Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1984, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1984, Síða 46
50 DV. MÁNUDAGUR 27. AGUST1984. Auglýsing Aö gefnu tilefni vekur ráöuneytiö athygli allra sem í hlut eiga á ákvæöum reglugerðar nr. 473/1982 um mat og flokkun kartaflna og annarra garðávaxta og auglýsingu í Stjórnar- tíðindum nr. 717/1983 um mat og flokkun á kartöflum. Yfir- matsmaður garðávaxta annast framkvæmd á ákvæðum þeirra reglna sem um ræðir. Með brot á umræddum reglum veröur farið aö hætti opinberra mála. Landbúnaðarráðuneytið. COMBAC Fristandandi sturtukiefar með sjaffsúl/anlegum b/öndunartækj um. Hentar afís staðar fyrirheimifí og vinnustaði. Stærðir: 80x80 — 90x90 — 70x90 — 90x70 Auðvett í uppsetningu, aðeins þarfað tengja vatn og frárennsfí. g—g PÓSTSENDUM M Byggingavöruverzlun fBYGGINGfll/ÖRURl Tr7"Va Hannessonar ---nrHf SIÐUMULA 37. SÍMAR 83290 OG 83360. Siglingar Siglingar AF FLEKUM OGSEGLBÁTUM Þegar ég var polli var aðeins um eitt að ræða ef maður vildi komast út á sjó. Því þá sáust ekki seglbátar eöa spíttbátar og trillukarlarnir voru of úrillir til að leyfa manni meö. Eina ráðiö var að stela spýtum og hvít- korki úr nærliggjandi byggingum og smíða fleka. Sumir smíðuðu sér tunnufleka og sumir voru svo vit- lausir aö ýta frá landi án þess að hafa stikur eða árar. Þá kom löggan til aö sækja grenjandi gutta út í hafs- auga. En brátt fundum viö út að hægt var að smíða kæjaka meö því að gera einfalda trégrind og klæða meö segli; tjörguöum svo í rifurnar. Á þessu gátum viö róið yfir til Bessa- staða, ef viö höfðum nesti. Eitt sinn reri ég einn út í golfvöll og kom þar gangandi upp úr fjönmni berfættur í lemjandi rigningu seint um kvöld. Golfkarlarnir galopnuðu augun og héldu að ég væri snarvitlaus. Þeir vissu ekki að ánægjan hélt á mér hita. En í dag eru til þúsundir báta- tegunda, litlar og stórar. Og nú er Æskulýðsráö Reykjavíkur með sigl- ingaklúbb inni í Nauthólsvík sem heitir Siglunes. Þar geta allir sem orðnir eru 9 ára komið og fengið lánaðan bát. Þar eru kanóar, ára- bátar, litlar optimist jullur með einu segli fyrir byrjendur. Síöan eru Topperar og svo Flipper sem er bæði með stórsegl og fokku. Hvert skipti kostar aðeins 30 krónur með tilsögn. Og þegar strákarnir hafa verið á tveim byrjendanámskeiðum þá mega þeir ganga í klúbbinn, kostar það aðeins 300 krónur, og geta þá siglt eins og þeir vilja. Þarna er opið á mánudögum, þriðjudögum og mið- vikudögum frá 5—7. A fimmtudögum frá 5—10 og á laugardögum frá 1—4. Haldin eru námskeið, kenndar góðar siglingaíþróttir og drengskapur í keppni. Hvað er hollara fyrir unga gutta sem eru fullir af fjöri? 30 krónur er ódýr leið fyrir feður til að halda byggingatimbri sínu. Er ég var þama nýlega í rigningu sá ég margar jullur á siglingu. Gúmmíbátur þeyttist á milli þeirra en unglingarnir virtust kunna þetta alveg. Sá einn Topper meö rauðu og gulu segli renna upp í sandinn. Lend- ingin var fín og guttinn kunni greihi- lega vel til verka. Pollinn sem steig í land var blautur frá hvirfli til ilja, það draup úr hári hans. Hann var rauðhærður með stórar, sterklegar framtennur, brosandi af innri gleði yfir því að hafa eitthvað til að fást við. Hann var ekki nema ellefu ára og sagðist sko kunna þetta allt. 1 dag eru til skútur úr