Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1984, Síða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1984, Síða 47
DV. MANUDAGUR 27. ÁGUST1984. 51 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Möl á malbik vegna Hvítra máva Á ýmsu gengur á Seyðó vegna nýju Stuömannamynd- arinnar Hvítir mávar sem þar á að taka að hluta upp á næstunni. Myndin á að gerast á árun- um í kringum 1960. Nokkur atriði verða tekin upp við kirkjuna á Seyðó. Áður en af þeim tökum verður þarf hins vegar að bera möl á göturnar í kringum kirkjuna. Þ«r voru nefnilega malbikaðar í sum- ar. Ball hjá Snerti Nafn ungmeunafélagsins á Kópaskeri ber ekki oft ó góma í daglegum fréttum. Nafnið er þó þess virði að greina aiþjóð frá því. Það heitir hvorki meira né minna cn Snörtur. Já, Snörtur. Kunnugir norðaustanmenn segja að nafnið sé tilkomið vegna fjalls i grennd Kópa- skers, en það mun heita þessu sjaldgæfa nafni. Þeir í Snerti eru sagðir snarir í snúningum og ku snerta marksnúrur í hlaup- um ávallt fyrstir. Þeir segja að er.gir aðrir megi koma ná- lægt snúrunum. Hvernig orðið snörtur beyg- ist er ckki gott að segja. Sandkom telur þó að það sé snörtur um snört frá snerti til snartar. Sumir vilja hafa þágufallið snyrti (með ypsi- loni). Er það drcgið af snyrti- námskeiðum sem eru haldin i ungmennaféiaginu og hafa fengið góða aðsókn. Snörtur, nema hvað. Kópaber Town Taiandi um Kópasker má geta þess að staðurinn er kominn á bekk með Kaup- mannahöfn og London. Búið er að prenta póstkort með faUegri mynd af bænum. Heyrst hefur að íbúar Kópaskers vUji frekar fá þorpiö á frimerki. Þannig geti fleiri séð mynd af þvi og það fari víðar. Ágætis hug- mynd. Því má bæta viö að allt er nú svart á Kópaskeri, muna menn þar ekkl aðra eins berjasprettu. Má sjá hlussu blóber innan um risavaxin krækiber. Hafa komið upp hugmyndir hjá tínslumönnum að breyta um nafn á þorpinu. Héöan í frá verði það kaUað Kópaber. Kannski öUu heldur Kópaber Town. „Walk in town.” Gang- iðíbæinn, félagar. Siggi 7 ára Hjónakornin PáU og Jóna voru vakin upp á tiu ára brúð- kaupsdegi þeirra. Það voru krakkarnir, Nina, 9 ára, og Siggi, 7 ára, sem þar voru að verki. Foreldrunum tU ánægju af- henti Nína þeim heljarinnar blómvönd. Og örlítið stríðin: „Ég ætl- aði bara að segja ykkur frá því að þessi vöndur er aðeins frá mér.” „Já, enda er þetta ekki mikJl gjöf,” sagði þá Siggi strax. „Það var nú cinu sinni þér að kenna að þau giftust.” Arnarfell verður Dúfnafell Skipverjar á flutningaskip- inu ArnarfeUi hafa verið með laumufarþega um borð hjá sér í allt sumar. Farþeginn er forkunnarfögur dúfa. Hún kom um borð einhvers staðar úti í hinum stóra heimi. Síðan hefur hún gert sig heimakomna. Sagt er að Arnarfellsmenn kunni vel að meta þennan lymskulega far- þega og hafi gefið honum að eta um leið og þeir fá sér snæöing. islenskir toUverðir munu hafa litið dúfuna óhýru auga er skipið hefur komið tU landsins. Þeir eru sagðir hafa spurst nokkuð fyrir um þenn- an gest og hvort hann bafi viðeigandi skUríki. Hefur verið fátt um svör en einhver mun þó hafa sagt toUurunum að svo væri ekki enda vœri ekki um neina bréf- dúfu að ræða. Segir sagan að svo vinsæl sé dúfan að skipið verði skírt DúfnafeU innan tíðar. Umsjón: Jón G. Hauksson IFORMICA BRAfSID ^ÁRVÍK3^ ^ Ármúla 1, sími 687222. MIKIL VERÐLÆKKUN Á DEMPURUM!!! [hIHEKLAHF J Laugavegi 170 -172 Sími 212 40

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.