Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1984, Síða 48
52
DV. MANUDAGUR 27. ÁGUST 1984.
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Herkúles kemur ekki í morgunmat nema hann fái líka kaffi meö sykri og rjóma
eins og „foreldrarnir”.
Efþú
ekki
mátt
hafa
hund.
Freddi fær að
sjálfsögðu að
vera með i
veislum og hér
fær hann finan
bita frá hús-
bónda sínum,
Trevor Simons.
Viö höfum vanist að heimilis-
dýr sé hundur eða köttur. Fiskar
eru stundum kallaðir heimilisdýr
og margir vilja hafa hamstra eða
kanínur, Eitthvaö höfum við
heyrt minnst á skjaldbökur, jafn-
vel hvítar mýs.
Úti í hinum stóra heimi
þekkjast einnig annars konar
heimilisdýr. Má þar nefna smá-
u hesta, krókódíla, apa og jafnvel
birni. Allt fer þetta auövitaö eftir
hversu stórtækt fólk er. Hér á
eftir fara sögur af nokkrum stór-
huga eigendum heimilisdýra.
Freddi er mikill
sjónvarpsglápari
og skiptir um rás
ef honum býður
svo við að horfa.
HERKÚLES HEFUR ÞAÐ GOTT
Hann Herkúles var aö vísu ekki
svona stór þegar stjúpforeldrar hans
tóku hann aö sér. Engu að síður láta
þeir allt eftir honum. Þessi fullvaxni
björn, sem býr í Kaliforníu meö þeim
Maggie og Robin Newhall, hefur sitt
eigið herbergi. Sundlaugin er notuö af
þeim öllum þremur.
Herkúles borðar í morgunmat eitt
dúsín af hráum eggjum, eitt brauð og
tvö kíló af soönum baunum. I hádeginu
fær hann jógurt og ávexti og í kvöld-
mat fær hann sex kíló af kjöti. Uppá-
haldsmaturinn hans er rækjur og lax.
Aumingja Herkúles er mjög við-
kvæmur. Ef einhver kemur í heimsókn
og talar ekki viö hann fer hann að
gráta. Ef hins vegar einhver hrósar
honum hlýtur sá hinn sami koss á kinn
og sérstaklega ef þaö er kvenmaður.
HANN LIKTIST
LEIKFANGINU
Margir kjósa sennilega að hafa
minna heimilisdýr en hann Trevor
Simmons sem býr á Englandi. Hans
gæludýr er nefnilega hann Freddi sem
er smáhestur, 120 cm hár. Sem betur
fer á Trevor stórt hús og er vel efnaöur
því að Freddi vill fá gott aö borða eins
og húsbóndinn. Það er nú aldeilis ekki
svo að Freddi hafi fengiö sitt eigiö
hesthús. Freddi sprangar um
stofurnar hjá Trevor, hefur sitt eigið
herbergi og horfir iðulega á sjónvarpið
í sjónvarpsstofunni. Og ef Fredda líkar
ekki dagskráin þá bara skiptir hann
um stöð sjálfur. Ekkert mál. Ef veisla
er í húsinu fær Freddi aö sjálfsögðu að
vera með og bragðar á góðgætinu
alveg eins og aörir. Það er þó ekki
laust við að sumir gestir verði hálf-
hlessa þegar á móti þeim kemur
hestur.
Eitt sinn er Trevor hélt mikla veislu
kom einn kunningi hans taisvert slomp-
aður og hélt síðan áfram um kvöldið að
bragða á guðaveigunum. Næsta
morgun hringdi hann hálfskömmustu-
legur í Trevor og spurði hálffeimnis-
lega hvort það gæti veriö að þaö hefði
veriö hestur í partúnu í gærkvöldi.
Sennilega hefur honum létt er hann
heyrði að svo hafði verið.
Annars er það að frétta af Trevor að
þegar hann sá Fredda á hestamarkaði
fannst honum hann líkjast sínum eigin
leikfangahesti er hann átti sem barn.
Honum fannst hann verða að festa
kaup á dýrinu. Freddi fékk að sitja í
Rollsinum heim, gekk rakleiðis inn í
húsið og Trevor segir: Eg hafði ekki
hjarta í mér til að reka blessaða
skepnuna út. Og síðan hefur Freddi
verið einn af fjölskyldunni.
■
Kántrísöngkonan Dolly Parton skjön viö það sem gerist hjá stór-
lætur ekki segja sér fyrir verkum. A stjörnum í Hollywood þá leigir Dolly
Sveitakagginn hennar Dolly með dálitið skemmtilegri áletrun.
