Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1984, Blaðsíða 34
34
DV. MIÐVIKUDAGUR15. ÁGUST1984.
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
4 góðum launum í heimahúsum
„Menn eru á góöum launum stundað. Þaö er vart til sá vinna aö viðhaldi á húseignum ekki vílar fyrir sér að skondra leitt ekki í múrverk heldur. En
þegar þeir vinna í ibúðum sínum íbúðar- eða húseigandi sem ekki enda dýrt að kaupa fagmenn til um þök og upp um hrörlega stiga þótt pípulagnir og múrverk séu
sjálfir,” sagði Agnar Kárason hefur dýft pensli í málningardós, þess. til að mála og láta sér ekki fyrir frátalin er sitthvað sem ófag-
hjá Byko, þegar rætt var við dyttað að gluggum eöa lagt gólf- Þó eru sum verk sem menn brjósti brenna að leggja dúka á lærður íbúöareigandi getur gert
hann um starf fólks að viðhaldi dúka eða teppi sjálfur. Það er ef- yfirleitt treysta sér ekki til að gólf eða jafnvel Qísar á bað- og sparað með því mikinn
og endurnýjun eigin húsnæðis laust sú tómstundaiðja sem vinna og ráöa fagmenn til verka. veggi. En þessir sömu menn pening. Við ræðum slík heimilis-
sem flestir Islendingar hafa mest er stunduð á Islandi að Þannig er f jöldi húseigenda sem leggja ekki í pípulagnir og yfir- störf í Dægradvölídag.
Heimsmet
i sjálfs-
hjálp
— segir Agnar Kárason
„Langflestir af okkar kúnnum eru
íbúöareigendur sem eru að hjálpa sér
sjálfirsegir Agnar Kárason hjá
Byko. ,,Eg var að ræða við útlending
fyrir nokkrum dögum og hann sagöi að
það væri hvergi í heiminum meira um
svona sjálfshjálp íbúðareigenda en hér
á Islandi.”
„Fólk reynir að mála sem allra mest
sjálft, ” segir Agnar, og bætir því við að
gjarna komi til þeirra viðskiptavinir
og vilji kaupa málningarvörur en þurfti
ráðleggingar um bókstaflega allt sem
verkinuviðkemur.
,,Og svo er mikið um að fólk leggi
sjálft dúka. Þá mælum við með því að
fólk geri sér einfaldlega snið úr pappír
• af gólfinu og skeri síðan eftir því. Þá
gengur það ágætlega.
En Agnar segir að það sé minna um
að íbúðareigendur flísaleggi sjálfir,
enda sé það vandasamara en svo að
óvant fólk geti gert það svo vel fari.
„Það eru samt komin á markaðinn
mörg hjálpartæki sem gætu gert fólki
flísalagningu auðveldari, eins og
krossar, til dæmis, sem settir eru á
milli flísanna til að halda jöfnu bili.”
En hver eru þau verk sem fólk al-
mennt forðast að vinna á eigin vegum
og fær frekar til fagmenn ?
„Það eru helst pípulagnir og múr-
v verk sem menn treysta sér ekki til að
vinna, enda eru það flóknari verk og
þurfa talsverðan tækjabúnað. Svo er
talsvert um það, að fólk komi til okkar
og ætli að hrauna sjálft. En við ráöum
fólkinu yfirleitt frá því því það er
vandasamt að gera það veL ”
Agnar segir einnig að mjög algengt
sé að fólk komi til að kaupa vörur fyrir
framkvæmdir heima fyrir, vitandi
sáralítið um það sem þarf til verk-
anna.
„Við erum með fagmenn til þess að
ráðleggja fólki þegar það kemur
hingað, málarameistara, smiði og
fleiri. Það er mikiö leitað til þeirra
meö ráöleggingar. ”
Og þá vaknar sú spuming hvort
hinum vinnuglöðu húseigendum mis-
heppnist ekki oft, hvort ekki þurfi
ósjaldan að rífa niður handverk hins
ófaglærða eða mála yfir það af fag-
manni?
„Nei, maður verður ekki svo mjög
varviðaðþurfiaðtaka upp þessi verk.
En það er algengt aö kúnnar komi tii
okkar í miðju verki og biðji um frekari
leiðbeiningar þegar þeir hafa siglt í
strand og vita ekki hvernig á að halda
áfram.”
Og Agnar bætir því við að fólk flýti
sér oft um of og lendi þess vegna í
vandræðum. „Við seljum hér til dæmis
polyurethane sem er kvoða sem notuð er
til þess að fylla með gluggum og hurð-
um. Það er í sjálfu sér ekkert flókið
mál að nota þetta efni en það hefur
sterka viðloðun og það kemur fyrir að
fólk hringir í okkur og segir að nú sé
það að fara út að borða en hafi veriö aö
nota efnið og fengið slettu á sig og nái
ekki af. Svarið við því er að þetta næst
ekki af, nema með rakvélarblaði.
Þetta hefst af því að fólk tekur til
starfa áður en það hefur lesið leiðbein-
ingamar.”
Agnar segir einnig að fólk geri mikiö
aðþví að smíða sjálft húsgögn, svo sem
skápa, barnarúm og fleira. „Þaö er
ekki svo mikið mál. Það getur fengið
spónlagðar plötur tilsagaöar og kant-
límdar ásamt með skrúfum og öðru
efni. Við höfum verið með teikningar
að þesskonar. En það er nú yfirleitt
hugsað til bráðabirgða þegar fólk gerir
sh'kt.”
Og Agnar nefnir að lokum að sam-
hjálp sé ekki óalgeng í þessum málum.
Nágrannar taki sig saman tveir eða
þrír, þar sem hver hefur kunnáttu í til-
teknu verki fram að færa, og vinna svo
í íbúðum hver hjá öðrum. „Enda hafa
menn gott kaup þegar þeir vinna svona
hjásjálfumsér.”
Hafandi lagt flisar stenst húsráðandi akki freistinguna og fer að leita að fúa í glugganum. Nú verður
auðvitað að skrapa gluggann og mála upp á nýtt. Sá sem vinnur að svona endurbótum hefur nóg að
starfa alla œvi.
Stoltur íbúðareigandi stendur á korkflisunum sem hann lagði og bendir á flisarnar sem hann setti upp.