Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1984, Síða 43
DV. FIMMTUDAGUR 22. NOVEMBER1984.
Jólagjafahandbók
83
I takt við tímann
Ert þú alltaf í takt? Ef ekki er taktmælir nauðsyn-
legur. Taktmælar eru góð gjöf handa tónlistar-
fólki, bæði byrjendum sem þeim sem lengra eru
komnir. Hjá Hljóðfærahúsi Reykjavíkur færðu
hina viöurkenndu Whittner taktmæla í úrvali frá
615krónum.
Það er löngu viðurkennt að Linguaphone tungu-
málanámskeiöin á plötum og kassettum hafa
kennt ótal manns erlend tungumál. Hjá
Hljóðfærahúsi Reykjavíkur getur þú valiö um 35
mismunandi tungumál í Linguaphone nám-
skeiðunum. Þú.getur lært tungumál af Lingua-
phone heima í stofu en námskeiöin kosta 3.612
krónur. Bækurnar fylgja auðvitað ásamt kass-
ettunum og kassettutækið getur þú einnig fengið
hjá Hljóðfærahúsinu.
Hljómplötur og nótur
Munnhörpur
Munnhörpur eru alltaf vinsæl jólagjöf, bæði handa
tónlistarfólki og einnig handa litlu strákunum. í
Hljóðfærahúsi Reykjavíkur er mikið úrval af
munnhörpum og verðið er sannarlega viðráðan-
legt eða aðeins frá 150 krónum.
í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur færðu allar plötur,
nýjar og ekki nýjar og hvergi er eins mikið úrval
af klassískum plötum og í Hljóðfærahúsinu.
Hljómplata er ekki dýr jólagjöf. í Hljóðfærahúsinu
færðu einnig nótur af öllum gerðum. Bæjarins
besta úrval af nótum er í Hljóðfærahúsinu, segja
þeir. Líttu inn og skoðaðu hvað þeir hafa upp á að
bjóða. Úrvalið kemur þér áreiðanlega á óvart.
Hin vinsælu belti
Steinar Waage getur nú boðið upp á hin geysivin-
sælu breiöu belti frá hinum fræga hönnuði Bruno
Magli. Beltin á myndinni kosta 859 og 1.165 krónur
og að sjálfsögðu færðu skó frá Bruno Magli í stíl
sem kosta 3.938. Þessar vörur eru úr hinum eftir-
sótta Bruno Magli Club tískuflokki en Bruno
Magli framleiðir einnig mikiöaf klassískum skóm
og töskum.
Leðurstígvél
með legghlífum
Hann Steinar Waage
getur sannarlega boðið
allra vandlátustu kon-
um skó við sitt hæfi.
Þessi skemmtilegu
leðurstígvél eru með
lausum rúskinns-
legghlífum sem hægt
er að fá í nokkrum
litum á meöan birgðir
endast. Það er þó með
þessa skó sem svo
marga hjá Steinari að
birgðir eru takmarkaö
ar. Legghlífastígvélin
kosta 3.690 krónur.
Blásturshljóðfæri
í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur, Laugavegi 96, sími
13656, er mjög mikið og gott úrval af blásturshljóð-
færum. Má þar nefna þverflautur sem kosta frá
6.900 krónum, trompet frá 7.300 krónum og saxó-
fón frá 16.600 krónum. Þá er mikið úrval af blokk-
flautum frá 285 krónum.
Bjarton gítarar
Það er löngu vitað að Hljóðfærahús Reykjavíkur
hefur á boðstólum hina vinsælu og viðurkenndu
sænsku Bjarton (Hagström) gftara. Þeir kosta frá
2.490 krónum en einnig eru fáanleg banjó frá 4.565
krónum.
Hljóófærahús v
Reykjavíkur
■ Sími 13656 j
Vandaðir tréskór
Hvort viltu heldur danska, sænska eða þýska tré-
skó? Steinar Waage og Toppskórinn bjóða upp á
gríðarlega mikið af vönduðum og góðum
tréskóm, jafnt með sveigjanlegum botni og án.
Steinar Waage og Toppskórinn bjóða aðeins upp á
úrvals merki í tréskóm og eru þeir til í stærðum
frá 35—46 og í nokkrum litum.
Inniskór á herra og dömur
Hjá Steinari Waage færðu inniskó á alla f jölskyld-
una. Hér eru sérlega vandaðir inniskór úr leðri og
skinnfóðraöir, eða, eins og Steinar sjálfur segir, þá
er ekkert gerviefni í þessum skóm. Kvenskórnir
kosta frá 1.159 krónum og herraskór frá 1.090
krónum.
Þetta er einn og sami skórinn
Það er ótrúlegt en satt: Steinar Waage býður upp
á þessa glæsilegu skó sem þó eru bara einn skór
með mismunandi útlit. Þú kaupir eitt par og færð í
raun þrjú. Þetta eru ítalskir skór úr leöri og meö
hlébaröaáferö og fást svipaðar gerðir einungis úr
leðri. Skórnir kosta 5.990 krónur og taska í stfl 3.999
krónur. Steinar Waage á aðeins örfá pör af slíkum
glæsiskóm.
Barnaskór frá Jip
Hjá Steinari Waage og Toppskónum í Veltusundi
er gífurlegt úrval af hinum vönduðu og góðu Jip
barnaskóm, bæði með leður- og hrágúmmísól-
um. Barnaskórnir eru til í stærðum frá 18—24 og
fáanlegir í mörgum litum frá 760 krónum. Skórnir
í efri röðinni, sem eru með hrágúmmíbotni, fást í
stærðum 23—28.