Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Blaðsíða 5
DV. MÁNUDAGUR 29. OKTOBER1984. 5 Tímabær er ný auglýsingastofa - gjörólík öllum þeim sem fyrir eru á Islandi. Viö förum alveg nýjar leiöir í vinnubrögðum. Leiöir sem gera okkur m.a. kleift aö bjóöa auglýsingahönnun fyrir fast, fyrirfram ákveöiö, lágt verö og ókeypis ráðgjöf um kynningar- og auglýsingamál. Nökkuö sem íslenskum fyrirtækjum hefur ekki boðist áöur. Viö önnumst alhliða auglýsingaþjónustu fyrir útvarp, sjónvarp, dagblöð og tímarit, gerum bæklinga, plaköt og dreifibréf, önnumst almenningstengsl o.s.frv. o.s.frv.Við vinnum hratt og bjóöum nýtt greiöslufyrirkomulag. Við sem stöndum að stofnun þessa nýja fyrirtækis höfum í mörg ár rekið Auglýsingaþjónustuna hf. og munum að sjálfsögðu halda því áfram. Sú auglýsingastofa hefur ásamt fjölmörgum öðrum staðið á bak við miklar framfarir í auglýsingagerð hérlendis á undanförnum árum. Fyrir atbeina vandaðra auglýsingastofa er auglýsingagerð nú orðin viðurkennd starfsgrein sem krefst reynslu og sérþekkingar. Tímabær verður á margan hátt rekinn með öðru sniði en tíðkast á öðrum auglýsingastofum. Hraðinn verður meiri, verðið um leið lægra, viðskiptaskuldbindingar engar o.fl. o.fl. Þetta eru leiðir sem taka mið af nýjum aðstæðum í íslensku efnahagslífi, leiðir sem fylla upp í stórt gat í faglegri þjónustu við íslenska auglýsendur. Þessi nýja þjónusta er byggð á margra ára reynslu og þekkingu Auglýsingaþjónustunnar - en nú reynum við ný vinnubrögð sem henta vel ýmsum þeim fyrirtækjum sem telja Sig ekki hafa átt samleið með hefðbundnum auglýsingastofum. Fast og fyrirfram ákveðið lágt verð Viö vinnum eftir verðskrá sem viðskiptavinurinn getur kynnt sér áöur en hann gengur til viðskipta. Viö tökum ákveðna upphæð fyrir hvert verk, gerum um þaö samning og stöndum viö hann. Allir verkþættir kosta ákveöna upphæö, - textagerö, Ijósmyndun, útlitsteikning, uppsetning o.s.frv. í neðangreindum verðlista sýnum viö fast verð okkar á ákveönum verkþáttum. Einföld auglýsing, venjuleg eöa flókin, er okkar tilraun til þess aö staöla verð. í sömu auglýsingu getur hins vegar veriö t.d. einfaldur texti, flókin útlitsteikning, venjuleg Ijósmyndun o.s.frv. Oft getur komiö fyrir aö auglýsing þurfi meiri vinnu en hér er gert ráö fyrir, en í slíkum tilfellum verður gerö grein fyrir því fyrirfram og siöan unniö eftir föstu verötilboði i hvern verkþátt. Á sama hátt veröa bæklingar, sjónvarpsauglýsingar o.fl. meðhöndlað. Eitt er Ýíst. Þú færö enga bakreikninga, engar óvænta hækkanir eftir aö vinna er hafin. Og viö tryggjum þér annaö: Hönnunarkostnaður verður ávallt í eðlilegu samræmi viö birtingarkostnað auglýsingarinnar. Slíkt skiptir miklu máli. Við vinnum hratt Þú kemur meö verkefniö og segir hvenær þú þarft aö fá þaö klárað, - eftir einn sólarhring eöa tvo - eöa viku. Viö stöndum við þaö sem viö lofum. í