Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1984, Blaðsíða 4
4
DV. MIÐVIKUDAGUR15. ÁGUST1984.
Þegar við kaupum 1 renniloka, 2 loitdóslr, 10 tengi og 10 metra af rafmagnsvír
getur munað 335,30 krónum á þeim innkaupum eftir því hvar verslað er.
DV-mynd Kristján Ari.
Mikill verðmunur
á byggingavörum
Mikill verðmunur reyndist vera á
efni til raflagna er m.a. ni.ðurstaða
byggingavöruverökönnunar sem
Verðlagsstofnun hefur gert í nokkrum
verslunum á höfuðborgarsvæðinu.
Verðmunur á átta loftdósum var
154,5 prósent og kostuðu þær frá 22
krónum upp í 56 krónur. Tengi sem
notuð eru við raflagnir kostuðu frá 2
krónum upp í 5 krónur eöa 150 prósenta
munur. Lægsta verðiö á vörunum
var í versluninni Gos við Kleppsveg.
Verðmunur á svokölluðum rennilokum
var 218 krónur. Odýrasti lokinn kostaöi
179,40 og sá dýrasti 397 krónur. A gler-
listum var 105 prósenta munur.
Þá kom í ljós í þessari verðkönnun
að ekki var verðmunur á grófum
byggingavörum mikill s.s. á timbri og
járni.
Þá má einnig geta þess að í dag
gengur í gildi ákvöröun verölagsráðs
um að fella niður hámarksálagningu á
byggingavörum og er því álagning
frjáls á flestum vörum sem tengjast
byggingariðnaöinum. -APH.
Lægsta og hæsta verð
Við hugsum okkur að tveir aðilar kaupi inn sömu vörumar. Annar kaupir
allar sínar þar sem verðlagið á þeim er hæst og hinn sínar þar sem það er
lægst. Þessar tölur eru samkvæmt niðurstööum Verðlagsstofnunar. Þá
lítur dæmið svona út:
Lœgsta verð Hœsta verð
krónur krónur
10 tengi 20,00 50,00
1 renniloki 179,40 397,00
2 ótta stúta loft- dósir 50—60 mm 44,00 112,00
10 m af rafmagnsvir 20,30 40,00
Samtals: 263,70 599,00
Munurinn á þessum innkaupum er 335,30 krónur eða 127 prósenta munur á
lægsta og hæsta verði.
Fimm af lahæstu árnar:
1150 LAXAR ÚR
LAXÁ í KJÓS
„110 laxar komnir úr Norðurá,
fimmfalt betri veiði en í fyrra.” „Mjög
góö byrjun í laxveiðinni, mokveiði.”
„Vænir laxar.” „Fáskrúð í Dölum,
glæsileg byrjun.” „Góð veiði í Stóru-
Laxá í Hreppum.” „Miklu betra en í
fyrra.”
Já, byrjunin á laxveiðinni lofaði svo
sannarlega mjög góðu og voru veiöi-
menn óvenjulega bjartsýnir. En það
kom afturkippur í veiðina og sum-
staðar datt hún alveg niður. Menn
fögnuðu því að einn lax kom úr bestu
ánum á dag þó að dagurinn væri alls
ekki gefinn því að verðið á bestu
tímum kostar frá 10 þúsund til 17 dag-
urinn. Núna eru ekki nema tvær vikur
rúmar þangað til fyrstu veiðiárnar
verða lokaðar. Þetta eru Norðurá í
Borgarfirði, Laxá á Ásum og Laxá í
Aðaldal. Reyndar er veitt í klak á
stöng í Laxá í Aðaldal nokkuð lengur
en veiðitímanum er lokiö fyrir það og
laxarnir, sem veiðast eru notaðir í
klak. En hvemig var staðan á toppnum
á hádegi í gær? Hvaöa á hefur gefið
flesta laxa? Hvaða á verður á toppnum
í lokin? Því miður getum viö ekki svar-
aö síöustu spumingunni strax, hún
verður að bíða betri tíma. En hér
Veiðimaður sést renna fyrir lax í Laxá i Kjós, sem er aflahæst eins og er, —
hvað sem seinna skeður. Veiðitiminn er ekki búinn. G. Bender.
kemur toppurinn eins og hann lítur út
núna.
Nr. 1. Laxá íKjós 11501axar.
