Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1984, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1984, Blaðsíða 18
18 DV. FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER1984. Menriing Menning Menning Menning „Eg vildi bara Þórberg” Gylfi Gröndal: VIÐ ÞÓRBERGUR. Setberg, 1984. Margrét Jónsdóttir hefur veriö þjóö- sagnapersóna eina þrjá eöa fjóra síðustu áratugi, ekki aðeins fyrir þaö aö hún var eiginkona Þórbergs, þó aö þaö hafi vafalaust veriö kveikjan, heldur fyrir eigin geröarþokka, sem ekki lét aö sér hæöa. Hún átti það meira aö segja til aö stela senunni frá meistaranum, en þaö sáu menn líka, aö þá var fáum betur skemmt en hon- um sjálfum. Vmsar sögur voru sagöar til gamans en ætíö í elskusemi um þau hjónakornin, t.d. gekk þaö eitt sinn staflaust, aö Þórbergur heföi ekkert getaö skrif aö í æöri stíl ein tvö eða þr jú ár, af því aö hann haföi meira en nóg aö gera sem hjálparkokkur Margrét- ar og ritari viö kökubækur hennar. Þetta var svona viöleitni manna til þess aö taka undir viö Þórberg sjálfan \ I. O. G. T. ALMENNUR BORGARAFUNDUR um stefnuna í áfengismálum veröur haldinn laugardaginn 8. desember nk. aö Hótel Loft- leiðum, Kristalsal, og hefst kl. 14.00. Frummælendur veröa: Páll Sigurðsson ráöuneytisstjóri. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi. Lárus Ögmundsson deildarstjóri. Guömundur J. Guömundsson, form. Verkamannasambands Islands. Fundarstjóri verður Páll V. Daníelsson. Stórstúka íslands. Átak gegn áfengi. Bókmenntir Andrés Kristjánsson í hans stíl. En allir vissu að þetta var perluhjónaband á sína vísu, og þegar meistarinn var allur geröu menn sér ljóst, aö þjóöin átti Margréti ómældar þakkir að gjalda fyrir þaö sem hún haföi verið Þórbergi Þórðarsyni. En þetta haföi henni tekist af því aö hún var sjálf mikillar og óvenjulegrar gerðar, átti þetta ólgandi lífsfjör, eitil- höröu hreinskilni, listatök á Lífsgamn- inu og auövitaö margt, margt fleira, og þess vegna varö lífið hérna megin Þórbergi þetta ágætis kompaní viö Margréti meöan hann beiö eftir hinu. Þannig varö Margrét stór af sjálfri sér í félagi viö Þórberg. Hún er því enn 4 15 V/fclV JÓLABLAÐ - 96 SÍÐUR — ÓBREYTT VERÐ! SÍÐASTA VIKA VAR METSÖLUVIKA! * * ★ ♦ * meðal efnisí ÞESSARI VIKU: GREINAROG VIDTOL. 4 Hvernig ris hús úr rústum? Kíkt r rusiuin_______í tv*r íbúöir i húsi viö Karastig .em var nsestum riEiö möur og byggt upp aö nyju. 12 Jólasnyrting — b*öi tyrirtvitugaog iertuga. „ Myndlistarkonan Gerl, - v,»ul vi# Gerlu sam W«r >U6,6, ströngu aö undanförnuviö leikmynda- og bumngagerö. 18 Heima er best á jólunum — eöa hvaö? 22 Jólaspiliö ómissandi. 28 Jólaleikir fyrir alla fjölskylduna.-- 36 Jólaföndur — jólagjafir. 44 Geföumérgottiskóinn.____________— 46 JólatiskanersannköUuölúxustiska. 52 Jólahennsókn til Más Egilssonar og CSninar Steingruns- dóttur. eigenda Kosta Boda. 66 Daliogdiskódrottningin. ______________ 76 Vinsælustu sápuóperurnar á yídeóleigunum. SOGUR: 24 Jólasmásagan: 12viöborÖiö. ----- -------------- 58 VIKAN og tilveran: Dularfulli kunningi minn. London. 60 Willy Breinholst: I þa gömlu gOOu daga þeg.r m.Our b,r viröingu fyrir yfirboöurum sínum. —*-------- 6» Framhaldssagan: Astir Eirunu — 8. hluti. 