Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1984, Blaðsíða 12
12
DV. MIÐVIKUDAGUR15. ÁGUST1984.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöurogútgáfustióri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
'Framkvæmdastióri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRlSTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aöstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. |
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 684611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMII
27022.
Afgreiðsla. áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12.
Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19.
Áskriftarverð.á mánuði 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr. Helgarblað28j<r,
Ábyrgö fjölmiðla
Eins og fram kemur annars staðar í blaðinu hefur rit-
stjórn DV þurft að biðjast afsökunar á frétt sem birtist í
fyrradag um ósæmilega hegðan Evrópumeistara Liver-
pool. Þar var um að ræða frásögn af framkomu íþrótta-
mannanna, sem sverti bæði þeirra hlut, keppinauta
þeirra í Knattspyrnufélagi Reykjavíkur og var til áfellis
fyrir eitt af hótelum borgarinnar.
Við nánari athugun kom í ljós að fréttin reyndist slúð-
ur. Að vísu virðast einn eða tveir leikmenn hafa gerst sek-
ir um agabrot, en liðið sem heild, leikmennirnir sjálfir og
þar með hið þekkta félag Liverpool hefur verið borið
röngum sökum, sem nú hafa verið dregnar til baka og
beðist afsökunar á.
Það er ekki á hverjum degi sem jafnvíðfrægt og marg-
rómað knattspyrnulið sækir okkur Islendinga heim. Það
er lofsvert framlag af þess hálfu gagnvart íslenskri
íþróttaæsku og knattspyrnuunnendum að sýna Islending-
um þann heiður að mæta hér til leiks. Sjálfsagt er að sýna
slíkum afreksmönnum og góðum gestum fullan sóma.
Það er til vansa að væna þá um ósæmilega framkomu og
lítilsvirðingu gagnvart gestgjöfum, sem ekki er á rökum
reist.
Lið Knattspyrnufélags Reykjavíkur stóð sig með af-
brigðum vel í leik sínum gegn Liverpool og dylgjur um
óíþróttamannslega hegðan gestanna kvöldið fyrir leik eru
til þess eins að kasta rýrð á frammistöðu þeirra sjálfra og
íslenska liðsins, sem gegn þeim lék og velgdi þeim undir
uggum.
Ritstjórar DV og blaðamenn, sem í hlut eiga, viður-
kenna mistök sín og harma að þau hafi átt sér stað.
Kjarni málsins er sá, að heimildir, sem blaðið telur
áreiðanlegar, reyndust ekki réttar.
Slík tilvik geta alltaf átt sér stað. Þau eru ekki afsökun
en þau eru skýring á frétt sem ekki er staðreynd heldur
slúður.
Þetta mál leiðir athyglina að þeirri ábyrgð sem blöð og
blaðamenn bera. Allt það efni sem blöðin birta er lesið og
hefur áhrif. Aldrei verður nógsamlega til þess vandað, að
rétt og satt sé sagt frá atburðum, hegðan, eða ummælum.
Blöðin og f jölmiðiarnir allir eru vettvangur þess mannlífs
sem í kringum okkur hrærist. Fjölmiðlarnir búa ekki til
atburði, heldur flytja af þeim fréttir. Þeir stjórna ekki
hegðan fólks, en skýra frá henni. Þeir skálda ekki um-
mæli heldur hafa þau eftir. Áreiðanleiki blaða, traust
þeirra og trúnaður gagnvart lesendum og viðmælendum
er undir því kominn að fréttir og frásagnir séu heiðarleg-
ar og réttar.
Ávallt getur komið fyrir, að upplýsingar eða heimildir
reynast ekki sannar. Það er mannlegur þáttur sem f jöl-
miðlarnir eru háðir.
Það er ekki alltaf sök blaðamannanna, enda þótt þeir
sitji uppi með ábyrgðina.
DVer útbreitt blað. tJtbreiðslan, vinsældir blaðsins og
þau miklu áhrif, sem það hefur í þjóðlífinu, stafa fyrst og
síðast af þeirri ástæðu, að fólk hefur getað treyst heiðar-
leika, einurð og þori blaðsins. Þegar viðhaft er lof eða last
um samborgarana án flokkspólitískrar stýringar, án til-
lits til valda, metorða eða áhrifa þeirra sem í hlut eiga, er
verið að halda uppi nauðsynlegri gagnrýni, af hispurs-
leysi og kjarki. Það er stundum hált á þeim brothætta ís.
