Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Blaðsíða 40
40 DV. MÁNUDAGUR 29. OKTOBER1984. Andlát Helga G. Ölafsdóttir er látin. Hún fæddist á ölvaldsstöðum í Borgarfiröi 3. maí 1880 dóttir hjónanna Olafs Halldórssonar og Jórunnar Helgadótt- ur. Helga giftist Friðriki Þorvaldssyni en hann lést á síðasta ári. Þau hjónin eignuðust sex börn. Utför Helgu verður gerð frá Áskirkju í dag kl. 13.30. Steinþór Sæmundsson gullsmíöameist- ari lést 19. október sl. Hann fæddist á Isafirði 28. nóvember 1922, sonur hjónanna Ríkeyjar Eiríksdóttur og Sæmundar Guðmundssonar. Árið 1941 hóf Steinþór nám í gullsmíði hjá Aðal- birni Péturssyni gullsmíöameistara á Siglufirði og lauk sveinsprófi í grein- inni. Hann fluttist ásamt iðnmeistara sínum til Reykjavíkur árið 1943 og bjó og starfaði þar upp frá því. Arið 1952 stofnaði Steinþór ásamt Jóhannesi Leifssyni gullsmið fyrirtækiö Gull- smiðir Steinþór og Jóhannes, sem starfrækt var allt til ársins 1972, að hann stofnaöi fyrirtækið Gull & Silfur hf. ásamt konu sinni og sonum. Eftir- lifandi eiginkona hans er Sólborg S. Sigurðardóttir. Þau hjónin eignuðust fjögur börn. Utför Steinþórs verður gerð frá Kópavogskirkju í dag kl. 13.30. Una Elefsen, Alfhólsvegi 97 Kópavogi, andaðist í Landspítalanum 19. þ.m. Ut- för hennar verður gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 30. október kl. 15. Þorsteinn Ólafsson, Mosgerði 15, and- aöist 16. október sl. á Landakotsspít- ala. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Frú Eva Vogler andaðist fimmtudaginn 25. október á heimili sínu í Danmörku. Kristján Kristjánsson skipstjóri, frá Meðaldal í Dýrafiröi, til heimilis á Brekkustíg 14 Reykjavík, andaðist í Borgarspítalanum 22. október sl. Ut- förin verður frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 31. október kl. 13.30. Haraldur Sveinbjarnarson kaupmað- ur, Snorrabraut 22 Reykjavík, lést í Borgarspítalanum að morgni miðviku- dagsins 24. október. Guðfinna Bjarnadóttir andaðist í Sjúkrahúsi Selfoss miðvikudaginn 24. október sl. Utförin fer fram frá Foss- vogskapellu föstudaginn 2. nóvember kl. 13.30. Gunnar Axelsson tónlistarkennari, Víðihvammi 20 Kópavogi, lést í Land- spítalanum 7. október. Utförin fór fram frá Fossvogskapellu 12. október sl. Guðmundur Sæmundsson, Hofteigi 16 Reykjavík, lést á heimili sínu 24. október. Jarðarförin fer fram frá Foss- vogskirkju föstudaginn 2. nóvember kl. 10.30. Svanur Skæringsson pípulagninga- meistari lést í Borgarspítalanum þriðjudaginn 23. október. Utförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 2.nóvemberkl. 15. Páll Valdimarsson frá Sóleyjarbakka lést að Hrafnistu í Hafnarfirði 23. þ.m. Utför hans verður gerð frá Nýju kapellunni í Fossvogi þriöjudaginn 30. októberkl. 15. Sigurður Þorsteinsson bifreiðarstjóri, Bergþórugötu 27, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík 30. októberkl. 