Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1984, Qupperneq 44
48
DV. MANUDAGUR 27. AGUST1984.
Andlát
Pétur Kristinsson blikksmiður, Grana-
skjóli 6, veröur jarðsunginn frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag, mánudag-
inn 27. ágúst, kl. 13.30. Pétur fæddist í
Reykjavík 31. október 1917 og var elsta
barn hjónanna Guðrúnar Ottadóttur og
Kristins Péturssonar. Arið 1938 lauk
Pétur sveinsprófi í blikksmíði og vann
alla tíð frá 1934, eða í 50 ár, hjá Blikk-
smiðju og Verksmiðju J.B. Péturs-
sonar við Ægisgötu. Arið 1939 kvæntist
hann eftirlifandi eiginkonu sinni Stein-
unni Guðmundsdóttur og eignuðust
. þau fimm dætur.
Margrét Pétursdóttir, Hamrabergi 44,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í
Reykjavík þriðjudaginn 28. ágúst kl.
13.30.
Július Guðmundsson kaupmaður,
Framnesvegi 29 Reykjavík, veröur
jarðsunginn þriöjudaginn 28. ágúst frá
Dómkirkjunni kl. 13.30.
Rútur Kr. Hannesson hljóöfæraleikari,
Öldugötu 42 Hafnarfirði, verður jarð-
sunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfiröi
.þriðjudaginn 28. ágúst kl. 13.30.
Viihjálmur Angantýsson, Vesturbergi
78 Reykjavík, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju miðvikudaginn 29.
ágústkl. 15.00.
Árni Björnsson múrari, Skúlagötu 70,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni
þriðjudaginn 28. ágúst kl. 15.00
Einar Kristjánsson, Miðvangi 41
Hafnarfiröi, veröur jarðsunginn frá
Fossvogskirkju þriðjudaginn 28. ágúst
kl. 15.00.
Aðalheiður Guðmundsdóttir, Sól-
heimum 14 Reykjavík, lést á heimili
sínu 24. ágúst.
Sigríður Steinunn Bjarnadóttir, Silfur-
teigi 5 Reykjavík, lést 13. ágúst á Land-
spítalanum. Utförin hefur farið fram.
Valgerður K. Sigurgeirsdóttir, Braga-
götu 25 Reykjavík, veröur jarðsungin
frá Dómkirkjunni í Reykjavík
miövikudaginn 29. ágúst kl. 13.30.
Guðmundur Helgi Guðmundsson,
Gnoðarvogi 14 Reykjavík, fyrrverandi
næturvörður á símstöðinni Isafirði,
veröur jarðsunginn frá Kópavogs-
kirkju í dag, mánudaginn 27. ágúst, kl.
10.30.
Guðný Vigfúsdóttir frá Seyðisfiröi
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í
dag, mánudaginn 27. ágúst, kl. 15.00.
Tilkynningar
Ráðstefna
Er framhaldsskólinn
úreitur?
Síöastliöiö ár hafa oröiö nokkrar umræöur um
framhaldsskólann og tengsl hans viö
grunnskólann. Nú hefur veriö ákveöö aö
halda umræöunni áfram en beina henni meira
aö framhaldsskólanum sjálfum. Ráöstefna
sem ber yfirskriftina „Er framhaldsskólinn
úreltur?” veröur haldin fimmtudaginn 30.
ágúst aö Borgartúni 6 hér í Reykjavík.
Það er Skólameistarafélag Islands sem
stendur aö ráöstefnunni í samvinnu viö Hiö is-
lenska kennarafélag og Kennárasamband Is-
lands. Fjórir fyrirlesarar verða. Geröur G.
Oskarsdóttir frá Háskóla Islands, „Mannlegu
tengslin í framhaldsskólanum”. Heimir Páls-
son, Menntaskólanum viö Hamrahlíö, „Staö-
setning skóla og verkaskipting”, og Ingvar
Asmundsson frá Iönskólanum í Reykjavík,
„Inntak náms á framhaldsskólastigi” og
Olafur Asgeirsson frá Fjölbrautaskólanum á
Akranesi, „Yfirstjórn framhaldsskólans”.
