Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1984, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1984, Blaðsíða 51
DV. MANUDAGUR17. DESEMBER1984. 51 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Árangurinn varö sá aö neyslan jókst en því miður varð þaö ekki til hagsbóta ty rir franska atvinnuvegi nema aö litlu leyti. Þeir sem höföu mest upp úr krafsinu voru japanskir og amerískir útflytjendur. . . Meö öörum orðum vöruskiptajöfnuður varö óhagstæöur. Hér er ekki tóm til að útlista nánar þaö sem miður fór á fyrstu mánuðum Mitterrandstjómarinnar. Utgjöld rikisins stórjukust á upphafsmánuðum stjórnar hans, sérstaklega til mennta- mála, auk þess sem ríkiö innleiddi fimmtu sumarleyfisvikuna. Reynslan virðist hafa sýnt að Frakkland í miðri kreppu þoldi ekki allar þessar aögerðir á sama tíma og síst vegna þess aö áhrif heims- kreppunnar áttu eftir aö skella á ströndum Frakklands af enn meiri þunga eftir valdatöku Mitterrands. Smátt og smátt varö stjórn Mitter- rands aö horfast í augu við þá staö- reynd aö á sama tíma og frjálshýggju- kenningar réðu ríkjum í helstu iðnríkj- um i kring gekk stefna hans ekki upp. I raun var um tvær aöalstefnur að ræöa: öflugri vinstri stefnu, eins og hluti sósíalistaflokksins (Ceres) og kommúnistaflokkurinn vildu sem haft hefði í för meö sér vissa einangrunar- og haftastefnu eða niðurskurðar- stefnu. Vorið 1983 var endanlega skoriö úr um hvora leið Frakkland færi. Rós sósíalismans er hins vegar fölbleik. Hætt var viö aö hvorki þeim sem tigna hinn rauöa fána né hægrimönnunum geöjaöist að niöurskurðarstefnunni föl- bleiku. „La Rigeur" Mitterrandstjórnin hefur á öllum sviðum hert sultarólina eftir stefnu- breytinguna voriö 1983, nefnt á frönsku „LaRigeur”. En hún hefur reynt að fara bil beggja þannig aö ýmsum finnst ekki nóg að gert og enn öörum finnst um of þrengt að. Hér skal ekki frekar reynt aö greina ástæöur óvinsælda Mitterrands um þessar mundir en þó skal minnt á aö sveigja stjómarinnar til hægri (ekki aðeins í efnahagsmálum) hefur ekki hrifiö þá kjósendur sem telja sig til miðju i frönskum stjórnmálum og hefur að auki hrakiö mikilvæga hópa vinstri manna frá sósíalistum. „Ógeðfelldur" Vikuritiö „Le Point” (hægrisinnaö) lét gera fyrir sig skoðanakönnun í önd- verðum októbermánuði. Þar var reynt að greina ástæöur óvinsælda forsetans. 1015 Frakkar voru fyrst spurðir eftir- farandi spurningar: „Líkar yður eða líkar yöur ekki viö Francois Mitter- rand, forseta lýðveldisins?” 36,8 pró- sent sögöu aö þeim líkaði viö for- setann. 37,9 prósentum líkaöi ekki við hann, 25,3 prósent létu ekki uppi neina skoöun. (Látiö skal hjá liggja aö greina ástæður þess aö könnun IFOP er óhagstæöari forsetanum. En undir- ritaöur telur síöarnefndu könnunina traustari, meðal annars vegna þess aö 77/ að ná inn augiýsingum spenna frjálsu útvarpsstöðvarnar upp kraftínn. Frönskum stjórnvöidum finnst þó nóg um þegar þær eru farnar að trufla fiugsamgöngur. En vandamálið er ekki einfalt í sniðum. Ljóst er að útvarp eins og NRJ er nú komið í lykilaðstöðu þrátt fyrir meint lagabrot. Forráðamenn stöðv- anna snúa hvers kyns íhlutun stjóm- valda upp í „árás á tjáningar- og val- frelsi” og eru stóru orðin hvergi spöruð. En svo fjarstæðukennt sem það kann aö virðast var það einmitt núverandi stjóm, sem nú er sökuö um tilraun til frelsisskerðingar, sem heimilaði rekstur útvarpsstöðva í einkaeign á sínumtíma. Hiemskilin og óvenjuleg írásögn! wm Síðumúla 29 Sími 32800 Mitterrand má fara að biðja fyrir sór ef hann villrótta úrkútnum. úrtakið er stærra.) Þeir sem kváðust ekki vera hrif nir af forsetanum vom spuröir hvers vegna. Það er athyglisvert að h'ta á svörin: a) Hann hefur ekki staðiö viö loforð sín, 33,9% b) Við höfum þaö ekki eins gott og áöur, 29,9% c) Stefnahanseróákveðin, 11,6% d) Hann er ógeöfelldur, 19,1% e) Hannereinsoghinir pólitíkusamir 9,7% f) Manni líkar ekki stjórnmála- stefnur hans, 24,7% (Aðspurðir gátu svarað fleiri en einni staðhæf ingu j átandi). Athyglisvert er að þriðji hver þeirra sem svarar því af hverju honum liki ekki við forsetann nefnir að hann hafi ekki