Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1984, Side 13
DV. MANUDAGUR 27. AGUST1984.
13
Athugasemd við forystugrein
Jónas Kristjánsson ritstjóri lætur
gamminn geisa í leiðara DV þ. 22.8. og
gerir þar að umtalsefni fréttaviðtal
sem einhver fréttamaður hefir við
Gunnar Jóhannsson þann 11. ágúst sl.
Mér var bent á þessa frétt seinna enda
fór hún fram hjá mér eins og svo
margt í DV. Að athuguöu máli þótti
ekki rétt að gera veður út af þessu þar
sem heimildarmaður var áðumefndur
Gunnar, en hann er alþekktur fyrir að
vera sí og æ í fjölmiðlum með
kvartanir um aö hann njóti ekki sömu
fyrirgreiðslu og aðrir hjá opinberum
sjóðum.
stofnun fuglasláturhúss meö opinni al-
mennri þátttöku. Þetta var gert til
þess að leysa af hólmi það ástand sem
áður ríkti, að hver framleiðandi
slátraði heima á búi sínu við mjög svo
hæpnar heilbrigðislegar aöstæöur.
Heilbrigðisyfirvöld vildu loka þessum
stöðum en viðbrögð viö því voru ekki
önnur en aö sameinast um nýtt hús eða
leggja upp laupana aö öðrum kosti.
Félagsmenn voru um 20 og lögðu þeir
ótrauöir í þetta stórvirki og
framkvæmdir stóðu yfir í tvö ár svo að
rekstur sláturhússins hófst í byrjun
ágúst 1979. Á framkvæmdatímanum
„Það er upphafið að Félag kjúklingabænda, sem hefur starfað reglu-
lega frá árinu 1968, ákvað að beita sér fyrir stofnun fuglasláturhúss með
opinni almennri þá tttöku.
Þar sem ritstjóri DV hefir tekið efni
þessa fréttaviðtals upp í leiðara verður
ekki hjá því komist að koma á fram-
færi leiöréttingum um það er varöar
upphaf og stofnun fuglasláturhússins
„Isfugls” sem Hreiöur h/f rekur.
Undirritaöur hefir átt sæti í fram-
kvæmdanefnd þessa fyrirtækis og
síðar í stjórn þess frá upphafi, en mjög
er málum blandað og beinlínis rang-
lega farið með staðreyndir í greininni
svo ekki veröur viö unað.
Það er upphafið að Félag kjúklinga-
bænda sem hefir starfað reglulega frá
árinu 1968 ákvað að beita sér fyrir
kom í ljós áhugi eggjaframleiðenda til
þess aö taka þátt í þessu, svo að úr
þessu varð einskonar almennings-
hlutafélag, og nú eru hluthafar 69 aö
tölu og flestir meö fremur lítinn hluta
hver. Hluthafar eru fyrst og fremst
fuglabændur og fuglabú en einnig
nokkrir áhugamenn úr hópi neytenda.
Geta má þess að auðvitað var
Gunnari Jóhannssyni boðin þátttaka
en krafa hans og lögfræðinga hans var
að þeir fengju 51% hlutafjár en því var
auðvitaö hafnaö, enda nutu þessir
menn ekki trausts í röðum fugla-
bænda. Þáttur Sláturfélags
Suðurlands er annars eðlis og byggist
m.a. á því aö flestir hluthafar Hreiöurs
h/f í bændastétt eru félagsmenn þar
og því næsta eðlilegt að hafa gott sam-
starf við það ágæta félag. Forysta S S
hefir ekki haft afskipti af rekstri
sláturhússins en rétt er það að for-
maðurinn, Gísli Andrésson, eignaöist
örfá prósent hlutafjár eins og aörir
eggjaframleiöendur þegar þeir gengu
til liðs viö félagið. Gísli Andrésson
nýtur mikils trausts bænda sem og
annarra í þessu héraði og kannske
hefði það veriö hentugt aö leita til hans
um einhverskonar fyrirgreiðslu en
það var ekki gert. Það var heldur ekki
.leitað til þingmanna kjördæmisins til
þess að koma þessu fyrirtæki á lagg-
irnar en öflun lánsf jár og hlutaf jár var
alfariö á vegum framkvæmdanefndar
og stjórnar félagsins. Þetta mun vera
arfur frá dögum Ölafs Thors, fyrrver-
andi formanns Sjálfstæðisflokksins,
sem gætti hagsmuna allra flokks-
manna jafnt, hvar sem þeir voru á
landinu.
ustugildi við greiðendur skattsins og
miöað við framleiðslumagn þessara
sláturhúsa. Fjögur þessara húsa hafa
sláturleyfi ráðuneytisins til þess að
slátra eigin framleiðslu en eitt, „Is-
fugl”, hefir fullgilt leyfi og er skyldaö
til þess að taka til slátrunar af öllum
sem þess óska, enda voru þar mestar
kröfur geröar til búnaðar. Framlög til
þessara húsa voru auövitað misjöfn
enda framleiðslumagn misjafnt og
þjónustugildið einnig en Isfugl hefir
tekið við sláturfuglum af um 70
bændum árlega eöa öllum sem þurft
hafa þessa þjónustu. Geta má þess að
líka hefir verið slátrað fyrir Gunnar
Jóhannsson þegar hann hefir þurft á
þvíaöhalda.