86 Jólabamasaga: ÆvintýriOumhvítaiólasveimnn, FAsffRLlÐlR,___________________----------------------— 8 Mvndirlesenda._________________________________ 32 JólaeldhúsVlKUNNAR: Jólamorgunveróur. 3, Vísifid,: Keisar, þjóósógunnar tfprUPP *grof.nnl.--- 65 Draumar. -------------------------------- 76~FJöÍskyIdumál: Hvemiglíöurþérivinnunni.-------------- 92 Popp: QfvirkinnGiorgioMoroden^^^^^^^^^^^^ MISSIÐ EKKI AF JÓLAVIKUNNI! Auglýsingin þín skilar Vikan, auglýsingar. * 4- * 3fe sér í Vikunni. forvitnileg persóna, oröin hálfníræö. Bókarefni — jú ætli ekki þaö. Enginn hefur þurft aö segja Gylfa Gröndal þaö, þegar hann gekk til fundar viö hana og bað um spjall og fékk svariö: „Og þaö er aldrei aö vita nema ég geti logið einhverju í þig. ” Og nú er bókin þeirra komin út. Hún er engin handaskömm. Gylfi hefur ekki sest meö neinu húsbóndavaldi gegnt Margréti, heldúr brynjast auö- mýkt og alúö. Eg kann aö vísu ekki mikil skil á tungutaki Margrétar, en ég er illa svikinn ef það kemur ekki prýöi- lega í gegn í bókinni. Þaö sýnir sam- kvæmnin allt til loka. Þetta er ekki aðeins bráöskemmtileg bók heldur líka stórfallega skrifuö. Þótt bókin heiti Viö Þórbergur, eins og vel hæfir, þá er Margrét svo sem ekki alltaf utan í Þór- bergi. Hún kann frá mörgu öðru fólki aö segja og þaö tæpitungulaust, og þó að hún segi þaö fullum hálsi, aö hún hafi ekki viijað neitt nema Þórberg, þykir henni líka vænt um f jölda annars fólks, ekki síöur það sem hún segir til syndanna ómyrkum oröum. Þessi bók er ekki nema rúmar 200 bls. og letur gisið, auk þess mikil víðátta undir myndum, en samt segir hún frá ótrúlegum f jölda atvika og er því „löng” í þess orðs besta skilningi. Þarna kemur afarvel aö gagni hinn setningastutti og málskrafslausi frá- sagnarstíll Gylfa. Þetta er alltaf sam- tal, en Gylfi kann þá list aö láta glitta í spurningarnar, svo að þær eru ætíö nærstaddar, þótt þær þurfi ekkert rúm á pappírnum. Kaflarnir eru stuttir og bera lýsifyrirsagnir, oft forvitnilegar eöa jafnvel svolítið kitlandi. Þaö er rétt sem Margrét segir snemma í spjallinu, að þarna er „eng- in ævisaga sögö, hvorki mín né Þór- bergs”. En víöa er komið viö. Mætti jafnvel segja að farið sé úr einu í annað og mörgu ægi saman. En samt missa þau Gylfi og Margrét aldrei af línunni, sem heldur öllu saman. Þau eru satt að segja óteljandi þessi skemmtilegu atvik og hnyttnu oröaskipti, sem fljúga þarna upp í fangið á lesandanum. Ymislegt skýrir og skilgreinir betur myndina, sem viö eigum af Þórbergi, og aö því leyti er bókin ómetanlegt framlag. Þaö er til aö mynda ekki ónýtt að fá á blað lýsingu Margrétar á sálufélagi Þórbergs við þá Vilmund landlækni, Nordal, Kristin E., Ragn- ar í Smára, Matthías, séra Áma, Skottu og Lillu Heggu, svo aö nokkrir séu nefndir. Frásagnir Margrétar af dulrænni reynslu hennar eru mikiö ívaf í bók- inni. Þessi dulrænu fyrirbæri eru af mörgu tagi og gerast jafnt í hugai'- heimi sem eldhúsinu. Ymislegt er býsna áþreifanlegt, svo sem þegar ein- hver ósýnileg vera hitaði kaffiö handa Þórbergi. En þaö er annars sama hvar boriö er niöur í bókinni. Þaö er veisla á hverri