Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Blaðsíða 6
6 DV. MANUDAGUR 29. OKTOBER1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Viöskiptaráðherra hefur nú falið Jóni Magnússyni, formanni Neytenda- samtakanna, að sjá um gerð frum- varps um greiðslukort. Stefnt er að því að þetta frumvarp verði lagt fyrir Al- þingi eftir áramót eöa eins fljótt og unnt er. Það var einmitt Jón Magn- ússon sem bar fram tillöguna á siðasta þingi þess efnis aö skipuð yrði nefnd til að gera frumvarp um þessi kort. Samkvæmt upplýsingum frá við- skiptaráðuneytinu er gert ráð fyrir að frumvarpið fjalli um alla notkun og starfsemi sem við kemur greiðslu- kortaviðskiptum. APH „Mikligarður braut ísimT — segir Haraldur Haraldsson hjá Kreditkortum sf. „Þegar samstaðan rofnaöi hjá kaup- mannahópnum urðum við aö sjálf- sögðu að breyta fyrri samningum okk- ar við þá. Við sömdum við kaupmenn um afgreiðslugjald, sem korthafamir áttu að greiöa og töldum þaö vera til hagsbóta fyrir alla aðila,” sagði Har- aldur Haraldsson, stjórnarformaður Kreditkorta sf., er hann var spurður hvers vegna fyrirtækiö hefði hætt viö að innheimta afgreiðslugjald sem átti aö leggj ast á úttektir korthafa. Haraldur sagöi að upphaflegi samn- ingur þeirra við kaupmenn hefði byggst á kröfum þeirra og tilraun til að koma til móts við þær kröfur. A þeim tima voru kaupmenn ófáanlegir til að hvika frá kröfum sínum. Þeir vildu að greiðslubyrði samfara kortunum yröi færöyfirákorthafanasj álfa. Haraldur sagði að þaö hefði svo ver- iö Mikligarður sem braut ísinn og all- flestir kaupmenn byrjuðu með Visa- kort þar sem ekki hafði tekist að semja um afgreiðslugjald sem korthafar greiddu. „Það var reyndar með frumkvæði okkar aö hreyfing komst á samninga kaupmanna við greiðslukortafyrirtæk- in,”sagðiHaraldur. En hann sagði að það væri ljóst að ekki væri hægt að minnka endalaust þóknun þá er kaupmenn greiddu án þess að það kæmi niöur á öðrum sem hlut eiga aö þessu máli og það þýöir að leggja verður eitthvert gjald á korthaf- ana. „Þaö eru takmörk fyrir öllu og ef á aö sauma meira aö okkur endar það með því að leggja þarf gjald á korthaf- ana,” sagði Haraldur. APH Viðskiptavinirnir vildu kortin aftur — segir Jón Sigurðsson íMiklagarði „Við fórum aftur í kortin vegna þess aö það var mikill þrýstingur frá kúnn- unum um að við byrjuðum aftur með þau. Eg taldi einnig að samningarnir, sem náðst höfðu viö Visa, væru vel við- unandi. Samstaða kaupmannanna var þegar í upphafi farin að brotna þegar „ Greiöslukort eiga ekki að vera í matvöru verslunum' ’ — segir Gunnar Snorrason í Hólagarði ,,Sannleikurinn er sá að ein af upp- haflegu kröfum okkar var að kostnaöurinn við kortin yröi færður yfir á korthafana og viðræður stóðu yf ir við bæði fyrirtækin. Tillögur okkar • gengu einnig út á það að fýrirtækin lækkuðu þóknun þá sem kaupmenn greiddu. En það var enginn vilji í fyrstu að lækka þessa þóknun,” sagði Gunnar Snorrason, kaupmaður og málsvari þeirra kaupmanna sem stóöu að þessum samningum við greiðslukortafyrirtækin. Endirinn varð sá að Visa Island kom með á- kveðið tilboð sem fól í sér lækkun á þóknuninni og Kreditkort sf. kom með tilboð sem fól í sér að korthafar áttu að greiða ákveðið afgreiðslugjald sem átti að renna til kaupmanna. Gunnar sagði að aöferðin sem Kreditkort sf. ætlaði að nota hefði ekki komið frá kaupmönnum en tilboð þeirra féll nánast að óskum kaup- manna. Það var einnig ljóst að ekki gat verið um tvennskonar reglur aö ræða hjá þessum fyrirtækjum þar sem kort- hafar þurftu að greiða gjald hjá öðrum aðiianum en ekkert hjá hinum. Matvörukaupmennirnir ákváðu að taka tilboði Kreditkorta sf. og reyna að halda Visa úti þar til um annað semd- ist. ,JEn því miður rofnaði samstaðan um að halda Visa úti,” segir Gunnar Snorrason. Framhaldið varð svo aö Visa kom aftur inn í matvöruverslanirnar. Kreditkort sf. fundaöi þá Qjótlega aftur með kaupmönnum og samkomu- lag varð um svipað fýrirkomuiag og hjá