Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Blaðsíða 28
28 DV. MÁNUDAGUR 29. OKTOBER1984. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Úrvalsdeildin íkörfuknattleik: Útreið Stúdenta í vn „Ljónagryfjunni Ótrúlegir yfirburðir Njarðvíkinga gegn slökum Stúdentum í Njarðvík, lokatölur 114:68 íslandsmeistarar UMFN möluðu ÍS mélinu smærra syðra á föstudags- kvöldið, með hvorki meira né minna en 114 stigum gegn 68, eftir að hafa haft yfirhöndina í hálfleik, 66—29. Um tima í seinni bálfleik var munurinn 53 stig eða 110—57 en þá slökuðu heimamenn svolítið á og það notfærðu ÍS-ingar sér og áttu sæmilegan endasprett og sýndu að sitthvað býr í liðinu ef það nærsérá strik. Njarðvíkingar hófu leikinn með sín- um reyndari mönnum, Gunnari, Val, Jónasi, Arna og Isak Tómassyni. Náðu þeir strax öruggri forustu, 29—12. Eft- ir það skiptu þeir ört um leikmenn og létu yngri og óreyndari pilta inn á. Þrátt fyrir það jókst munurinn svo að sýnt er aö UMFN er búið aö fylla í sköröin sem mynduöust þegar fimm leikmenn yfirgáfu liðið í vor. Teitur örlygsson, Helgi Rafnsson, Ellert Magnússon og Hafþór Oskarsson, áttu allir mjög góðan leik og féllu vel inn í liðið sem var mjög samstillt. Lék hratt og skipulega, bæði í vöm og sókn sem oft endaði með fallegum leikfléttum. Einnig kom vel í ljós að Jónas Jóhannesson er liðinu mikill styrkur, sérstaklega í vöm og fráköstum, en hann er sem kunnugt er kominn aftur heim í heiðardalinn eftir tveggja ára f jarveru hjá Reyni í Sandgerði. r —■ • Valur Ingimundarson — skoraöi 38 stig. Sigurður sá Rangers vinna á Hampden Park • er nú í Glasgow til að ræða við forráðamenn Glasgow Rangers Sigurður Jónsson, hinn cfnilegi knattspyraumaður frá Akranesi, var meðal áhorfenda á Hampden Park í gær þegar Glasgow Rangers tryggði sér sigur í skosku deílda- bikarkeppninni — lagði Dundee United að velli, 1—0. Sigurður er nú í Glasgow i boði Glasgow Rangers en eins og DV hefur sagt frá hefur félagið gert honum tilboö um aö koma til félagsins. Sigurður er nú að kanna aðstæður og ræða við forráöamenn Rangers. Það var Ian Ferguson sem skor- aði sigurmark Rangers eftir send- ingu frá David Cooper. Þess má geta að Dundee United hefur aldrei unnið bikarúrslitaleik í Glasgow. -sos Eins stigs sigur ÍBK gegn Fram — í 1. deildinni í körfuknattleik, 58:57 Keflvíklngar sigraðu Framara með aðeins einu stigi í Keflavik á laugar- daginn i mjög hröðum og spennandi leik. Liðin skiptust á um forustuna undir lokin svo ekki varð ljóst fyrr en á seinustu sekúndum hvor aðilinn færi meö sigur af hólmi. Þegar f jórar minútur voru eftir var staðan 51—50 Fram í vil og skömmu síðar 53—54, — og með dyggum stuðn- ingi áhorfenda tókst heimamönnum að fryggja sér sigur, 58—57. öskar Nikulásson var einna drýgstur heimamanna, skoraði 18 stig, og góður í vöm- ihni. Jón Kr. Gíslason skoraði 16 stig, Guðjón Skúlason 10. Matti Osvald Stefánsson 8 stig, Skarphéöinn Héðinsson 4 og Ingólfur Haralds- son2. Af Frömurum áttu góðan leik þeir Auðunn meö 12 stig, Úmar Þráinsson 12 stig, Jóhann 11 stig. Bjöm Magnússon skoraði 6 stig, Guð- mundur Lárusson 6, Þröstur Kristinsson 4, Þorvaidur Geirsson 4, Hilmar Gunnarsson 2 stig. Dómarar vora þeir Hörður Tulinius og Sigurður V. Halldórsson. iS-ingarnir, nýliðarnir, voru að þessu -sinni í hlutverki músarinnar gegn kettinum en þeir eiga vafalítið eftir að gera betur þegar á liöur. Liöiö nær ekki saman en hefur góðum ein- staklingum á að skipa. Bestir þeirra voru Ámi Guðmundsson, Guðmundur Jóhannsson, Bjöm Leósson og Valdi- marGuðlaugsson. Maður leiksins; Valur