Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1984, Blaðsíða 35
DV. MIÐVIKUDAGUR15. ÁGUST1984.
35
•l
Ólafur B. Guðnason
Sjálfs
Draumahöll hins handlagna húseiganda.
---------------------------------------
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
* i
I £
Svona fer stundum þegar óvanir menn þreyta sina frumraun í flisalögn. Þegar gallar eru augljósir er það
vinsæl „taktík" handlaginna húsróðenda að draga athygli gesta að handvömminni og segja siðan: „En
það tekur enginn eftir þessul"
Talandi dæmi um það að óvönum er hollast að hrauna ekki. Frágangur óásjálegur og fyrr eða siðar verður
að rifa þetta burt og gera betur.
er
höndin
hollust
,,Sjálfs er höndin hollust,” segja Is-
lendingar, og eyöa frístundum sínum í
það að flikka upp á íbúöir sínar. Flestir
þeir sem lesa þessar linur hljóta að
hafa verið dregnir inn í ókunnug bað-
herbergi af hreyknum húsráðendum
sem benda á korkflísamar á gólfinu
eða flísamar yfir baðinu eða jafnvel
slyngilega samsettar hillur og segja
rámir af stolti: „Þetta gerði ég nú yfir
helgina.”
Og svo er gesturinn leiddur um alla
ibúðina og húsráðandi útlistar fyrir
honum það sem hann hefur þegar gert,
svo sem dúklagningu á eldhúsi, máln-
ingu á stofu eða litið en bráösmekklegt
skilrúm í barnaherberginu sem skiptir
því jafnt milli bræðranna, enda satt hiö
fornkveðna að „garður er granna
sættir”.
En ekkert það sem hinn handlagni
húsráðandi hefur þegar gert jafnast á
við það sem hann segir gestinum að
hann ætli að gera þegar tími vinnst
jtil. Húsráðandi sem eitt sinn hefur
komist upp á það að vinna í eigninni
sjálfur byggir ekkert voldugra eða
fegurra en skýjaborgir. Hann ætlar að
brjóta veggi, leggja teppi, laga pípu-
lagnimar, draga i rafmagniö og steypa
upp bilskúr áöur en hann snýr sér á
fullu að garðinum en einmitt þar er
löngu kominn timi til aö rifa gömlu
giröinguna og smíða nýja, vandaða
giröingu sem jafnast á við Berlínar-
múrínn að sty rkleika.
Það er lykilatríði i sambandi við allt
viðhald og endurbætur á eigin húsnæði
að þeim lýkur aldrei. Sögumar um það
eru mýmargar, svo sem sagan af
manninum sem lagði parket á stofuna
hjá sér og ganginn. Hann tók sér síðan
dálitla pásu áður en hann setti niður
listana og þá rann skyndilega upp fyrír
honum að nú gæti hann lagt korkflísar
á baðgólfið. Hann fékk fleiri góðar hug-
myndir eftir það og nú em liðin tvö ár
frá því parketið var lagt en listamir
eru ekki komnir á sinn stað enn þá.
Faglærður iðnaðarmaður sagði fyrir
ekki löngu í kunningjahópi aö það
undraði hann mest að helmingur húsa
á Islandi skuli ekki fyrir löngu vera
orðinn ónýtur eftir hermdarverk hús-
eigenda. Eflaust er þessi afstaða iðn-
aðarmannsins skiljanleg út frá sjónar-
miði atvinnu hans. En það er engu aö
siöur merkileg staðreynd i þessu máli
aö verk handlaginna húseigenda
viröast duga vel þótt einstaka harm-
sögur séu sagðar í veislum. Til dæmis
var nýlega sögð sagan af manninum
sem setti dúk á vegg yfir baöi sinu, til
að stöðva leka. Lekinn stöðvaðist um
sinn en kom svo fram hinumegin viö
vegginn, í stofunni, þar sem veggfóðrið
fór að tútna og þrútna. Þetta er sorgar-
saga en vert að benda á að i flestum til-
fellum fer alls ekki svo illa fyrir hús-
eigendum sem ekki vilja borga *
iðnaðarmönnum fyrir vinnu sem þeir
geta vel unniö s jálf ir.
Eftir þvi sem næst veröur komist
hefja flestir heimavinnandi húsa-
smiöir feril sinn á þvi aö mála. Þaö er
eitthvað dáleiðandi við að skrapa máln-
ingu af tréverki og steypu og oftar en
ekki finna menn fúa í tréverkinu eöa
sprungur í steypunni og þá er ekki um
annað að ræða en aö endurnýja tré-
verkiö og setja flísar eða dúk yfir
sprungurnar (að þvi tilskildu aö ekki
sé í þeim leki). Og skyndilega rennur
upp fyrir húsráðendum að ástandið á
baöinu er slíkt aö það er ekki um annaö ’’
að ræða en að endumýja innréttinguna
alla og gera hana vatnsþétta og fina.
Og þá fara menn aö taka eftir minni
göllum sem áður voru ósýnilegir
annars staðar í íbúðinni. Frágangur á
uppfyllingu í gamalt hurðarop er ófull-
nægjandi og ekki annaö að gera en rifa
niður og gera upp á nýtt. Og hvern
sjálfan fj... er þessi milliveggur aö
þvælast fyrir? Burt með hann!
Og mitt í ringulreiðinni brosir hús- ■
eigandinn og hugsar með sér: „Þetta
verður algert æði þegar ég er búinn! ”