Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Blaðsíða 14
14 DV. MÁNUDAGUR 29. OKTOBER1984. FORUMIFRI FERÐUMSTMB) FEWAMIÐSTÖÐINNI FARSEÐLAR UM ALLAN HEIM! -Æm riS| || Helgar- og vikuferðir. Brottför alla fimmtudaga ÍSTOKKHÓLMUR Helgar- og vikuferðir. Brottför alla fimmtudaga GRIEG GRENJAR Um þaö má sennilega lengi deila, hvort flokka eigi íslenskt þjóöfélag undir menningarþjóöfélag. Hitt er sýnna, aö hér á landi er sá hópur ekki stór, sem nýtur þess í raun aö teyga af brunni hinna sígildu lista. — Þessi staöreynd opinberast við hin ýmsu tækifæri í daglegu lífi. Auðvitað er orðið menning teygjan- legt og getur sem best átt viö hvaðeina, sem maðurinn tekur sér fyrir hendur, þegar frá er skilið þaö, sem hvert þjóöfélag fyrir sig skilgreinir sem refsivert athæfi. Menningarþjóöfélag verður samt oft rýrt í roði, þegar tekiö er til viö að tí- unda algenga þætti í umgengni og aöstæðum eða fyrirkomulagi, sem flestir telja sjálfsagöa og eru til staðar hjá all-flestum þjóðum — en finnast ekki hjá öðrum. Vmsir þessara þátta, I III Helgar- og vikuferðir. Brottför alla föstudaga. HELGARFERÐ: Flug og gisting m/morgunverði, akstur frá flugvelli og fararstjóri. Verð í tvíbýli frá kr. GLASGOW HELGARFERÐIR: brottför fimmtudaga og laugardaga. Flug og gisting m/morgunverði á fyrsta flokks hóteli. Verð tvíbýli frá kr. 9.370. HELGARFERÐIR: Brottför fimmtudaga og laugardaga. Flug og gisting m/morgunverði. Verð í tvíbýli frá kr. 9.370.00 LIIXiMBOURG 10.765. Helgar- og vikuferðir. HELGARFERÐ: Flug og gisting m/morgunverði. Verð í tvíbýli frá kr. 10.765.00. PARIS 14.241. HELGAR- OG VIKUFERÐIR Flogið um Luxembourg til Parísar. HELGARFERÐ: Flu gog gisting m/morgunv. Verð í tvíbýli frá kr. 14.241.00. KAUPM.H0FN 10.334. Helgar- og vikuferðir. Brottför alla föstudaga. HELGARFERÐ: Flug og gisting m/morgunverði. Verð í tvíbýli frá kr. 10.334.00. LL 15.568. Ilelgar- og vikuferðir. Brottför alla föstudaga. Flogið um Luxembourg. HELGARFERÐ: Flug og gisting m/morgunverði. Verð í tvíbýli frá kr. 15.568.00. CHSE <L 23.909. Flogið um Luxembourg. Flug og gisting í Agadir í tvær vikur auk 3ja nátta gistingar í Luxembourg — 17 daga ferð. Verð í tvíbýli frá kr. 23.909.00. Alltaf er nú notalegt að skreppa til Kanaríeyja úr skammdeginu á Islandi. — Fjölbreytt úrval gististaða, margskonar ferðamöguleikar. Fáðu upplýsingar hjá okkur um ferðamátann, sem hentar þér. SKIÐAFERDIR 22.098. — Viku-, 2ja vikna og 3ja vikna ferðir. Beina flugið til Austurríkis byrjar 22. des. — Góðir gististaðir í Mayrhofen. Verð í tvíbýli m/hálfu fæði í 2 vikur frá kr. 22.098.00. Bferda.. MIÐSTODIN AÐALSTRÆTI 9 S. 28133 Gegndarlaust ok- ur á heitu vatni Hvaða ráðherrar eru það sem koma á þeirri ósvífni að hækka læknisþjónustu og lyf fyrir öryrkja og aldna ásamt þeim sem lægstu launin hafa fyrir sína vinnu. Og koma þeirri fásinnu á að nú þarf að fara tvisvar í mánuði til að fá sama skammt af brýnustu lyfjum sem áður var hægt að fá einu sinni í mán- uði. Þetta veldur mikilli fyrirhöfn fyrir sjúklinga, að ég tali nú ekki um það óþarfa ónæði sem þetta veldur læknum að þurfa að skrifa tvö resept í mánuði fyrir tugi fólks, í staö einnar heimsóknar áður á mánuði. Væri ekki hægt aö nýta betur hita- veituvatnið en láta stóran hluta af sterkheitu vatni renna í göturæsin engum til gagns? Væri til dæmis ekki hægt aö láta þetta vatn renna í upp- hitunarleiðslur sem væru undir gangstéttum, alla vega neðst í gamla bænum, eða þá í íjörnina svo hún héldist auð á vetrum? Því ég sé ekki betur en hætt sé að nota hana eins og var til skautaíþrótta. Enda er hún sjaldan með slétt svell. En hætta í staðinn aö okra svo á upphitun húsa lágtekjufólks sem stendur ekki leng- ur undir því að hita hús sín upp fyrir gegndarlausu okri á heitu vatni. Þaö ganga yfir okkur borgarbúa stanslausar hækkanir hjá hitaveit- unni og virðist ekkert lát ætla að veröa á þessu okri. Það er stórfurðu- legt hve hitaveitan fær hækkanir með stuttu millibili. Síðasti reikning- ur sem ég fékk var sá langhæsti sem ég hefi fengið og það í heitasta mán- uði ársins og ég get vart sagt að ég skrúfi frá heitu vatni. Það er aðra sögu að segja meö rafmagnsveituna, þar er verði mjög stillt í hóf. Og hefi ég aldrei fengið reikning þaöan sem ég hefi verið ósáttur með. Og hefur þó rafmagnsveitan staðið nýverið að byggingu á stórhúsi yfir sig við Ar- múla. Og svo þar að auki hefur hún annast og gerir enn að sjá um inn- heimtu hitaveitunnar, þessarar blessuðu, langsoltnu stofnunar. Eg gæti bent á fjöldann allan af óþarfa peningabruðli þess opinbera en það er bara tilgangslaust að sinni, þeir sem ráða hlusta ekki á aövaran- ir. Það mætti heldur spara bruðlið en læknishjálp og lyf. Svo ég ræði nú meir um hitaveituna, ekki er það já- kvætt fyrir þá stofnun aö í fyrra í október eða nóvember, ég man ekki hvort var, fór fram viðgerð hjá hita- veitunni með þeim afleiðingum að þeir lokuöu fyrir heita vatnið um stund. En þegar því var hleypt á aftur kom kolsvört drulluleðja inn á alla ofna því sigtið á inntakinu fyllt- ist strax og leðjan rann hindrunar- laust inn á kerfið. Meira að segja fór mælir hitaveit- unnar úr lagi en þeir hitavatnsmenn voru snöggir aö bæta úr því. Ég varð ÞÓRARINN BJORNSSON VERKAMAÐUR aö láta taka alla ofna frá og skola þá út og hreinsa en ekki nóg með það, eftirköstin urðu þau að eftir þetta kom slíkt loft með vatninu inn á kerf- ið að ég varð að opna loftkrana uppi á háalofti tvisvar sinnum á sólar- hring, sem sé kvölds og morgna, í all- an vetur þar til í júní sl. Þá heyrast skyndilega miklir skruðningar í leiðslum og ofnum svo ég hélt aö kerfið í húsinu væri að springa. En hvað skeður, síöan er allt loft horfiö af ofnum og allt í lagi eins og það var við inntöku á ofnana, ekkert loft meir. Þessi sæla stóð í um hálfan mánuð en nú aftur um 21. júní fór allt fyrir- varalaust í sama horf eöa verra. Ég kvartaði viö hitaveituna strax og viðgerðarmaðurinn var búinn að gera allar athuganir á kerfinu í fyrra og hann fullyrti að ekkert væri athugavert við það. Þetta loft kæmi inn með vatninu. Það væri yfirfalls- lyfta á kerfinu, hún væri í lagi ef allt væri normal. En hún gæti ekki tekið við þessu óeðlilega mikla lofti sem inn i húsið streymdi með heita vatn- inu. Hann sagðist ekkert geta gert meira fyrir mig í þessu máli og við þaðhefursetið. Tveir af sjö ofnum hitnuðu alltaf en hinir fimm ýmist volgnuðu eða voru kaldir. 1 vetur varð ég að kynda með rafmagnsofnum til þess að líft væri í húsinu og getur hver og einn ímyndað sér hvaða aukakostnað og fyrirhöfn þetta hefur haft í för með sérfyrirmig. Viö þetta hefi ég orðið að búa í um átta mánuði og ekki séö fyrir endann á þessu hev. enn. Ég kvartaði eins og ég tók fram strax við hitaveituna. Þeir komu á staðinn tvisvar sinnum og sögðu, þetta er ekki okkar mál. Það er fullur kraftur á vatninu inn í húsið, það sýndu heitavatnskranarn- ir, úr þeim kom sjaldan loft. Við ger- um ekki við innanhússlögn var svarið (nema demba á mig fullum reikningumfyrir gallaöavöru). Það stendur ekki á þeim. Sá sem seinna kom hreytti í mig ónotum og sagöi að þaö kvartaði enginn hér á tanganum nema ég um loft á ofnum og aö lögnin innanhúss væri ekki í lagi, sagði hann. Sem þó var búin að vera í besta lagi frá byrjun. Hann fullyrti þetta, hinn vitri þjónn hita- veitunnar. Mér líst ekki á að ég fái miklar bætur eða afslátt, eða niður- fellingu á nokkrum reikningum þótt ekki væri nema þrjá til fjóra reikn- inga. Trúlega kostar þetta mig mála- ferli, því ég gefst ekki upp við að ná rétti mínum hyað sem það kostar. En fullyrðing mannsins um að ekki kæmi loft annars staðar á tanganum inn á ofna er mjög skiljanleg þar sem mitt hús er fyrsta húsið á hitavatns- lögninni hér á tanganum. Og þess vegna kemur loftið fyrst inn á mitt hús. Þetta virtust þeir eftirlitsmenn ekki skilja. Svo óheppinn var ég að vera síðast- ur til að láta teng ja inn á mitt hús. Og af þeim völdum varö hitaveitan mér dýrust, því aö í millitíðinni fékk hita- veitan helmings hækkun á heim- taugagjaldi. Ekki nóg með það. Þeg- ar þeir voru búnir að leggja hitalögn- ina inn í húsið hafði ég ekki tök á aö fá pípulagningameistara fyrr en eftir nokkum tíma, en hvað skeður? Hitaveitan fær aftur hækkun á heim- taugum í millitíðinni. Þeir skella aftur á mig gjaldi á þá heimtaug sem þegar var búið að leggja. Ég held þetta sé fátíð ósvífni og okur að ekki sé meira sagt. Pípulagningameistar- inn sem tengdi svo inn á ofnana mót- mælti þessu harðlega við hitaveituna fyrir mína hönd, hann sagði þá ekki geta látið mig borga tvisvar fyrir sama verkiö. En það var eins og við stein að tala við þessa herra. Við þetta sat. Ég greiddi tvöfalt fyrir sama verk. Svona starfa einokunarfyrirtæki þess opinbera. Ég hefi margt fólk sem getur borið vitni um þetta. Einnig sem geta borið vitni um þetta mikla loft sem kom inn á kerfið í vetur og sumar og kemur enn að stuttum tíma í júní undanskildum. Og margir vita hvernig upphitunin gekk í vetur. Ég hefi ekki tekið ákvörðun enn til hvaða ráða ég gríp til þess að fá leiðréttingu mála minna. Én við þessi málalok læt ég ekki sitja. Þórarinn Björnsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.