Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1984, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1984, Qupperneq 13
DV. FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER1984. 13 „Háskólinn hefur og er þvi miður ekki fær um að mæta þessum aukna fjöida nemenda. Endurbætum menntakerfið • „Það er merkilegt til þess að vita að á meðan hrópað hefur verið á aukin náms- lán og bætta félagslega aðstöðu námsmanna, sem hvort tveggja hefur skilað þolanlegum árangri, a.m.k. til skamms tíma, þá hefur þessu sama fólki verið hrúgað nær skipulags- laust inn í alltof lítið húsnæði Háskólans.” Þaö er hvimleiður fylgifiskur manna aö vilja ekki horfast í augu viö staðreyndir. Undir þessu eiga menntamál okkar Islendinga vel heima, ekki síst þaö sem nefnt hefur verið æöri menntun. Ástæða er til að óttast að nú sé svo komið að al- menningur þessa iands sé hættur aö gera ráð fyrir því að æðri menntun sé hluti af verðmætasköpun þjóðar- innar. Námslánakerfið Okkur Islendinga vantar ekki lof- orðagjarna stjórnmálamenn. Arið 1982 stóð Alþingi að setningu iaga um námslán og námsstyrki, að því er virðist án þess aö gera sér grein fyrir1 þeim útgjöldum sem lögin hafa fyrir okkar sameiginlega sjóð, ríkissjóð. Afleiöingin er sú aö við lögin er aldrei hægt að standa, þeim er breytt með tilliti til fjárhags lánasjóösins hverju sinni eða hann einfaldlega fær ekki það fjármagn sem lögin reikna með. Hins vegar höfum við öflug og lítt sveigjanleg hagsmunasamtök náms- manna. Það sem einkennir þessi STEFÁN KALMANSSON, FORMAÐUR STÚDENTARÁÐS HÁSKÓLA ÍSLANDS. samtök er krafan um að ríkisvaldið standi við þau réttindi er náms- mönnum hafa verið færð í hendur. Notkun hinna ýmsu heimildar- ákvæða í lögum og reglugerð sjóðsins hefur orðið þess valdandi að hlutverk hans er orðið allt annaö og meira en lögin ein og sér gera ráð fyrir. Þetta er ein af ástæðunum fyrir stöðugum vanda lánasjóðsins en hann er fyrir löngu orðinn árviss. Þegar menn átta sig svo á því að í óefni er komið þá er ekki svo auðveldlega aftur snúið. Þetta er ekki síst alvarlegt þegar náms- mannahreyfingamar átta sig ekki á þvi að með áframhaldandi stefnu er lánasjóðurinn að grafa sína eigin gröf. Að Lánasjóður íslenskra náms- manna sé vel rekinn, á einfaldan hátt, og að hann kunni að velja sér sín takmörk, sem m.a. Alþingi setur honum, það hlýtur að vera honum fyrir bestu. Þetta verða námsmenn semaöriraðskilja. Háskóli íslands öll þessi umræða verður jafnframt að skoðast í tengslum við mennta- stefnu þá sem reka á í þessu landi. Verið er að veita ákveðnu f jármagni til menntamála í heild sem lána- sjóöurinn er síðan hluti af. I þessu sambandi er vert að skoða Háskóla Islands. Hér á landi hefur á undanfömum árum átt sér stað grundvallar- breyting í menntun bama á skóla- skyldustiginu með tilkomu gmnn- skólanna. I kjölfariö komu mennta- skólarnir með áfangakerfi ýmiss konar sem gerðu fólki mun auðveld- ara fyrir að stefna á stúdentspróf. Loks hafa svo komið fjölbrauta- skólar sem miða í flestum tilfellum að því að útskrifa nemendur með stúdentspróf. Ohjákvæmileg og eðlileg afleiðing þessa var stóraukin aðsókn að Háskóla Islands eða tvöföldun nemendafjölda á síöustu tíu árum. Háskólinn hefur og er því miður ekki fær um að mæta þessum aukna fjölda nemenda. Fjárveitingar til Háskólans hafa verið skornar við nögl og hann hefur sjálfur ekki verið fær um að auka sínar sértekjur svo einhverju nemi. Það er merkilegt til þess að vita að á meðan hrópað hef ur veriö á aukin námslán og bætta fé- lagslega aðstöðu námsmanna, sem hvort tveggja hefur skilað þolanleguip árangri, a.m.k. til