veröskránni hér aö framan er boðið upp á lágt verö fyrir ýmsa þá þjónustu sem á auglýsingastofum tekur oft langan tima aö vinna. Okkar leiö til aö létta á kostnaöi er fólgin i hrööum vinnubrögöum. Þegar viö vinnum eftir staölaðri veröskrá er gengið beint til verks, vinnunni sett ákveöin timamörk og vandaö til verksins eins og frekast er unnt innan þeirra marka. Viö getum einnig sett okkur djúpt ofan í hlutina, unniö markaösrannsóknir, kannaö aögeröir keppninauta o.s.frv., en um þaö veröur aö semja sérstaklega. Nýtt greiðslufyrirkomulag Þú veist upp á hár hvað verkið mun kosta áöur en þú lætur vinna þaö. Viö pöntun er gengiö frá veröinu í samræmi viö verðlistann. Sé um margbrotna vinnu aö ræða tekur Timabær eins sólarhings frest til aö vinna tillögur um útlit og gefa upp endanlegt verö. Þegar viöskipta- vinurinn sér auglýsinguna greiöir hann hönnunarkostnaöinn, t.d. meö 30-45 daga víxli, og greiöir væntanlegar auglýsingabirtingar í fjölmiðlum meö víxlum á gjalddaga 15. næsta mánaöar eftir að auglýsingin birtist. Tímabær skuldbindur sig meö skriflegum samningi til þess aö birta auglýsinguna nákvæmlega eftir samþykktri birtingaáætlun. Fyrir milligöngu Timabæjar nýtur viðskiptavinurinn hæsta mögulega afsláttar hjá hverjum fjölmiöli. Fyrir uppsetningu birtingaráætlunar, eftirlit með réttum dagsetningum og staðsetningum, sendingu auglýsingafilma til fjölmiðla o.fl. greiöir viöskiptavinurinn 15% umsjónar- þóknun sem bætt er viö nettóverö auglýsinganna. Ókeypis ráðgjöf Viö bjóöum fyrirtækjum sem ekki hafa mikla reynslu af auglýsinga- málum aö hitta ráögjafa okkar án nokkurs endurgjalds. í slíkum tilfellum leiöbeinum við um framsetningu i auglýsingum, um auglýsinga- birtingar, heppilega fjölmiöla, um aörar kynningarleiöir og um fjárhagslegu hliöina svo eitthvað sé nefnt. Þetta er hlutlaus og einföld ráögjöf án nokkurra skuldbindinga um frekari viðskipti viö Timabæ. Ef til verulegs ráögjafarstarfs kemur (markaösathuganir o.fl.) verður samiö um þaö sérstaklega. Engar skuldbindingar Þessu nýja fyrirkomulagi fylgja engar skuldbindingar af hálfu viðskiptavinarins. Þú getur skipt viö okkur einu sinni eða oftar, okkar vegna máttu vera í viöskiptum við aörar auglýsingastofur - og reyndar er ekki úr vegi aö aðrar auglýsirigastofur, sem og dagblöð og tímarit, muni notfæra sér skyndiþjónustu okkar þegar um einfaldar uppsetningar er aö ræöa en tími, gæði og verö skipta samt máli. Smærri fyrirtæki og verslanir, einstakar deildir stórfyrirtækja og allt þar á milli eru á meöal væntanlegra viöskiptavina Timabæjar. Að lokum Við sjáum um auglýsingagerö og kynningarstörf fyrir allar tegundir fjölmiölunar. Á okkar vegum starfa margir af virtustu auglýsingamönnum landsins, auglýsingateiknarar, útlitshönnuöir, textageröarmenn, Ijósmyndarar, blaðamenn, tæknimenn viö sjónvarps- auglýsingar o.fl. I þeim efnum njótum viö auk eigin