Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1984, Blaðsíða 32
40
DV. FÖSTUDAGUK 7. DESEMBER1984.
INNLÁNMEÐ
SÉRKJÖRUM
Aiþýðubankinn:
Stjörnureikningar
Lífeyrisbók
Sérbók
Stjömureikningar eru fyrir 15 ára og yngri
og 65 ára og eldri. Innistæöur þeirra yngri eru
bundnarþartilþeirverða fullra 16ára. 65—74
ára geta losað innistæður með 6 mánaða fyrir-
vara, 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrir-
vara. Reikningamir eru verðtryggðir og bera
8% nafnvexti.
Þriggja stjörnu reikninga er hægt að stofna
með minnst 500 þúsund króna innleggi. Upp-
hafsinnlegg og hvert viðbótarinnlegg er bund-
ið í tvö ár. Reikningamir era verðtryggðir og
með 9% nafnvöxtum.
Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá líf-
eyrissjóðum eða aimannatryggingum. Inni-
stæður eru óbundnar og nafnvextir era 24%.
ársávöxtun 24%. Þessi bók er óverðtryggð.
Sérbókin fær strax 23% nafnvexti. 2%
bætast við eftir hverja þrjá mánuði sé
innistæða óhreyfð. Ársávöxtun getur þannig
orðið 28,6%. Bókin er óbundin en óverðtryggð.
Búnaðarbankinn:
Sparibók með sérvöxtum
Sparibókin er óbundin með 28% nafnvöxt-
um og 28% ársávöxtun, sé innistæða óhreyfð.
Vextir era færðir um áramót og þá bomir
saman við vexti af 6 mánaða verðtryggðum
reikningum. Reynist þeir gefa meiri ávöxtun
er mismun bætt á sparibókina.
Af hveri úttekt dragast 1,8% í svonefnda
vaxtaleiðréttingu. Sparibókin skilar því ekki
arði nema innistæða standi í minnst tvo mán-
uði óhreyfð.
Iðnaðarbankinn:
IB-bónus
Á tvo reikninga í bankanum fæst bónus.
Overðtryggðan 6 mánaða sparireikning meö
23,0% nafnvöxtum og verðtryggðan reikning
með 6 mánaða uppsögn og 3,5% nafnvöxtum.
Bónusinn er 3,0% í báðum tilvikum.
Fullur bónustimi er hálft almanaksárið.
Hann tekur þó gildi strax og reikningur er
stofnaður og gildir til loka viðkomandi
misseris, sé ekki tekið út. Síðan verður reikn-
ingurinn að standa án~úttektar allt næsta
misserí til þess að bónusréttur haldist.
Arsávöxtun á óverðtryggða reikningnum
með fullum bónus er 27,7%. Hægt er að breyta
í verðtryggingu með sérstakri umsókn.
Landsbankinn:
Kjörbók
Kjörbókin er óbundin með 28% nafnvöxtum
og 28% ársávöxtun sé innistæöa óhreyfð.
Vextir era færðir um áramót og þá bomir
saman við ávöxtun 6 mánaða verðtryggðra
reikninga. Reynist hún hærri er mismun bætt
á kjörbókina.
Af hverri úttekt dragast 1,8% í svonefnda
vaxtaleiðréttingu. Sparibókin skilar því ekki
aröi nema innistæða standi í minnst tvo mán-
uði óhreyfð.
Samvinnubankinn:
Hávaxtareikningur
Innlegg ber stighækkandi vexti. 17% fyrstu
2 mánuðina, 3. mánuðinn 18,5%, 4. mánuðinn
20,0%, 5. mánuðinn 21,5%, 6. mánuðinn 23,0%,
eftir 6 mánuði 24,5% og eftir 12 mánuði 25,5%.
Sé tekið út standa vextir þess tímabils það
næsta einnig. Hæsta ársávöxtun er 27,1%.
Vextir eru færðir hvert misseri og bomú-
saman við ávöxtun 6 mánaða verðtryggðra
reikninga. Sé hún betri færist munurinn á
hávaxtareikninginn.
