Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Blaðsíða 42
42 DV. MÁNUDAGUR 29. OKTOBER1984. Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 _____ Hárgreiðslustofan Klapparstíg vtsa Tímapantanir 13010 Sambýli fjölfatlaðra á Akranesi Svæðisstjórn Vesturlands auglýsir laus til umsóknar 2 vist- rými á sambýli f jölfatlaöra á Akranesi. Skriflegar umsóknir berist Svæðisstjórn Vesturlands, Skúla- götu 13,310 Borgarnesi, fyrir 20. nóvember nk. Frekari uppljsingar veitir Eyjólfur í'innsson í síina 93-7480. Hágæða vesturþýskar loftræstiviftur frá MAIC0 / böð, e/dhús o. f/. í mik/u úrva/i. Afköst: 95 m 3/k 15 vatta. Heildsala — smásala. H.G. Guðjónsson, Stigahlíð 45-47, símar 82088 og 37637. I Sérhœfum okkur í eftirtökum afgömlum myndutn Vönduö mnna LÍOSMYNDASTOFA REYKIAVÍKIJR S. HVERFISGOTU 105,2. HÆÐ, RÉTT VIÐ HLEMM. SÍMI621166. r Asgeir Hvítaskáld skrifar um siglingar: 4 seglbretti yfir A tlantshafið Þjáningar í 37 daga hafa gert franska flugmanninn Cristian Marty að Charles Lindbergh seglbrettanna. Hann sigldi, borðaði og svaf á seglbretti sínu alla leiöina yfir Atlantshafið. Ferðin hófst í Dakar á vesturströnd Afríku og endaöi í Frönsku Guyana í Suöur- Ameríku. Er hann loks kom að landi gat hann ekki staðið í fætuma. Hér fer á eftir frásögnin, þýdd og endur- sögð úr Bádnyt. Við fyrstu hugsun finnst manni að þessi maður hljóti að hafa verið brjálaöur. En hann undirbjó ferðina í 2 ár. Kynnti sér rækilega hvemig fæðu hann þyrfti að neyta til að þola erfiðleikana á brettinu í meira en mánuö. Hann lá tímunum saman í ljósalömpum til að styrkja húðina gegn sólarljósinu, kleif kletta og hljóp maraþon. Hann þjálfaði sig í að hanga í trjám þar til hann gat hangið eins og api i hálftíma. Alla leiöina fylgdi honum 12 metra langur seglbátur með 12 manns innanborðs. Frá skútunni fékk hann mat og uppblásinn gúmmibát til að setja utan um brettið á meðan hann svaf svo þetta var eins og stór kanó. En hann svaf í vatnsþéttum svefn- poka. Hann fékk ekki að fara um borð og sofa. A daginn var skútan í sjónmáli en á nætumar notuðu þeir labb-rabbtæki til að vera í sambandi. En samt sem áður var þetta ósvikin sjálfspyntingar-ferð. I stormi var hann einmana og smár. Þegar hann svaf, liggjandi með eyrað á brettinu, virkaði það eins og hátalari úr djúpi hafsins. Og í vondum veðrum var ekki hægt aö sofa. Við hverja öldu, sem brotnaði undir brettinu, bjóst hann við því síð- asta. Eina nóttina valt seglbrettið með gúmmiblöðrunum og öllu og hann lenti í sjónum. Sterkur straumur bar hann frá brettinu, sama hvemig hann synti. Eftir 8 mínútur gafst hann upp á að synda og bjó sig undir dauðann, orðinn dof- inn af kulda. Skipið var í 300 metra fjarlægð einhvers staðar í kolsvörtu myrkrinu. Osjálfrátt byrjaði hann að hrópa þótt það væri þýðingarlaust. En af tilviljun heyrði einhver á bátn- um í honum. Hánn sigldi aðeins 8 tima á dag. Þrátt fyrir erfiðleikana lifði hann samt fallega daga. Stundum var hann einn í risastórum öldudal, brunaði niður á mestu mögulegu ferð. Og þegar rigndi mikið blandaðist regnvatnið ekki sjónum, var sem filma ofan á og þá var að sigla eins og að fljúga. Alla leiðina yfir Atlantshafiö sigldi hann á sama brettinu, eins og snigill mjakaðist hann áfram. 900 tímar voru virkir siglingatímar. Þegar hann kom í land gat hann ekki staðið á fótunum, fæturnir vora allir i blöðrum undan sjónum. Hann fékk sitt fyrsta sturtubaö í langan tíma og þaö var kampavín. Hann var borinn af fagnandi mannlýð til borgarinnar, brúnn eins og kaffipoki. Hann sagði: ,Æg hef engan áhuga á siglingum lengur, ekki einu sinni á stórum segl- bát með öllum þægindum, bara engar fleiri siglingaferðir.” Hann sagði að þetta ævintýri hefði breytt sér; nú vildi hann bara lifa einföldu lifi meö konu sinni og böm- um. Hann vildi ekki láta taka mikiö af myndum af sér, fannst þetta ekkert til að fá hrós fyrir. , jEg er fyrsti maðurinn sem siglir á seglbretti yfir Atlantshafiö, brjál- æði, sagöi þessi einkennilegi snigill aölokum. Margrét S. Frimannsdóttir, Alþýðu- bandalagi. Kristófer Már Kristinsson, Bandalagi jafnaðarmanna. Jóhann Ársælsson, Alþýðubandalagi. DV-myndir: Bj.Bj. Þrír varaþingmenn Þrír varaþingmenn tóku sæti á Al- þingi er 107. löggjafarþing Islendinga kom saman 10. október sl. Lárus Jóns- son hvarf af þingi þar sem hann hefur sest i sæti bankastjóra Otvegsbanka Islands. Sæti Lámsar á þingi tók Björn Dagbjartsson. Þeir varaþingmenn sem settust nú á þing um skemmri eða lengri tíma eru Jóhann Arsælsson, Margrét S. Frímannsdóttir og Kristófer Már Kristinsson. Jóhann Ársælsson, skipasmiður frá Akranesi, er varamaður Skúla Alexanderssonar og hefur Jóhann ekki setið áður á þingi. Margrét S. Frí- mannsdóttir, oddviti á Stokkseyri, er varamaður Garðars Sigurðssonar og Kristján Már Kristinsson kennari varamaður Kristínar S. Kvaran sem er í barnsburðarleyfi til áramóta. Hjálmar hlaut siglingamála- verðlaunin Hjálmar Bárðarson siglingamála- stjóri hlaut alþjóðlegu siglingamála- verðlaunin í síðasta mánuði í samræmi við ákvörðun ráðs Alþjóðasiglinga- málastofnunarinnar. Það var ' hr. Srivastava, framkvæmdastjóri stofnunarinnar, sem veitti Hjálmari verðlaunin. Verðlaunin, sem eru silfurstytta af höfrungi, vom veitt Hjálmari fýrir framlag hans til öryggismála sjó- farenda og varna gegn mengun sjávar. -FRI Hr. Srivastava veitir H jálmari verðlaunln. ■ 1 1 1 ... Jp * JL \ ÉmrfSIÍÍk " f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.