Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Blaðsíða 10
10 DV. MÁNUDAGUR 29. OKTOBER1984. (Jtlönd Útlönd Útlönd Útlönd Kennslubók í myrkraverkum Fyrir rúmri viku var dregin fram í dagsljósið kennslubók í skæru- hernaði sem bandaríska leyni- þjónustan CIA hefur látið dreifa meðal andstæðinga sandinista- stjómarinnar í Nicaragua. Þar getur að líta leiðbeiningar um hvemig taka eigi fulltrúa stjómarinnar af lífi á opinbemm vettvangi, hvernig koma megi í kring dauöa samherja sinna svo aö alþýða manna líti á þá sem píslarvætti, svo og hvernig neyða megi saklausa borgara til að starfa í þágu skæruliða. Bókin heitir „sálfræðilegar aðgerðir í skæruhemaði” og hefur efni hennar vakið talsvert fjaðrafok í bandarísku stjómmálalífi. Fimm opinberar nefndir hafa hafist handa um að rannsaka forsögu bókarinnar og Reagan forseti hefur lýst því yfir að þeir sem stóðu að baki útgáfunni verði látnir víkja úr starfi. Skæruhernaður er póli- tískur hernaður Bókin útskýrir hvemig koma eigi á fót virkri skæruliðahreyfingu í Nicaragua. Lögð er rík áhersla á mikilvægi áróðurs auk þess sem mönnum em kennd ýmis brögð sem ætluð eru til aö fá fólk til að snúast gegn núverandi stjórn landsins. „Skæruhemaður er í eðli sínu póli- tískur hernaður,” segir í for- málanum. Bókin er 90 blaösíöna löng, skipt í fimm kafla. Eftirfarandi er útdráttur úr þessu sálfræöilega skæmliðanámskeiði bandarísku leyniþjónustunnar. Aftökur og kurteisis- heimsóknir Verðandi skæmliöar eru fyrst látnir taka þátt í litlum umræöu- hópum, „sem er ætlað aö gefa já- kvæða mynd af hreyfingu vorri”. Skæmliöaleiðtogar stýra umræð- unum og sjá til þess að nýliðarnir „komist að réttri niðurstöðu en finnist engu að síður aö þaö hafi verið þeirra eigin frjálsa ákvörðun”. Eftir að ákvöröunin hefur verið tekin og nýliðunum lagöar lífsreglumar, er haldiö út í „vopnaðan áróöur”, það er skæmhernaður. Skæmliðunum er ráðlagt aö setjast að í hlutlausu þorpi eða litlum bæ sem hefur verið laus við átök. Um leiö og þeir koma á staöinn eiga þeir að framkvæma eftirfarandi: ,díyði- leggja hemaöar- og lögreglumann- virki. Loka fyrir fjarskipti við um- heiminn, koma á fót alþýðudómstóli til aö-niöurlægja, hæða og smána stuöningsmenn sandinistastjórnar- innar. Fara í kurteisisheimsóknir til ýmissa forvígismanna staðarins, s.s. lækna, presta og kennara.” Reynist nauðsynlegt aö „skjóta einhvem sem reynir að flýja úr þorpinu” ber að afsaka þaö með því að segja að sá hafi verið „óvinur fólksins” sem hafi ætlaö að gera sandinistum viðvart og fá þá til að framkvæma hefndaraðgerðir. Þá er fjaliað um hvernig eigi að „þurrka út” ýmsa embættismenn stjórnarinnar, s.s. dómara, lögreglu- menn og fulltrúa hersins. Orðiö drepa kemur aldrei fyrir í bókinni. Lögð er á það þung áhersla „að almenningur sé viðstaddur og taki þátt í athöfninni”. Þegar búiö er að „þurrka út” viökomandi embættis- menn opinberlega ber skæruliðum að „útskýra gaumgæfilega hvers vegna þetta hafi verið nauðsynlegt fyrir velferö fólksins”. Arftaka embættismannsins ber svo aö velja vandlega. Þrælar hamars og sigðar I þriðja kafla bókarinnar er m.a. greint frá vopnuðum áróðurssveitum sem ferðast milli þorpa og notfæra sér „félagslega og pólitíska galla á þjóðfélaginu”. Áróðurssveitunum ber að blanda geði við íbúana, „vera kurteisir og lítillátir”, og