Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1984, Blaðsíða 67
DV. MANUDAGUR17. DESEMBER1984.
67
henni svo í afmælisgjöf. (Og þá er best
aö geta þess aö frægðarorð af fegurð
hennar hafði borist austur á land og
strákar fóru að sjá hana á ýmsum
dansleikjum út um firði þótt hún væri
þar alls ekki, slíkar hillingar og of-
sjónir hefur fegurðin vakið frá örófi
alda). Og nú sagöi stúlkan:
Hvað á ég aö gera við kistilinn,
pabbi, ef ég á enga skartgripi? Svo eru
líka kistlar komnir úr tísku' en tuðrur í
staðinn.
Faðir hennar svaraði engu og hún
héltáfram.
Fegurðin nægir Fógrum konum og er
eini skrautgripurinn sem þær bera. Ef
ég á að geyma eitthvað í kistlinum
geymi ég þar ákvörðunina sem ég tók í
vöggu, þá að pipra.
Meöan á þessum samræðum stóð
voru nokkrir ungir lögfræðingar á
fundi í sameiginlegri lögfræðingastofu
að ræða um stúlkuna, hvernig bæri að
rægja hana og bera út um borgina aö
hún væri eitthvað stórbiluö að neðan,
engum dytti í hug að slíkur óhróður og
rógur gæti runnið undan rifjum lög-
fræðinga. Bragðið átti að neyða
stúlkuna, sem var skólasystir þeirra,
til aö hreinsa sig af slyöruorðinu og
kjarkleysi í karlmannamálum og reka
hana í rúmið, helst með þeim öllum.
Nú fóru þeir að útbúa málið á hendur
henni að hún væri lesbísk. Og meöan
einn þeirra fór í simann til að hringja á
aðra lögfræðistofu til að spyrja hvort
lögfræðingarnir þar hefðu líka heyrt að
hún væri lesbísk, þá var faðir hennar
að sleppa orðinu og sagði:
.1 kistlinum áttu að geyma grát
þinn.
Stúlkan mundi ekki úr hvaða nóbels-
skáldsögu orðin voru komin en hélt
samt áfram að eldast og varð myndar-
legri með hverjum degi sem leið,
fegurð hennar gat ekki orðið meiri og
hún var svo heppin að myndar-
skapurinn tók við af henni, en alltaf
hélt hún samt áfram að vera óskaplega
' pipruö.
Nú víkur sögunni inn á svið
Skáldverk Guðbergs Bergssonar
hafa löngum verið umdeild. Búast
má við að svo verði einnig um bók-
ina Hinsegin sögur.
gamaldags sagna, og þá segir frá því
að stúlkan átti í svefnherbergi sínu
mublu meö mörgum skúffum, hún var
marmarabæst og þar geymdi hún
leyndarmál sín. Og skápurinn sem var
innbyggður í vegginn var sneisafullur
af flíkum sem gráturinn fer í til aö
leyna h'kama sínum. Þama var
einslags grenjandi rigning eins og oft-
ast á sumrin. I klæðaskápnum undi
stúlkan sér á daginn.
Engar sögur fóru síðan af stúlkunni
fyrr en hún varð tuttugu og níu ára, að
hún fékk fyrstu vörtuna. Og allt það ár
var hún að fá fleiri og fleiri vörtur,
ekki aöeins á andlitið, heldur á allan
skrokkinn. Samt hafði hún engar
áhyggjur af ónáttúru húðarinnar
heldursagði hún:
Vörturnar fæla bara karlmennina
frá mér og ganga í Uð með pipmn og
meydómi mínum.
Ekki er að orðlengja það að stúlkan
Eigendur Hildu hf., þau hjónin Tomas og Hanna Holton.
leiðslunni fer á innanlandsmarkað. 80
prósent útflutningsins fer á Banda-
ríkjamarkað en besta verð fæst þar
vegna síhækkandi dollaraverðs.
Eigendur Hildu hf., Tomas og Hanna
Holton, hafa unnið hörðum höndum
þessi tuttugu ár sem liðin eru frá
stofnun fyrirtækisins. Almennt var trú
Islendinga á þeim árum að islenska
ullin ætti ekki mikla möguleika fyrir
sér en tímamir haf a sannaö annað.
Arið 1980 stofnaði Hilda hf. eigin
saumastofu og árið 1979 festi fyrir-
tækið kaup á eigin húsnæði aö Bolholti
6 í Reykjavík en reksturinn fór fram í
leiguhúsnæöi áður. Látið var undan
kröfum timans einnig og allt bókhald
og framleiðsla tölvuvædd. Hilda fram-
leiðir föt á innanlandsmarkað undir
nafninu „Gazella” og er verslun Hildu
ÍBorgartúni22.
Starfsmenn Hildu hf. eru nú um 90
talsins á skrifstofu, saumastofu,
hönnunardeild, útflutningsdeild, ullar
vöruverslun og prjónastofu. Hinsvegar
er talið að um 1500 manns hafi atvinnu
af íslenskum ullariðnaðL Ótaldar eru
þær konur sem prjóna lopapeysur fyrir
fyrirtækið en lauslega áætlað eru það
um 350 konur i allt. Handprjónaðar
lopapeysur eru nú aðeins um 12
prósent af útflutningi fyrirtækisins en
þegar þau hjónin byrjuðu reksturinn
voru handprjónuðu peysurnar eina
framleiðsluvaran.
Fyrirtækið hefur látið gera mynd-
bönd um íslenska ull og starfsemi
Hildu hf. sem sýnd hafa verið í
sjónvarpi vestanhafs. Einnig hafa
verið famar fleiri kynningarferðir til
Bandarík janna og er þá lögð áhersla á
sérkenni og sérstaka eiginleika
islensku ullarinnar.
Hilda á hluta í sex verslunum er-
lendis: þremur í Bandarfkjunum,
tveimur i Japan og einni á Bermuda. 1
verslunum eru á boðstólum 154 teg-
undir af stærri flikum, um 40 gerðir af
handprjónuðum lopapeysum og 90
tegundir af smávöru.
Þau hjón gerðu ráð fyrir að auka út-
flutninginn um 20 prósent á næsta ári.
-JI.
pipraði fram að þrítugs aldri og varð
alþakin vörtum á vörtu ofan, líkt og
kargaþýfi, ef hægt er að taka þannig til
orða án snyrtingar, í sögu hvar hið
sanna er annars vegar og umbúðalaust
og ekkert aö fela og svo sæmd og
fegurð konu sem er ekki oröin að
kerlingu. Hvað sem því líður var eng-
inn í vafa um að vörtumar kæmu að
innan, frá sálarlífinu sjálfu, og það
heyrðist hvað eftir annað á kaffistofum
lögfræöinga:
Þetta eru innvortis vörtur frá vagín-
unni á henni.
Ekki var rætt um annað þetta árið,
en að því liðnu var stúlkan eða konan
orðin þrjátíu og eins og tíu ára stúdent,
með svo margar vörtur að þess var
getið í blööunum. Hún hrósaði sér af
því sjálf að engin manneskja á landinu
væri meö meira vörtuþýfi en hún.
Ég á örugglega vörtumetið í
veröldinni, sagði hún.
Um vorið þegar laxveiðitíminn var
að hefjast fóru vörtumar að vaxa úr
grasi, ef svo mætti segja með skálda-
leyfi, og urðu sem ánamaökar um
allan skrokkinn á henni. Þarna löfðu
þær rauðar á lit og næstum helbláar
eða fjólubláar úr andlitinu og
fingrunum, svo hún hefði í rauninni
þurft að ganga í sérsaumuðum flíkum,
skóm, sokkum og öðru, ef hugsað væri
fyrir þörfum ánamaðkakvenna hér
á landi, en því er ekki að heilsa í jafn
litlu samfélagi og okkar. Ef ána-
maökakonur verða til með aldrinum
þá verða þær hreinlega að ganga um
berar; og það gerði þessi. Og nú kom
sér vel að það var eilíf rigning allt
sumarið, en samt kom sólarglæta einn
dag og fyrrverandi,,dæta dúlkan” sem
átti þau orð skilið í vöggu lagðist móti
sólinni síðdegis einn laugardag hjá
Sundhöllinni, í skjólið, þótt að öllu
eðlilegu hefði átt aö vera mígandi
rigning eins og um helgar á sumrin. En
þetta var undantekning, og haldið ekki
aö annað óvenjulegt hafi gerst.
Eg er ekkert að teygja lopann og
draga ykkur á að fá að heyra sann-
leikann:
Meðan ánamaðkakonan lá í gras-
inu með lokuð augun, birtan va’r svo
skær og endurkastið frá hvítmáluðu
veggjunum, þá flaug að henni
furðufugl og át hana bókstaflega upp
til agna á svipstundu, enda var hann
orðinn glorsoltinn eftir langt flug og
gat ekki lengur hamiö svengdina, þeg-
ar hann sá ánamaökakonuna í grasinu.
Nú eftir að hún var öil komin í maga
furðufuglsins bar ekkert á bragðinu að
hún hefði nokkum tíma verið pipruð,
heldur var þvert á móti sætur keimur
af, líkt og hún nyti þess aö láta furðu-
fuglinn melta hold sitt í maganum.
Og honum varð heldur ekkert meint
af átinu og þau urðu bæði ósköp mett
og melt og sæl í grasinu.
Þannig lýkur sögunni um ánamaöka-
stúlkuna, með punkti og endalausri
eyðu. En ef þið gáið vel þá getið þið séð
hana innií öndinni.
Getum afgreitt meö stuttum fyrir
vara rafmagns- og dísillyftara:
Rafmagnslyftara, 1,5-4 tonna.
Dísillyftara, 2,0-30 tonna.
Ennfremur snúninga- og hliöarfærslur.
Tökum lyftara upp í annan.
Tökum lyftara i umboðssölu.
Flytjum lyftara um Reykjavík og nágrenni.
Líttu inn — við gerum þér tilboð.
LYFTARASALAIM HF.,
Vitastig 3, . símar 26455 og 12452.
Höfum fengiö frábærlega falleg sætaáklæöi í allar geröir bíla.
Margir litir.
iiiiti
Einnig hvít áklæði á höfuðpúöa og laus bílteppi.
Er ekki tilvalið að kíkja á þetta fyrir jólin
STÖÐVARNAR
í allar eeröir bfla