Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Blaðsíða 22
22 DV. MÁNUDAGUR 29. OKTOBER1984. (þróttir íþróttir (þróttir (þróttir Framtíð Péturs Péturs hjá Feyenoord er óljós Feyenoord hefur áhuga á að kaupa Van der Gijp og Arhold Muhren Van derGijp. Arnold Miihren. Sævar aftur til Vals? Frá Kristjáni Bemburg — fréttamanni DVíBelgíu: — Það getur vel farið svo að Sævar Jónsson, landsliðsmiðherji í knatt- spyrau, snúi heim eftir áramót og' gangi þá til Iiðs við sina gömlu féiaga í Val. Sævar, sem hefur leikið með beigiska félaginu CS Brugge undanfar- in ár, er með lausa samninga við félag- ið um áramót. Þjálfari CS Brugge, Georges Leekens, vill að Sævar verði áfram hjá félaginu en Sævar telur að litlar líkur séu á því. — Forráöamenn félagsins verða að hækka laun mín verulega til að ég verði hér áfram, sagði Sævar. Þar semSævar er „útlendingur” hér 1 Belgíu getur hann ekki skipt um félag hér. Einu möguleikamir fyrir hann eru að fara til V-Þýskalands eða Sviss en þar er markaðurinn opinn ennþá. Það mun koma í ljós nú á næstu vikum hvað Sævar gerir — hvort hann verður áfram hjá CS Brugge, skiptir um félag og fer til annars lands, eða fer aftur til Islands og leikur með hinum gömlu félögum sínum í Val. -KB/-SOS „íslendingar eru góðir” segja Svíar og eru ekki hissa á að íslendingar unnu þá á NM „Eftir mjög góða frammlstöðu tslendinga á ólympíuleikunum í Los Angeles í sumar þarf árangur islenska landsliðslns í handknattleik á Norður- landamótlnu í handknattleik ekki að koma á óvart,” sagðl sænskur blaða- maður eftir landslelk Lslendinga og Svía, fyrsta sigur tslendlnga gegn Sví- umí20ár. Roger Carlson, landsliðsþjálfari Svía, sagði í viötali í Svíþjóð að sænska landsliðið væri í dag mun lélegra en það var á ólympíuleikunum í Los Angeles. -SK. Sænska pressan steinþegir Lítið sem ekkert skrifað um NM í handknattleik ísænsku dagblöðin Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta- manni DV í Svíþjóð: Það er skondlð að fylgjast með því að lítið sem ekkert er skrifað um Norður- landamótið í handknattlelk, sem nú fer fram í Finnlandi, i sænsku blöðin. Og ástæðan er einfaldlega sú að landslið Svía er mjög dapurt um þessar mundlr og hefur frammistaða þess greinilega orðið þess valdandl að blaðamönnum þykir ekki ástæða til að gera mótinu skil. Þannig var greint frá úrslitum í landsleik Svía og tslendinga neðst á íþróttasíðunum og letrið var svo smátt að venjulegt sjáandi fólk mátti hafa slg allt við til að geta lesið um úrslitin. Ekki var sagt frá neinu nema úrslitun- um. -SK. Frá Krlstjáni Beraburg — fréttamannl DVíBelgíu: — Það fer nú að harðna í árl hjá Pétri Péturssyni, landsliðsmlðherja i knattspyrau, sem leikur með Feyenoord í Hollandi. Feyenoord, sem hefur hann að lánl frá Antwerpen í Belgíu, er nú á höttunum eftir nýjum leikmönnum þannig að framtíð Péturs hjá félaglnu er óljós. Feyenoord hefur mikinn áhuga á aö kaupa hollenska landsliðsmanninn og markaskorann Van der Gijp frá Loker- en og standa nú samningaviðræður yfir og bendir allt til að Lokeren láti Van der Gijp fara. Þá hefur Feyenoord augastaö á öðr- um hollenskum landsliðsmanni — Amold Miihren hjá Manchester Únited. Ajax hefur einnig áhuga fyrir þessum fyrrum leikmanni hollenska liðsins Volenram sem Ipswich keypti á sínum tíma á 150 þús. pund. Ofan á þetta bætist svo að Simon Tahamata, hollenski landsliösmaður- inn sem Feyenoord keypti frá Standard Liege, verður löglegur með félaginu eftir áramót. Tahamata, sem er fyrrum leikmaður Ajax, er nú orð- inn geysilega vinsæll í Rotterdam vegna skemmtilegrar framkomu utan vaUar. Þegar Van der Gijp og Tahamata verða komnir á fulla ferð með Fey enoord eru möguleikar Péturs litlir aðleikameðfélaginu. -KB/-SOS Pétur Pétursson. Líklegt er að vera hans hjá hoUenska Uðinu Feyenoord verði styttri en i upphafi var haldið. Forráðamenn félagsins vUja nú kaupa nýja íþróttir íþróttir 1 Iþró ttv íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.