Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1984, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1984, Page 23
DV. FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER1984. 31 Keppnisferðalagið sem seint eða aldrei gleymist — íslenska landsliðið í handknattleik vakti alls staðar mikla athygli, jafnt innan vallar sem utan, í Danmðrku og Noregi Það heíur víst ekki farið fram- hjá neinum íslendingi að landslið okkar í handkuattleik er nýkomið úr keppnisferðalagi frá Dan- mörku og Noregi. Það sem fyrst og fremst gerir þessa keppnisferð frábrugðna öðrum slikum er að árangur landsliösins í þessari ferð var betri en oftast áður. Það voru margir sem bjuggust við góðum árangri í þessari ferð en fáir ef nokkur bjóst við því að árangurinn yrði eins góður og raun varð á. Baunarnir afgreiddir á penan hátt Fyrst var haldið til Danmerkur og það er vart hægt að lýsa þeirri tilfinn- ingu að vera viðstaddur þegar Danir eru aö velli lagöir á sínum heimavelli. Það hefur alltaf verið stærsti draumur okkar að sigra Dani og gildir þá einu máli í hvaða íþróttagrein er verið að keppa hverjusinni. Það var því mjög gaman að ræða viö Leif Mikkalsen, þjálfara Dana, eftir leikinn. Honum var greinilega brugðið „Sjáðu sæta slifsið mitt.” Þorgils Óttar Mathiesen er stoltur af FH- bindinu sínu. Myndin er tekin á Fornebu flugvelli í Osló fyrir heimferðina til íslands. C—15 FERÐATÆKI og það var broslegt að hlusta á hann buna út úr sér svívirðingum um ís- lensku leikmennina. Þeir kynnu ekkert fyrir sér í handknattleik en væru hins vegar í fremstu röö í hnefaleikum sem er ein fárra greina íþrótta sem er bönnuð á íslandi. Það eitt fannst mér sýna hæfileika landans, þegar íþróttir eru annars vegar, að geta verið í fremstu röð í íþróttagrein sem bannað er að iðka á Islandi. Þetta bull Leifs er auðvitað algert Lundareykjadalskjaft- æði. Jafnteflið gegn Dönum í síöari leikn- um var lítil sem engin sárabót fyrir Danskinn en eins og margir leikmanna íslenska liðsins sögðu eftir leikinn var jafntefli þetta sigur fyrir okkur og ekk- ertannað. Rútuferðir og aftur rútuferðir og í Kaupmannahöfn Frá Horsens á Jótlandi, þar sem síð- ari leikurinn gegn Dönum fór fram, var haldið í rútubíl til Kaupmanna- hafnar og var það langt ferðalag og þreytandi. Komið var til Köben um þrjúleytið um nóttina. Vöknuðu ferða- langar gersamlega er þeir stigu í mesta sakleysi út úr rútunni fyrir framan hótel það sem átti aö dvelja á þegar gamall maður var sleginn í göt- una og rændur svo til fyrir framan augun á okkur. Sló óhug á hina heiðar- legu íbúa frá Fróni og hver og einn hugsaði um að koma sér sem fyrst inn fyrir dyr hótelsins og í bæliö. Lítill svefn, ein rútuferðin enn og erfiður landsleikur Snemma morguns var haldið á Polar Cup í Noregi. Flogið var til Osló, stærsta sveitabæjar í heimi, og þaðan ekiö í langferðabifreiö um klukku- stundar akstur til Drammen. Þangað var komiö skömmu eftir tvö og leggja skyldi af stað í fyrsta leikinn í Polar Cup klukkan fjögur. Og enn ein rútu- ferðin var framundan, nú í tvær klukkustundir. Leikið var gegn Italíu og þeir gersigraðir og aö vörmu spori haldið í tveggja tíma rútuferð til Drammen. Daginn eftir var haldiö í rútubíl í leikinn gegn Austur-Þjóðverj- um og lagt af stað um miðjan dag. Furðulegt hvað strákarnir náðu góðum leik þegar tillit er tekið til strangra feröalaga dagana áður. Þaö fór ekki mikiö fyrir Bogdan landsliðsþjálfara á leiðinni heim til íslands. Alla leiðina sat hann hinn rólegasti og las pólska blaðið Poltyka og áhuginn leynir sér ekki. Stereoútvarp / segulband með FM, langb., miðb. og stuttb., 5 banda tónjafnari og 2 way losanlegir hátalar- ar. Verð kr. 13.658 stgr. Landsliðshópurinn stórkost- legur Ég þakka guði og góðum mönnum fyrir að hafa fengiö aö fylgjast með landsliöinu í þessari skemmtilegu keppnisferð. Hvar sem íslenski hópur- inn kom var hann landi og þjóö til mik- ils sóma, samheldnin, metnaðargirnin, hungrið í að gera meira en sitt besta skein úr andliti hvers manns. Það eina sem skyggði á þessa annars skemmti- legu ferö voru helvítis rútuferðirnar enda langferðabílar í dag ekki byggðir fyrir íþróttamenn hvað þá fuilvaxna karlmenn. Þaö sem hins vegar gerir þessa keppnisferð öðru fremur ógleymanlega er frábær árangur, lík- lega sá besti sem íslenskt landslið hef- ur náð. Nú er þaö skylda hvers unnanda íþrótta að styðja við bakið á landsliðs- mönnum okkar og troðfylla Laugar- dalshöllina og íþróttahúsið á Akranesi um helgina og hvetja íslenska liðiö til sigurs. Stefán Kristjánsson. Hann hreifst mjög af leik íslenska liðsins. „ísland hefur á að skipa einu besta landsliði í heiminum í dag. Það er greinilegt að Bogdan er að gera stóra hluti með liðið,” sagði Roberto Roberti, fararstjóri ítalska landsliðsins, á Polar Cup. VTCM20 MYNDSEGULBAND Fyrsta flokks BETA mynd- segulbandstæki með þráð- lausri fjarstýringu. Verð aðeins kr. 39.900 stgr. Myndir ogtexti: Stefán Kristjánsson RAFMAGNSRAKVÉLAR Verð frá kr. 1.735. Gunnar Ásgeirsson hf. Suðuríandsbraut 16 Simi 9135200 t. t J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.