starfsfólks starfs- manna og viöskiptasambanda Auglýsingaþjónustunnar og í gegnum hana tengjumst við SlA, Sambandi islenskra auglýsingastofa, höfum aðgang aö upplagseftirliti SlA og Verslunarráös Islands og öðrum mikilvægum gögnum. Af sömu ástæöu vinnum við eftir siöareglum Alþjóða Verslunarráðsins og tryggjum þér góðar og vandaðar auglýsingar sem geröar eru eftir viöurkenndum aöferöum. HAFNARSTRÆTI 15 - SlMI 16840 OPIÐ ALLA VIRKA DAGA KL. 9-5 VERÐSKRÁ FYRIR AUGLÝSINGAR: Einföld Venjuleg Flókin Ráögjöf 0 0 0 Útlitsteiknun (Skyssur. val á letri, myndastærö o.fl.) 750 1.200 1.950 Textavinna (Slagoröasmiö. finslipun texta, frum- hönnun texta. prófarkalestur o.fl.) 450 900 1.800 Uppsetning (Uppliming letwrs. stækkun fyrirsagna og lokafrágangur til filmugerðar (meö efms- kostnaöi)) 1.350 1.950 2.850 Sérteikningar (Sérteiknaöar myndir. skýringarmyndir. tækniteiknun o.fl (meö efniskostnaöi)) 1.200 1.950 3.300 Setning (Aðkeypt tolvusetmng á letri. séruppsetning fyrirsagna o.fl, (meö sendmgarkostnaöi)) 480 480 860 Ljósmyndun (Svart/hvitar myndir) 1.800 2.500 4.200 DÆMI UM VERÐ FYRIR EINSTAKAR AUGLÝSINGAR A) Einföld auglýsing. Forsendur: Texti og Ijósmynd koma frá viö- skiptavini Auglýsingunm er skilaö (þess vegna samdaegurs) útlitsteiknaöri til dag- blaöa eöa timarita sem annast siöan upp- setningu og frágang samkvæmt fyrirmælum Timabæjar Verö Útlitsteiknun (einfold) ..... kr 750 Alls kr. 750 C) Venjuleg auglýsing. Forsendur Texti kemur frá viöskiptavim Timabær annast Ijósmyndun, útlitsteiknmgu, uppsetningu og fragang Verö: Úthtsteiknun (venjuleg) Ljósmyndun (einfold) Uppsetning (venjuleg) , AÖkeypt setning . kr 1.200 kr 1.800 kr. 1 950 . kr. 480 Alls kr. 5.430 B) Einföld auglýsing. Forsendur: Ljósmynd kemur tilbúin frá viöskiptavim og grófar hugmyndir aö texta. sem Timabær lagar til og breytir ef þarf Auglýsingun.ni er skilaö tilbúinni til dagblaöa eöa timarita Verð Útlitsteiknun (einfold) ... kr. 750 Textavinna (einfold). kr. 450 Uppsetmng (emf. m/efmsk) . kr 1 350 Aökeypt setning ........... kr 480 Alls kr. 3.030 D) Flókin auglýsing. Forsendur Tímabær þarf aö hafa svolitiö fyrir þessan' Viö onnumst nær alla hugmynda- vmnu. textagerö. I|ósmyndun. útlitsteikmngu. uppsetmngu og frágang upplystngaríkrar auglýsmgar. en imyndum okkur samt aö þegar buiö er aö skipuieggja auglýsinguna og ganga írá texta og útlitsteikningu se upp- setmngin fremur auðveld Verö Útlitsteiknun (flókin) kr 1950 Textavmna (flókin)........... kr 1800 Serteikmng (venjuleg) kr. 1 950 Uppsetmng (venjuleg) . kr, 1 950 Aökeypt setmng kr 860 Alls kr. 8.510 Allt okkar starf byggir á föstutn verðtilboðum - Þlt gtreiðir aðeins það sent við semjum um fyrirfram. Vinsamlegast geymdu þessa auglýsingu. Þetta er mikil lesning - en hún er vonandi fróöleg og gæti skipt þig miklu máli. TÍMABÆR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.