Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1984, Blaðsíða 1
Frjálst,óháð dagblað DAGBLAÐIÐ — VISIR 196. TBL. — 74. og 10. ARG. — MANUDAGUR 27. AGUST 1984. Lifamá kóngalífiá veröbréfa- kaupum: Ævintýralegir gróðamöguleikar Viltu tvöfalda peningaeign þína á næstu 54 mánuðum, fullverð- tryggða gegn verðbólgu? Eða lifa króngalífi á arðinum einum saman án þess að gera handtak? A íslenska verðbréfamarkaönum er hægt að fá allt að 17% arð á ári af fasteignatryggðum, verðtryggðum skuldabréfum. Varla býðst minna en 14-15% arðuráári. Hjá veröbréfamörkuðunum er nú mikið framboð af skuldabréfum sem eru verðtryggð og bera 4-5% nafn- vexti. Meö afföllum fæst hins vegar allt upp í 17% arður. Séu þessi bréf tryggilega veðsett í fasteign fylgir þeim ekki önnur áhætta en greiöslufall á greiöslu- tímanum. Sem gæti þýtt óþægindi en ekki tjón. Arösemi þessarar f járfestingar er slík aö milljón verður að tveim millj- 'ónum á um þaö bil hálfu fimmta ári eða sem því svarar meö fullum verð- bólgubótum. Með því að kaupa þessi veröbréf fyrir svona fjórar milljónir króna og nota arðinn til framfærslu helst höfuðstóllinn verötryggöur og skilar 50 þúsundum á mánuði, skatt- frjálsum. Þannig dugar þurftarminni verð- bréfaeigendum auðvitað minni eign léttilega. Og samkvæmt heimildum DV bjóðast trúlega hvergi annars staöar þvílik kjör. Dæmi er um mann sem fór nýlega til sex ára náms og starfs erlendis. Hann átti íbúð, seldi hana og keypti svona skuldabréf. Við heimkomuna mun hann eiga fyrir tveim íbúðum af sömu stærö eöa fyrir raðhúsi. Þá hefur DV heimildir fyrir því að menn í atvinnurekstri eru aö hætta að „berjast í bönkum”, eru að selja og ætla að kaupa svona skuldabréf sem gefa arð án mikilla vandræða sem nægir til þess að lifa kóngalífi. A óverðtryggðum skuldabréfum eru aö líkum miklu meiri afföll. Þau bjóðast nú með allt að 70% arði á ári. HERB Akurnesingar bikarmeistarar þriðjaárið í röð Freestyledansinn dunar sjá bls. 5 *l I W ÁsgeirHvíta skáldskrifar umsiglingar — sjá bls. 50 \ - . - Verðkönnun ítívolíunum sjá bls.4 Danirstórtækir íbamaklámi sjá bls. 8 UPPSAGNIRNAR Á SEYÐISFIRÐIÓLÖGLEGAR? Mikið atvinnuleysi á Seyðisfiröi hefur verið til umræðu í fjölmiðlum aö undanförnu. Það er tilkomiö vegna uppsagna starfsfólks Fiskvinnsiunar, stærsta atvinnurekanda á staðnum. Astæða uppsagnanna var sagður hrá- efnisskortur en á sama tíma lét fyrir- tækið skip sín sigla með afla á erlenda markaði. Verkalýðsforystan á staönum telur uppsagnirnar ólöglegar af þessum orsökum og undirbýr nú að kæra þær. Að sögn Hallsteins Friðþjófssonar, for- manns Verkamannafélagsins Fram á Seyðisfirði, voru samskonar uppsagnir — sjá nánar um ástandið á Seyðisfirði á bls. 2 hjá fyrirtækinu kærðar árið 1980 og Fiskvinnslunni stefnt vegnaþeirra.Það mál vann verkamannafélagiö í undir- rétti en því var síðan áfrýjað til Hæsta- réttar og er dóms þaöan aö vænta í vetur. -FRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.