Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1984, Blaðsíða 16
16 DV. MIÐVIKUDAGUR15. ÁGUST1984. Spurningin Hefur slæma veðrið að undanförnu haft áhrif á skapið í þér? Eggert Þorsteinsson pípulagninga- maður: Veðrið að undanförnu hefur haft frekar neikvæö áhrif á mig. Eg ætlaði að nota fríið til að vinna í lóðinni en gat lítið aðhafst vegna rigningar. Guðrún Skúladóttir efnafræðingur: Veðurfarið hefur ekki haft nein áhrif á mig. Jarek Salbert:Nei, veðrið hefur ekki haft nein sérstök á hrif á mig. Þó er skemmtilegra að leika sér úti þegar sólin skín. Ingólfur Antonsson tæknifræðingur: Eg er nýkominn að austan þannig að veðrið hér fyrir sunnan hefur g jörsam- lega farið fram hjá mér. Erla Eggertsdóttir lyfjafræðingur: Nei, ég hef ekkert fundið fyrir þessu slæma veöri. Ég hef verið fyrir austan þar sem sólin hefur skinið. Jósafat Líndal sparisjóðstjóri:Veðrið hefur haft áhrif á mig til hins verra. Maður er miklu þyngri þegar sólin skín ekki. Lesendur Lesendur Lesendur Fótboltinn iitundan áOL Fótboltafrik skrifar: Eg vil taka undir með þeim sem gagnrýnt hafa litla sem enga umfjöll- un um fótboltann á ólympíuleikunum í fjölmiðlum, hvort heldur sem er í sjón- varpi eða dagblöðum. Að því er virðist er alþjóðaólympíunefndinni aö ein- hverju leyti um að kenna, að minnsta kosti hefur Havelange, formaður FIFA, kvartaö út af frammistöðu hennar. Nú í fyrsta skipti mæta Vestur- Evrópumenn meö atvinnumannalið og breytir það gangi mála. Vestur-Þjóö- verjar virtust vera með sterkt lið, nokkra A-landsliðsmenn og svo kappa eins og Schatschneider. Frakkar eru að vísu ekki með sama lið og í Evrópu- keppninni eins og skilja má á ýmsum ónefndum blöðum hér í borg. En engu að síður eru þar á ferð margir frábærir menn eins og markakóngurinn Patrice Garande, miðvallarspilarinn Guy Lacombe og fleiri. Væri ekki ráö að bæta úr þessu þó að seint sé? Eg er viss um að Bjami Fel. á eina eða tvær spólur í fórum sínum. Og svo gætu íslensku blöðin allavega sagt frá því hverjir skipa liðin, hverjir hafa staðið sig best og skorað flest mörk. Svo einfaldar upplýsingar hafa enn ekki birst upp á síökastið. Gleraugum stoliðíVest- I urbæjarlaug I Guðmundur Arason hringdi og H sagði farir sínar ekki sléttar. Hann H kvaöst hafa fariö aö synda í Sundlaug ■ Vesturbæjar á þriöjudagskvöld, milli H klukkan 7 og 8. Guðmundur notar gler- H augu meö lituðu gleri viö aö lesa og I skrifa. Hann kvaöst hafa synt þama í H 15 ár og í þetta sinn iagöi hann frá sér H gleraugun í útiklefa. Þegar hann I ætlaöi að sækja þau eftir aö hafa synt I var búiö aö stela gleraugunum. Leit á I svæðinu bar ekki árangur. Aö sögn H Guðmundar hefur sá sem stal þeim ■ ímyndaö sér aö þetta væru sól- ■ gleraugu, en sá hinn sami hljóti aö I hafa áttaö sig á því þegar hann setti ■ þau á sig aö þetta eru sjóngleraugu. ■ Auk þess eru þau þyngri en venjuleg I sólgleraugu. Guömundur biöur því þann sem tók ■ gleraugun aö koma þeim til skila í ■ Sundlaug Vesturbæjar. Töpuð gler- augu KG skrifar: Guðmundur Arason, sem hafði sam- band við DV vegna gleraugna sinna, er eðlilega leiður yfir að tapa þeim. Þeir sem eru háðir þeim vita hve bagalegt það getur verið, en þetta kom fyrir mig um helgina og mín voru jafnvel með sterkari punkti (bifocal), og ég hef samt reynt að nota eldri en fengið hálf- gerðan höfuðverk. Eins og GA lagði ég mín frá mér á vegg við Borgartún 34 og fór að horfa á Esjuna í góðum sjón- auka. Gleymdi síðan gleraugunum á veggnum og þegar ég kom aftur nokkru seinna voru þau horfin. Ekki lít ég þetta eins alvarlegum augum og GA, hér hefur einfaldlega einhver átt leið um og þó er veggurinn trúlega af- skekktarí en laugin. En mikið væri nú gaman að sjá þau aftur enda ætti það að vera möguleiki. Nafn mitt er ríspað innan á spöngina og er mjög sjaldgæft. Hér geta verið einfaldar skýringar, sem ekki þurfa aö stafa af neinum óheiðarleika, og vonandi fær G A sín. „Hvers vegna ekki að nýta þann mikla jarðhita sem við íslendingar eigum til blómaræktunar?” spyr bréfritari m.a. í bréfi sínu. BLOMARÆKT SEM ÚTFLUTNINGSGREIN Sigurður G. Haraldsson skrlfar: Fyrir tæpum áratug var þaö all- mikið rætt í blöðum og manna á meðal, að tilvalið væri að nýta hitann í Hveragerði, þ.e. jarðhitann, til blómaræktunar í stórum stíl sem gæti verið