
vera heimilisvinur á heimili manns-
ins.
Siguröur Briem Jónsson, sýslu-
fulltrúi á Húsavík, sagði í samtali viö
DV aö ekki heföi verið um nauðgun
eöa bein kynmök aö ræöa heldur af-
brigöilega hegðun mannsins gagn-
vart baminu.
Viðkomandi maöur hefur ekki
áöur komið viö sögu lögreglunnar á
Húsavík en hann var úrskurðaöur í
geðrannsókn og sendur til Reykja-
víkur meö flugi nú eftir helgina.
Sigurður Briem, sem stjórnar
rannsókn málsins, vildi ekki tjá sig
nánar um þaö þar sem rannsóknin
væri enn á frumstigi. -FRI
Rennan er fest í loftið yfir skiptiborðinu og plastdúknum var siðan bætt við eftir að lekinn jókst. Það má sjá poll i plastdúknum sem ekki hefur náð að
renna fram í rennuna. DV-mynd: S.
SKIPTIBORÐ Á FLOTI
Stúlkur þær sem manna símaborö
Landspítalans þurfa aö vinna sína
vinnu undir kringumstæðum sem vart
þættu boðlegar annars staöar. Þar hef-
ur lengi lekiö úr loftinu yfir skiptiborð-
inu en ekki hefur annaö verið gert til
úrbóta en aö skrúfa upp í loftið, undir
lekanum, þakrennubút sem síöan ligg-
ur út um opinn glugga.
Viö þetta tjasl hafa símastúlkurnar
nú mátt búa lengi en upp á síðkastið
hefur lekinn ágerst og nú dekkar
rennubúturinn ekki allt lekasvæðiö svo
ekki fannst önnur lausn en að festa
undir þakiö, þar sem lekinn var mest-
ur, plastdúk sem á aö safna vatninu
saman, veita því í rennuna sem síðan
flytur vatniö út um gluggann.
1 gærmorgun geröi síöan skyndilega
mikiö flóö úr lofti og helltist yfir skipti-
borðiö og mátti sjá ummerki eftir það
þegar blaöamaöur og ljósmyndari DV
skoðuðu staöinn í gær.
Þaö er athyglisvert að lögö er á þaö
rík áhersla viö símastúlkurnar aö ekki
megi komast vatn eöa annar vökvi aö
skiptiborðinu sem er fokdýrt tæki. Er
símastúlkunum m.a. bannaö að
drekka kaffi meðan þær sitja viö borö-
ið eöa geyma kaffibolla á því vegna
þessa. En þaö er auðvitaö ekki hægt aö
bannaþakinuaðleka. óbg.
ENGAR VANGAVELTUR UM
SKIPTINGU RÁÐUNEYTA
segir Þorsteinn Pálsson
„Ég mun ræöa viö Steingrím Her-
mannsson strax eftir fundi þing-
flokks og miðstjórnar Sjálfstæöis-
flokksins sem veröa nú í dag. Viö
vitum hvaö viö ætlum aö fara fram á
og viðræður um nýjan stjórnarsátt-
mála mega ekki taka langan tíma,”
sagöi Þorsteinn Pálsson, formaöur
Sjálfstæöisflokksins.
„Við erum tilbúnir í efnislegar viö-
ræður en frá okkar hugmyndum
verður ekki skýrt fyrr en niöurstaöa
er fengin. Aö sjálfsögðu leggjum viö
áherslu á aö varöveita þaö jafnvægi í
verölagsmálum sem náöst hefur og
ná tökum á viðskipta- og ríkisfjár-
málum meö sama hætti. Síðan hlýtur
mjög þung áhersla aö verða lögö á aö
lyfta atvinnulífinu til þess aö bæta
lífskjörin.”
Hvað um breytingar á skiptingu
ráðuneyta milli flokkanna eöa skipti
á ráðherrum? „Viö erum ekki meö
neinar vangaveltur um þaö á þessu
stigi.”
HERB