Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1984, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1984, Blaðsíða 22
62 Jólagjafahandbók DV. FIMMTUDAGUR 22. NOVEMBER1984. Vélmennið Armatron Hann er sérstakur, þessi karl, enda hefur hann fengiö ummæli um sig í ekki ómerkara tímariti en Newsweek. Þessi furöuskepna getur tekið hina ýmsu hluti af boröi og fært þá til og er skemmti- legt leikfang fyrir börn og fulloröna. Armatron kostar 2.575 krónur og fæst í versluninni Tandy Radio Shack þar sem boðið er upp á ýmsa raf- eindahluti. Tandy er að Laugavegi 168 og síminn er 18055. Herraskór í Skóveri Verslunin Skóver, Laugavegi 100, er sérverslun meö herraskó. Þar er f jölbreytt úrval af skóm á herramennina, jafnt spari- sem kuldaskóm. Á myndinni sjáum viö nokkur sýnishorn. Lóöfóðraö- ir kuldaskór kosta 1.650 krónur, lágir, loöfóðraöir kuldaskór, gráir, kosta 1.398 kr, reimaöir svartir skór 1.298 kr. og heilir, svartir spariskór 890 krónur. Fyrir unglingana Verslunin Þúsund og ein nótt, Laugavegi 69, er sérverslun fyrir unglingana. Þar er hægt að finna alla þá hluti sem unglingarnir eru spenntir fyrir í dag. Á myndinni er sýnishorn af úrvalinu: kask- eiti, svört eða hvít, á 650 krónur, sólgleraugu frá 180 krónum, grifflur á 150 kr., armbandsólar með tökkum á 290 kr. og seðlaveski frá Afríku á 150 kr. Auk þess fæst mikið úrval af skartgripum, barm- merkjum og fötum. Armani — Armani Já, þaö hefur sannarlega slegiö í gegn hér á landi, Armani ilmvatniö. Það kom á markað fyrir rúmu ári og hefur náð ótrúlegum vinsældum, ekki síst fyrir smekklegar umbúðir sem hlutu verölaun á sfnum tíma. Nú er Armani ilmvatnið til bæði fyrir dömur og herra. Dömuilmvötnin kosta frá 777 krónum og herra frá 430 krónum. Það er snyrtivöruverslunin Brá, Laugavegi 74, sem selur Armani og þar eru einnig fáanlegar silkislæöur í úrvali frá 552 krónum. Sindy húsið Það er ýmislegt hægt að fá fyrir yngstu stúlkurn- ar í dag. Þetta glæsilega, háreista hús er ætlað fyrir dúkkuna Sindy sem margar stúlkur eiga. Húsið er 130 cm hátt þannig að sjá má að það er engin smásmfði. Húsið er á þremur hæðum og er hægt aö fá bílskúr með því. Á þaki hússins eru svalir. Hér er um mikla eign að ræða og auðvitað er hægt að fá alla innanstokksmuni og búa þannig heimilið glæsilega. Ungu stúlkurnar geta sfðan dundað við að bæta og breyta eftir þvf sem hver vill. Þessi fasteign kostar engar milljónir, aðeins 2.765 krónur. Húsiö fæst hjá leikfangaversluninni Jójó, Austurstræti 8, sfmi 13707. Verslunin póst- sendir hvert á land sem er. Body Shop gjafavörur Verslunin Body Shop, Laugavegi 69, sími 12650, býður upp á geysilega mikið af fallegum gjafa- körfum frá Body Shop. Þær kosta frá 160 krónum og er hægt að velja um mismunandi útfærslur. Sumar eru með sápu, baðolíu og þvottastykki og aðrar körfur eru með rakspíra, freyðibaði og þvottaklút. Þaö er nánast hægt að fá hvaða Body Shop vörur sem er í þessar skemmtilegu körfur. Púsluspil fyrir allan aldur Þaö er sannarlega fjölbreytt úrvalið af púsluspil- um í versluninni Handlist, Rauðarárstfg 16. Púslu- spilin eru fyrir allt frá 3ja ára og upp úr. Þau eru mjög ódýr og skemmtileg jólagjöf og hægt er að fá þau á 56—805 krónur. Einnig fást í Handlist hin- ar ýmsu föndurvörur og leikföng. Star Wars fálkinn Þaö er ýmislegt hægt að fá af þessum vinsælu Star Wars leikföngum. Krakkarnir hafa flestir séð Star Wars bfómyndirnar og þeir þekkja því grip- ina. Þessi nýju leikföng fara nú eins og eldur í sinu um allan heim og líklegast verða þau ófá börnin sem fá slíka gripi f jólagjöf. Star Wars fálkinn, sem er aðeins einn hlutur af mörgum, kostar 2.600 krónur. Það er verslunin Jójó, Austurstræti 8, sem selur Star Wars leikföngin. Canon Canon Canon reiknivélar Þaö er ekki bara nauðsynlegt fyrir fulloröna aö eiga reikni- vél eða vasatölvu. Krakkarnir hafa ekki síöur not fyrir slík- an grip. Hjá Skrifvélinni, Suðurlandsbraut 12, sími 685277, er hægt að fá Canon reiknivél með klukku, vekjara og skeiðklukku á aðeins 920 krónur. Þá er einnig mjög mikiö úrval af hinum ýmsu gerðum af Canon vasatölvum. Þetta er gjöf sem kemur sér vel að fá og þarf ekki að kosta nein ósköp fyrir gefandann. Shrifuélin hf Suðurlandsbraut 12 sími: 685277 m O ,a

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.