blaösíöu — og stundum margar kökusortir. Margrét segir, aö áratug- urinn síöan Þórbergur lést séu henni glötuö ár. Þó segist hún ekki kvarta yfir neinu, því aö hún lifir í glaðri til- hlökkun um nýtt brúðkaup með Þór- bergi og endar bókarspjalliö við Gylfa með þessum oröum: „Þaö var bjargföst sannfæring Þór- bergs, aö þegar hann burtsofnaöi úr þessum heimi, mundi hann samstundis vakna til nýs lífs á öörum staö. Eg trúi því líka. Eg er viss um, að viö hittumst aftur hinum megin, og hann tekur vel á móti mér, þegar minn tími kemur. Eftir því bíð ég og hlakka til”. Þaö er ekki ónýtt að endurheimta þannig æsku sína í ellinni, þótt fæturnir séufarniraðbila. Myndaefni bókarinnar er mikið og fjölskrúöugt og vel til þess vandað. Eg nefni sérstaklega allar dráttmyndirn- ar af Þórbergi, verk ágætra lista- manna. Þaö er fengur að því aö hafa þær þarna í samfylgd og gaman að bera þær saman. Þess er vert aö geta hve bók þessi er fallegur prentgripur, þótt hún sé engin skrautskrína. Og nafnaskrá fylgir — að sjálfsögöu. Vanti ykkur skemmtilega bók, góðir hálsar, þá er hún hér. A.K. Fífldjarfur barnaleikur Sjáðu, Madditt, það snjóar! Eftir Astrid Lindgren, myndir eftir lion Wik- land, Þuríður Baxter þýddi. Útgefandi: Mál og menning, 1984. Madditt og Beta systir hennar eru uppátektasöm stelpustýri, afkvæmi skáldkonunnar Astrid Lindgren sem mun einhver ástsælasti barnabóka- höfundur sem nú er uppi. Sjáöu, Madditt, það snjóar! segir frá fyrsta snjónum á Sólbakka og undirbúningi jólanna. Þar skiptast auðvitaö á skin og skúrir. Madditt fær kvef og getur ekki farið í bæinn aö kaupa jólagjafir eins og Beta, en fær í staöinn að baka piparkökur þegar hún hressist. Þaö er einmitt í bæjartúrnum sem helsta ævintýri bókarinnar gerist. Beta stendur auövitaö í ströngu viö innkaupin en svo veröur hún aö bíöa' fyrir utan leikfangabúðina meöan Alla vinnukona kaupir jólagjöfina handa henni. Og þrátt fyrir fögur loforö um að halda kyrru fyrir á gangstéttinni við búðargluggann stenst Beta ekki þá freistingu að fá sér ókeypis far með sleða eins bóndans sem brugðið hefur sér í kaupstaðinn. Gústi litli Sveins kallar hana nefnilega smábarn og hrópar aö hún þori örugglega ekki að standa aftan á hestasleða. Dirfska Betu dregur hins vegar dilk Bókmenntir Solveig K. Jónsdóttir á eftir sér því bóndi á heima langt úti í sveit, eins og bændum er titt, og þegar hann verður var viö laumufar- þegann setur hann krakkakrílið bara af einhvers staöar langt úti í skógi. Mannfýlan hefur líka drukkið sig fulla í kaupstaöartúmum og sér ekki betui en krakkinn geti gengið heim rétt einí og hann gat hengt sig aftan á sleðann En maður verður ekki stór af því að gera hættulega hluti og í skóginum kemst Beta aö því hvað fífldirska getur kostað. Sagan af uppátækjum stelpunnar Betu getur án efa vakiö marga litla ofurhuga til umhugsunar og hentar ágætlega börnum fram til 10—11 ára aldurs. Sjáðu, Madditt, þaö snjóar! er öll litprentuð og myndir Ilon Wikland ákaflega rórnantískar og heillandi. Þýöing Þuríöar Baxter er slétt og felld og um snilli Astrid Lindgren þarf enginn aö efast. -SKJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.