skamms tíma, þá hefur þessu sama fólki verið hrúgað nær skipulags- laust inn í alltof lítið húsnæði Há- skólans. Ein afleiðing þessa er sú aö nú er farið að ræða það mjög alvarlega að taka upp inntökupróf í Læknadeild. Stúdentsprófið dugar ekki lengur. Eg er sammála því að nær væri aö gera stúdentsprófið á ný að þeim merka áfanga sem það áður þótti. Besta leiðin til þess væri trúlega að samræma þessi próf og þyngja ef þess þarf svo stúdentsprófið verði áfram lykillinn að háskólanámi. Við þurfum ekki eitt báknið enn sem inntökupróf myndu þýða. Að lokum Gerum stjómmálamönnum og al- menningi ljóst að góð menntun þjóðarinnar er auðlind sem skiptir verulegu máli. Að fjárfesting í há- skólamenntun skapar aukna hag- sæld og víðsýni landans. Geram Lánasjóöinn að því tæki er tryggir öllum jafnrétti til náms en afnemum þann stimpil sem á honum hvílir að hann sé eyðslustofnun er fari óvarlega með fé skattborgaranna. Til þess að svo megi verða er óhjá- kvæmilegt að endurbæta námslána- kerfið. Stefán Kalmansson. Verðgildi Þýskubúðar við Straumsvík „Straumsvíkursvæðið" Meö byggingu hafnarinnar í Straumsvík og álbræðslu ISAL hefur skapast mikilvæg stóriðjuaðstaða á Straumsvíkursvæðinu. Þróunar- möguleikar þar byggjast á hinni góöu höfn, nálægð við háspennta raforku, nægjanlegu vatnsmagni, er talið er fullvist að fáist meö borun- um, auk þess sem hraunið er gott land undir byggingar, miöaö við nútíma-byggingartækni og tæki. öll þessi atriði, ásamt möguleikum á gufuorku af Krísuvikur- eða Trölla- dyngjusvæði gera Straumsvíkur- svæðið kjörið til ýmiss konar at- vinnurekstrar, og þá einkum stór- iöju.” Sömuleiöis skal vitnað í skýrslu um staðarval fyrir orkufrekan iðnaö, bls. 55, um hafnarskilyrði í Straums- vík, þar sem segir: „Höfnin viö ál- verið í Straumsvík er sú höfn á landinu sem getur tekið viö stærstum flutningaskipum:” Þar segir einnig, á sömu blaðsíöu og í sama blaði um landrými: „I tengslum við mögulega hafnar- aðstöðu koma einkum tvö svæði til greina fyrir meiriháttar umsvif, Straumsvík, sunnan Hafnarfjarðar, og Geldinganes, noröan Reykja- víkur.” Þá höfum við þaö, ágætu lesendur þessara skrifa. Þetta snertir mig að sjálfsögðu sérstaklega vegna eignar minnar, Þýskubúðar, þama viö Straum (miðsvæöis vestan megin), í víkinni á móti ISAL-verksmiöjunni. Og það kemur fleirum við en mér, svo sem lóöa- og landeigendum yfir- leitt, og þá einnig þeim sem hafa verið plataðir til að selja slíkar eignir á fáránlegu verði. I því sambandi má nefna svokallaða „sölu” á Bala í Garðahreppi sem fór fyrir gjafverö. Svo og Straumsvíkur- land allt (nema Þýskubúð) sem ligg- ur allt að Trölladyngju á sama hátt og jörðin Öttarsstaðir. Þetta land, Straumsvíkurlandið, fengu þeir í Hafnarfirði fyrir aumkunarvert verð. Þessi tvö dæmi voru á sínum tíma, og eru enn, hneykslunarverð mál. Eignarnámsheimild ómark Menn eru hættir að taka mark á eignaraámsheimild ríkisins á löndum og jörðum. Það á ekki lengur aö vera hægt að nota sér pólitískt aðstöðuvald ríkis og bæjarfélaga til að hrifsa til sín eigur manna og ætla síðan að fá út úr því margfaldan ofsagróða sem framlag sitt sem hlut- hafaaðild, t.d. í formi hlutabréfa í stóriöjunni sem þarna kemur. Oftast núorðið hefur mönnum tekist að semja nokkuð réttlátlega, svo sem í Svartengis-málinu fræga viö Grindavík, sem er að ég held dæmigert um skilning og óvefengjanlegan rétt eignaraðila. Þetta á eftir að reyna á um eign mína við Straumsvík — og einnig skal á það minnst að lóðir eða lönd viö sjó eru 50% verðmeiri en önnur lönd. Auk þess fylgja réttindi út í miðja víkina (60 faðmar eöa 120 metrar). Eg