Frindin veröa flutt fyrir hádegi en kl. 13.00
starfa þátttakendur aö hópverkefnum og síö-
degis veröa panelumræöur.
Ráöstefnan er öllum opin og er allt áhuga-
fólk um skólamál hvatt til aö koma.
Fins og fyrr segir þá verður þessi ráö-
stefna haldin aö Borgartúni 6 fimmtudaginn
30. ágúst og hefst kl. 9.15. Nánari upplýsingar
gefur Andrés Magnússon, Fjölbrauta-
skólanum viö Armúla, í síma 84022 eöa 31200.
Aðgerðir í lok
kvennaáratugar
Mikill áhugi er á því meðal kvenna aö nota
lokaár kvennaáratugarins 1985 sem best til að
vekja athygli á aöstæöum kvenna á Islandi og
vinna aö bættri stööu þeirra á mörgum
sviðum. Eru þegar fram komnar margar hug-
myndir um hvaö gera skuli á næsta ári óg
mun nýstofnaöur starfshópur vinna úr þeim
og hefja undirbúning á næstu mánuðum.
Starfshópurinn var stofnaöur 14. ágúst sl. á
Um helgina
Um helgina
„Framarar, þið eigið ieikimsff
Bikarúrslitaleikur Fram og Akra-
ness var hápunktur helgarinnar bæði
í Laugardal og í sjónvarpinu. Slíkum
hápunkti fylgir þó ekki alltaf ánægja.
Sem sannur Framari segi ég að það
var agalegt að tapa leiknum meö
þessum hætti. Hroðalegt. En koma
tímar, koma ráö. Við vinnum bara
bikarleikinn að ári. Því megið þið
trúa. Viö erum harðir á því, Framar-
amir hér á ritstjórninni. Ekki meira
um boltann að sinni.
„Þrjár stúlkur í framaleit”, sem
sýnd var á föstudagskvöldið, var hin
ágætasta afþreying. Væmin að vísu,
það gerir þó ekki mikið til. Verður
maður ekki aö sætta sig við slíkt,
svona annað slagið?
Alveg vissi ég að góði maöurinn
Mike yrði forstjóri í stórmarkaðnum
mikla þegar ljóst var aö herra Big
Boss var horfinn á fund forfeöranna.
Þaðvará hreinu.
Hann átti líka hug og hjarta okkar
allra sem sáum myndina saman á
föstudagskvöldið. Pierce karlinn átti
ekki séns í djobbið. Þökk sé höfundi
og leikstjóra myndarinnar að sjá
hlutinaíréttuljósi.
Lokaatriðiö í þessu helgarhripi
nota ég svo til að óska Skagamönn-
um til hamingju meö bikarinn. Og
reyndar Islandsmeistaratitilinn líka.
Þið hafiö ekki skotið yfir markið
þetta tímabil. Sjáumst í Laugardaln-
umaðári. Jón G. Hauksson.
Jörundur Guðmundsson:
Norrokk hræðilegt
„Eg hlustaði á þáttinn um
Gilbertsmáliö á föstudaginn. Það er
alltof lítiö af svoleiðis þáttum í út-
varpinu. Þeir voru á dagskrá í hverri
viku þegar maður var ungur og
sprækur. Þátturinn „Elskaðu mig”
fannst mér aftur á móti hálfasna-
iegur.
„Listapopp” Gunnars Salvars-
sonar stóð fyrir sínu, svo og íþrótta-
þáttur Ragnars Péturssonar. Samt
eru íþróttaþættir ríkisfjölmiðlanna
oft og tíðum svo einhæfir að ætla
mætti að Islendingar þekktu ekki til
annarra íþrótta en knattspyrnu.
Eg horfði á fréttir í sjónvarpinu á
laugardag og þáttinn „I fullu fjöri”
sem ég hafði mjög gaman af. Þættir í
þessum dúr eru alltaf hressandi. Eg
missti af kvikmyndinni „Æskuglöp”,
en sá ræningjamyndina sem fylgdi á
eftir. Alltaf þess virði að horfa á
John Wayne.