Ingimundar- son, UMFN. Stigin. UMFN: Valur Ingimundar- son 38, Ellert Magnússon 14, Hreiðar Hreiðarsson 11, Teitur örlygsson 10, Ámi Lárusson, Gunnar Þorvarðsson, Jónas Jóhannesson og Helgi Rafnsson 8 stig hver. Hafþór Oskarsson 6 og Isak Tómasson 5. IS: Bjöm Leósson 16, Guömundur Jóhannsson 14, Arni Guömundsson 11, Valdimar Guðlaugsson 10, Ragnar Bjartmarz 7, Ágúst Jóhannesson 4, Karl Olafsson 2 og Þröstur Guömunds- son2. Dómarar vora Jón Otti Olafsson og Hörður Tuliníus, — góðir í auðveldum og prúðmannlegum leik. Áhorfendurl75. • Mark Hateley — skoraði sigurmark Inter Mílanó. Hann er nú markhæstur á Italíu. Mark Hateley var hetja AC Mílanó þegar félagið vann sigur, 2:1, í„MflanóslagnumM fyrirframan 80 þúsund áhorfendur Mark Hateley, enski landsliðsmið- herjinn, var hetja AC Mílanó þegar félagið sigraði í „Mílanóslagnum” — lagði Inter Míanó að velli, 2—1, á heimavelli Inter — San Siro Stadium, þar sem 80 þús. áhorfendur voru samankomnir. Þeir borguðu samtals 640 þús. dollara en þaö er metupphæð. Hateley, sem er markhæstur á Italíu með fimm mörk í sjö leikjum, skoraði sigurmark ÁC Mílanó með skalla eftir sendingu frá Pietro Paulo Virdis. Það var Inter sem náði forastunni í leikn- um með marki Sandro Altobelli sem skoraði eftir sendingu frá Karl-Heinz Rummenigge. Ray Wilkins átti allan heiöurinn af jöfnunarmarki AC Mílanó — sendi knöttinn til Agostino di Bartolomei sem skoraði 1—1. • Hateley og Wilkins voru ekki einu ensku leikmennirnir sem voru í sviðs- ljósinu á Italíu í gær. Trevor Francis skoraöi jöfnunar- mark Sampdoria, 2—2, gegn Torínó á HMífrjálsum íþróttum í París Fyrsta helmsmeistaramótið í frjáls- íþróttum innanhúss veröur haldið í París í Frakklandi í janúar á næsta ári. Mótið fer fram 18. og 19. janúar. -SOS síðustu min. leiksins. Galbiati skoraði fyrst fyrir Torínó eftir sendingu frá Brasiliumanninum Junior sem skoraði síöan sjálfur, 2—0, úr aukaspyrnu. Graeme Souness svaraði 2—1 fyrir Sampdoria og síðan fékk hann tækifæri til að skora aftur úr vítaspyrnu. Hon- um brást þá bogalistin — markvörður Torínó varði skot hans. • Verona lagði Fiorentina aö velli, 2—1. Þeir Fontolan og Galderisi skor- uðu mörk Verona en Pecci fyrir Fiorentina. • Juventus og Roma gerðu jafntefli, 1—1. Briaschi skoraði mark Juventus eftir sendingu frá Platini. Giannini jafnaði, 1—1, fyrir Roma. Dario Bonetti hjá Juventus var rekinn af leikvelli fyrir að brjóta á Brasilíu- manninum Toninho Cerezo. • Verona er efst á Italíu — með 12 stig eftir sjö umferðir. Torínó og AC Mílanó eru með 10 stig, Sampdoría 9 og Juventus, Fiorentína og Inter Mílanó eru með8stig. -SOS j Framkvæmdastjóri j S Dtisseldorf rekinn ! Wolfgang Ley, fyrrum blaða- maður Expressen i V-Þýskalandi, sem var ráðinn framkvæmdastjóri Fortuna Diisseldorf sl. sumar, var reklnn frá félaginu á föstudaginn eftir að ágreiningur haföi komiö upp milli hans og forseta félagsins, Bruno Recht. Ástæðan fyrir þeim ágreiningi var að Ley var ekki hrif inn af skrif- stofustúiku hjá Diisseldorf &em hefur látið ljós sitt skína óþarflega mikið að undanförnu og verið með yfirgang að mati Ley. Framkoma hennar varð til þess að Ley vildi láta hana fara en því var forsetinn, Recht.mótfallinn. Á fundi á föstudaginn var ákveðið að láta Ley hætta störfum. Ley lét það ekki á sig fá heldur sagöi: — ,JEg sé ykkur á þriðjudaginn þegar ný stjórn hefur veriðkosin.” Aðalfundur Diisseldorf verður haldinn í dag og er fastlega reiknað með aö ný stjóm taki við félaginu að loknum þeim f undi. -SOS. þróttir 1 þrótti ir í þróttir f íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.