Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1984, Side 23
DV. MANUDAGUR 27. AGUST1984.
íþróttir
23
íþróttir
íþróttir
íþróttir
— Ég er byrjaöur að æfa á fullum
krafti og reikna með að ég lelkl gegn
Dortmund — næsta leik okkar, sagði
Lárus Guðmundsson, miðherji Bayer
Uerdingen, en hann hefur átt við
meiðsli að stríða í hné.
Lárus sagði að Karl-Heinz Feld-
kamp, þjálfari Uerdingen, legði mikla
áherslu á að hann léki þann leik. — Eg
er allur að koma til og það mun koma í j
ljós á morgun hvort ég er orðinn klár í
slaginn, sagði Lárus.
-KB/-SOS
Lárus er
orðinn góður
Frá Kristjáni Bernburg, fréttamanni
DViBelgíu:
Lárus Guðmundsson.
nnubankinn
OSA
Hart baríst
í N jarðvík
- Njarðvíkingar unnu dýrmætan sigur á KS1-0
í 2. deild
Mark Jóns Halldórssonar í leik
UMFN og KS í Njarðvíkunum var þýð-
ingarmikið fyrir heimamenn. Það
reyndist vera eina mark leiksins, skor-
að á 69. mín. og með því eru Njarð-
víkingar komnir í annað sæti deildar-
innar ásamt Víði sem er með jafnmörg
stig, eða 24, en lakara markahlutfall.
Baráttan um 1. deildar sætið aö ári
ásamt FH, sem þegar er komið yfir
þröskuldinn, verður þvi hörö i þremur
iokaumferðunum því ÍBV, ÍBÍ, KS og
Völsungar eiga einnig góða möguleika
á að hreppa annað sæti og svo getur
farið að markahlutfall ráði því hver
hreppir hnossið.
En rétt eins og mark Jóns, sem
Freyr Sverrisson átti stóran þátt í,
lyfti knettinum inn á markteig til Jóns
sem skoraði með snöggu skoti upp
undir þverslá, þá kann misheppnuð
vítaspyrna hins snjalla leikmanns KS,
Colins Thachers, að verða þeim af-
drifarík. Staöan var jöfn, 0—0, þegar
Steingrímur Björnsson dæmdi rétti-
lega vítaspyrnu á 63. mín. vegna hrind-
ingar. Colin lagði allt sitt afl í skotið en
knötturinn small á marksúlunni innan-
verðri svo söng í og hrökk þaðan þvert
fyrir markiö. Heimamenn voru fljótari
aö átta sig og tókst að senda knöttinn
langt út fyrir hliðarlínu áður en KS-
ingar komu á vettvang. Omögulegt er
aö segja hvaða áhrif mark á þessari
stundu hefði haft á leik liðanna en alla
vega voru gestirnir búnir aö ná yfir-
höndinni sem þeir heföu ekki sleppt
fyrr en í fulla hnefana — enda þá
komnir í annað sætið.
Þegar á heildina er Utið þá réðu
Njarövíkingar öllu meira um gang
leiksins. Þeir reyndu að láta knöttinn
ganga, eins og sagt er á knattspyrnu-
máli, með stuttum sendingum. Vörnin
var samstillt og föst fyrir þar til undir
lokin að hún riðlaðist dálítið af tauga-
spennu. Lítið reyndi á markvörðinn,
enda fátt um skot á markið. Fram-
herjarnir voru að vanda stórhættulegir
fengju þeir lausan tauminn.
Siglfirðingar eru með knáa pilta í liði
sínu og kappsama sem halda knettin-
um um of í loftsiglingum, — langferð-
um, í stað grastoppanna á styttri
leiðum.
Suðurferðin gekk KS-mönnum ekki
þrautalaust. Vegna þoku urðu þeir að
„kuldanum”
— var ekki íhópi Anderlecht sem vann stórsigur
7:1 yfirLokeren
• Czerniatynski — skoraði þrjú mörk.
fara akandi til Sauðárkróks og fljúga
þaðan til Keflavíkurflugvallar. I lend-
ingunni hlekktist vélinni á. Lagðist á
væng og fór út af flugbrautinni inn á
grasflöt. Engar skemmdir urðu á vél-
inni og ekki sakaði neinn, „en við
vorum í hálfgeröu losti,” sagði einn
leikmannanna, „þegar við komum til
leiks sem hafði neikvæð áhrif á leik-
menn.”
emm
Frá Kristjáni Bernburg, fréttamanni
DVíBelgíu:
— Það kom geysilega á óvart að
Arnór Guðjohnsen skyldi ekki vera
með Anderlecht þegar félagið lék gegn
Lokeren í 1. deildar keppnlnni hér um
helgina. Arnór var ekki einu sinnl
varamaður i leiknum — og það þrátt
fyrir að hann skoraði fallegt mark i
fyrsta leik Anderlecht í delldinni.
Anderlecht vann stórsigur 7—1 yfir
Lokeren, sem mátti þola sitt stærsta
tap í sögu félagsins. Alex Czemia-
tynski 3, Wim Hofkens 2, Scifo og
Georges Grun skoruðu mörk Ander-
lecht í leiknum, en Anderlecht lék oft
frábæra knattspymu og áttu leikmenn
Lokeren ekkert svar við stórleik þess.
Þetta var eini leikurinn í 1. deildar
keppninni og er Anderlecht með fullt
hús stiga — fjögur eftir tvo leiki og
markatöluna 16—3.
-KB/-SOS
Fékkflugu
í augað
Norðurlandameistarinn í karla-
flokki, Daninn Steen Tinning, varð eins
og Óskar fyrir barðinu á flugunum í
Grafarholti. Síðari keppnisdaginn
flaug eitt kvikindiö beint i auga Dan-
ans og festist þar undir augnlokinu.
Eins og flestir eflaust gera sér grein
fyrir er frekar mikið atriði að sjá vel í
golfi og Tinning var nokkuð lengi að ná
sér.
-SK.
Samvinnubankinn hefur aukið þjónustusvið sitt
og sér nú um kaup og sölu á ferða- og námsmannagjaldeyri.
Þar er einnig hægt að opna innlenda gjaldeyrisreikninga auk
þess sem bankinn veitir alla þjónustu varðandi VISA-greiðslukort.
ERLEND
Amór úti í
íþróttir