Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1984, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1984, Síða 5
DV. MÁNUDAGUR 27. AGUST1984. 5 ísafjörður: Ekiö á Ijósastaur Aöfaranótt laugardags var ekið á ljósastaur í Hafnarstræti á Isa- firöi með þeim afleiðingum að bill- inn gjöreyðiiagðist og fjórir af fimm farþegum voru fluttir á sjúkrahús. Sá fimmti, sem var karlmaöur, gat gengið frá slysstað. Þeir sem slösuöust voru þrír piltar og ein stúlka. Þau meiddust talsvert en þó var haldiö i gær að betur hefði farið en taliö var í fyrstu. Grunur leikur á að Bakkus kon- ungur hafi ráðið ríkjum í þessari ökuferð. SGV Grafavaltaf vörubílspalli Grafa valt ofan af vörubílspalli upp úr hádegi á sunnudag skammt frá bænum Laufási í Hjaltastaða- þinghá. Grafan var á palli tengivagns sem vörubillinn hafði í togi. Bíllinn hafði nýlega ekið yfir hrygg á veg- inum og getur verið að hann hafi komið gröfunni af staö að sögn lög- reglunnar á Egilsstöðum. Síðdegis í gær var unnið að því að koma hinni 16 til 18 tonna gröf u á réttan kjöl. SGV Sprakkað framanogvalt Bíll valt um klukkan hálfsex á sunnudagsmorgun við Reykjahól í Sléttuhlíð i Skagafjarðarsýslu. Fernt var í bilnum og voru tveir fluttir á sjúkrahús í Siglufirði. Báð- ir þeir sem slösuðust voru aftursæt- isfarþegar og munu mein þeirra ekki hafa verið alvarleg. Annar kvartaöi um eymsli í baki, hinn var skorinn á hendi. Ástæöa veltunnar mun hafa ver- ið sú að það sprakk á vinstra fram- hjóli og ökumanni tókst ekki að hemja bílinn á veginum. SGV Áreksturí Noröurárdal Jeppi og fólksbíll skullu saman í árekstri í Noröurárdal á laugar- dagskvöld. Áreksturinn varð þar sem ræsi er í veginum og hann þvi sérlegamjór. Skemmdir á bílunum voru tals- verðar en engin slys á fólki. SGV Áreksturí Hvalfirói Arekstur varð rétt upp úr hádegi á laugardag rétt.við olíustöðina í Hvalfirði, Ferstiklumegin. BUarnir mættust á veginum og skullu sam- an. Kona og unglingspiltur, sem voru í öðrum bílnum, voru flutt á sjúkrahús en meiðsli þeirra voru ekki talin alvarleg. Áreksturinn var á ræsi þar sem vegurinn er sér- lega mjór. SGV KRAFTBLAKKIR ÚTGERÐARMENN Höfum & lager 400 kg kraftblakkir meö eine eöa tveggja spora hjóli. Gott verð og góðir greiösluskil- málar. Atlashf ARMULA 7 - SIMI 26755 Basil II ísjávarháska með 5 manns innanborðs: Þaö ernú eða aldrei — sagði Danskurinn og dró Frakkana upp í þyrlu Síödegis sl. föstudag sendi franska seglskútan Basil n út neyðarkall þar sem hún var stödd með 5 manna áhöfn í um 200 sjómílna fjarlægð frá Hvarfi á Grænlandi. Skútan var ekki í mikilli hættú þar sem sjógangur var litill en nóttina áður hafði aftur á móti verið af- takaveöur og skútunni hvolft minnst einu sinni. Vöruflutningaskipið Akranes var næst skipa og tók það þegar stefnuna á Basil H og var komið á staðinn um kl. 21. Voru Frakkarnir þá hinir rólegustu viö lagfæringar á skútu sinni og sýndu því lítinn áhuga að fara um borð til Is- lendinganna. Varð ms. Akranes því að dóla við hlið skútunnar þar til þy rla frá danska strandgæsluskipinu Hvide- björnen birtist þar yfir og gerði Frökk- unum ljóst aö þeir yrðu að koma um borð nú eða aldrei. Eldsneyti væri af skomum skammti og myndi ekki end- ast ef Frakkamir ætluöu aö halda áfram lagfæringum sínum um borð. Lét áhöfnin þá segjast og var hífð upp í dönsku þyrluna. Skútan varð eftir á sjónum og ms. Akranes hélt áfram ferö sinni vestur um haf með farm frá Grundartanga. Ekki er vitaö hvert erindi Frakk- anna var en líklegast er talið að hér hafi sportmenn verið á ferð. -EIR. r Freestyledans-keppmn: Urslitin 9. september Á laugardagskvöldiö fór fram spennandi keppni milli þátttakenda í „freestyle” danskeppninni sem fer fram um þessar mundir. Keppnin var í unglingastaönum Traffic en einnig var keppt á föstudaginn á Akureyri og í gær á Sauðárkróki. Fimm þátttakendur voru í keppn- inni í Traffic og voru þeir allir mjög fótfimir og sýndu mikil tilþrif á gólfinu. Niöurstaða dómnefndar var sú að tveir keppendur skyldu að þessu sinni verða sigurvegarar og fara þeir því báðir í hina endanlegu úrslitakeppni. Þau sem báru sigur úr býtum voru Agústa Bjömsdóttir og Rúrik Vignir Vatnarsson. Ágústaer 16áraog er úr Mosfellssveit. Hún hefur sýnt góöan árangur í dansi. Hún var m.a. með í danshópi sem hafnaði í öðru sæti í danskeppni sem haldin var sl. vetur í Tónabæ. Rúrik er 18 ára og hefur num- ið dans meira og minna síðan hann fór að stíga í lappimar og þá undir leið- Rúrik Vignir Vatnarsson einbeitir sér við dansinn. DV-myndlr: Kristján Ari. sögn Kolbrúnar Einarsdóttur dans- kennara. Um næstu helgi verður enn einu sinni keppt í undanúrslitum í Traffic. Þá verður keppt á Akureyri og þeir fimm í þeirri keppni sem þykja bestir fara í úrslitakeppnina sem fram fer í Reykjavík 9. september. Hún verður haldin í Broadway og verður mikið um að vera þar, ferðakynning, tískusýning og margt fleira. APH UWE SÓLARÍUM- BEKKIR PROFESSIONAL Eigum til á iager, til afgreiðslu strax, nokkrar gerðir hinna frábæru v-þýsku sólaríumbekkja frá UWE fyrir sólbaðstofur og heimili. Fáanlegir með og án andlitslampa. Allir bekkir með Bellarium super perum. Seljum einnig beint af lager Bellarium S perur. Leitið upp- lýsinga um verð og okkar hagstæðu greiðslu- skilmála. Á. ÓSKARSSON H/F Þverholti Mosfellssveit sími 666600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.