Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Blaðsíða 3
DV. MANUDAGUR 29. OKTOBER1984. 3 Sfldveiðin: Mun meira saltað en á sama tíma í fyrra Sumir bátar búnir að veiða tvöfaldan kvóta Það sem af er síldarvertíöinni í haust hefur verið saltaö mun meira en á sama tíma í fyrra. Þá var búið að salta í um 60 þúsund tunnur en núna um helgina var búiö að koma síld fyrir iyfir 81.400 tunnum. Veiöi i hringnót og reknet hófst aö kvöldi 30. september sl. en veiði í lagnet hófst 10. ágúst. Alls fengu 50 bátar leyfi til veiða i reknet en 101 bát- ur leyfi til hringnótaveiða. Kvótinn á bát er 360 tonn en heimilt er að fram- selja kvóta á milli báta — þó aldrei meira en tvo kvóta á bát þannig að hver bátur getur komið mest með að landi 720 tonn. Nokkrir bátar eru þegar búnir aö veiða upp í kvóta sinn og komnir langt með kvóta sem þeir hafa fengið af öðr- um báti og jafnvel búnir með hann líka eins og Sigþór frá Húsavík og fleiri. Sildin sem veiðst hefur er sögö magrari en sú sem veiddist í fyrra og lítið verið af stórsíld i aflanum núna. Alls hafa 42 söltunarstöðvar tekið á móti síld í haust. Eru þær á 21 stað á landinu eða allt frá Siglufirði austur um til Akraness. Mest hefur verið saltað í Grindavik eða samtals 17.585 tunnur. Næst kemur Eskifjörður með 8.963 tunnur, þá Reyðarfjörður með 7.687 tunnur og Þorlákshöfn með 7.094 tunnur. Fáir reknetabátar eru byr jaðir veið- ar. Af þeirri sQd sem þegar er búið að salta hafa hringnótabátarnir komið meö nær allan aflann en afli rekneta- bátanna er nú um 3.200 tunnur. -klp- Það hafur verið mlk/ð að gara i söltunarstöOvumm sem aru aUt fri SiglufírOJ austur um tU Akraness. Þessl mynd var tekln i Þoriikshöfn en þar hefur nú veriO sattað I yfír 7000 tunnur. DV-myndEJ. Djúpivogur: Opinberir starfsmenn á fullu í síld „Hér eru opinberir starfsmenn á fullu í sildinni og hafa helmingi meiri tekjur en í sínum föstu störfum.” Þess- ar fréttir bárust austan af Djúpavogi; og þaö sama mun vera uppi á teningn- um á öðrum stöðum þar eystra. Aðfaranótt sunnudags fengust um 700 tonn af sild i Stöðvarfiröi. Sá afli ætti að fylla 7000 tunnur sem er með því betra sem gerist. Stjömutindur frá Djúpavogi fékk þar meira en fullfermi og varð að fá aðstoð við að koma aflan- um að landi, alls um 300 tonnum. Sild- in, sem veiðst hefur nú síðustu daga, er að sögn verkenda átulaus og vel fallin tU söltunar. Nú um helgina höfðu borist að landi um 100 þúsund tunnur. Það er nær helmingur þess sem búið er að semja um sölu á tU Rússlands og Skandinavíu. Þá er enn von um að Rússar bæti við sína samninga, e.t.v. 40—80 þúsund tunnum. En jafnvel þó' svo fari vantar enn allmikið upp á aö öll síldin sem má veiða hafi verið seld. Þeir á Djúpavogi hafa verið manna iðnastir við að koma síldinni i tunnurn- ar. Hjá Búlandstindi hefur veriö saltaö í 10 þúsund tunnur og er það nú hæsta söltunarstöðin. Það hafa þvi verið mikil umsvif þar á staðnum þessa haustdaga og verkfallið, sem viöa plagar menn, ekki haft teljandi áhrif. T.d. hafa tunnur verið tollafgreiddar án nokkurra tafa hjá sýslumanninum á Eskifirði. -GK. Vextir: Lækkaðir og samræmdir Vextir af verðtryggðum útlánum verða lækkaðir og samræmdir en það er niðurstaöan úr viöræðum banka- stjómar Seölabankans við innláns- stofnanir en viðræður þessar voru haldnar vegna þess að vextir hinna einstöku innlánsstofnana voru orðnir verulega mismunandi í kjölfar þess að vextimir voru gefnir frjálsir. Lækkun vaxta á nýjum verðtryggð- um lánum mun nema 1—2%. Innláns- stofnanir munu hver fyrir sig tUkynna gUdistöku þessara vaxta af lánum með verðtryggingu miðað við lánskjara- vísitölu en þeir verða sem hér segir: 1) Lánstimi aUt að 21/2 ári 7%. 2) Lánstimiminnst2 l/2ár8%. Jafnframt þessu verða breytUegir vextir af eldri lánum, veittum fyrir 11. ágúst sl., færðir tU sama horfs. Sjá næstu opnu -FRI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.