Mistök geta átt sér stað, en þau eru þá leiðrétt af sama
heiðarleikanum. Hlutverkið breytist ekki. Markmiðið er
það sama: að skýra satt og rétt frá því sem almenning
varðar um. ebs.
Kjallarinn
KJARNORKA
OGLÝDHYLU
Morgunblaðið hefur gjaman taliö
sig vera málgagn lýðræðis og frelsis,
þá sérstaklega einnar sérstakrar
tegundar af frelsi; hins vestræna.
Svo rammt hefur kveðið aö þessari
aödáun aö þegar einhver sem unir
ekki sinum hag „fyrir austan” og
kemur „vestur” er því slegið upp í
Morgunblaðinu að sá hafi flúið í
frelsið.
Morgunblaöiö hefur einnig viljaö
standa fyrir frjálsum skoðanasam-
skiptum og frelsi í trúmálum. Hefur í
sem stystu máli sagt verið galopiö
fyrir frelsi á allan hátt.
I skjóli þessarar stefnu hefur blað-
ið í gegnum árin deilt hart á austan-
tjaldslöndin, sérstaklega Sovétríkin,
fyrir alls konar ófrelsi sem Morgun-
blaðiö þykist sjá þar. M.a. að þar sé
ekki skoðanafrelsi og deilt á hvernig
farið er með fólk sem hefur skoðanir
HEIMIR MÁR
PÉTURSSON
NÁMSMAÐUR
eða heilablóöfalli. Nei, ekki var
neinu sliku aö dreifa og ekki neinum
líkamlegum meiðslum. Heldur var
þaö sinniö sem eitthvað var orðið
veikt í þeim gamla. Haldið þið ekki
aö karlskömmin hafi tekiö upp á þvi
að tala fyrir málstaö friðarhreyfing-
anna á Vesturlöndum. Og við þetta
var Bieik gamla á Morgunblaðinu
svo brugðið að hann vatt sér yfir í
sálgreiningu á gamla manninum:
„Hvað kom fyrir Willy Brandt?” Nú
var slæmt fyrir Morgunblaðið að
WDiy greyið skyldi ekki hafa verið
lagður inn og gefin hin og þessi geö-
lyf undir leiðsögn valinna geðlækna
til að svara þessari knýjandi spum-
ingu Morgunblaðsins, málgagns
frjálsra skoðanaskipta.
Vopnafram-
leiðslumafían
Það er langt síðan vígbúnaður i
heiminum var kominn á svo alvar-
legt stig að hann ógnaði öllu lifi á
jörðinni. Hann er á ennþá alvarlegra
stigi nú en nokkm sinni fyrr. Svo
mikið er til af viðbjóðslegum gereyð-
ingarvopnum að það er hægt að eyða
öllu lífi, ekki bara einu sinni eða
tvisvar heldur hundrað sinnum ef
einhver verður lifandi til að þrýsta á
hnappana. Og nú ætlar vopnafram-
leiöslumafían að draga okkur út á
enn hættulegri brautir, nefnilega
framleiðslu á geimvopnum. Nú á að
láta hugmyndir höfundar stjömu-
stríðsmyndanna (bandarískar kvik-
myndir sem heita á frummálinu:
Star Wars I, II og ni) rætast. Spum-
ingin er bara: Verður það stríð I, II
og IH eins og á hvíta tjaldinu eða
verðurþaðbaral?
„Það er langt síðan vígbúnaðurinn í heiminum var kominn á svo alvarlegt stig
að hann ógnaði öllu lifi á jörðinni.”
• „Svo mikíð er til af viðbjóðslegum
gereyðingarvopnum að það er hægt að
eyða öllu lífi, ekki bara einu sinni eða tvisvar
heldur hundrað sinnum.
sem ekki samræmast skoðunum
ríkisins. Það hefur miklu púðri veriö
eytt í það í Morgunblaðinu að fólk í
Sovétríkjunum fái ekki aö stofna sín-
ar eigin friðarhreyfingar heldur
verði það að ganga í friðarhreyfingu
ríkisins, það sé nú annað en hér í
frelsinu hjá okkur.