ekki ræöa um pólitíska hugmyndafræði sína. Þess í stað eiga þeir að vekja óánægju fólks með núverandi ástand mála. Þeir eiga t.d. að segja verka- mönnum aö ríkið ætli sér aö loka öllum verksmiöjum í landinu á næstunni og læknum aö kúbanskir starfsbræöur þeirra leysi þá brátt af hólmi. Þeir eiga að koma þeirri hugmynd að hjá almenningi „aö rússneskir og kúbanskir heimsvalda- 15 mill jónir lifa íþrælkun Umsjón: Þórir Guömundsson Þrælahald og vændi fara víða saman: sinnar hafi gert þjóðina aö þrælum hamarsins og sigðarinnar”. Áróðurssveitunum ber að staldra stutt við á hverjum staö og alls ekki lengur en 3 daga, „annars verða heimamenn varir um sig og nei- kvæðir”. Skæruliöunum er síðan kennt að neyða saklausan mann til samstarfs við sig. Manninn ber að leiða á fund nokkurra skæruliöaleiötoga án þess að upplýsa fyrirfram hvert ferðinni er heitið. Þegar á fundinn er komið stendur maöurinn frammi fyrir því að vera í herbergi með eftirlýstum skæruliöum. Honum er síöan einfald- lega sagt aö sé hann ekki samvinnu- þýður verði lögreglan látin vita að hann sé í vitorði með skæruliðum. Reynist maðurinn ófús til samsarfs ber aö afhjúpa hann fyrir lög- reglunni og beita „tilbúnum sögum frá borgurum”. En reynist maöurinn samstarfsfús ber að nota hann til að ná tökum á „hópum sem hann til- heyrði áður”. Höfundur bókarinnar hefur sérstakan áhuga á hópum eins og minnihlutahqjum, atvinnu- leysingjum, verkamönnum og náms- mönnum. Guð, fósturjörð og iýðræði Öll starfsemi skæruliða miðast við að ala á neikvæðu hugarfari meðal landsmanna. „Þegar að úrslita- stundinni kemur ber að virkja þessa þræði til ofbeldis og fá fólk til aö krefjast þess réttar sem stjórnin hef ur svo lengi traðkað á. ’ ’ Þegar kemur að uppreisninni er skæruliðum ráðlagt aö ráða til sín „atvinnuglæpamenn til að taka aö sérsérstökverkefni”. Þessi sérstöku verkefni eru ekki útskýrð nánar en geta má nærri um hvað verið er að ræöa. Aðrir eiga að sjá um aö etja fólki út í átök við stjómvöld, „til þess aö óeirðir og skotbardagar brjótist út með þeim afleiöingum að einn eða fleiri úr hópi almennings deyja píslarvættisdauða fyrir mál- staðinn”. Enn aðrir eiga aö ganga „aðeins - fyrir aftan hina grómlausu og trú- gjömu þátttakendur og vera vopnaðir hnífum, rakvélablöðum, kylfum og sveðjum sem beita skal í óeirðunum”. Leiötogi skæruliða- hreyfingarinnar fylgist með mótmælun- um úr fjarlægö. Þegar honum finnst tími tfl kominn gefur hann mönnum sín- um merki um að hrópa slagorð gegn sandinistastjóminnl Meðal slagorö- anna sem hrópa skal eru t.d. „Við viljum mat, við viljum trúfrelsi, viö viljum frjáls verkalýðsfélög.” Og um þessi slagorð segir í bókinni: ,íln allt a-u þetta skref í áttina að markmiðum hreyfingar vorrar sem er Guð, fóstur- jörðoglýðræðL” Erling Aspelund, fréttaritari DV í New York. Þrælasala og væhdi viögangast enn hlið við hlið víða í heiminum. A alþjóðlegri ráöstefnu um þessi mál í Vínarborg kom fram að 15 milljónir manna lifa i þrælkun og milljónir kvenna stunda vændi. A hverju ári er milljónum kvenna og bama rænt og þau seld í þræla- hald eða vændi. Þrælahaldarar, sem lemja þau og misþyrma þeún á allan hátt, senda þau til hinna ýmsu heimshorna. „Við þurfum alþjóðlegar breytingar á lögum,” sagði Kathleen Barry sem er bandarískur félags- fræðingur. Hún sagði að þetta