Stjórnendur Kjarnfóðursjóös hafa
starfað samkvæmt gildandi reglum og
gagnrýni á þá er óréttmæt og byggð á
annarlegum hvötum. Hagræðingar-
sjóðir framleiðsluatvinnuvega eru
þekkt fyrirbæri í öllum hinum vest-
Kjallarinn
JÓN M.
GUÐMUNDSSON
BÓNDI, REYKJUM,
MOSFELLSSVEIT
• „...ég gagnrýni þá blaðamennsku sem
hér hefur verið beitt og það er lítil fag-
mennska í því að birta allt sem „að kjafti
kemur” án undangenginnar athugunar á stað-
reyndum.”
Kjarnfóðurskattur
Kjamfóðurskatti var komiö á meö
bráðabirgðalögum í júní 1980 þrátt
fyrir harða andstöðu margra bænda,
en þó einkum fugla- og svínabænda, og
þá myndaðist umræddur sjóður. Þegar
svo var komið var ekki annað aö gera
en að ná endurgreiðsluheimild og því
tókst undirrituðum aö fá framgengt á
aöalfundi Stéttarsambandsins um
haustið, en það nam 20% af innheimtu
af svína- og fuglafóðri. Reglur um
endurgreiðslu voru gerðar með aðild
fulltrúa þessara búgreina og fé því
skyldi varið til hagræðingar og félags-
legra framkvæmda sem kæmi sem
flestumaðgagni.
Svínaræktarfélag Islands hefir
síðan fengið sín framlög og öll starf-
andi fuglasláturhús í landinu. Sam-
kvæmt þessum reglum skyldi greiöa
framlög til uppbyggingar eftir þjón-
rænu löndum sem þræða veg frjáls-
hyggju og við Islendingar höfum
engin tök á að breyta þar útaf nema að
taka þá áhættu að glata því verslunar-
frelsi sem við þó höfum í dag. Hættan
liggur í því er ríkisvaldið fer að seilast
inn á þetta svið og sækjast eftir fjár-
munum þessara sjóða atvinnuveganna
og nota í pólitískum tilgangi, en þaö
hefir verið gagnrýnt með réttu.
Ég læt þessar upplýsingar um okkar
ágæta fyrirtæki, „Isfugl”, nægja en ég
gagnrýni þá blaðamennsku sem hér
hefir verið beitt, og þaö er lítil fag-
mennska í því aö birta allt sein „að
kjafti kemur” án undangenginnar at-
hugunar á staðreyndum. Stjómendur
Hreiðurs h/f vilja hafa gott samstarf
við alla menn og vinna innan þeirra
marka sem lög og reglur mæla fyrir
um á hverjum tíma. Við stefnum að
framfórum í meðferð þeirra vara sem
við verslum með og bættum verslunar-
háttum sem tíðkast í nútímaþjóð-
félögum.
Annað sem kemur fram hjá leiöara-
höfundi verður ekki rætt hér og þar
svarar væntanlega hver fy rir sig.
Jón M. Guðmundsson.
fyrir ríkissjóð. Hún er lítilvæg til að
þyngja þá pyngju en bitnar mest og
verst á þeim sem minna mega sín og
standa höllum fæti, auðsæranlegir á
erfiðu skeiði ævi sinnar.
Fjárlagasmiður
í fflabeinsturni
Nú dreg ég ekki í efa aö ríkis-
stjórnina skipa heiðvirðir menn. En
hvernig geta þeir þá ráðist svo harka-
lega og óréttlátt á garðinn þar sem hann
er lægstur. Á meðan óma enn í eyrum
fréttir af furðulegum aukafjár-
veitingum í óþarfa og munað á vegum
ríkisins.
Getur það verið að raunveruleiki
þessa fólks eigi ekki greiðan aðgang að
og skili sér ekki að stefnumótun og
fjárlagagerð ríkisstjórnarinnar?
Þyrftu þeir ekki, sem nú sitja sveittir
daglangt við fjárlagasmíð, aö bregða
sér í kynnisferðir m.a. á göngudeildir
og læknastofur áöur en þeir ákveða
hvaða ólar verða hertar og hvar hnífum
verður beitt? Ekki væri úr vegi fyrir
þessa heiöursmenn að fá í leiöinni að
líta á hina löngu biðlista sjúklinga sem
bíða eftir því aö komast á spítalana en
veröa nú að bíöa enn lengur en áöur
vegna þess aö legudeildum er lokað í
sparnaðarskyni.
