Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1984, Blaðsíða 9
DV. MIÐVIKUDAGUR15. ÁGUST1984.
9
DEILT UM VINNSLU
NÁMA Á HAFSBOTNI
77 þróunarríki hafa tekiö sig saman
og mótmælt samkomulagi sem átta
vestræn iönaðarríki hafa gert um
námuvinnslu á hafsbotni. Kalla þau
samkomulagiö „fullkomlega ólöglegt”
og í andstöðu við hafréttarsáttmála
Sameinuöu þjóöanna.
Samkomulag þetta var undirritaö 3.
ágúst af Bandaríkjunum, Bretiandi,
Frakklandi, ttalíu, Hollandi, Belgiu,
Vestur-Þýskalandi og Japan og ætti aö
fyrirbyggja deilur út af kröfum fyrir-
tækja til námuréttinda á hafsbotnin-
um. — Það kom í kjölfar annars sam-
komulags, sem sex alþjóöleg fyrirtæki
höfðu gert í desember um að troöa ekki
hvert öröu um tær við námuvinnslu á
manganíðkúlum í Norður-Kyrrahafi.
Þróunarríkin 77 lýsa yfir þeirri af-
stööu sinni aö hafréttarráðstefna Sam-
einuðu þjóöanna og hafréttarsáttmál-
inn séu eini rétti vettvangurinn til að
gera alþjóöareglur um nýtingu hafs-
botnsins.
Hafréttarráðstefnunni lauk 1982 og
drögin aö hafréttarsáttmálanum hafa
síðan beðið undirritunar og staðfest-
ingar rík janna sem aöild áttu að þeim.
Ólympíuleikarnir:
Rúmenskur blaðamað-
ur baðst hælis
Rúmenskum fréttamanni sem
staddur var í Bandaríkjunum vegna
ólympíuleikanna var í gær veitt hæli
sem pólitískum flóttamanni í Banda-
ríkjunum.
Flóttamaðurinn, Vladimir Moraru,
var i yfirheyrslum hjá bandarískum
yfirvöldum í gær og að þeim loknum
var honum veitt hæli sem póiitískum
flóttamanni.
Starfsmaður bandaríska útlend-
ingaeftirlitsins sagði að ákveðið heföi
verið að flýta afgreiöslu málsins en
venjulega tekur þaö mun lengri tíma
aö fá hæli i Bandaríkjunum.
Moraru er 38 ára gamall og starfaöi
fyrir rúmenska blaðið Sportul. Hann á
konu og fimm mánaða gamla dóttur í
Rúmeníu. A meðan á ólympíuleikun-
um stóð starfaði Moraru einnig fyrir
Umsjón
Guðmundur
Pétursson
og
Gunnlaugur S.
Gunnlaugsson
bandarískt blað — The San Diego
Union — og var nokkurs konar tengilið-
ur blaðsins viö rúmensku keppenduma.
Rúmenía var eina austantjaldsríkið
sem sendi keppendur til ólympíuleik-
anna. Hin fylgdu öll fordæmi Sovétríkj-
annaogsátuheima.
Það var bandaríska blaðið sem
greiddi ferðakostnaö Morarus til
Bandaríkjanna og höfðu rúmensk
stjómvöld fallist á það fyrirkomulag.
John De Lorean, bQaframleiðandinn
sem ætlaði að bjarga verksmiðju
sinni frá gjaldþroti með kókaín-
gróða.
Geta ekki ákveðiö sig
hvort Lorean er sekur
Eftir að hafa legið fimm daga undir
feldi gat kviðdómurinn í réttarhöldun-
um í máli John de Lorean ekki komist
að niðurstööu um hvort bílaframleið-
andinn væri sekur um aðild að sam-
særi til smygls á eiturlyfjum til Banda-
ríkjanna.
Sex karlar og sex konur eiga sæti í
kviðdómnum sem verður að skila ein-
róma niöurstööu.
Ákæruvaldið telur að de Lorean hafi
leitað eftir því að hagnast á eiturlyfja-
smygli til Bandaríkjanna til þess að
bjarga bílaverksmiðju sinni í Belfast á
N-lrlandi frá gjaldþroti. — Leynierind-
rekar fíkniefnalögreglunnar í Banda-
ríkjunum veiddu de Lorean í gildru og
hljóðrituðu samtöl þar sem hann hélt
sig vera að undirbúa og fjármagna
smygl á 100 kg af kókaíni.
Nái kviðdómurinn ekki samstööu
verður hið opinbera að ákveða hvort
málið skuli látið niður falla eða höfðað
að nýju. Verði de Lorean fundinn sekur
á hann yfir höfði sér allt að 67 ára fang-
elsi. — Hann er 59 ára að aldri.
an^oA9,arVnn,ber,sín 'l"nar '*Ue/^
'9ð(Ur,r>nur,:"'rned
Sneyt'sins
^/e
Um nánari kosti OROBIS, getur þú lesið í ítarlegum upplýsingabæklingi, sem liggurframmi á OLÍS stööum um allt land.