myndi verða mikiö rætt á ráðstefnu í Nairóbí sem verður haldin til að minnast lokaárs alþjóöa-kvennaára- tugarins á næsta árí. „Sum lönd, eins og Frakkland, hafa lögleitt vændi en við þurfum aö leggja áherslu á að fletta ofan af vændishringjunum sem stjórna þessu.” Börn tii sölu Barry hefur fengið hóp 25 kvenrétt- indasinna til að tala á ráöstefnunni um vændi og þrælkun á konum. Einn helsti ræöumaðurinn er Jean Fem- and-Laurent frá félagi í London sem berst gegn þrælahaldi. Skýrsla þessa félags segir 15 milljónir manna lifa í þrælahaldi. Þar á meðal em milljónir barna sem vinna á Indlandi fyrir sama sem ekkert kaup, eða alls ekkert kaup. Einnig vinna 300.000 börn í Vestur-Þýskalandi og 250.000 böm í Bretlandi undir álíka skil- yrðum. I mörgum löndum er þessi barna- þrælkun tengd vændi. Börn ganga kaupum og sölum í Thailandi, Suður- Kóreu, Sri Lanka, Filippseyjum, Perú, Brasilíu, Senegal, Togo, Gambíu og Portúgal, segir skýrsla félagsins i London. I Thailandi em böm seld í Bang- kok fyrir minna en 50 dollara. Þeir sem selja böm svona em atvinnu- menn sem senda þau í verksmiöjur, til vændishúsa og nuddstofa. Stórfó fyrir konur I Indlandi er mikið um aö mann- ræningjar ræni konum frá Bengal í Austur-Indlandi og öörúm svæðum þar í kring og flytji þær til Norður- Indlands eöa Pakistans og selji þær þar. Sérstaklega mun vera ábata- samt aö flytja konur milli múham- eðstrúarlandanna Pakistans og Bangladesh. Menn í Pakistan em oft reiðubúnir til að borga það sem á Indlandi er stórfé fyrir konur frá Bangladesh. Einnig þekkist í Indlandi aö börn séu seld í þrælavinnu. Stundum er þeim rænt. Nýlega komst upp um verksmiöjustjóra sem fór til þorps nokkurs og lofaði foreldrum greiðslu fyrir vinnu barnanna þeirra. Hann tók síðan börnin með sér og meira Konur sem lenda iþrœlkun ganga oft i gegnum hryllilogustu pyntingar. fréttu foreldramir ekki af börnunum fyrr en dagblöð í höfuðborginni flettu ofan af verksmiðjustjóranum. Börn í vændi Hreyfingin gegn þrælahaldi er að verða æ stærri. Ein konan, sem er fremst í þeirri fylkingu, er systir Soledad Perpinan frá Filippseyjum. Hún lýsti því á ráðstefnunni hvernig hún og aörar konur hefðu náð að koma forsætisráðherra Japans í vandræði þegar þær heföu mótmælt í opinberri heimsókn hans 1981 hóp- feröum Japana á vændishús Filipps- eyja. Þetta, sagði hún, leiddi til að 25 prósent færri japanskir karlmenn hefðu heimsótt Manila og Bangkok á eftir. Kathleen Barry segir um 700.000 stúlkur vinna sem vændiskonur í Thailandi, margar þeirra böm. „Við erum að reyna að fá Interpol til aö fylgjast með þessum þræla- haldarahringjum,” sagði hún. Barry vill að reistar verði stöðvar sem kon- ur, er hafa lent í vændi eða þræla- haldi, geti leitaö til i neyð. Systir Soledad leggur mikla áherslu á alþjóðlega herferð gegn vændi og þrælahaldi. Hún trúir því að hægt sé að kenna alþjóðafjár- málakerfinu um hvemig ástatt sé á mörgum stöðum. Aðgerðir Alþjóða- gjaldeyrissjóösins hafi gert gjald- eyrisstöðuna svo erfiða í löndum þriðja heimsins, eins og Thailandi og Filippseyjum, að þau hafi beinlínis orðið að ýta undir vændishúsaferðir erlendra feröamanna til landanna. Bandarískir hernaðarráðgjafar með gagnbyltingarsinna i kennslustund á landamærum Honduras og Nicaragua.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.