útflutningsiðnaður. Má í þessu sambandi nefna aö blómarækt og útflutningur á túlípön- um, og sjálfsagt fleiri blómategund- um, er þó nokkuð stór atvinnugrein hjá Hollendingum svo dæmi sé tekið og líkast til fleiri þjóða einnig. Tilgangurinn með því að festa þessar linur á blað er sá aö vekja at- hygli á þessu máli og eins að benda á að hér gæti verið ákjósanleg leið fyrir þá staði og byggðarkjama sem njóta góðs af jarðhitanum, að nýta hann bæði sér og þjóöarbúinu til ágóða. Auðvitað er örugglega tölu- verður stofnkostnaður við að koma atvinnurekstri af þessu tagi á fót, en er ekki alltaf veriö aö tala um að iönaðurínn þurfi að taka við þeim þúsundum sem koma á vinnu- markaðinn á næstu árum? Vegna þess hve við tslendingar höfum víða ónýttan jarðhita hjá okk- ur þá skyldi maður halda aö hér kæmi y lræktin til álita. Skattaplágan mikla Þama léttist vafalaust pyngja margra. Myndin er úr afgreiðslusal Gjaldheimt- unnar í Reykjavík. Jóhann Helgason, Seljabraut 20, skrlf- ar: I tilefni af hamagangi A-flokkanna í fjölmiðlum um undandrátt fyrirtækja sem einstaklinga frá skatti langar mig að segja nokkur orð. Á undanföm- um árum hefur yfirbyggingin þ.e.a.s. ríkisbáknið vaxiö og stækkað miklu hraðar en nokkuð annað í þessu landi, miklu hraðar en t.d. fólksfjölgun eöa verðmætasköpun þjóðarinnar. Er þetta í alla staöi mjög óeðlilegt og hættulegt og til þess aö halda í horfinu, samfara minnkandi þjóðartekjum, hafa stjómvöld á undanfömum árum gripið til þess ráðs eins og alþjóð veit að hækka gamla skatta og búa til nýja, alveg eftir þörfum. Samanber hækkun söluskatts, skattpining fyrirtækja, barnasköttun, hækkun á eldsneytis- sköttum og þar fram eftir götunum. Dettur nokkrum heilvita manni það í hug að ef stjórnvöld fengju inn hverja krónu, sem þau segðust eiga, myndi það lækka skatta á öðrum sem þurfa að gefa upp hverja krónu? Nei, þaö er hinn mesti misskilningur. Þær umframkrónur, sem þá kæmu inn í kassann sítóma, myndu hverfa inn í ríkishítina og kæmu þar að litl- um hluta aftur til fólksins eins og allar stóm milljónimar sem hverfa í óstjórnina og bruðlið. Yfirbyggingin myndi stækka og stækka enn hraðar og þurfa enn meiri skatta. Eg vil því benda þessum A-flokks- mönnum á að þeim peningum, sem fyrirtæki og einstaklingar koma undan skatti, er miklu betur variö og nýtast margfalt betur fyrir þjóðina í heild en ef þeir væm komnir í hítina botnlausu. Því fleiri krónur, sem ein- staklingar og fyrirtæki koma undan kjaftinum stóra, því fleira er hægt að framkvæma, fleiri atvinnutækifæri og meiri peningar í veltunni. Og þá færa um leið færri krónur i ríkis- bruðlið og betra mannlif um leið. Því er einnig ósvarað hvað hægt væri að lækka skatta mikið ef yfirbyggingin væri skorin niður um helming sem ætti að vera auðvelt. Skattaplágunni verður að linna. Úrslitaleikina á grasvelli glæða áhuga jafnt eldri sem yngri knattspymumanna á knattspymu, en það vita flestir, sem til þekkja, að knattspyrnuleikur á möl bætir engan veginn gæöi knattspymunnar og því síður eykur það áhugann aö leika á möl. Það sama hefur oftast verið uppi á teningnum í knattspymu yngri flokk- anna. Flokkarnir hafa löngum verið látnir leika og æfa á möl, sem einungis hefur bitnað á einu af undirstööuatríð- um knattspymunnar, tækninni og ekki síst á leikgleðinni. En vonandi verður tilkoma hins nýja gervigrasvallar í Laugardalnum til þess að aðstaða jafnt eldri sem yngri knattspyrnu- iðkenda batni til muna. Aðstaðan verði síðan fullnýtt og það eigi eftir að skila sér í formi betri knattspyrnu á kom- andi árum. Knatt spy rnuunnandi skrif ar: Ég náði vart andanum af undmn þegar ég las í DV 9. ágúst sl. að úrslita- leikurinn í eldri flokkum knattspyrnu færi fram á malarvelli. I eldri flokkum knattspymunnar hafa menn dregið sig út úr meistaraflokksæfingum og keppni og leika knattspyrnu fyrst og fremst sér til ánægju. Þeir KSI menn eiga að sjá sóma sinn i þvi að leikmenn, sem staðiö hafa í eldlínu íslenskrar knatt- spymu um langt árabil, fái að leika a.m.k. úrslitaleiki eldri flokka á gras- velli. Ég hélt að markmið KSI væri að Séð yfir gömlu hallarflötina en þaraa er nú verið að vinna að lagningu gervi- grasvallar sem bréfritari vonar að muni bæta aðstöðu knattspyrnuiðkenda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.