Nr. 2. Laxá í Aðaldal 1032 laxar.
Nf. 3. Elliðaár 1025 laxar.
Nr. 4. Þverá 1018 laxar.
Nr. 5. Grímsá 830 laxar.
Næst koma Norðurá, Langá, Hauka-
dalsá, Laxá I Dölum og Stóra Laxá í
Hreppum, en þær þurfa að bæta tölu-
vert við sig ef þær ætla að ná þeim
efstu.
G. Bender.
17 punda urriði
veiddist
í Kleifarvatni
Veiðimaðurinn horfir á þann stóra úr
Kleifarvatni, 17 punda urriða.
Nýlega gerðist það í Kleifarvatni á
miðjum Reykjanesskaga, milli
Sveifluháls og Vatnshlíðar, að Asgeir
Þorsteinsson veiddi 17 punda urriða.
En Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar
hefur vatnið á leigu og sleppti fýrir
nokkrum árum urriðaseiðum og er
þessi fiskur úr þeirra hópi. Veiddist
fiskurinn á spún sem heitir Gyðing-
ur og er hann með Black Zulu flugu á
endanum. Veiddi veiðifélagi Ásgeirs
skömmu seinna 12 punda urriða, en
það hefur verið að fást einn og einn
vænn í vatninu í sumar, en þó enginn
eins stór og sá 17 punda. Hræódýrt er
að veiða og hver veit nema fleiri
vænir veiðist næstu daga. Við skul-
um vona það. G. Bender.
f dag mælir Pagfari________ í dag mælir Pagfari_________________í dag mælir Dagfari
Hinn mikli leiðtogi Kim Song II
H. E. Mr. KIM JONG IL,
Member of the Presidium of the
i Political Bureau, and Secretary,
l of the Central Commitee of the
IWorker's Party of Korea, on
iMay 3, 1983, set out his Trea-
I tise "Let's Advance upholding
I the Banner of Marxism-
[ Leninism and Juche Idea" on
I the occasion of the 165 Birth-
day and the centenary of his
death.
The partial gist of his treatise is
asfollows:
On the basis of Marxism-
Leninism and the Juche idea,
our Party has correctly solved
theoretical and practical matters
arising in communist construc-
tion, thus vigorously promoting
the revolution and construction,
in accordance with scientific
strategy and militant policy.
Our Party set forth the theory
on capturing the ideological and
material fortresses of commu-
nism and the theory on the ide-
ological, technical and cultural
revolutions and thus clearfy elu-
cidated the basic strategical objectives of communist
constraction and the ways of realization.
If we are to build a communist society, we must seize
the material fortress of communism without fail. In other
words, we must highly develop the productive forces to
lay the material and technical fondations of communism
and to establish the single communist ownership. Only
then can we apply the communist principle of ''From
each according to his ability, to each according to his
The establishment of the
socialist system also brings
about a fundamental change in
the character of labour, which
becomes a matter of honour.
But labour does not yet become
a primary requirement of life,
and differences in labour in-
cluding remain. The differences
in labour in socialist society find
expression mainly in the dis-
tinctions between physical and
mental labour, between he^vy
and light labour and between
industrial and agricultural
labour.
The establishment of the
socialist system wipes out the
sources of exploitation and
poverty once and for all, but
the distinctions still exist in the
material and cultural standards
of the members of society.
The cause of various differ-
ences including class distinctions
remaining in socialist society
consists in the ideological, tech-
nical and cultural backwardness,
and legacy of the old snr.intv
Because of this ideological, technical and cultural back-
wardness and various differences from the high stage of
communism and assumes transitional character.
Of course, this transitional character does not constitute
the essential feature of socialist society. The essential
qualities of socialist society are represented precisely by
its communist charactér. This is because socialist society
is based on collectivism and comradely cooperation and
unity from the basis of social relations.
1 síðustu vlku btrtist í DV undar-
legur pistill. Hann var á ensku undlr
fyrirsögninni Kim Jong II með mynd
af manni sem greinilega hefur verið
þessi sami Kim Jong H. í fyrstu
mátti ætla að blaðið væri að færa út
kvíamar og nú væri komið að því að
tileinka sér alþjóðlegar tungur i
mikilvægum greinaflokkum. En þeg-
ar betur var að gáð mátti ráða að hér
var á ferðinni auglýsing frá alþýðu-
lýðveldinu í Norður-Kóreu, sem
samanstóð af áróðri frá þessari
margrómuðu kommúnistastjóm,
sem í daglegu tali flokkast undir
heilaþvott.