„Það er æðislegt að kaupa sjálf inn."
pínulitla íbúð í stað einhvers glæsi-
hýsis og þegar hún fer á veitingastaði
lætur hún varla hjá líða að skreppa í
eldhúsið og elda handa sjálfri sér.
Búúnn hennar er engrnn lúxusvagn
heldur ekur hún um á gömlum pallbú á
milli stórmarkaðanna þar sem hún
kaupir sjálf inn.
„Fólk kallar mig sveitavarg hérna,
en ég tek það bara sem gullhamra,”
segir Dolly. „Þaö þýðir aö fólkiö
þekkir hina raur.verulegu Dolly Parton
sem er mjög jarðbundin manneskja og
lifir fábrotnu sveitalífi. Þó að ég líti út
eins og einhver fígúra með allar þessar
hárkollur og málningu þá þýðir það
ekki að ég þurfi aö hegða mér eins og
fífl.”
Vinur Dolly sagði frá því að einu .
sinni heföi Dolly sagt það við vinkonu
sína, Jane Fonda, að það væri erfitt aö
muna þaö aö hún væri sveita-
manneskja þegar hún væri aUtaf
umkringd bílstjórum, lúxusbílum og
glæsilegum f ötum. Hún væri orðin hálf-
rugluð á þessu. Jane hafði þá ráðlagt
Dolly að vera samkvæm sjálfri sér.
Hún ætti ekki aö reyna að vera einhver
önnur en hún væri. Þrátt fyrir
frægðina væri hún ein af fólkinu. Dolly
fannst ráð Jane góð og ákvað að sýna
glysborginni hver hún raunverulega
væri.
„Ein leiöin til þess aö lifa einföldu
lífi er aö keyra sinn eigin bíl. Gamli
pallbíllinn hentar mér vel. Heima í
sveitinni keyra alúr á svona bílum,”
segir Dolly.
Dolly Parton hefur þráast viö að
kaupa sér hús í Kaliforníu þrátt fyrir
öll auðæfin. Eitt sinn þegar hún leigöi
sér villu í Beverly Hills strengdi hún
þvottasnúru á múú tveggja trjáa og
hengdi út þvottinn sinn. Það var varla
um annað talaö í Hollywood. „Mér er
alveg sama. Látum fólkiö tala,” segir
Dolly. „Eg vil einfaldlega hafa þvott-
inn minn hreinan og mér finnst hann
ekki hreinn nema hann hafi hangið
úti.”
Og svo er þaö þetta með veitinga-
staðina. Astæðan fyrir því að hún
skreppur í eldhúsið annaöhvort til að
tala viö kokkinn eða elda handa sjálfri
sér er sú að þá frnnst henni eins og hún
sé í sínu eigin eldhúsi að skrafa viö
nágrannana.
Vinir Dolly segja að þegar hún
kaupi í matinn í stórmörkuöunum sé
eins og hún sé að kaupa ofan í ellefu
systkinin sín heima í sveitinni. Ef hún
þarf bara aö kaupa 5 k'úó af kartöfl-
um þá kaupir hún 25 kíló. ,JiIér fúinst
það æðislegt aö kaupa inn sjálf. Þaö
minnir mig á heimahagana,” segir
Dolly og bætir við: Það er ekkert, —
ekki einu sinni glysið og glansinn í
Hollywood — sem getur fengið mig til
þess að gleyma því hvar rætur mínar
liggja, heima í sveitinni.”
VERÐUR ÞAÐ
STÚLKA?
... og Díana bíður. Hún bíður eftir
manninum sínum meðan hann leikur
sér í póló, hún bíður eftir því að
verða drottning og hún bíður eftir
næsta baminu smu. Nú er spennan að
færast í aukana hjá þegnum Breta-
drottningar um hvort henni Díönu
fæðist drengur eða stúlka. Areiðan-
leg heimild úr heilbrigðisstéttum þar
í landi, sem eru víst jafnlausmálgar
þar eins og víða annars staðar, upp-
lýsti heimspressuna um þaö að
Díana hefði farið í sónar um daginn.
Hins vegar heföi hún alls ekki viljað
fá að vita niðurstöðuna úr sónarskoð-
uninni. Niöurstaöan leiddi víst í ljós
að barniö verður stúlka samkvæmt
upplýsingum starfsmannsins úr heil-
brigðisstéttinni.
Kannski er Hún orðin þreytt á að bíða.