15. Fjóla M. Reimarsdóttir, Þórufelli 10 Reykjavík, andaöist í Landspítalanum mánudaginn 22. þ.m. Utför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 30. þ.m. kl. 13.30. Eva Fanney Jóhannsdóttir, Kirkjuvegi 9 Hafnarfiröi, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, mánudaginn 29. október, kl. 15. Gunnar Óskar Benediktsson, Kastala- gerði 13 Kópavogi, lést í Borgarspít- alanum 27. september sl. Hann var jarðsunginn 5. október. Sigríður Guðjónsdóttir frá Hrauni í Grindavík, Borgarholtsbraut 14 Kópa- vogi, andaðist 20. október í Landspít- alanum. Utför hennar verður gerð frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 31. októberkl. 13.30. Leiklist Frumsýning hjá íslensku óperunni Föstudaginn 2. nóvember frumsýnir Islenska óperan Carmen eftir Bizet. Hljómsveitar- stjóri er Marc Tardue. Leikstjóri Þórhildur Þorleifsdóttir. Leikmynd og búninga geröi Una Collins og lýsingu annast David Walters. I aöalhlutverkum eru Sigríöur Elia Magnús- dóttir, Garöar Cortes, Olöf Kolbrún Haröar- dóttir og Simon Vaughan. Miöasa'la er opin frá kl. 15—19, nema sýningardaga til kl. 20. Sýningar Blikur — Anna Ólafsdóttir Björnsson Anna Olafsdóttir Björnsson opnar sýningu á 9 myndverkum (dúkristum). Kallar hún sýn- inguna „Blikur”. Sýning í Eden Sigurbjörn Eldon Logason sýnir 30 litlar vatnslitamyndir í Eden, Hveragerði. Sýn- ingin er opin daglega kl. 8—19, einnig um helgar. Gallerí Gangurinn I galleríi Ganginum, Rekagranda 8, stendur yfir samsýning 12 íistamanna frá fjórum löndurn og mun hún hanga uppi til nóvember- loka. Listamennirnir eru Anselm Stalder, Helmut Federle, Martin Disler, John M. Arm- leder og Klaudia Schiffle frá Sviss, Peter Angermann frá Þýskalandi, John van’t Slot frá Hollandi og Daði Guöbjörnsson, Tumi Magnússon, Ámi Ingólfsson, Kristinn G. Harðarson og Helgi Þ. Friðjónsson frá Is- landi. Sýningin var valin af Helmut Federle og húsráðanda í sameiningu. Trjástúdíur — Ingiberg Magnússon Ingiberg Magnússon opnar sýningu á 10 krítarmyndum er hann kallar „Trjástúdíur” og eru verkin unnin í Danmörku (í ágúst og sept. sl.) en þar dvaldi Ingiberg í boöi Nor- ræna félagsins í Odense. Hulið — Santiago Harker frá Kólumbíú Santiago Harker frá Kólumbíu opnar ljós- myndasýningu sem hann kallar „Hulið”. Á sýningunni verða 17 ljósmyndir um mannlíf í Bogota, fæðingarstaðhöfundar. „Borgin og landið", sýning á Kjarvalsstöðum Á Kjarvalsstöðum stendur nú yfir vatnslita- myndasýning Katrínar H. Ágústsdóttur. A sýningunni eru 62 verk. Ásmundarsalur við Freyju- götu Þar stendur yfir sýning á lokaverkefnum 15 ungra arkitekta sem lokið hafa námi frá mis- munandi skólum í Evrópu og Ameríku á sl. tveim árum. Sýningin er opin daglega frá kl. 13—22 út þennan mánuð. Tilkynningar Tilkynning frá Geðhjálp Félagsmiðstöð Geöhjálpar er aö Bárugötu 11, s. 25990. A laugardögum og sunnudögum er opið hús frá kl. 14—18, einnig á fimmtudags- kvöldum frá kl. 20—23. Þá eru allir vel- komnir, kaffi á könnunni, hægt að grípa í spil og tafl og spjalla við náungann. Skrifstofan er opin frá kl. 16—18 alla virka daga. Símatími er á sama tíma. Fyrirlestrar eru haldnir mánaðarlega á geðdeild Landspítalans, 3. hæð. Fyrirlestrarskrá liggur frammi á skrif- stofunni. Einnig eru fyrirlestramir tilkynntir í blöðum í hvert sinn. Námskeið verða haldin