Útvegsbankinn:
Ábót
Vextir eru 17% nema þá heila almanaks-
mánuði sem innistæöa er óhreyfö. Þá reiknast
hæstu vextir i gildi í bankanum á
óverðtryggðum reikningum, nú 24,7%, sem
gefur 26,2% ársávöxtun sé innistæða óhreyfð
allt árið.
Mánaðarlega er ávöxtun 3ja mánaða verð-
tryggðs sparireiknmgs borúi saman við
óverðtryggðu ávöxtunina. Reynist hún betri
færist munurinn með vöxtum á ábótina í árs-
lok.
Verslunarbankinn:
Kaskó
Þetta era óbundnar sparisjóðsbækur með
17% nafnvöxtum. 31. desember ár hvert er
bætt viö uppbót sem jafngildir hæstu ávöxtun
innlána eúis og hún hefur verið í bankanum
það ár. Uppbótartímabil era þrjú, janúar —
apríl, mai — ágúst og september — des-
ember.
Uppbótnrréttur skapast við stofnun
reiknings og stendur út viðkomandi tímabil sé
ekki tekið út. Rétturinn gildir síðan hvert heilt
tímabil, enda sé ekki tekið út. Ef tekið er út
gilda sparisjóðsbókarvextir allt viðkomandi
tímabil.
Sparisjóðir:
T rompreikningur
Á reikningúin færast hækkandi vextir sé
innistæöa óhreyfð. 17% fyrstu 3 mánuðina,
4.-6. mánuð 20,0%, eftir 6 mánuöi 24,5% og
eftir 12 mánuði 25,5%. Hæsta ársávöxtun er
27,1%.
Ef innistæða er óskert í 6 mánuði er ávöxtun
borin saman við ávöxtun 6 mánaða verð-
tryggðs reiknings. Sé hún betri færist mmA
urinn á trompreikninginn.
Nafnvextir,
ársávöxtun
Nafnvextir eru vextú' í eitt ár og reiknaðir í
emu lagi yfir þann tíma. Reiknist vextir oftar
á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin
verður þá hærri en nafnvextirnir.
Ef 1.000 krónur liggja inni í 12 mánuöi á
24,0% nafnvöxtum verður innistæðan í lok
þess tíma 1.240 krónur og 24,0% ársávöxtunúi
íþvítilviki.
Liggi 1.000 krónur úini í 6+6 mánuði á 24,0%
vöxtum reiknast fyrst 12% vextir eftir sex
mánuöina. Þá er ínnistæöan komúi 1.120 krón-
ur og á þá upphæð reiknast 12% vextir seinni
sex mánuöina. Lokatalan veröur þannig kr.
1.254.40 og ársávöxtunin 25,4%.
Dráttarvextir
Eftirfarandi reglur gilda nú um dráttar-
vexti í reikningsviðskiptum:
Þegar kunngerðú- skilmálar era fyrir hendi
er hámark dráttarvaxta frá eindaga til
greiðsludags 2,75% á mánuði eða fyrir brot úr
mánuði. Vaxtavextir reiknast ekki nema van-
skil standi lengur en 12 mánuði, þá 2,4% á
mánuði. Sé dagvöxtum beitt miðast þeir við
33,0% áári.
Af verðtryggðum og gengistryggðum skuld-
bmdingum eru dráttarvextú' 5% á ári til við-
bótar samningsvöxtum þegar verðtryggingu
eða gengistryggmgu er haldið á skuldinni
sjálfri.
Þegar sérstakir skilmálar eru ekki fyrú-
hendi er heimilt að reikna dráttarvexti jafn-
háa og vexti á 12 mánaða sparireikningum.