I gærkvöldi horfði ég á ítalska
þáttinn „Forboðin stílabók”. Hann
var ákaflega dapurlegur. Það var
eins og allir væru alveg á síðasta
snúningi.
Nú, að lokum er ég undrandi á að
þátturinn Norrokk ’84 skyldi vera
settur í samhengi við tónlist. Þetta
var hræöilegur þáttur. Eg hefði
eflaust fengið áfall hefði dóttir mín
ekki rekið mig í háttinn fljótlega eftir
aö ósköpin dundu yfir.”
fundi sem undirbúningsnefnd féiagsmála-
ráðuneytisins fyrír kvennaáratugsráðstefnu
Sameinuðu þjóöanna 1985 gekkst fyrir. Mættu
til fundarins fulltrúar 19 félagasamtaka og
annarra aðila, sem vinna að jafnréttismálum,
og tilnefndu fulltrúa í samstarfshópinn en
vitað er að enn fleiri hafa áhuga og hefur
verið ákveðið að gefa frest til að skila frekari
tillögum um aðgerðir og tilkynna þátttöku
fram að næsta fundi hópssins sem haldinn
verður þriðjudaginn 28. ágúst nk. kl. 17.00 að
Borgartúni 6. A þeim fundi verður valin fram-
Búnaðarbankinn
hækkar vexti
Búnaðarbankinn hefur nú hækkaö
vexti á átján mánaöa sparireikningum
úr 24% í 25%. Þá hefur bankinn
hækkaö vexti á sparískírteinum úr 23%
í 24,5%. Verðtryggðir sparireikningar
til 3 mánaða, sem áöur báru enga
vexti, bera nú 3% vexti og sams konar
reikningar til 6 mánaöa, sem áöur
báru 2,5% vexti, bera nú 6,5% vexti.
Vextir á tékkareikningum hækka úr
5% í 10%.
Utlánsvextir verðtryggöra lána
hækka úr4%í8%ogúr5%í9%.
óm
VEXTIR BANKA OG SPARISJÖOA
ALÞÝÐU BÚNAÐAR- IÐNAÐAR LANDS I SAMVINNU ÚTVEGS VERSLÚNAR SPARI
BANKINN BANKINN BANKINN BANKINN BANKINN BANKINN BANKINN SJÓÐIR
Innlán SPARISJÖÐSBÆKUR 17,0% 17,0% 17,0% 17,0% 17,0% 17,0% 18,0% 17,0% 17,0%
SPARIREIKNINGAR 2ja mán. uppsögn 3ja mán. uppsögn 4ra mán. uppsögn 5 mán. uppsögn 19,0% 20,0% 20,0% 19,0% 19,0% 19,0% 20,0%
19,0% 20,0% 22,0%
8 mán. uppsögn 24,5% 23,0% 24,0% 23,5%
12 mán. uppsögn 23,5% 21,0% 21.0% 21,0% 23,0%
18 mán. uppsögn 25,0% 23,0% 23,0%
SPARISKÍRTEINI 6 mánaða 23,0% 24,5% 23,0% 23,0% 23,0%
VERÐTRYGGÐIR REIKN.31 3ja mán. uppsögn 2,0% 3,0% 0,0% 4,0% 2,0% 3,0% 2,0% 0,0%
6 mán. uppsögn 4,5% 6,5% 6,0% 6,5% 4,0% 6,0% 5,0% 5,0%
SAFNLÁN, HEIMILISLÁN 3-5 mánuðir 6 mán. og lengur , 19,0% 21,0% 20,0% 23,0%
STJÖRNUREIKNINGA ” 5,0%
KASKÓ REIKNINGAR21 TÉKKAREIKNINGAR Avisanareikningar 15,0% 10,0% 12,0% 9,0% 7,0% 7,0% 12,0% 12,0%
Hlaupareikningar 7,0% 10,0% 12,0% 9,0% 7,0% 7,0% 12,0% 12,0%
