Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Blaðsíða 45
DV. MÁNUDAGUR 29. OKTOBER1984. 45 Sviðsljósið HANN SENMR JANNIRÓSIR Ríkasta ekkjan í Evrópu, Janni Spies, á sér marga aödáendur og ætti það ekki aö koma neinum á óvart. Einn af þeim er Svíinn Gunnar Hellström sem gerði þaö gott í Hollywood á sinum tíma. Fljótlega eftir að Janni varö ekkja fóru að berast til hennar miklir og fallegir blómvendir og berast þeir enn í dag. Sendandinn er enginn annar en Gunnar sem er 56 ára. Sænsku og dönsku slúðurblöðin hafa velt sér upp úr þessum blómasendingum og telja að um leynilegt samband sé aö ræða milli Janni og Gunnars. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að Gunnar býr með einni sem er 24 ára, Stellu Arryova, í Hollywood og sú er ekki á þvi að viðurkenna að sá gamli sé henni ótrúr. ,,Við höfum verið saman í fimm ár,” segir Stella, og ennþá hefur hann ekki gert neitt sem ég gæti van- treyst honum fyrir. Leyfum honum bara aö senda rósir til Janni Spies — það snertir mig ekki. Hann hefur alltaf haft fyrir sið að senda fallegum konum blóm.” Gunnar Hellström neitar síður en svo að vera blómasendandinn. Hann segir: Eg hef mjög gaman af blómum og hef einstaklega gaman af að senda rósir til fallegra kvenna. Það má því búast við að áframhald verði á því aö rósir frá Svíþjóð berist Janni Spies. Gunnar Hellström og sambýliskona hans, Stella Arooyova. Henni er alveg sama þótt hann sendi ríku ekkjunni rósir. Boy George talar um kynlíf „Eg á aðdáendur af báðum kynj- um en það eru flelri stelpur sem eru á eftir mér en ölium hinum í hljómsveitlnni. Annars hugsa ég litið um kynlif þessa dagana. Eg vinn svo mikið að ég er alltaf dauðþreyttur þegar ég leggst niður. Min fyrsta reynsla af kynlífi var þegar ég var 16 ára en kynlíf hefur aldrei verið mikil- vægur þáttur í lífi mínu. Kynlíf er ekld eitthvað svart eða hvitt, þar er einnig mikið grótt á ferölnni. Fólk má halda sem það vill, það skiptir mig engu máli. Eg veit aö ég er ósköp venjulegur maður und- lr farðanum — það held ég að minnsta kosti.” Stephaniemeö nýjankærasta Nú eru liðin tvö ár fra bílslysinu sem kostaði Grace prinsessu af Monaco lífið. Stephanie' dóttir hennar, sem slasaðist alvarlega í slysinu, er búin að ná sér og svo virðist að öll sorg sé á bak og burt því prinsessan hefur snúið sér að hinu ljúfa lífi af fullum krafti. Stoð hennar og stytta á erfiöum tímum var kærastinn, Paul Belmondo, sonur leikarans fræga. Nú hefur hins vegar annar leikarasonur tek- ið við kærastahlutverkinu. Sá heitir Anthony Delon. Janni Spies á sér marga aðdáendur og blómailmurinn fyllir íbúð hennar. AumingjaFrank Frank Sinatra er orðinn miðpunktur í miklum deilum vegna byggingar- framkvæmda í Palm Springs íFlorida. Þannig er að byggingarfyrirtæki vill reisa háhýsi fyrir utan bakgarðinn hjá Sinatra og hann telur það ekki bara muni skemma útsýniö heldur einnig að hægt verði að glápa inn í stofu til hans úr því húsinu. Sá er byggir er því miður ekki neinn smákarl, þannig að Sinatra á í miklum erfiöleikum. Hann er enginn annar en Gerald Ford, fyrrum Bandaríkjaforseti. Janet fyrir miðri mynd ásamt dönsurum í Fame. Þessi myndaflokkur hefur notið mikilla vinsælda í Bandaríkjun- um. Þau eru líka Jackson og eru líka fræg Janet og Jermaine — bæði með eftirnafnið Jackson — þurfa ekki að standa í skugganum af bróður sínum Michael. Litla systir, Jane, leikur nú í hinum vinsæla sjón- varpsmyndaflokki Fame og hinn 29 ára Jermaine hefur hlotið miklar vinsældir fyrir sínar eigin plötur. Margir telja meira að segja að hann eigi eftir aö verða betri en bróðirinn. Allir eru að minnsta kosti sammála um að Jermaine sé sætari. Hins vegar vill Janet sem er 18 ára þakka bróður sínum að hún komst að í sjónvarpsmynda- flokknum. „Það var örugglega eingöngu út á nafnið sem þeir tóku miginn,”segirhún. Janet Jackson í góðum hópi dansara úr hinum vinsæla sjónvarpsmyndaflokki Fame.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.