Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1984, Side 26
26
DV. MÁNUDAGUR27. AGUST1984.
íþróttir
vorum
heppnir”
— sagði Bjami Sigurðsson,
markvörður Skagamanna
„Þetta var mikill baráttuleikur og
í lokin var það reynslan sem sagði til
sín og gerði út um leikinn. Vlð hættum
ekki þrátt fyrir að við værum marki
undir,” sagði Bjarni Sigurðsson,
markvörður Skagamanna, eftir leikinn
gegn Fram.
„Mér fannst Fram-liðið brotna niö-
ur eftir að það fékk markiö á sig, þaö
er jöfnunarmarkið. Eftir það kom
reynsla okkar vel í ljós. Mér fannst sig-
urinn geta lent hvorum megin sem
var. Það var spuming um heppni. Við
vorum heppnir i dag,” sagði Bjami
Sigurðsson.
-SK.
„Sanngjam
sigur”
— sagði Gunnar
Sigurðsson
„Þaö var það langbesta við
þennan leik að við skyldum vinna. Nú
höfum við brotið blað í sögu Akranes-
liðsins. Eftir mörg töp í úrslitaleikjum
hefur okkur tekist að sigra þrisvar
sinnum í röö," sagði Gunnar
Sigurðsson, stjórnarmaður hjá SKI og
Skagamaöur, eftir leikinn.
„Við spiluðum betur fyrstu tuttugu
mínúturnar. Þá komu Framarar
meira inn í leikinn. 1 síðari hálfleik var
mikið jafnræði með liðunum. Þetta var
sanngjarn sigur hjá mínum mönnum
og eftir að staöan var oröin 1—1 var
aldrei spuming hvorum megin sigur-
inn myndi lenda,” sagði Gunnar.
-SK.
„Við vorum
mikiu betri”
— sagði Sigurður Jönsson
„Þetta var i einu orði sagt stórkost-
legt. Leikurinn sem slíkur var kannski
ekki sá besti sem maður hefur séð en
það var frábært að vinna. Það var
aldrei vafi á því hvort liðið var betra,”
sagði Sigurður Jónsson, leikmaður
með ÍA, en hann hefur verið frá keppni
um nokkuð langan tima vegna meiðsla
sem kunnugt er.
„Framliðið var hvorki betra né
verra en ég bjóst viö í þessum leik. Það
var mikil barátta um yfirráðin til að
byrja með en síöan kom reynsla okkar
manna vel í ljós og hún átti stærstan
þátt í sigrinum aö minu mati,” sagði
Sigurður Jónsson. -SK.
íþróttir íþróttir íþróttir íþr
„Heppinn hershöfðingi
er góður hershöfðingi”
★ Skagamenntryggðusérbikarinn
þriðja árið í röð á Laugardalsvellinum
★ Framarar voru aðeins 176 sekúndum
frá bikarnum
Skagamenn höfðu svo sannarlega heppnina með sér á
Laugardalsvellinum í gær þar sem þeir tryggðu sér sigur
í bikarkeppni KSÍ þriðja árið í röð — lögðu Framara að
velli, 2—1, í framlengingu. Framarar voru aðeins 176 sek.
frá bikarnum því að Skagamenn náðu að tryggja sér
jafntefli, 1—1, á 87.04 mín. leiksins þannig að fram-
lengingu þurfti. Það er svo sannarlega hægt að segja að
Skagamenn hafi haft heppnina með sér því að
Guðmundur Baldursson, markvörður Fram, missti hálan
knöttinn frá sér. Guðbjörn Tryggvason náði að spyrna í
knöttinn sem fór rétt inn fyrir marklínuna.
Sigurmark Skagamanna kom síðan
eftir aðeins 32 sek. af framlengingunni
er Höröur Jóhannesson skallaði
knöttinn að marki Fram. Sverrir
Einarsson bjargaði á marklínu og þeg-
ar hann var að mynda sig til að spyrna
knettinum frá marki kom Árni Sveins-
son á fullri ferð og þrumaði knettinum
í netið. Þetta mark Árna tryggði
Skagamönnum bikarinn — þeir gerðu
út um leikinn á aðeins 208 sekúndna
kafla og Framarar, sem höföu leikið
betur en Skagamenn lengst af, sátu
eftir með sárt ennið.