Þaö er að öllum líkindum enginn,
sem nú situr í ríkisstjórn, sem myndi
vilja kannast við þaö að hafa komið
gömlu fólki til að gráta í lyfjabúðum
vegna auraleysis því að allt eru þetta
heiövirðir menn. Ef þeir væru þarna
viöstaddir væri þeim miklu fremur
trúandi til að taka upp budduna sína og
borga fyrir gömlu manneskjuna svo að
hún gæti fengið lyfin sin og hætt að
gráta. Það er einmitt hið sama sem
ríkissjóöur þarf aö gera. Það er ekki
nóg aö beita áræði og festu við að
reikna efnahagsdæmið ef mannúð og
réttlætiskennd skortir.
Heilsuvernd
eða viðgerðir
Heilsuvemd nútímans og
framtíðarinnar stefnir sífellt meira frá
því að vera viðgerðarþjónusta í þá átt
að koma í veg fyrir sjúkdóma með
„Ekki væri úr veti fyrir þessa heiðursmenn að fá í leiðinni að lita á hina 1 löngu biðlista sjúklinga sem biða eftir því að komast á spitalana en verða
nú að biða lengur en áður vegna þess að legudeildum er lokað i sparnaðarskyni."
fyrirhyggju og heilsusamlegu líferni.
Slík heilsuvernd fjárfestir í lengra
Hfi og meiri vellíðan auk þess sem
mikil útgjöld munu sparast viö dýra
heilbrigðisþjónustu sem leitast viö að
bæta úr orðnum skaöa. Nægir þar aö
nefna slysavarnir sem dæmi þar sem
fljótt og vel má spara bæði mannslíf
og miklar fjárhæðir. Ennfremur má
nefna þann mikla ávinning sem verður
í auknum vinnuafköstum vegna færri
veikindadaga.
Þessi tegund heilsuvemdar krefst
skilnings og áhuga almennings til
virkrar þátttöku í eigin heilsugæslu. Sú
stefna, sem nú hefur verið tekin með
því aö hækka kostnaðarhlutdeild
sjúklinga viö heilbrigðisþjónustu,
stuðlar að því aö letja þorra fólks og
fæla frá því aö leita læknis þar til of
seint er e.t.v. aö beita virkri
heilsuvernd. Þetta yrði stórt skref
aftur á bak og myndi valda ómet-
anlegu tjóni á því uppbyggingarstarfi
sem þegar hefur verið unnið á þessu
sviði. Heilbrigöis- og tryggingakerfið
er vissulega stór útgjaldaliður í fjár-
málum ríkisins og sjálfsagt er að leita
þar sparnaðar eins og annars staöar.
Þannig mætti ná eðlilegum og var-
anlegum sparnaði með aukinni fyrir-
byggjandi heilsuvemd, heilbrigðis-
fræðslu og rekstrarlegri hagkvæmni
án þess að neytandinn, sjúklingurinn,
bíði tjón af. Sú leið að láta spamaðar-
aðgerðir bitna verst á þeim sem þurfa
mest á læknishjálp að halda er þó
aldrei réttlætanleg eins og allir heiö-
virðir mennhljóta aðsjá.
Jafnframt má benda á það aö
væntanlega fást stærri fúlgur í ríkis-
sjóð úr fylgsnum skattsvikara en þeir
fáu aurar sem fást frá veiku fólki.
Það er ekki að ófyrirsynju að fjöl-
mörg sjúklingasamtök hafa mótmælt
sparnaöaraðgerðum ríkisstjórn-
arinnar og aö sameiginlegur fundur
stjóma la*naráða Borgarspítalans,
Landakotsspítala og Landspítala var-
ar viö afleiðingum þeirra í rekstri
spítalanna. Þessir aöilar finna glöggt
fyrir því að þessar aðgerðir bitna
fy rst og f remst á s júklingum.
Það er ekki ýkja langt síöan þessi
þjóð gægðist út úr torfbæjum sínum og
deplaöi augum framan í bjarta framtíð
og bættan hag. Hvorki þá né nú'þykir
sæmd í því aö vera niöursetningur.
Þaö að setja fólk niður á ekki bara við
það að hola því niður á bæ hjá öðrum.
Það er ekki síður að setja fólk niður í
mannlegri reisn og virðingu.
Erum viö á leið út úr tímabundnu
velferðarþjóðfélagi inn í frumskóginn
þar sem lögmál hinna sterku,
kappsömu og efnuðu er einrátt? Eru
það heiðvirðir menn sem velja slíka
leið? Guðrún Agnarsdóttir.