Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1984, Síða 4
4
DV. MANUDAGUR 27. AGUST 1984.
Þetta snúningsleiktæki, sem fær menn til aö halda sér fast, á mikium vinsældum
aö fagna í Laugardalnum. DV-mynd APH.
ELDUR í LYFJA-
VERSLUN RÍKISINS
Slökkviliöinu í Reykjavík var gert
viövart um eld í húsnæöi Lyfja-
verslunar ríkisins, Borgartúni 6, á
þriðja tímanum aöfaranótt laugar-
dags.
Eldur logaöi í rafmagnstöflu á
þriöju hæð hússins. Tveir slökkviliös-
menn í körfu fóru inn um glugga á
þriöju hæö hússins og gekk þeim
greiðlega að slökkva eldinn. Skemmdir
uröu litlar af völdum hita, reyks og
vatns.
Allt tiltækt lið var kallaö á staðinn
er fregnir bárust af brunanum en
betur fór en leit út fyrir f fyrstu.
-SGV.
Slökkviliðsmenn aö störfum við Lyf javerslunina.
DV-mynd S.
Verðkönnun ítívolíum:
Svipaö verðlag í
báðum tívolíunum
Er þaö ómæld bjartsýni Reyk-
víkinga aö nú eru skyndilega starfandi
tvö tívolí í höfuöstaönum?
Sigurður Kárason, tívolístjóri á
Melavelli, er aö minnsta kosti ekki
svartsýnn á framtíðina.
„Eg lít á þetta sem fyrsta skrefið aö
heilsárstívolíi í Reykjavík. Þetta hefur
gengiö ágætlega fr£un aö þessu og á
laugardaginn varmikil aðsókn.”
Á laugardaginn var, eins og menn
muna, þokkalegt veöur og því tilvalið
að bregöa sér í tívolí.
Á Heimilissýningunm hittum viö
Olaf Gústafsson, framkvæmdastjóra
sýningarinnar, sem sýnir okkur hvaö
tívolíið þar hefur upp á aö bjóöa. Hann
segir okkur aö leiktækin séu frá Dan-
mörku og verði þarna þar til
sýningunni ljúki, eöa til 9. september.
Hvað kostar í tækin?
Það var reyndar á sunnudag sem
blaðamaöur brá sér í þessi tvö tívolí.
Þá var kominn rigningarsuddi og lítið
fýsiiegt aö fara í útiskemmtigarð.
Tívolíiö á Melavellinum á, aö sögn
Siguröar Kárasonar, eftir aö stækka
þegar fram líöa stundir. Þar er nú
boðiö upp á fimm möguleika. Fyrst eru
þaö kastþrautir ýmiss konar sem
kostar 30 - 40 krónur aö reyna og eru
verðlaun í boöi ef hittnin er meö. I
hringekju með litlum flugvélum kost-
ar 60 krónur. I svokallaða gocartbíla
kostar 100 krónur. Þeir ganga fyrir
bensíni og eru mjög vinsælir. I hina
sígildu klessubíla kostar 70 krónur
fyrir tvo og 50 krónur kostar í litla
hringekju sem er vel viö hæfi þeirra
minnstu.
Klessubílamir eru aö sjálfsögöu í
tívolíinu í Laugardalnum og kostar
fyrir tvo 60 krónur. I kolkrabba, sem
sveiflar sér í allar áttir á fleygiferö,
kostar 60 krónur. Síöan er eitt ógn-
vekjandi tæki en ákaflega skemmtilegt
sem heitir uppsnúningur (round up) og
kostar í það 70 krónur. Þarna er líka
hefðbundinn hringekja fyrir þau
minnstu og kostar í hana 40 krónur.
Þá er þar uppblásinn kastali og
geta krakkar ærslast þar og hoppað aö
vild og borga fyrir þaö 20 krónur. I
kastleikina kostar 20 krónur og eru
verölaun í boöi. Aö lokum eru smá-
happdrætti. Einn miði kostar 15
krónur, f jórir 50 kr. og 10 80 krónur og
ýmiss konar verölaun eru í boði.
Til aö komast í tívolíið í Laugar-
dalnum verður að borga sig inn á
Heimilissýninguna og kostar þaö 150
krónur fyrir fullorðna og 50 krónur
fyrir börn.
Niöurstaöan er sú að tívolí lífgar
upp á tilveruna og þó að rigni eilítið er
engin ástæöa til aö sitja heima og
sleppa tívolíinu.
aph
Reykjavíkurmaraþon 1984:
_r__________________ r
VIÐBUIN, TILBUIN, NU
— um 280 „maraþonar” á faraldsfæti í gær
Viðbúin, tilbúin, nú. Um 280 Alls hlupu 85 maraþonhlaupiö, 42 Þrátt fyrir rigningu og örlítinn
hlauparar voru mættir í startstöðuna km, um 75 í hálfu maraþoni, 21 km, og mótvind tókst hlaupurunum vel upp
í Reykjavíkurmaraþoninu um klukkan afgangurinn, 120 hlauparar, hlupu 8 og tóku sporiðléttir í lund.
tíu í gærmorgun. Lagt var af staö á km eða hinn svokallaða ,/un-run” DV-myndKAE.
móts viö Fríkirk ju veg 11. hring.