Visa, þ.e. lækkun á þóknuninni og ekkert afgreiðslugjald. En eru kaupmenn ánægðir með ástandið núna og veröa greiðslukortin um ókomna framtíö í matvöruverslun- um? „Þetta eru lausir samningar og verða þeir endurskoðaöir upp úr ára- mótum með hliðsjón af enn meiri lækk- un á þóknunargjaldinu sem kaupmenn greiða svo framtíð kortanna fer eftir því hvernig þeir samningar fara,” segir Gunnar Snorrason. Gunnar segir ennfremur að ef þóknunin eigi eftir að lækka meira sé ljóst að greiðslukortafyrirtækin verði aö ná inn tekjumissi sinum með þvi að leggja gjöld á korthafana hvort sem það verði afgreiðslugjöld, útskriftar- gjöld eöa hærri árgjöld. „Eg tel að með þessum samningum kaupmanna við greiðslukortafyrirtæk- in hafi unnist ókveðinn sigur.” Áður greiddu þessar verslanir um 30 milljónir í þóknun ó ári en nú er sú upp- hæð komin niður í á aö giska 18 milljón- ir. En matvöruverslanirnar eru aö meðaltali með útistandandi um 130— 150 milljónir sem eru vaxtalaus lán sem þær veita korthöf um. ,íln mín skoðun er og hefur verið sú að greiðslukort eigi ekki að vera í matvöruverslunum þó ekki hafi náðst samstaða um þaö meöal kaupmanna. Erlendis eru greiðslukort yfirleitt ekki í matvöruverslunum. Verslunin þolir það ekki og þaö er engum gerður greiði með því að hanga með þessa ól um hálsinn að nota kortin daglega. Hins vegar eiga kortin fyllilega rétt á sér og henta afar vel til notkunar á ferðalög- um erlendis,” sagði Gunnar Snorra- son. APH nokkrar verslanir hættu við að hætta og héldu ófram með kortin,” sagði Jón Sigurðsson í viðtali við DV er hann var spurður um hvers vegna Mikligarður hefði byrjað með greiðslukortin aftur. Jón sagði aö um áramótin yrðu þessir samningar endurskoðaöir og fyrir lægju loforð greiðslukortafyrir- tækjanna að með þeirri endurskoöun yrði stefnt að því að þóknunin yrði lækkuð enn meira. „Greiðslukortin eru orðin greiðslu- miöill og við veröum að spila með því,” segir Jón. Stórmarkaðir, eða þær verslanir sem eru með mikla veltu, greiða nú til greiðslukortafyrirtækjanna 1% af velt- unni sem fer í gegnum kortin. En kemur ekki þessi kostnaður niður á vöruverðinu? „Það bitnar að sjálf- sögöu allur aukakostnaöur ó vöru- veröinu eða hagnaöinum. En hafa verður i huga að margar verslanir eru með viöskiptavini sína í reikningi og kostnaðurinn við það er miklu hærri en 1 prósent” sagði Jón Sigurösson, verslunarstjóri í Miklagarði. APH ORVALSEFNi vvðallrah*0 Greiðslukortin Greiðslukort hafa nú lengi verið til umræðu. Fyrir skömmu hættu f jölmargir matvörukaupmenn að veita þessa þjónustu og töldu þelr að greiðslubyrði þelrra samfara þessari þjónustu væri of mikil. Og slikt ætti eftir að ieiða til þess að vöruverð bækkaði. Nú eru allir þessir kaupmenn byrjaðir aftur með greiðslukortin eftir að miklar viðræður höfðu átt sér stað milli greiðslukortafyrirtækjanna. Niðurstaðan varð sú að fyrirtækin tvö, sem hér um ræðir, lækkuðu umtalsvert þóknun þá er kaupmenn verða að greiða. Áður hafði þó annað fyrirtækið breytt reglum sínum í þá veru að korthafar áttu að greiða ákveðið afgreiðslugjaid fyrir hverja úttekt. Þetta þýddi i raun að kostnaðurinn var færður yfir á herðar korthafanna. Þessi skoðun hefur oft komlð fram að það séu að sjálfsögðu korthafarnir sem eiga að greiða allan kostnað samfara notkun kortanna en ekki þeir sem borga með beinhörðum peningum. En sitt sýnist hverjum í þessu máli sem öðrum. Á sfðasta þingi var lögð fram þingsólyktunartillaga um að sklpuð yrði nefnd til að kanna grelðslukortamál hér á landi og ákveðnar reglur yrðu gerðar um notkun kortanna. Þá er einnig vert að geta þess að Hagkaup hefur ekki byrjað aftur með greiðsiukortin og er það rikjandi skoðun þar að tilvera þeirra leiði til þess að vöruverð hækki og slíkt sé andstætt stefnu fyrirtækisins. -APH. Að eiga greiðslukort getur þýttað eiga tii hnífs og skeiðar eða hvað? -DV-mynd GVA. Frumvarp umgreiðslu- kort i burðarliðnum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.