Um margra ára skeið hefur
maður að nafni Kim II Sung verið
hæstráðandi til lands og sjós i þessu
guðs útvalda landi. Hefur ekki
nokkur maður opnað munninn í
Norður-Kóreu í heilan mannsaldur
öðru vísi en að biðja fyrir Kim Q
Sung, dásama hann og blessa. Er
það mál allra sem til þekkja að Kim
B Sung komi næstur guði, ef ekki
honum að mörgu leyti fremri.
Hingað til Vesturlanda dengjast i
tíma og ótíma blöð og ritverk hvers
konar, sem tilbiðja hinn mikia ieið-
toga Kim D Sung í bak og fyrir um
leið og lof er borið á sæluríki
kommúnismans í Norður-Kóreu.
Það verður því að virða mönnum
til nokkurrar vorkunnar þegar á-
róðursplögg þeirra Kóreumanna
bera nafn annars manns og það án
þess að minnst sé einu orði á hinn
mikla leiðtoga Kim n Sung.
Við nánari eftirgrennslan hefur
verið upplýst að öreigarnir í Norður-
Kóreu, þegnar hins mikla leiðtoga,
hafa orðið sér úti um annan leiðtoga
sem forsjónin hefur fundíð fyrir þá.
Sá er Kim Jong H, sá er skrifaði aug-
lýsinguna í DV.
Þeir hafa nefnilega uppgötvað í
Norður-Kóreu að Kim n Sung er
dauðlegur maður eins og við hin og
hlýtur það að vera mikið áfall fyrir
svo mikilhæfan mann. Hvað þá
veslings þegnana, sem hafa lært
það í skóla sínum og störfum, að
leiðtoginn sé ekki aðeins guði fremri,
heldur líka Marx. og Lenin. Og er þá
mikið sagt.
Kim Jong n er svo lýst, að hann sé
skarpgreindur með yfirburða dóm-
grind, óstöðvandi viljaþrek, göfugt
siðferði, guðlega visku, óendanlegt
trygglyndi og takmarkaiausa
hæfileíka tii að láta gott af sér lelða.
Hinn útvaldi erfingi krúnunnar í
Norður-Kóreu er sem sagt lýtalaus
foringi meðal þjóðar, sem telur
sjálfri sér trú um að hafa komist
næst hinu fullkomna dýrðarríki
kommúnismans. Er ekki dónalegt að
eiga slíkan merkisbera og vel til
fundið að hefja kynningu á boðskap
hans með auglýsingu á ensku í DV.
Þar sem reikna má með, að les-
endur málgagns Kim Jong n á
íslandi séu ekki allir iæsir á enska
tungu er ekki úr vegi að upplýsa hér
og nú, að tilgangur Kim Jong n með
auglýsingunni var sá, að sýna fram
á, að marx-leninisml er sam-
tvinnaður kenningum Joehe, sem
uppi var í Kóreu fyrlr eitt hundrað
sextíu og fimm árum.
Innihald auglýsingarinnar er ef-
laust daglegt brauð í Norður-Kóreu,
en islendingum nokkuð framandi.
GreinUegt er þó að Kim Jong H telur
að mörlandinn hafi gott af því, að fá
vitneskju um Joche og Marx og
Lenin og sjálfan sig um leið. Annars
værl hann ekki að hafa fyrir því að
kosta heUsíðuauglýsingu í DV. Mað-
urinn hiýtur að halda að hér sé
jarðvegur fyrir kenningar frá
átjándu öldinni. Það gerlr
Steingrimur og Framsóknar-
flokkurinn og Alþýðubandalagið sem
hafa tUeinkað sér fortíðina.
Ábyrgðarmenn DV ættu hins vegar
að koma því á framfæri við hinn guðs
útvalda leiðtoga, næst þegar hann
sendir auglýslngu, að við Ufum á
tuttugustu öldlnni.
Betra sé að auglýsa í NT eða
ÞjóðvUjanum þegar boðskapur
átjándu aldarinnar og kommúnism-
ans er á dagskrá. Og ekki skaðar að
hafa hann á íslensku ef heUaþvottur-
inn á að bera árangur. Dagfari.