I dag mælir Dagfari _____________I dag mælir Dagfari____________j dag mælir Dagfari
Af kvennafari knattspymumanna
Sérkennileg uppákoma varö á DV í
síðustu viku. Ritstjórl blaðsins skrif-
aði heilan leiöara til að biðjast afsök-
unar á íþróttafrétt af meintu kvenna-
fari Liverpool liösins sem hér var í
heimsókn. Það er ekki á hverjum
degi sem ritstjórar sjá ástæðu til aö
vísa kvennafarssögum knattspyrnu-
manna á bug og það jafnvel þótt þær
séu úr lausu lofti gripnar. Allar sög-
ur af kvennafari fyrr og síðar eru
gróflega ýktar, enda hefur þaö þótt
merki sannrar karlmennsku að ljúga
upp á sjálfan sig og aðra kvennafari
og kvenhylli. Þær afrekasögur sem
ganga mann fram af manni eins og
rauður þráður í íslandssögunni um
kvennadaður og kvensemi frægra Is-
lendinga mundu fljótt missa Ijómann
ef færa þyrfti sönnur á þær. Þaö þyk-
ir þjóðlegur siður og fullgildur að
grobba sig af kvennafarl og enginn
minni maður fyrir.
Það fer vel á því í nútímablaða-
mennsku að greina frá kvennafari,
iognu eða sönnu, á íþróttasíðum.
Hvort tveggja er til líkamlegrar
heilsuræktar þótt ekki séu þar skor-
uð mörk eða skráð met.
Væri það vel þegið að duglegir
íþróttafréttaritarar tækju þaö upp í
föstum dálkum á síðum sínum aö
greina frá kvennafari íþróttamanna
almennt, til að mynda eftir hverja
heigi. Slík fréttaþjónusta verður ekki
síður lesin en frásagnir af lyfjatök-
um íþróttakappa, skeggrækt eða
heilsufari almennt.
Elnnig kæmi sér það vel fyrir
stúlkurnar að fá upplýsingar um þá
skemmtistaði þar sem hetjurnar
halda sig svo að samskiptin gangi
greiðar fyrir sig. Úr því að kvenna-
far og mætingar á skemmtistöðum
eru orðnar að fréttamat, af hverju þá
ekki að gera þetta almennilega?
íþróttafréttaritarar ættu eiginlega
að fá að fylgjast með allt til enda og
fram á morgun'.
Ritstjórinn tók þann kostinn að
bera kvennafarsfréttina af Liverpúl-
urum til baka. Þar fór í verra. Ef það
er rétt aö Liverpoolmannskapurinn
komst ekki á kvennafar þá er þaö
ekki honum að kenna. Og heldur ekki
íslenska kvenfólkinu.
íslenskar stúlkur hafa ávallt haft
mikið dálæti á erlendum karlmönn-
um. Ekki hefur maður mátt ganga
inn á dansiball eða diskótek hér á
landi og mæla á erlenda tungu ööru-
visi en að honum hafi veriö tekið
fagnandi af viðstöddum kvenpen-
ingi. Erlendir gestir, sem hingað
koma, hafa hvergi annars staðar
upplifað slíkar móttökur, enda eru
gerðar út sérstakar heigarferðir frá
útlöndum til dvalar á reykvískum
skemmtlstöðum til uppörvunar fyrir
karlrembur sem hafa fyrir löngu
týnt og tapað sjarma sínum í heima-
landinu. Hér á ísaköldu landi verða
allir sjóraftar að heimsins mestu
Kasanóvum fyrir það eitt að tala út-
lensku.
Liverpool liðinu hefði ekki verið
skotaskuld úr því að leggja kvenfólk-
ið að velli. Sem þýðir auövitað líka að
kvenfólkið hefði lagt Liverpoolliðið
aö velli um lelð.
Það hefði ekki verið amalegur
sigur þegar svo víðfrægt kapplið á í
hlut. Einhver kynni að segja að fót-
boltaliðið hefði ekkl legið á liði sínu
undlr þeim kringumstæðum, en það
heföu ungfrúrnar gert og enginn sagt
neitt við því. Eða hver færi að
agnúast út í orðstír íslenska kven-
fólksins fyrir að liggja á liði sinu þeg-
ar kapparnir frá Liverpool eru í
heimsókn.
Nú hefur það því miður verið upp-
lýst í leiðara DV að hvorki Liver-
púlurum né ungfrúnum gafst kostur
á að viðhalda þeim þjóðlega sið að
bjóða útlendingum á kvennafar.
Slikt má ekki henda aftur. Það gæti
spillt áiiti okkar út á við.
Dagfari