En nú ber svo við að Morgunblað-
ið, málgagn lýðræðis og frelsis,
frjálsra skoöanasamskipta o.s.frv.,
hefur ekki sýnt svo mikla aödáun á
hinum frjálsu friðarhreyfingum
okkar hér í vestrinu. Nánast haldið
því fram að í friðarhreyfingunum
séu tómir treholtar. I hvert skipti
sem þær eru nefndar á nafn í blaðinu
þá eru þær ævinlega nefndar friðar-
hreyfingar innan gæsalappa. Þetta
er væntanlega gert til að sýna lítils-
virðingu málgagns frelsis á fyrir-
bærinu. Blaðið hefur nefnilega kosið
að hernaðarbandalagiö NATO sé
okkar „'ríkisfriðarhreyfing” og gefið
i skyn að það sé eitthvað bogið við
þær milljónir manna sem ekki eru
sammála því. Blaðið hefur eiginlega
gengiö haröar fram í því að verja þá
stefnu Bandarikjaforseta að vígbún-
aður sé eina ráöið til að minnka víg-
búnað en Bandaríkjaforseti sjálfur.
Þama finnst mér vera komin fram
alvarleg skekkja í hugmyndafræði
málgagns lýðræðis og frelsis,
Morgunblaðinu. I orði deilir blaðið á
aðferðir Sovétkerfisins en á borði
notar þaö sömu aðferöir.
Vegvillti Willy
Mér var því brugðið þegar ég leit í
frelsiserindið sunnudaginn þann
29.7.’84. Þar var heil opnugrein með
feitletraðri fyrirsögn: „Hvað kom
fyrir Willy Brandt?” Yfirleitt nenni
ég nú ekki að lesa svona langar
blaðagreinar en þar sem ég hef nú
viljað fylgjast vel með því sem er að
gerast í stjómmálum leit ég á þessa
grein. Já, hvað ætli hafi komið fyrir
Willy gamla? Þegar svona gamlir
menn era á ferðinni getur maður svo
sem átt von á öllu, t.d. hjartakasti
Milljónir manna
eru hræddar
Milljónir manna eru hræddar.
Hræddar. Svo hræddar aö þær
flykkjast út á götur og torg til að
mótmæla þeim ófögnuði sem vígbún-
aðarkapphlaupið er. Aðrar milljónir
eru svo hræddar að þær loka sig af og
vilja ekki ræða málið, halda að það
sé svo komið að ekkert sé hægt aö
gera. Hinn heimsfrægi vísindamaður
Carl Sagan er í fyrri hópnum. Hann
hef ur sýnt fram á að enginn, alls eng-
inn, getur unnið svo mikið sem
minnsta kjarnorkustríð og aö aðeins
sé ein leið fær til að bjarga heiminum
frá þessari ægilegu ógn: Sú leiö að
eyða þessum vopnum, útrýma þeim.
Við skulum ekki gleyma því aö á bak
við framleiðslu allra vopna hvílir gíf-
urlegt peningavald. Það heldur
framleiðslunni áfram eins lengi og
ráðamenn heimsins vilja kaupa þau
og reyna allt sem í þeirra VAUDI
stendur til að fá ráðamennina til að
vilja það.
Grundvöllurinn að friði í heimin-
um er skilningur á milli þjóða. Við
megum aldrei hamla menningarleg-
um samskiptum og megum ekki loka
okkur fyrir menningu heilu heimsálf-
anna. Mismunandi þjóðfélagsform
hafa verið til í heiminum í þúsundir
ára. Þau hafa farið í stríð við hvort
annaö einmitt vegna þess að þau
neituðu að skilja hvort annað og mis-
skildu jafnvel hvort annað. Þetta er
enn að gerast, en nú geta tvö þjóðfé-
lagsform í heiminum tekist svo
hastarlega á að eftir það þarf enginn
að hafa áhyggjur af því hvort
ríki kommúnismi eða kapítalismi
þar. Það verður ekki spurt aö leiks-
lokum. Þess vegna megum við aldrei
láta þessa glímu fara fram og verð-
um að eyða öllum möguleikum á að
svo verði, ekki f jölga þeim.
Helmlr Már Pétursson.