GJALDEYRISREIKNINGAR Bandaríkjadollarar 9,5% 9,5% 9,5% 9,5% 9,5% 9,5% 9,5% 9,5%
Sterlingspund 9,5% 9,5% 9,5% 9,5% 9,5% 9,5% 9,5% 9,5%
Vestur þýsk mörk 4,0% 4,0% 4,0% 4,0% 4;0% 4,0% 4,0% 4,0%
Danskar krónur 9,5% 9,5% 9,5% 9,5% 9,5% 9,5% 9,5% 9,5%
Lltlán ALMENNIR VÍXLAR (forvextir) 22,0% 22,0% 22,5% 22,0% 22,5% 20,5% 23,0% 23,0%
VIÐSKIPTAVÍXLAR (forvextir) 23,0%
ALMENN SKULDABRÉF 24,5% 25,0% 25,0% 24,0% 26.0% 23,0% 25,0% 25,5%
VIDSKIPTASKULDABRÉF 28,0%
HLAUPAREIKNINGAR Yfirdráttur 22,0% 21,0% 22,0% 21,0% 22,0% 26,0% 23,0% 22,0%
VERÐTRYGGÐ LÁN Allt að 2 1)2 ári 8,0% 9,0% 7,0% 8,0% 8,0% 8,0% 8,0%
Allt að þrem árum Lengri en 2 1)2 ár 7,5% 9,0% 10,0% 9,0% 10,0% 9,0% 9,0% 9,0%
Lengri en þrjú ár 9,0% 18,0%
FRAMLEIÐSLULÁN V. sölu innanlands 18,0% 18,0% 18,0% 18,0% 18,0% 18,0% 18,0%
V. sölu erlendis 10,0% 10,0% 10,0% 10,0% 10,0% 10,0% 10,0% 10,0%
1) Stjörnureikningar Alþýðubankans eru fyrir yngri en 16 ára eða eldri en 64 ára, verðtryggðir.
2) Kaskó reikningar Verslunarbankans tryggja með tilteknum haetti hsstu innlánsvexti í bankanum hverju sinni.
Oráttarvextir eru 2,75% á mánuði eða 33,0% á ári.
3 Hjá Sparisjóöi Bolungarvíkur eru vextir á verðtryggðum innlánum meó 3ja mánaóa uppsögn
4,0% og með 6 mánaða uppsögn 6,5%. Dróttarvextir eru 2.75% á mánuði eða 33.0% á ári.
kvæmdanefnd starfshópsins og skipulag
ákveðið. Jafnréttisráð, Laugavegi 116, sími
27420, tekur við tilkynningum.
Sund kringum jörðina
Norræna sundkeppnin hefur nú staöið yfir í
rúma 2 mánuöi eöa frá 1. júní og henni lýkur
30. nóvembernk.
Takmarkiö er að fá 25000 manns til aö
oynda 200 metra. Nú hafa 12500 manns synt og
er vegalengdin um 14000 mílur.
Kringum hnöttinn eru 26470 mílur og nú er
sú vegalengd hálfnuð ef við hugsum okkur að
allir færu boösund.
Markmiöið er aö komast 2 hringi á þeim 6
mánuðum sem norræna sundkeppnin stendur
yfir.
Bæjarkeppni er milli:
Selfoss-Húsavíkur-Isafjarðar.
Njarðvíkur-Sandgerðis.
Dalvíkur-Ölafsfjarðar.
Vestmannaeyja-Keflavíkur.
Sundiökun er heilsuvernd og hvetjum viö
alla til að stunda sund sér til heilsubótar.
Munið að taka þátttökuspjöld og skila í
hverjum mánuði afrifum sundmiðanna.
Bridgefélag
Breiðholts
Aðalfundur félagsins verður haldinn
í Geröubergi mánudaginn 3. septem-
ber og hefst kl. 20.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundar-
störf. Félagar eru hvattir til aö mæta
vel og stundvíslega.