tré, plasti, jámi, áli og steinsteypu. Þannig að nú er úr mörgu að velja. Meö tilkomu plastsins urðu margir bátar léttari í meðförum. Fjölskyldumenn vilja hafa húsaskjól til aö geta fengið sér kaffisopa og velja því yfirbyggða Ásgeir Hvítaskáld skrifar um siglingar kjölbáta. Þeir sem vilja fjör eru á opnum bátum og sitja þá í næðingi. Hægt er að fá íslenska og útlenska báta, allt frá seglbrettum og upp í stærðar lystisnekkjur. Þeir sem eru að sálast úr löngun til hafsins þurfa ekki lengur að smíða sér fleka. Menn keppa nú á siglingamótum og við sjálfa sig. Svo er farið í langferðir, út íeyjarogýmislegt. Eitt er víst að allir þessir bátar veita eigendum sínum ánægju, losa þá úr viðjum hversdagslífsins og tengja þá aftur við móður náttúru; hafið. I Danmörku eru siglingar vin- sælasta útisportiö, því þar eru engin fjöll; háfið er þeirra náttúra. Við höfum það allt í kringum okkur og nóg af roki. Árneshreppur: Óánægja með stöðvun smá- bátaveiða Ráðstefna um slysavarnir á íslandi vill.. SLYSAFRÆÐI ISKÓLANUM Regína Thorarensen, fréttaritari DV, Gjögri: Arneshreppsbúar eru óánægðir með að smábátaveiðar skuli vera stöðvaðar af sjávarútvegsráðuneytinu frá 25. til 31. ágúst. Er þá búið að stöðva trillurn- ar tvisvar í ágústmánuði, sem er mikið fyrir þessa litlu báta sem eru flestir að- eins tvö til þrjú tonn og alls engin haf- skip. Eg álykta að betra sé að flytja fólkið, sem er að reyna aö bjarga sér á heiðar- legan hátt, í burtu heldur en að banna því aðfásérísoðið. Kaupfélag Strandamanna er búið að leggja mikla peninga í fiskmóttökuhús á Norðurfirði og setja ljós við höfnina og móttökuhúsiö hér á G jögri. 1 fyrradag fóru fjórar trillur á sjó og fengu tvö tonn og fjögur hundruð kíló, þar af fékk Jón Eiríksson níu hundruð og fimmtíu kíló. I ágúst hefur verið slæm veðrátta og gaf ekki á sjó í tíu daga vegna suðvest- anáttar. Arneshreppsbúar hafa lokið heyskap og ætluöu að drýgja tekjur sínar með því að fara á s jóinn. Regína/SJ Á ráðstefnu um slysavamir á ls- landi var Salóme Þorkelsdóttir valin formaöur nefndar sem mun vinna að þvi að framkvæma ýmsar tillögur er þar komu fram. Má til dæmis nefna tillögu um að tekin verði upp kennsla í slysafræðum til prófs í grunnskól- um, „en sem hliðargreinar verði kennd hjálp í viðlögum, þarfir blindra í umferðinni og afleiðingar fíkniefnaneyslu,” eins og segir í greinargerð sem lögð var fram á ráðstefnunni. Fulltrúar frá landlæknisembætt- inu, Slysavamafélagi Islands og slysadeild Borgarspítalans munu einnig eiga sæti í þessari nefnd sem mun vinna að því að samræma aö- gerðir um slysavarnir á lsiandi. Hefur verið lagt til að hún komi á fót sérstakri slysarannsóknanefnd sem mun starfa á svipaöan hátt og flug- slysa- og sjóslysarannsóknanefndir. Einnig hefur verið lagt til að komið verði á fót annarri nefnd er vinni að því að samræma söfnun gagna um slys. A ráðstefnunni var einnig lagt til að sektarákvæðum yrði beitt vegna vanrækslu á notkun bíibelta, að sett- ur verði íslenskur staðall um eldhús- innréttingar þar sem gert verði ráð fyrir einum læstum skápi í hverri nýrri eldhúsinnréttingu fyrir lyf og önnur hættuieg efni, að bætt yrði úr skorti á skýringum um meðferð lyfja og eiturefna en alls voru tillögumar hátt i þrjátíu talsins. EA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.