„Heppinn
hershöfðingi..."
Þegar Skagamenn tóku við
bikarnum fyrir framan hina 3.675
áhorfendur komu ummæli Napóleons,
fyrrum Frakklandskeisara, upp í hug-
ann: — „Heppinn hershöföingi er
góöur hershöfðingi.”
Skagamenn fögnuðu sigri en Fram-
arar sátu eftir með sárt ennið. Þeir
höfðu leikið vel og eftir að Guömundur
Steinsson skoraði gullfallegt mark
fyrir þá var eins og Skagamenn væru
búnir — náöu aldrei aö skapa sér
hættuleg tækifæri. Jöfnunarmark
þeirra kom eins og þruma úr heiðskíru
lofti — engin hætta virtist á feröinni
þegar Skagamenn skoruöu jöfnunar-
markiö. Sigþór Ómarsson átti háa
sendingu fyrir mark Fram —
knötturinn barst til Harðar Jóhannes-
sonar sem var staddur við mark-
teiginn fjær. Hann skallaði knöttinn
fyrir mark Framara og Guðmundur
Baldursson, markvörður Fram,
kastaöi sér niöur til að handsama
knöttinn. Um leið kom Guðbjörn
Tryggvason aðvífandi. Augnabliki
síðar skaust knötturinn aö marki
Fram og rétt inn fyrir marklínu án
þess aö Sverrir Einarsson, fyrirliöi
Fram, kæmi vörnum viö — hann stóö
inni í markinu en gat ekki komið í veg
fyrir að knötturinn færi inn fyrir mark-
línuna.
Barátta um miðjuna
Þaö var greinilegt þegar leikurinn
hófst aö leikmenn liöanna ætluðu sér
aö ná yfirhöndinni á miöjunni. Það var
hart barist en Skagamenn voru mun á-
kveðnari. Sóknarleikmenn þeirra
fengu lítil tækifæri þar sem þeir Þor-
steinn Þorsteinsson og Þorsteinn Vil-
hjálmsson höfðu góöar gætur á Sigþóri
Omarssyni og Heröi Jóhannessyni.
Besta tækifæri Skagamanna kom á
30. mín. þegar Siguröur Halldórsson
átti skalla rétt yfir mark Fram, eftir
hornspyrnu. Framarar fengu gullið
tækifæri á 43. mín. þegar Guömundur
Torfason komst á auöan sjó — brunaði
aö marki Skagamanna. I staðinn fyrir
aö klára dæmið sjálfur átti hann mis-
lukkaða sendingu til Guðmundar
Steinssonar og sóknin rann út í sand-
inn.
Glæsimark Guðmundar
Þegar 7,49 mín. voru liönar af seinni
hálfleik skoraði Guömundur Steinsson
eitt glæsilegasta mark sem sést hefur í
bikarúrslitaleik á Islandi. Guömundur
fékk knöttinn á miðjum valiarhelmingi
Skagamanna og brunaði fram með
hann — lék fyrst á Sigurð Halldórsson
og skaust síöan inn í vítateig Skaga-
manna og lét skotið ríöa af. Og þvílíkt
þrumuskot — knötturinn þandi út þak-
netiö á marki Skagamanna. Bjarni
Sigurðsson, hinn snjalli markvörður
Skagamanna, átti ekki möguleika á að
verja fast skot Guðmundar.
Framarar sækja stíft
Þaö var eins og þetta mark væri
rothögg á hina leikreyndu leikmenn
Skagamanna því aö Framarar sóttu
án afláts og meö smáheppni gátu þeir
bætt mörkum við.
• Ömar Jóhannsson á skot rétt
fram hjá marki Skagamanna á 56.
min.
• Guðmundur Steinsson á þrumu-
skot í hliöarnet Skagamanna á 60. mín.
• Guðmundur Torfason á skalla
rétt yfir mark Skagamanna á 62. mín.,
eftir hornspyrnu Omars Jóhanns-
sonar.