Þriðjudaginn 4. september verður
fyrsta spilakvöldiö eftir sumarhlé.
Verður spilaður eins kvölds tvímenn-
ingur og eru allir velkomnir meðan
húsrúm leyfir.
Spilað er í Gerðubergi í Breiðholti kl.
19.30 stundvíslega.
Tilkynning frá Tónlistarskóla
Rangæinga
1 næstu viku efnir Tónlistarskóli Rangæinga
til söngnámskeiðs í húsnæði Tónlistarskólans
á Hvolsvelli. Námskeiðið hefst þriðjudaginn
28. ágúst og mun standa í 10 daga. Elín Osk
Oskarsdóttir sópransöngvari annast kennslu
á námskeiöinu og veitir hún allar upplýsingar
ísíma 99-8161.
Slíkt námskeiðahald er nýmæli í starfsemi
Tónlistarskóla Rangæinga sem hefur til þessa
einkum staðið fyrir tónleikahaldi auk hefð-
bundinnar kennslu.
SKUTU
HVOLFDI
Lítilli skútu með þremur mönnum
innanborðs hvolfdi við hafnargarðinn í
Hafnarfirði í gærkvöldi. Haft var sam-
band við lögregluna sem sendi mann
með lóðsinum út að skútunni. Þá voru
tveir af mönnunum á kili hennar en sá
þriðji hafi synt í land. Engin slys urðu
vegna þessa óhapps en ekki lá ljóst
fyrir í morgun af hverju óhappiö varö.
-FRI
Umsóknir um skólavist í Tónlistarskóla
Rangæinga næsta vetur eru um 240 eða ámóta
og nemendafjöldi síðustu ára. Skólinn, sem
hefur nú starfað í 26 ár, heldur nú uppi
kennslu á allar tegundir hljóðfæra, þar sem
strokdeild var stofnsett við skóiann í fyrra.
Þá má og geta þess að næsta vetur mun Viðar
Alfreðsson hornleikari annast kennslu á blást-
urshljóðfæri við skólann.
Kennt er á 9 stöðum víðs vegar um Rangár-
vallasýslu og eru kennarar 12, þar af 5 fast-
ráðnir í fulla stöðu. Skólastjóri er Sigríður
Sigurðardóttir, Káratanga, en formaður
skólanefndar er Sigurður Haraldsson,
Kirkjubæ.
Morgan Kane
— 50 bækur komnar
út á íslensku
Þessa dagana er PRENTHUSIÐ að gefa
út á íslensku 44. vasabrotsbókina í hinum
eiginlega bókaflokki um Morgan Kane eftir
Louis Masterson. Auk þeirra hafa komið út 6
stærri bækur, svo að samtals eru Morgan
Kane — bækurnar orðnar 50 talsins. Önnur
tímamót eru nú einnig runnin upp í íslensku
æviskeiði Morgan Kane, því að nú eru liðin
rétt átta ár frá því fyrstu eintök fyrstu bókar-
innar runnu út úr prenvélum PRENTHUS-
SINS. Sú bók hét því dæmigerða nafni
„ENGIN MISKUNN”.
Ohætt er að fullvrða að bækurnar um hinn
harðhnjóskulega lögreglumann og byssukarl,
andhetjuna Morgan Kane, hafa aUt frá því
þær fóru að koma út verið með vinsælasta af-
þreytingarlesefni landsmanna, og langvin-
sælasta efnið um tímabil villta vestursins.
Það sýna bæði upplagstölur og umræður
manna á meðal og í f jölmiðlum.
Enn er hægt að fá flestar bækurnar í bóka-
rööinni því að PRENTHUSIÐ hefur kapp-
kostað að endurprenta jafnóðum þær bækur
sem hafa selst upp svo að unnendur þeirra
geti eignast þær allar. Eldri bækurnar er
hægt að panta í bókaverslunum og einnig með
því aö hringja eða skrifa PRENTHUSINU
beint.
BELLA
Sérðu hvort þetta klæöir
mig?