í Félagsmiðstöðinni á laugardögum frá kl. 9— 13 og verða þau auglýst hverju sinni. Tilkynning frá Kattavinafólaginu Flóamarkaðurinn í Hafnarstræti er óviðkom- andi Kattavinafélaginu. Af marggefnu tilefni skal það tekið fram að Kattavinafélagið er ekki aðili að Sambandi dýravemdunarfélags Islands og að flóamarkaður sá sem starfrækt- ur er í Hafnarstræti er félaginu gjörsamlega óviðkomandi og hefur það aldrei þegið þaðan eyris virði. Kattavinafélagið tekur sjálft á móti bæði fatnaði og öðru sem fólk vill gefa því og rennur allur ágóði til húsbyggingar félagsins sem þegar er hafin. Kattaeigendur, merkið ketti ykkar! Þeir kattaeigendur sem ekki merkja ketti sína geta átt það á hættu að köttum þeirra verði lógað. Kattavinafélagið. Haustátak er yfirskrift á samkomum sem verða í húsi KFUM og KFUK, Amtmannsstíg 2b, í kvöld og næstu kvöld kl. 20.30. Ræðumaður fyrstu þrjú kvöldin verður Anfin Skaaheim, framkvæmdastjóri kristi- legu skólahreyfingarinnar í Noregi. A föstudag verður einnig bmgðiö upp myndum er kynna nýtt bibh'ulesefni og Æsku- lýðskór KFUM og KFUK syngur. A laugardagskvöld verða tvær samkomur. Kl. 20.30 talar Anfin Skaaheim og sönghópur- inn Agape syngur. Um kl. 22.15 hefst svo síð- samkoma í umsjón Kristilegra skólasam- taka. A sunnudag syngur nýr sönghópur og á mánudagskvöld verður samkoma þar sem kristniboðinn David Adeney, formaður al- þjóðasamtaka kristilegra stúdentafélaga, tal- ar. Allir eru velkomnir á samkomurnar. Jólaföndurnámskeið Jólaföndumámskelð að hefjast hjá Heimillsiðnaðarskólanum. Tuskubrúðugerð 30. október. Prjónatækni 1. nóvember. Dúkaprjón 5. nóvember. Myndvefnaður 13. nóvember. Barnafatasaumur 14. nóvember. Vefnaður 14. nóvember. Innritun að Laufásvegi 2. Leiðbeiningastöð húsmæðra á Hallveigarstöðum Kvenfélagasamband Islands vill vekja at- hygli á því að Leiðbeiningastöð húsmæðra á Hallveigarstöðum verður fyrst um sinn opin frá kl. 10—12 árdegis og kl. 2—4 síðdegis alla virka daga nema laugardaga. Leiðbeiningastöðin veitir hagkvæmar upp- lýsingar um heimilisstörf, aðstoðar við val heimiiistækja samkvæmt umsögnum er- lendra rannsóknastofnana í neytendablöðum og gefur almenningi kost á ókeypis leiðbein- ingum í sima 12335. Kvenfélagasamband Islands gefur út tíma- ritið Húsfreyjuna, ritið kemur út fjórum sinnum á ári. Askriftarsími er 17044. Fræðslurit Kvenfélagasambands Islands fást á skrifstofu leiðbeiningastöðvarinnar á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, efstu hæð. Verð hvers rits er kr. 50,- Þessi rit eru til sölu: Frysting matvæla, Gerbakstur, Glóðar- steiking, Nútímamataræði, Matur og hrein- læti, Svona gerum við þegar við þvoum okkar þvott, Blettahreinsun, Jólakveðjur, Félags- málogfundastjórn. Golf Golfskóli Þorvaldar Golfskóli Þorvaldar tekur aftur til starfa nú í byrjun nóvember. Kennsla er bæði fyrir byrj- endur og lengra komna í íþróttinni og öllum opin. Kennslan fer fram innanhúss og verður í íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ. Allar nánari upplýsingar eru gefnar í síma 34390. Aðalfundir Samband veitinga- og gistihúsa A;'nlfundur verður haldinn í Skíðaskálanum Hveradölum, 1. nóvember nk. Rútuferð verður frá Hótel Esju kl. 11. Þátttaka óskast tilkynnt í símum 27410 eða 621410 fyrir hádegi i síðasta lagi mánudaginn 29. október. Aðalfundur UBK Aðalfundur knattspyrnudeildar UBK verður haldinn í félagsheimilinu laugardaginn 3. nóvember kl. 13. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Verkakvennafélagið Framsókn minnir á hinn árlega basar sinn á Hallveigar- stöðum 17. nóvember nk. Byrjað er að safna basarmunum og væntir stjórn félagsins að félagsmenn og velunnarar komi munum á basarinn í skrifstofu félagsins, Hverfisgötu 8—10 (Alþýðuhúsið), á venjulegum skrifstofu- tíma. Fundir Fundur hjá Vísindafélagi ís- lendinga Fyrsti fundur Vísindafélags Islendinga á þessum vetri verður haldinn í Norræna hús- inu miðvikudaginn 31. október 1984 og hefst kl. 20.30. A fundinum mun Álfrún Gunnlaugs- dóttir dósent flytja fyrirlestur um franskt miðaldakvæði sem var ort um Jórsalaferð Karlamagnúsar keisara, h'klega á 12. öld, og þýðingu á því kvæöi sem talið er að hafi verið gerð í Noregi á 13. öld. Þýðingin er í óbundnu máli. Kvöldvaka Rangæingafélagsins Rangæingafélagið efnir til kvöldvöku 31. október kl. 20.30 í Hreyfilshúsinu. Jón Böðvarsson heldur erindi um staðháttalýsing- ar í Rangárþingi í Brennu Njálssögu. Ymis- legt fleira til skemmtunar. Söng- og skemmtiféiagið Samstilling byrjar vetrarstarf sitt í dag, mánudaginn 29. okt., kl. 20.30 að Hverfisgötu 105, efstu hæð. Markmið félagsins er að fólk komi saman til að syngja og skemmta sár á frjálsan hátt. Þess má geta til gamans að ákvörðun um að endurvekja félagið eftir árs hlé var tekin í hausthta- og grillveisluferð Otivistar í Þórs- mörk. Fer vel á því, enda eru útivistarferðir þekktar fyrir mikinn söng og gleði. Starfsemi Samstillingar mun að mestu byggjast á virkni félagsmanna og verður söngurinn aðalatriðið. Jafnframt verða fengnir góðir gestir til að skemmta á sér- stökum skemmtikvöldum félagsins. Samstihing mun starfa á mánudögum. AUir eru velkomnir að vera með í starfi félagsins. IMámskeið hjá Sjáifsbjörg Dagana 9. og 10. nóvember nk. verður haldið námskeið í ölfusborgum um fatlaða og kynlif. Námskeiðið er ætlað fötluðum, starfsfólki stofnana er fatlaðir dveljast á og öðrum þeim er áhuga hafa á efninu. Þátttökugjald er kr. 500 og er fuUt fæði og gisting innifalið í þeirri upphæð. Þátttaka tiUcynnist i sima 29133 og þar eru nánari upplýsingar veittar. Kvenfélag Hallgrímskirkju Fundurinn sem átti að vera 1. nóvember nk. fellur niður vegna kirkjuþings. Næsti fundur félagsins, sem er jólafundurinn, verður 6. desember. Basarinn verður 17. nóvember. Kvenfélag Kópavogs heldur spilakvöld þriðjudaginn 30. október kl. 20.30 í f élagsheimUi Kópavogs. Nefndin. Valskonur Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn að Hótel Loftleiðum (kjaUara) þriöjudaginn 6. nóvember kl. 20.30. Ariðandi að sem flestir mæti. Beúa Þaö er ekki bara þaö aö viö höfuö ekki ráö meö aö taka vetrarfrí viö höfum heldur ekki ráö á þvf aö vera heima.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.