hefi þegar rætt við forsvars- menn Hafnarfjarðar og Garöa- hrepps. Eg vil ekki nefna tilboösverð Hafnarfjarðarstjómar því það yrði þeim til minnkunar og er í rauninni hlátursefni. Það þarf aö stokka þessa ungu menn upp, ef svo mætti segja. Eg ræði ekki framar við þessa ,,for- sjálu” menn, aðöllu óbreyttu. Kjallarinn PÁLL HANNESSON, Húsverð fyrir eign Eg tel mig knúinn til að upplýsa þessa hluti nánar. Það þarf ekki endilega aö vera launung á mínu tilboði. Eg vil fá húsverð fyrir eign mína við Straum. Þetta er ekkert mál — eins og sagt er oft núorðið. Það er allt og sumt fyrir verðmesta land og höfn á Islandi. Nánar tilgetiö þá vil ég fá upp- byggt og tilbúið hús í Balalandi, ein- mitt í kálgarðinum þar við sjóinn (þar sem er lítil tjörn fyrir framan), í skiptum, eins konar makaskiptum, og jafnstórt land og mitt, eða tvo hektara. Þetta er að vísu í Garða- hreppslandi, en Hafnarfjörður hefur þegar látið byggja út fyrir sín mörk, Balalandsmegin af einhverjum ástæðum, þarna fyrir ofan, þar sem eru dvalarhús aldraðra. Það er því nú þegar komið fordæmi, þrátt fyrir skipulagsteikningar til ársins 2000. Við því hefur enginn sagt orð. Það sem þeir í Hafnarfirði og Garðahreppi þurfa aö gera er aö skiptast á byggingarlóöum í vinsemdar-samkomulagi. Þegar á þetta allt er litið nánar þá er þetta talsvert mál en ekki ekkert mál, eins og ég sagði hér að f raman. Náist ekki samstaða milli Hafnarfjarðarbæjar og þeirra í Garðahreppi í þessum lóðaskiptum (eöa makaskiptum) þá mun eg hafa tal af ráöherra sem hefur með svona málefni að gera. Ég hefi mikla tiltrú á ráðunevtum yfirleitt, og þá einkum fjármála- ráöuneytinu, og vil ég hér með (þó að það komi þessu lóðamáli kannski ekki við) þakka þessu ráðuneyti fyrir hugulsamt viðurkenningar- og þakkarbréf, sem var einnig tillits- samt og ánægjulegt, fyrir rúmlega 40 ára þjónustu að tollgæslumálum, fyrst úti á landsbyggöinni og svo síöari árin í Reykjavík, undir aöal- stjórn fjármálaráöuneytisins alla tíð, ásamt nokkrum tollstjórum og tollgæslustjórum. Aftur að sama efninu: Eg treysti líka á að þingmaöur Gullbringu- og Kjósarsýslu, Matthías Mathiesen, nú viðskiptaráðherra, en fyrrum (og þá) yfirmaður minn, sem ráðherra fjármála, — að hann liðsinni mér og sé þessu áformi mínu samþykkur. Hann þekkir Þýskubúð frá sínum unglingsárum. Samningar Ef allt stendur fast eins og nú, þrátt fyrir væntanlegan liðstyrk góðra manna, mun ég reyna að semja sjálfur leynilega við væntan- legt stóriðjufyrirtæki, sem til greina getur komið þama, þó síðar verði. Þýskubúöarlandið (og bæinn meö) getur Hafnarfjarðarbær fengiö strax og samningur okkar í milli hefur verið undirritaöur. Þá eiga þeir alla Straumsvíkina og allt hraunland þar til hvers konar framkvæmda, svo sem stóriðju, og fá þetta allt fyrir sáralitla upphæð. Framkvæmdir við húsið, sem þeir byggja að Bala fyrir mig, geta þeir látiö einhverja verk- taka á vegum bæjarins annast, gjaman í áföngum. Og þetta má taka eitt til.tvö ár. Um skipulag allt, svo sem vegarspotta, vatnslagnir og frá- rennsli og annað tilheyrandi geri ég ráð fyrir að Garðahreppur annist, vegna væntanlegs byggðakjarna þarna að Bala, sem ég hefi nefnt áður. Eg mun sakna Þýskubúðar og gamla bæjarins, sem ég hefi átt í 25 ár, og haft aðeins kostnað af eigninni en enga vexti eða hlunnindi. Páll Hannesson. FYRRV. TOLLFULLTRÚI • „Menn eru hættir að taka mark á eignar- námsheimild ríkisins að löndum og jörð- um. Það á ekki lengur að vera hægt að nota sér pólitískt aðstöðuvald ríkis og bæjarfélaga til að hrifsa til sín eigur manna...”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.