Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1984, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1984, Qupperneq 29
DV. MÁNUDAGUR 27. AGUST1984. 33 íþróttir Iþróttir íþróttir íþróttir • Friðfmnur Hermannsson — skoraði glæsilegt mark fyrir KA. |p mmm mm ■■ mmm mmm mam wmm h^| i Erlingur j i ekkimeira j i meðKA J I Sigur KA yfir Þrótti var dýr- keyptur því . að miðvörðurinn | ■ sterki, Erlingur Kristjánsson, fékk . I að sjá gula spjaldið í leiknum og á § *hann yfir höfði sér tveggja leikja ■ |keppnisbann — var kominn með I Ifjórtán refsistig fyrir leikinn. Er- I lingur mun því ekki leika tvo síð- ■ Iustu leikina í 1. deild með KA — I gegn Breiðablik í Kópavogi og J iFram á Akureyri. Þetta er mikil | ■ blóðtaka fyrir KA, þar sem Erling- . | ur er lykilmaðurinn í vörninni. . Erlingur mun því ekki leika | |meira með KA-liöinu í 1. deildar I Ikeppninni í sumar. -SOS 1 L —— — — — J Argentína tapaði Argentínumenn, sem hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku í sambandi við knatt- spymulandslið sitt, urðu að sætta sig við tap 0—1 fyrir Colombíu í vin- áttuleik í Bogota á laugardaginn. 35 þús. óhorfendur sáu leikinn. Það er greinilegt að Argentína verður að gera stórátak til að komast í HM í Mexíkó 1986. Argentínumenn leggja nú hart að Diego Maradona að koma heim til að leika leiki Argentínu í undankeppni HM. -SOS Strömberg handleggs- brotnaði Frá Gunnlaugi A. Jónssyni fréttamanni DV í Svíþjóð: — Svíar hafa orðið fyrir áfalli. Tveir af bestu knattspymumönnum þeirra — þeir Glen Strömberg, sem leikur með ítalska félaginu Atlanta, og Dan Corneliussou, sem leikur með Como á ítalíu, eru meiddir og geta að öllum líkindum ekki leikið með í HM-leik Svía gegn Portúgal 12. september. Strömberg handleggsbrotnaði í sínum fyrsta leik — eftir að hafa skorað fallegt mark. Comeliusson er meiddur í hné. -GAJ/-SOS. Kúla offan á kúlu Það undarlega atvik átti sér stað á NM í golfi í Grafarholti um helgina að einn erlendu keppendanna fann kúlu sina utan brautar ofan á annarri kúlu. Mun sú kúla sem undlr var hafa verið frá einhverjum kylfingi fyrir mótið. Sá sem hér um ræðir sló kúlu sína, tók síðan annan bolta á eftir og dæmt var í málinu eftir keppnina. -SK. (þróttir „Þessi sigur var sætur — sagði Baldvin Gústafsson, þjátfari KA, eftir að Akureyrarliðið hafði unnið Þrótt 3-2 á elleftu stundu — Þessi sigur var sætur og hann kom svo sannarlega á elleftu stundu. Við vomm undir 0:2, en strákarair gáfust ekki upp, náöu að jafna, og það var ólýsanlega tilfinning að sjá Hafþór Kolbeinsson skora sigurmark okkar rétt fyrir leikslok. Heppnin var með okkur í þessum leik, sagði Gústaf Baldvinsson, þjálfari KA-Iiðsins frá Akureyri, sem vann sætan sigur 3:2 yfir Þrótti á Valbjaraarvöllum á laugardaginn. — Það var sorglegt að missa unninn leik niður og horfa á eftir þremur dýrmætum stigum, sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari Þróttar. Þróttarar fengu óskabyrjun þegar Þorsteinn Sigurðsson skoraði 1:0 fyrir þá eftir 6 mín. og síðan átti Páll Olafs- son skalla í stöngina á marki KA. Þorvaldi Jónssyni, markveröi KA, urðu á mikil mistök í upphafi seinni hálfleiksins þegar hann skoraði sjálfs- mark eftir innkast frá Agnari Friðriks- syni. Agnar kastaði knettinum að marki KA og engin hætta virtist á ferð- inni. Þorvaldur var vel staðsettur viö nærstöngina og ætlaði að góma knött- inn. Öllum til undrunar sló hann knött- inn í eigið mark — inn í hliðametið. Þrátt fyrir þetta mótlæti gáfust leik- menn KA ekki upp og á 60. mín. náði Birgir Steingrímsson að skora hjá Þrótti eftir að Guðmundur Erlingsson, markvörður Þróttar, hafði varið auka- spyrnu frá Ásbirni Björnssyni. Guð- mundur hélt ekki knettinum, sem hrökk út í vítateig. Þar kom Birgir á fullri ferð og skoraði örugglega. KA-menn jöfnuðu síðan á 70. mín., þegar Friðfinnur Hermannsson skaut föstu skoti, sem Guðmundur réði ekki við, af 25 m færi — knötturinn fór út við stöng. Eftir þetta fengu Þróttarar tvö dauöafæri, en þeim brást boga- listin.Það var svo þegar 85 sek. voru til leiksloka aö KA skoraði sigurmarkið. Ársæll Kristjánsson geröi þá mikil mistök í vörn Þróttar — missti knött- inn til Hafþórs Kolbeinssonar, sem komst á auðan sjó. Hafþór lék á Guðmund, markvörð Þróttar, og hljóp með knöttinn að marklínu, en þaöan sendi hann knöttinn í netið — 3:2, við'- geysilegan fögnuö KA-manna. Maður leiksins: Friðfinnur Hermanns- son. -sos EMM HÆKKUM V© IMniÁMSVEKTI Vaxtabreytingar frá 27. ágúst: SparireiKningar með 18 mán. uppsögn hækka í 25%, ársávöxtun 26,6% Innlánsskírteini 6 mánaða_hækka í 24,5%, ársávöxtun 26% Verðtryggðir sparireikn. 3ja mánaða binding hækka í 3% V/erðtryggðir sparireikn. 6 mánaða binding hækka í 6,5% Tékkareikningar__:______hækka í 10% Aðrir veKtir eru óbreyttir frá 13. ágúst 5.1. HÆ5TU BAIÍKAVEXTIRMIR! 5parireikningar Búnaðarbankans með 18 mánaða uppsögn bera 26,6% ávöxtun á ári. Þetta eru hæstu bankavextir sem bjóðast. Búnaðarbankinn mun ávallt leitast við að veita sparifjáreigendum hæstu vexti 5em í boði eru hverju sinni. fTBÍNAÐARBANKI VQ/ ÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.