staðið við loforð sín. Ef til vill er þetta meginskýringin á því að forsetinn hefur tapáð eins miklu fylgi og raun ber vitni. Meðal þessara kjósenda eru þeir sem yfirleitt kjósa eihhvem vinstri flokkanna. Á Mitterrand sér viðreisnar von? Það væri samt óðs manns æði að dæma Mitterrand úr leik. Stjómmála- afskipti hans hófust i síðari heims- styrjöldinni er hann gekk andspymu- hreyfingunni á hönd (sem naut, vel að merkja, öldungis ekki stuðnings nema lítils minnihluta er það gerðist) á upphafsárum landráðastjómar Petains. Hann varð ráðherra tiltölulega ungur að áram í stjóm De Gaulle eftir frelsun Frakklands 1944 undan oki þýska innrásarliðsins og margoft aftur ráðherra til 1958. Þá hrundi „fjórða lýðveldið” franska og De Gaulle var á ný kallaður til valda. Mitterrand snerist öndverður gegn valdatöku De Gaulle en synti gegn straumi og mátti sjá á eftir þingsæti sínu i hendur stuðningsmanna hershöfðingjans. Flestir töldu Mitterrand búinn að vera. Ekki bætti úr skák að hann var ásakaður um að hafa sett á svið morð- tilræði við sig árið 1960 („L’affaire de l’Observatoire”). Enda þótt hann væri vafalaust saklaus af þeim söguburði skaðaðist oröstír hans gríðarlega. En Mitterrand reis eins og Fönix úr öskunni, tók að boða að einungis eining vinstri flokkanna (sósíaldemókrata og kommúnista) gæti velt De Gaulle — gaullistum og hægrimönnum úr sessi. Árið 1965 bauð hann sig fram á móti þjóðhetjunni De Gaulle, forseta Frakklands. Enda þótt hann væri óháður frambjóðandi fékk hann stuðn- ing þáverandi Sósíalistaflokks (SFIO) og kommúnista og hlaut 45,4 prósent atkvæða. Otrúlegur árangur stjórn- málamanns sem sjö áram áður hafði tapað þingsæti sínu vegna andstööu við De Gaulle og hafði misst æruna 5 árum áður (að flestra áliti) og var ekki einu sinni félagi í stórum stjórnmálaflokki. Tapar á sjónarmun Mitterrand gekk um síðir til liðs við nýstofnaðan flokk sósíalista (stofnaður 1971 upp úr leifum SFIO — Frakklandsdeildar alþjóðasambands jafnaðarmanna, árið 1973 á ráðstefn- unni í Epinay. Honum tókst að berja saman málefnasamning sósialista og komma fyrir forsetakosningarnar 1974. Þetta var þegar mikið. Mitterrand tapaði kosningunum fyrir Giscard d’Estaing á „sjónarmun” (Mitterrand 49,3% og d’Estaing 50,7%). Þeir sem töldu hann ekki úr leik voru örfair. Er vinstriflokkamir náðu ekki meirihluta 1978, og kommúnistar gáfu skít í sam- flot vinstri flokkanna, var álit stjóm- málaskýrenda samhljóða: Mitterrand var búinn að vera. Mitterrand náði út- nefningu sósíalistaflokksins sem for- setaefni með erfiðismunum 1981. Allar skoðanakannanir bentu til þess að hann myndi bíða lægri hlut gegn Giscard d’Estaing. Aö auki neituðu kommúnistar að styðja hann í fyrstu umferð. En Mitterrand sigraði og sósíalistar náðu hreinum meirihluta. Engan hefði órað fyrir þessu örfáum mánuðum áður. Búinn að vera En hví rifja ég þetta upp? Jú, enda þótt flestir telji Mitterrand úr leik er kjörtímabili hans lýkur áriö 1988 og flestir spái flokki hans ósigri í þing- kosningum ’86 minni ég á að þessi maður hefur oftar en einu sinni hrapað. Hann hefur líka alltaf risið upp aftur og náð enn hærra. Það er of snemmt að dæma Mitter- rand úr leik enda þótt staða hans sé fá- dæma óglæsileg um þessar mundir. Eins og hér hefur verið sýnt fram á virðist hann hafa níu líf eins og köttur- inn. Og því er aldrei að vita nema Mitterrand rísi enn upp á ný þrátt fyrir allt. Ashkenazy leggur spilin - áborðið _ Vladimir Ashkenazy sýnir á sér alveg nýja hlið í bókinni Ashkenazv — austan tialds oq vestan. Hér er uppgjör hans viö Sovétkerfið, ráðamenn og leynilögregluna KGB, hispurslaus frásögn af lífi Ashkenazys og konu hans Þórunnar Jóhannsdóttur. Tónlist, stjórnmál og sam- ferðamenn eru til umfjöllunar á síðum þessarar bókar. Ashkenazy leggur hér spilin á borðið varðandi einkahagi sína og önnur mál. Bókin Ashkenazv — austan tialds oa vestan kemur út samtímis á íslandi og í Englandi og hefur efni hennar þegar vakið verðskuidaða athygli, og umtal. Tryggið ykkur eintak timanlega því upplag er takmarkað!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.