Þaö var ekki fyrr en á 75. mín. aö
lífsmark kom í Skagamenn. Sigurður
Lárusson komst í gott færi — en bjarg-
aö í horn. Rétt á eftir átti Júlíus
Ingólfsson, sem kom inn á sem vara-
maður, þrumuskot, sem Guömundur
Baldursson varöi meistaralega í horn.
Það virtist ekki ætla að bíta á leik-
menn Fram sem léku yfirvegaö og á
stundum eins og þeir væru bikarmeist-
ararnir — biöu aðeins eftir flautu
dómarans aö leik væri lokiö.
Skagamenn geröu örvæntingarfulla
tilraun til að jafna. Á 82. mín. hitti
Hörður Jóhannsson ekki knöttinn í
fullnu færi. Framarar brunuðu upp og
Guðmundur Steinsson sendi knöttinn
fyrir mark Skagamanna. Guðmundur
Torfason var þar fyrir opnu marki en
áöur en hann náöi að skjóta var Skaga-
maður kominn á bak hans og skot
Guömundar geigaði — fór rétt framhjá
stöng. Aðeins fjórum mín. seinna var
Guðmundur aftur á ferðinni, en á
nýjan leik rataöi knötturinn ekki rétta
leið.
Eins og fyrr þá jöfnuöu Skagamenn
á 87.04 mín. Framarar gerðu eftir þaö
örvæntingarfulla tilraun til aö skora
sigurmarkið og þegar aöeins 30 sek.
voru til leiksloka náöi Bjarni
Sigurösson aö verja skot frá Guömundi
Steinssyni.
Skagamenn náðu sér aldrei á strik í
leiknum — fengu ekki tækifæri til þess.
Besti leikmaður þeirra var Sveinbjörn
Hákonarsson en hann varð að yfirgefa
völlinn í seinni hálfleik vegna meiðsla
á fæti.
Framarar léku vel í leiknum — áttu
einn sinn besta leik í sumar. Vörn
þeirra var sterk þar sem Þorsteinn Þor-
steinsson, sem er orðinn einn besti
varnarleikmaöur Islands, leikur stórt
hlutverk og þá var Sverrir Einarsson
góöur. Omar Jóhannsson baröist vel á
miðjunni og svo Trausti Haraldsson.
Guömundur Steinsson var hættulegur í
sókninni ásamt Guðmundi Torfasyni.
Liösheild Fram var góö en þaö dugöi
ekki.
Liöin sem léku voru þannig skipuð:
Akranes: Bjami, Guðjón, Jón Ás.,
Sigurður L., Sigurður H., Ámi, Guðbjöm,
Sveinbjöm (Júlíus), Hörður, (Olafur Þ.),
Karl og Sigþór.
Fram: Guðmundur B., Hafþór (Gísli H.),
Þorsteinn V., Sverrir, Þorsteinn Þ., Trausti,
Viðar (Bragi), Kristinn J., Omar,
Guðmundur S. og Guðmundur T. -SOS.
• Bikarmeistarar Akraness 1984.
„Grátleg mistök
hjá Eysteini”
— sagði Sverrir Einarsson, fyriríiði Fram
„Eg var svo viss um aö dómarinn
heföi dæmt aukaspyrnu að ég var
farinn að undirbúa mig undir aö
taka hana þegar ég gerði mér ljóst
að Eysteinn hefði dæmt þetta
ólöglega mark gilt,” sagði Sverrir
Einarsson, fyrirliði Fram, eftir
leikinn í gær.
„Það er grátlegt að tapa úrslita-
leik á svona mistökum hjá dómara.
Við vorum mun betri aðilinn í leikn-
um og áttum svo sannarlega skilið
aö sleppa viö svona dómaraskand-
al sem kostaði okkur sigurinn. Þaö
eru ólýsanleg vonbrigði aö tapa úr-
slitaleik á svona vitleysu eftir allt
þaö sem við erum búnir að leggja á
okkur. Við vorum og erum miklu
betri en Skagamenn en heppnin
sem eltir Uðið og hefur elt það í
sumar gerir það að verkum aö nær
ómögulegt er að sigra þá,” sagði
Sverrir Einarsson.
-SK.
• Sigurður Lárusson, fyrirliði Skagamanna, sést hér hampa bik-
arnum að leik loknum. DV-mynd: Brynjar Gauti.
íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþr