Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Blaðsíða 44
44 DV. MÁNUDAGUR 29. OKTOBER1984. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Catherine Oxenberg eins og hún lítur út í raun og veru. Kossinn sem allir biðu eftir. Hér eru það þau Catherine og Christopher Baines sem standa að málum. Þessi frsega mynd af Díönu var tekin er hún var að störfum á barnaheimil- inu fyrir f jórum árum. Myndatakan er að sjálfsögðu sett á svið í sjónvarps- þáttunum. SKÍRNARVEISLA í FURSTADÆMINU Þegar skímarveislan fór fram í Monaco á dögunum voru fimmtíu gestir viöstaddir. Ekki þótti það neitt sérstakt enda er litli Andrea Albert ekki krúnuerfingi í Monaco. Það verður barn Alberts, bróðurKarólínu. Við skírnina mætti öll fjölskylda Stefanos, foreldrar hans, systkini og makar og böm þeirra. Þá var fursta- fjölskyldan, frænkan Antoinette prins- essa sem nýlega varð ekkja, prinsinn af Polignac og nokkrir háttsettir emb- ættismenn í Monte Carlo. Þá vom einnig nokkrir góðir vinir Karólínu svo sem tískukóngurinn hjá Dior, Marc Bohan, og dóttir hans, Marie Anne. Karóiina prinsessa bar sjálf bamið í kirkju og hélt því undir skím. Það var erkibiskupinn af Monaco, Charles Brand, sem sá um skírnina. Skímar- vottar voru þau Stephanie, systir Karólínu, og Marco Casiraghi, bróðir' Stefanos. Litli Andrea Albert var ekkert allt of sæll á meðan vatnsgusumar fóra um höfuð hans en róaðist fljótlega niður eftir að baðinu lauk. Það mun vera æðsti draumur Karó- línu að koma með stúlkubarn fljótlega svo Andrea fái leikfélaga. Þau systkin, Albert og Karólína, léku sér nefnilega alltaf mikið saman. Karólína þótti vel klædd við athöfn- ina. Hún var í hvítum kjól meö svörtu blómamunstri og var stór slaufa aftan á kjólnum. Þá bar hún blómskreyttan Erkibiskupinn Charles Brand skirði Andrea Albert. Hér eys hann vatni á höfuð barnsins og foreldrarair og skíraarvottarair horfa á. Karólina með Andrea Albert, Stefano lengst til hægri, þá Rainier fursti, Stephanie og Marco sem voru skíraarvott- ar. Á innfelldu myndinni er skíraarbamið sjálft. w - hatt við. Systir hennar, Stephanie, var einnig í hvítum kjól en með svörtum doppum og með stórri slaufu að framan. Stephanie var ekki með hatt enda er sagt um hana aö hún eigi erfitt með að vera dömuleg þrátt fyrir að hún sé í læri hjá Dior tískuhúsinu í París. Eftir skírnina var boðið upp á há- degisverð en litli Andrea fékk síðdegis- lúrinn sinn... STÚLKA AF AÐALS- ÆTTUM LEIKUR DÍÖNU PRINSESSU / sumar var sýndur í breska sjónvarpinu framhaldsþáttur um tilhugalíf þeirra Díönu og Karls af Wales. Frumsýning fór að sjálfsögðu fram á brúðkaupsafmœlinu þann 29. júlí. Með aðalhlutverk fer Catherine Oxenberg sem er dóttir Elísabetar prinsessu af Júgóslavíu. Catherine er frœnka Philips prins og mun konungsfjölskyldan ekki hafa borið fram nein mótmœli við sýningu þáttanna. NýSophia Loren? Þessi stúlka sést þessa dagana oft i för með Carlo Ponti, fyrrverandi eiginmanni Sophiu Loren. Það fylgir einnig fréttinni aö stúlkutetriö sé fyrsta konan sem tekist hafi að gera Sophiu afbrýðisama. Stúlkan heitir Dalila di Lazzaro og ieikur um þess- ar mundir í geysivinsælum fram- haldsmyndaflokki sem fjallar um Fiumicino flugvöllinn i Róm. Meðal frægra, sem leika í þáttunum, eru James Mason, sem nú er nýlátinn, Christopher Atkins og Ursula Andress. "■ $ ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.