VEXTIR BANKfl OG SPARISJÚÐA1%)
INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM SJA SERLISTA S i 1 “ 3 § 1 1 X -m 41 f 1 1 § 11 11 íí | 11 ll > 1 ll
INNLÁN ÖVERÐTRYGGD
SPARISJÖOSBÆKUR Öbundin innstæða 17.00 17.00 17.00 17.00 17.00 17.00 17.00 17.00 17.00 17.00
SPARIREIKNINGAR 3ja mánaóa uppsögn 20.00 21.00 20.00 20.00 20.00 20.00 20.00 2000 20.00 20.00
6 mánaða uppsögn 24.50 26.00 24.50 24.50 23.00 24.50 23.00 25.50 24.50
12 mánaöa uppsogn 25.50 27.00 25.50 24.50 25.50 24.70
18 mánaða uppsögn 27.50 29.40 27 50
SPARNAÐUR LÁNSRÉTTUR Sparað 3-5 mánuði 20.00 21.00 20.00 20.00 20.00 20.00 20.00 20.00
INNLANSSKlRTEINI Sparað 6 mán. og meira 23.00 24.30 23.00 20.00 23.00 23,00 23.00
TÉKKAREIKNINGAR Til 6 mánaða 24.50 26.00 24.50 24.50 24.50 24.50 24.50 24.50 24.50’1
Ávisanareámngar 15.00 12.00 12.00 12.00 12.00 12.00 12.00 12.00
Hlaupareámngar 9.00 12.00 12.00 12.00 9.00 12.00 12.00 12.00
INNLÁN VEROTRYGGÐ
SPARIREIKNINGAR 3ja mánaða uppsögn 4.00 3.00 300 2.00 4.00 2.00 3.00 2.00 4.00
6 mánaða uppsógn 6.50 5.50 6.50 3.50 6.50 5.00 6.00 5.00 6.5021
INNLÁN GENGISTRYGGD
GJALOEYRISREIKNINGAR BandaríkjadoRarar 9.50 9.50 9.50 9.50 9.50 3.00 9.50 9.50 9.50 9.50
Sterlmgspund 9.50 9.50 9.50 9.50 9.50 8.50 9.50 9.50 9.50 9.50
Vestur þýsk mörk 400 4.00 4.00 4.00 4.00 4.00 4.00 4.00 4,00 4.00
Danskar krónur 9.50 9.50 9.50 9.50 9.50 8.50 9.50 9.50 9.50 9.50
ÚTLÁN ÓVEROTRYGGO
ALMENNIR VÍXLAR (forvextir) 24.00 23.00 23.00 24.00 23.00 23.00 24.00 24.00 24.00
VKJSKIPTAVÍXLAR (forvextir) 24.00 24.00 24.00 2400
ALMENN SKUIOABRÉF 26.00 26.00 25.00 26.00 25.00 26.00 26.00 26.00 26.00
vkjskiptaskuldabrEe 28.00 28.00 28.00 28.00 28.00
HLAUPAREIKNINGAR Yfirdrátlur 26.00 25.00 24.00 26.00 24.00 25.00 26.00 26.00 25.00
ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ
SKULDABRÉF Að 2 1/2 ári 7.00 7.00 7.00 7.00 7.00 7.00 7.00 7.00 7.00
Lengri en 2 1/2 ár 8.00 8.00 8.00 8.00 8.00 8.00 8.00 8.00 8.00
ÚTLÁN TIL FRAMLEIÐSLÚ
VEGNAINNANLANOSSÖLU 18.00 18.00 18.00 18.00 18.00 18.00 18.00 18.00 18.00
VEGNA ÚTFLUTNINGS SDR reiknimynt 9.75 9.75 9.75 9.75 9.75 9.75 9.75 9.75 9.75
DRÁTTARVEXTIR
2.75% A MANU0I 33.00 33.00 33.00 33.00 33.00 33.00 33.00 33.00 33.00
1) Sparsjódui Hafnarfjaróar, Sparisjóéur Vestmannaeyja og Sparisjóður BolungarvíVut bjóóa 25.50% nafnvexti meó hæstu ársávöxtun 27.10%.
2) Sparisjóóur BohmgarvíVur býóur 7% nafnvexti.
í gærkvöldi
í gærkvöldi
Daglegt mál
Siguröur G. Tómasson var óvenju
skörulegur í þættinum um daglegt
mál í gærkvöldi. Þaö lá meira aö
segja viö aö hann segöi aö vit-
leysurnar sem hann nefndi væru vit-
leysur. Undanfarið hafa ýmsir ungir
menn séð um Daglegt mál og talið
það skyldu sína að staglast á því aö
ailt sé i heiminum afstætt, vitlaust
mál ekki til undir sólinni og ekki
megi sporna við sjálfstæðri þróun
tungunnar. Sigurður sagöi um
þvættinginn sem hann las upp úr
dagblöðunumaö ekki væri ástæöa til
þess að hafa þetta svona. Þaö er
skárra en ekkert.
Aftur á móti vil ég gera athuga-
semd við úrræði hans gegn mál-
leysum í blöðunum. Hann vildi m.a.
auka menntun blaðamanna, sem er
að sönnu gott og gilt en alls ekki ein-
hlítt. Sumir bestu pennar íslenskrar
blaðamennsku hafa litla eða jafnvel
enga framhaldsmenntun að baki og
því varasamt að gera einhver próf að
skilyrði fyrir blaðamannsstarfi (og
þetta segi ég ekki vegna þess að
sjálfur hef ég ekki einu sinni stú-
dentspróf!). Því miður eru margir
þeirra semiokiðhafae.k.fjölmiðla-
námi í hópi verstu bleksóðanna.
Að lokum. Það var gaman að
heyra Sigurð amast við því að fólk
gæfi börnum sínum fleiri en eitt
nafn. Hvað skyldi G-ið í nafni hans
þýða ? Illugi Jökulsson.
Villi Þór rakari:
Ákafur aödáandi bandarísks
sjónvarpsefnis
Eg hlusta aldrei á rás 1. Ég hef
einfaldlega ekki áhuga fyrir nokkru
efni sem þar er á dagskrá. Rás 2
hlusta ég aftur á móti töluvert á og
eru margir þættir ágætir eins og t.d.
morgunþátturinn. Auðvitað líkar
mér ekki öll tónlist sem þar er leikin
en þá slekkur maöur bara og setur
segulbandstækið í gang.
I sjónvarpi horfi ég helst á fréttir,
Kastljós og innlenda fréttaskýringa-
þætti. Páll Magnússon fréttamaöur
er í miklu uppáhaldi hjá mér og
finnst mér að gjaman mætti gefa
honum fleiri tækifæri á að taka
stjómmálamennina á beinið. Mér
finnst ekki mikiö variö í framhalds-
þættina sem sjónvarpið er nú meö til
sýninga utan þáttinn „I fullu fjöri”
sem er á mánudagskvöldum. Hann
er alveg ágætur þó að enskur sé. Ég
er nefnilega ákafur aðdáandi banda-
rísks sjónvarpsefnis og finnst það
mun betra að gæðum heldur en efni
frá öðmm löndum. Það er líka hrein
skömm að þessu rússneska, ítalska
og finnska sjónvarpsefni sem sýnt er
í tíma og ótíma. Svo maður tali ekki
umþégarþesslenskarbíómyndir eru
sýndar um helgar, einmitt þegar fólk
áfrí. Þaðá að leyfaþeimfáuein-
staklingum sem hafa gaman af
shkum myndum að koma upp í
sjónvarp og horfa á þær af mynd-
bandi.
Guðbjörg Guðjónsdóttir lést 1. desem-
ber sl. Hún fæddist í Hafnarfirði 2.
ágúst 1917, dóttir hjónanna Guðjóns,
Gunnarssonar og Amfríðar Jónsdótt-
ur. Utför hennar verður gerð frá Hafn-
arfjaröarkirkjuídagkl. 13.30.
Rakatæki
Rakamælar
RAFMAGNSHITA
BLÁSTURSOFNAR
Eggert B. Lárusson skipasmiðameist-
ari lést 1. desember sl. Hann fæddist á
Tindum í Geiradal 16. ágúst 1902. For-
eldrar hans vom þau Lárus Jakobsson
og Anna Bjarnadóttir. Eggert lærði
skipasmíði hjá Báröi G. Tómassyni og
starfaöi hann við skipasmíðar lengst
af. Otför hans verður gerð frá Isaf jarð-
arkirkjuí dagkl. 14.
Elma Björk Guðjónsdóttir, nudd- og
snyrtisérfræðingur, andaðist þriðju-
daginn 4. desember að heimili sínu,
Lokastíg 18.
Andrés Markússon, Engjavegi 73 Sel-
fossi, verður jarðsunginn frá Stokks-
eyrarkirkju laugardaginn 8. desember
kl. 14.
Rebekka Pálsdóttir, Bæjum, Snæ-
fjallaströnd, verður jarðsungin frá
Isafjaröarkirkju laugardaginn 8. des-
emberkl. 14.
Áraý ðlafsdóttir, Borgarvegi 9 Njarð-
vík, verður jarðsungin frá Ytri-Njarð-
víkurkirkju laugardaginn 8. desember
kl. 14.
Tilkynningar
Basar Árnesingakórsins
Árnesingakórinn í Reykjavík starfar af
fullum krafti um þessar mundir. Nú fyrir
jólin verður sungið á ýmsum stöðum, m.a. á
aðventusamkomum, fyrir aldraða í Kópa-
vogi, á Hrafnistu. Undanfarm kvöld hafa kór-
félagar komið saman til að gera laufabrauð,
baka kökur og útbúa lukkupoka. Nk. laugar-
dag mun Ámesúigakórúin í Reykjavík verða í
Austurstræti kl. 14 með basar og syngja
nokkur jólalög fyrir vegfarendur.
Kvennadeild Rangæingafé-
lagsins
Kökubasar og flóamarkaður verður að
HaUveigarstöðum sunnudaginn 9. desember
kl. 14.
Félagsvist í safnaðarheimili
Digranesprestakalls
spUuð verður félagsvist í safnaðarheúniU
DigranesprestakaUs, Bjarnhólastíg 26, Kópa-
vogi, laugardagúin 8. desember kl. 14.20. Auk
venjulegra vinninga gilda aðgöngumiðar sem
happdrættisvinningar.
Gallerí Borg
Síðasta sýningarhelgi á 50 vatnsUtamyndum
Sigurðar Thoroddsens verkfræðings sem lést í
júh' '83. Sýningunni lýkur á mánudagskvöld.
Kvenfélag Breiðholts
Jólafundurúin verður 10. desember í Breið-
holtskú-kju kl. 20.30. Matur og skemmtiatriði.
Konur, munið jólapakkana og jólaskapið.
Mætum allar.
Stjórnin.
Basar
Kvenfélag Oháöa safnaðarins heldur sinn ár-
lega basar laugardagúm 8. desember í
Kirkjubæ kl. 14. Velunnarar kirkjunnar komi
basarmunum eða kökum í Kirkjubæ föstudag
kl. 16—18 eða kl. 10—12 á laugardag.
Rangæingafélagið í Reykja-
vík og kór félagsins
halda fuUveldisfagnað í félagsheimUi Raf-
veitunnar við ElUðaár laugardaginn 8.
desember kl. 20.30. Til skemmtunar verður
félagsvist, söngur og dans.
Jólafundur Kvenfélags
Bústaðasóknar
verður haldinn mánudagúin 10. des. kl. 20.30.
Mætið vel og stundvíslega.
FYRIRLIGGJANDI
Skeljungsbúðin #
SíÖumúla33
símar 81722 og 38125
Framkonur
Jólafundurinn verður íFramheimiUnu mánu-
dagúin 10. desember kl. 20.30. Stjórnin.
Dagsbrún og sjómannafélag-
ið
halda kaffi og spilafund fyrir aldraða félags-.
menn laugardaginn 8. desember kl. 14 í
Lindarbæ.
Litli Kláus og stóri Kláus í
síðasta sinn fyrir jól
Leikritið LitU Kláus og stóri Kláus verður
sýnt í Bæjarbíói, Hafnarfirði laugardagmn 8.
desember kl. 14. Uppselt hefur verið á síðustu
sýnúigar og er þetta síðasta sýning fyrir jól.
Miðapantanú- aUan sólarhrúiginn í súna
46600.