Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1984, Side 7
DV. MANUDAGUR 27. AGUST1984.
7
Pað verða
margir hissa,
þegar þeir sjá hvað er innifalið í einni
ljósmyndatöku hjá okkur.
12-15 prufur 9x12 cm
2 prufur 18 x 24 cm, önnur þeirra í
gjafamöppu,hin í veglegum gylltum ramma.
Petta góða tilboð stendur til 10. september.
Pantaður myndatöku núna, það borgar sig.
LJÓSMYNDASTOFA KÓPAVOGS
SÍMI 43020
LJÓSMYNDASTOFAN MYND
SÍMI 54207
Neytendasamtökin leggjast gegn áformum bænda
um stjórn Grænmetisverslunarinnar
Grænmetisversl-
unin þarf samt
aö gjörbreyta
hlutverki sínu
„Við höfum ekki tekið afstööu til
þessa einstaka máls. En skoðun okkar
liggur ljós fyrir og hún er sú að neyt-
endur eigi að geta keypt þær vörur sem
þeir óska sjálfir að kaupa,” sagði
Sigurður Sigurðarson, formaður Neyt-
endafélags Reykjavíkur og og ná-
grennis, er hann var spurður um hver
afstaða þeirra væri til þess framtaks
verslunarinnar Hagkaups að brjóta
ísinn og hefja innkaup á kartöflum án
milligöngu Grænmetisverslunar land-
búnaðarins.
„Við teljum aö Grænmetisverslunin
sé tímaskekkja og það er einnig skoðun
okkar að Framleiðsluráð og
Grænmetisverslunin séu ekki í takt við
það sem er aö gerast nú á tuttugustu
öldinni.
Við erum á móti öllum höftum og
bönnum í sölumálum grænmetis og
kartaflna. Það er hagur neytenda að fá
að kaupa vöru sem þeir geta sjálfir
valið og geta einnig valið frá hverjum
framleiöenda þeir kaupa,” sagði
Sigurður.
Hann sagði það vera skoöun
forráðamanna Neytendasamtakanna
og Neytendafélaga að það ætti ekki að
gefa eftir í þessum málum.
„Við töldum aö undirskrifta-
söfnunin, sem fram fór í vor, heföi sýnt
stjórnvöldum fram á hver hugur neyt-
enda væri í þessum málum. En þá
skrifuðu um 20 þúsund neytendur
undir það að meira frjálsræði ætti að
ríkja í sölumálum grænmetis og garð-
ávaxta. Þrátt fyrir þessi mótmæli
neytenda hyggjast landbúnaöarráöu-
neytið og Framleiösluráð hundsa hug
neytenda og reyna að halda í þetta
einokunarfyrirkomulag sem má með
sanni kalla „hörmangarastig”, sagði
Siguröur.
En stjórn Neytendafélagsins hefur
ekki komiö saman til að ræöa seinustu
atburði í „kartöflustríðinu”, en fundur
verður haldinn í september og munu
þessi mál væntalega bera á góma þar.
„Það er mín persónulega skoöun að
neytendur ættu að sýna hug sinn með
því að versla einungis þar sem boðið er
upp á kartöflur sem ekki hlíta lög-
málum einokunarinnar,” sagði
Sigurður Sigurðarson, formaður Neyt-
endafélags Reykjavíkur og nágrennis.
APH
Styrínn stendur um þessijarðepli sem ekki verður hjá komist að nefna þrætuepli inánustu framtið.
Eðvald B. Malmquist, yfirmatsmaður garðávaxta:
„Fleirí aðilar ættu
að dreifa kartöflum”
„Eg tel aö það vanti sveigjanleika
í kerfið. Hann hefur vantað og er m.a.
orsökin fyrir því að neytendur og fram-
leiðendur eru óánægðir,” segir Eövald
B. Malmquist, yfirmatsmaöur garð-
ávaxta, í viðtali viö DV.
Það hefur komið fram hjá kartöflu-
bændum að þeir eru óánægðir með það
aö ekki hefur verið hægt að selja
smáar nýjar kartöflur í gegnum Græn-
metið. Þetta hefur leitt til þess aö oft
hefur þurft aö henda þessum kart-
öflum sem þó eru hreinasta sælgæti.
Hagkaup seldi smælki nýlega á niöur-
settu verði og rauk það út.
Eðvald segir að þaö sé einmitt
þennan sveigjanleika sem vanti. Sam-
kvæmt matsreglum og verðlags-
ákvæðum eru aðeins tveir verðflokkar
á kartöflum.
„Grænmetisverslunin hefur leitast
viö að finna markað fyrir þessar smáu
kartöflur en það hefur ekki tekist.”
En hvernig fer matið fram þegar
ljóst er að sala á kartöflum er í þann
mund aö gjörbreytast? Fram aö þessu
hefur matið á kartöflum fariö fram
í húsi Grænmetisverslunarinnar og
einnig á einstökum stöðum úti á landi
þar sem umboðssala kartafbia fer
fram?
„Eg mun leitast viö aö fara á þessa
staði og líta á kartöflurnar. Eg vonast
til þess að þaö verði gott samstarf við
kaupmenn. Eg er búinn að fara í Hag-
kaup og var vel tekiö þar. Einnig
verður að fjölga matsmönnum.” En
hvað finnst yfirmatsmanni um það að
fleiri aðilar annist dreifingu á kart-
öflum?
„Eg hef lengi verið fylgjandi því að
fleiri aðilar sæju um dreifinguna og hef
talið að Sölufélag garðyrkjumanna
gæti einnig annast dreifinguna eins og
það gerir á grænmeti. En ég held að
kerfið yrði þungt í vöfum ef mjög
Raddir neytenda:
Niðursoðið
blómkál
Emelia Baldursdóttlr hringdi:
Hún var nýbúin að sjóða niður
blómkál. Hún keypti fimm kíló af
blómkáli og fékk út úr því fjögur
kíló eftir að hafa soöiö þaö. Kíló-
verðið þegar hún keypti sitt blóm-
kál var 35 krónur.
Hún vill koma því á framfæri að
það sé mjög gott að frysta blóm-
kálið í soðinu. Það fer vel á að setja
um 300 g í hvern poka.
Seinna í vetur er síðan hægt að
nota blómkálið í súpur eða með
ýmsum kjötréttum.
margir aðilar hefðu þessa dreifingu
með höndum. Þaö verður að vera sam-
keppni í dreifingunni. Eg gæti ímyndað
mér að heppilegt væri að 3-5 aðilar
hefðu með þessa dreifingu að gera og
fengju til þess leyfi hjá landbúnaðar-
ráðuneytinu. En númer eitt, að minu
mati, er aö kartöflumar komist
ferskar og góðar á markaðinn og verði
fyrir sem minnstu hnjaski,” segir
Eðvald.
Hann telur einnig að tilkoma
pökkunarstöðvar í Þykkvabæ geti bætt
ástandið mikið. Kartöflurnar kæmust
með því móti mun hraðar til neytenda.
APH
OMRON
OMRON búöarkassar fyrir minni og
stærri fyrirtæki fyrirliggjandi.
%
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
Hverfisgötu 33
Simi 20560
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur