Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Blaðsíða 48
FRETTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá í síma 68-78-58. Fyrir SIMINN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68 66 11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 1984. Meðvitundarlítill á spítala vegna sniffs Skömmu fyrir síöustu helgi var fjórtán ára gamall drengur á Dalvík fluttur allt aö því meðvitundarlaus á Fjóröungssjúkrahúsiö á Akureyri eftir að hafa „sniffað” af eitdrefnum. Hann hefur áöur verið fluttur á sjúkrahús vegnaþeirrariöju. Að sögn lögreglunnar á Dalvík gaus upp „snifffaraldur” í bænum fyrir skömmu. Þar voru á ferö fimm eða sex drengir á aldrinum fjórtán til sextán ára. Aðallega var „sniffaö” af kveikj- aragasi, bensíni og gúmmílími. Sumir drengjanna hafa viðurkennt aö hafa sniffaö og rætt hef ur verið við foreldra. „Maöur bara vonar aö þetta sé þar meö búiö,” sagöi Halldór Gunnlaugs- son lögregluþjónn. Drengurinn sem var fluttur á sjúkra- húsiö fannst ósjálfbjarga i holu eöa skurði skammt fyrir neöan kirkjuna á Dalvík. Þar mun hann hafa verið í að minnsta kosti þrjár klukkustundir einn aö „sniffa”. Þeir hinir sem fiktað hafa við „sniffið” sluppu hins vegar betur og eru trúlega meövitaöri um þetta víti sember aðvarast. JBH/Akureyri. ■ „Allir utan þrír sögöu aöspuröir í óformlegri skoöanakönnun aö nauösynlegt væri að skipta um fólk í sjö manna forystusveit flokksins,” sagði Jón Baldvin Hannibalsson þing- maöur viö blm. DV í morgun. Um fimmtíu manna fundur Alþýöuflokks- fólks í Reykjavík var haldinn í fyrra- GAGNRYNIN SKYRSLA UM FORYSTUSVEITINA V/SA dag, slíkir fundir hafa veriö haldnir reglulega frá septemberbyrjun. Á þessum fundi var lögö fram skýrsla starfshóps um stefnu Alþýðuflokksins og framkvæmdir meöal annars og var skýrslan mjög gagnrýnin aö sögn þing- mannsins. Flokksþing Alþýðuflokksins veröur 16. nóvember nk. -þg. Jafnt innanlands sem utan. LOKI Það slagar í tvöfaldan kvartett í tugthúsinu á Skaganuml FIMM RAF0RKUVER ÞEGAR FULLHÖNNUÐ — og f orathugun er lokið á sex til viðbótar Búið er aö rannsaka virkjunar- staði i vatnsföllum hér á landi sem nægja munu meira en til aldamóta. Fimm raforkuver eru þegar full- hönnuð eöa á lokastigi hönnunar. Hægt verður aö framleiöa í þeim allt aö 3.415 gígavattstundir af raforku á ári, en núverandi orkuver gefa 4.000 stundir. Blönduvirkjun er þegar í bygg- ingu. Hún mun framleiða 750 eöa 610 gígavattstundir á ári. Vatnsfells- virkjun er í verkhönnun. Þaö er 470 gígavattstunda virkjun. Sultar- tangavirkjun, 660, er tilbúin til út- boös. Verkhönnun á stækkun Búi- fellsvirkjunar um 350 eöa 450 gíga- vattstunda framleiöslu á ári er lokií. Og eins verkhönnun 1.323 gígavatt- stunda Fljótsdalsvirkjunar. Þá er lokið forathugun á sex öðrum virkjunarkostum og nokk'rir til við- bótar eru í forathugun. Þetta kemur fram í skýrslu Hagvangs hf. um Orkustofnun. I henni er jafnframt sagt ljóst aö ekki verði fylgt áætlun Orkustofnunar um háhitarannsóknir „á meðan nýtingaráform eru jafn- óljósog núerraunin”. Næst fullhönnuöu vatnsorku- verunum koma Búðarhálsvirkjun, 580, virkjun Efri-Þjórsár, 1.100— 1.500, og Vatnsfjarðarvirkjun, 180, á forhönnunarstigi. Forathugun er einnig lokið á virkjun Jökulsánna í Skagafirði, 700—900, og virkjun Neöri-Þjórsár, 1.870. Þá eru í forathugun virkjun á Ofeigsf jarðarheiði, 290, í Ishólsvatni, 375, virkjanir á Norðausturlandi, 8.530, virkjun viö Bjalla , 385, og enn ein Þjórsárvirkjun, 1.700, í Efri- Hvítá. -HERB. Skákmótið íBor: Jón L. náði ekki áf anga Á skákmótinu sem nú er lokið í Bor i Júgóslavíu þurfti Jón L. Ámason aö vinna tvær síðustu skákimar til þess að ná fyrsta áfanga aö stórmeistaratitli. Þaö fór hins vegar ekki svo eins og von- ast hafði verið til. Jón tapaði í næst- síðustu umferð fyrir de’Firmian frá Bandaríkjunum. I síðustu um- ferö gerði hann svo jafntefli við Ilic frá Júgóslavíu. Lokastaðan í mótinu er þessi: I efsta sæti varö Maroinovic frá Júgóslavíu meö 9 vinninga. I öðra til þriöja sæti urðu þeir Kudrin frá Bandarikjunum og Kerov frá Búlgaríu meö 8,5 vinninga. t f jórða sæti varð Jón L. Árnason meö 8 vinnina. -EH Akureyri: 14 ára piltur á gjörgæslu eftir bílveltu 14 ára piltur liggur nú á gjörgæslu meö höfuömeiösli eftir aö bifreið valt rétt fyrir noröan bæinn Dvergastein í Glæsibæjarhreppi laust fyrir miönætti á laugardag. Pilturinn er úr lífshættu. Ökumaöur bifreiðarinnar slasaöist aöeins lítillega. Lögreglan á Akureyri komst á snoðir um slysið þegar hringt var á sjúkrabíl frá húsi einu á Akureyri. ökumaöur bifreiðarinnar hafði yfirgefiö slys- staöinn í leigubíl og ekiö heim til sín en þaðan var drengurinn fluttur í sjúkra- bíl. Gmnur leikur á aö ökumaðurinn hafi verið ölvaöur. -EH. Um fimmtíu kratar í Reykjavík komu saman til fundar í Alþýðuhúsinu í fyrradag og var þessi mynd tekin þá. Óánœgja kom , Akureyri: Okáröngum vegarhelmingi og haf naðií 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 búðarglugga fram með forystusveit flokksins. DV-mynd GTK. Haröur árekstur varö milli tveggja bifreiöa aöfaranótt sunnudags viö Glerárgötu, rétt noröan við Þómnnar- stræú. Ck önnur tífreiöin á röngum veg- arhelmingi en gatan er tvískipt meö umferðareyju. Eftir áreksturinn keyrði ökumaðurinn aö nýju yfir eyj- una en fór þá upp á gangstétt og í gegnum búðarglugga. Ekki er vitað um nein meiðsli en bílamir eru nánast ónýtir. Aö sögn lögreglunnar á Akur- eyri var ökumaðurinn sem keyrði á röngum vegarhelmingi mikiö ölvaður. Fluttirá sjúkra- húseftirbílveltu á Árskógströnd Tveir ungir piltar frá Dalvík slösuðust í bilveltu á Arskógströnd um miðnættið á fimmtudagskvöldiö. Þeir vom aö koma frá Akureyri á ný- legum BMW og lentu í skurði neðan viö bæinn Krossa. ökumanninum tókst aö komast heim aö Krossum og tilkynna um slysið. Hann var síðan fluttur á sjúkrahús vegna áverka á baki. Hinn pilturinn var á túni nokkru neðan viö bilflakiö þegar aö var komið. Hann virtist óskaddaður en ringlaður og var fluttur á sjúkrahús til myndatöku vegna höfuðhöggs. öryggisbelti voru ekki notuö og báðir piltamir köstuöust út úr bílnum í veltunni. Bíllinn er gjör- ónýtur. -JBH/Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.