Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1984, Blaðsíða 38
38
DV. MANUDAGUR17. DESEMBER1984.
íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir
Fairclough rekinn út af
og Everton fór í gang!
— Fjögur efstu liðin í 1. deild unnu góða sigra á laugardag
Þaö gekk á ýtnsu hjá Nottingham
Forest íraman af leiknum við Everton
á Goodison Park í Liverpool á laugar-
dag. Gary Mills var borinn af veili
slasaður á 10. mín. og kom Colin Walsh
í hans stað. Þegar rúmur hálftími var
af leik var biökkumaðurinn ungi í vörn
Forcst, Chris Fairclough, rekinn af
velli eftir tvö ljót brot á stuttum tíma.
Forest lék meö tíu leikmönnum það
URSUT
Úrslit í leikjum ensku knatt-
spyrnunnar um helgina.
1. deild
Arsenal-WBA 4-0
A. Villa-Liverpooi 0—0
Chelsea-Stoke 1—1
Coventry-Southampton 2—1
Everton-Nottm. For. 5—0
Ipswich-Sunderland 0—2
Leicester-Luton 2—2
Man. Útd.-QPR 3—0
Newcastle-Norwich 1—1
Watford-Tottenham 1—2
West Ham-Sheff. Wed. 0—0
2. deild
Barnsley-Oxford frestað
Cardiff-Wimbledon 1—3
Charlton-Man. City 1—3
Grimsby-C. Palace 1—3
Leeds-Birmingham 0—1.
Oldham-Carlisle 2—3
Portsmouth-Huddersf. 3—2
Sheff. Utd. Brighton 1—1
Woives-Blackburn 0—3
Föstudagur:
Middlesbro-Shrewsbury 1—1
3. deild
Bolton-Millwall 2—0
Bournemouth-Bristol C. 2—1
Bristol Rov.-Newport 2—0
Burnley-Swansea 1—1
Dcrby-Orient 1—0
Hull City-Walsall 1—0
Lincoin-Gillingham 2—0
Plymouth-Cambridge 2—0
Preston-Brentford 1—1
Reading-Bradford 0—3
Rotherham-York 4—1
Doncaster-Wigan 1—1
4. deild
Crewe-Chesterfield 1—1
Exeter-Peterbro 0—1
Hartlepool-Northampton 0—0
Hereford-Halifax 3—0
Mansfield-Scunthorpe frcstað
Port Vale-Darlington 0—2
Rochdale-Southend 2—2
Swindon-Colchestcr 2—1
Torquay-Biackpool 0—2
Tranmere-Aldcrshot 4—3
Wrexham-Bury 3—0
Stockport-Chester 5—1
sem eftir lifði leiks og rcyndar níu und-
ir lokin er David Riley meiddist. Leik-
menn Liverpool-Iiðsins nýttu sér það
vel, unnu stórsigur, 5—0. Fyrsti sigur
Everton í síðustu fimm leikjunum og
liðið hefur þvi enn forustu i 1. deild.
Næstu lið, Tottenham, Man. Utd og
Arsenal, unnu hins vegar öll góða sigra
svo staðan breyttist ekki á toppnum.
Everton hafði skoraö eitt mark
þegar Fairclough var rekinn af velli.
Graeme Sharp skoraði á 20. mín. Ytti
knettinum í markið eftir skalla Andy
Gray, sem er nú fastamaöur í liði
Everton eftir að Adrian Heath meidd-
ist. Kevin Sheedy skoraði annað mark
Everton á 32. min. eftir undirbúning
Peter Reid. Rétt fyrir hálfleik skoraði
Trevor Steven þriðja mark Everton. I
síöari hálfleiknum var um algjöra ein-
stefnu aö ræða. Reid skoraöi fjóröa
markið á 51. mín. og Sharp það
fimmta. Evertori fékk tækifæri til aö
skora miklu fleiri mörk en aðeins einu
sinni þurfti Southall, markvörður
Everton, að verja skot. Það geröi hann
líka vel — frá Ian Bowyer, fyrirliða
Forest. Ahorfendur 22.487.
Litli Olsen með
Jesper Olsen, litli, leikni Daninn, lék
á ný í liöi Man. Utd í staö Arnold
Miihren en þaö er varla þorandi að láta
hann leika á útivelli vegna hroöalegrar
meðferðar sem hann fær í leikjunum.
Þá var Allan Brazil miöherji með
Frank Stapleton í staö Mark Hughes
sem er í leikbanni. I gær hélt stjórinn,
Ron Atkinson, til Hollands til að ræða
um kaup á hollenska miðverðinum
sterka, Ernie Brandt hjá PSV. Brandt
er margreyndur hoUenskur landshðs-
maður og Atkinson verður að gera eitt-
hvað tU að þétta hina hripleku vöm
United síöan Kevin Moran slasaðist.
Eftir snjaUan Ieik QPR gegn
Southampton fyrr í vikunni var talið að
liöiö hefði möguleika á Old Trafford.
En það var öðru nær, Man. Utd lék
einn af sínum bestu leikj um á leiktíma-
bilinu og úrslitin, 3—0, gefa ekki beint
rétta mynd af gangi leiksins. Svo mikl-
ir voru yfirburðir United. FyrirUðinn,
Bryan Robson, hreint frábær og
Stapleton sýndi gamla takta. Oft glæsi-
leg knattspyrna.
Það voru bakverðirnir John Gidman
og Mike Duxbury sem skoruöu tvö
fyrstu mörk leiksins. John Gidman
skoraði hiö fyrra á 25. mín. eftir undir-
búning Robson. Fyrsta mark hans
fyrir United síðan 20, aprU 1983. Dux-
bury skoraði á 43. mín. eftir undirbún-
ing Reme Moses. Ytti knettinum í
mark en Gidman skoraði með þrumu-
fleyg. MUU markanna hafði Brazil átt
skot í þverslá, — Albiston bakvörður
skot í stöng. I síöari hálfleiknum skor-
aöi Brazil þriöja mark Man. Utd. Liðiö
fékk einnig vítaspyrnu sem Gordon
Straekan tók. Markvörður QPR,
Peter Hucker, varði spyrnuna. Hann
var langbesti maður QPR í leiknum.
Varði hvaö eftir annað frábærlega vel.
Áhorfendur voru aðeins 36 þúsund og
þaö er lítið á Old Trafford. „Þeir
misstu af miklu, leikmenn Man. Utd
sýndu oft stórglæsilega knattspymu,”
sagði Stewart HaU, fréttamaður BBC.
Jafnt á Villa Park
Paul Walsh lék með Liverpool á ný á
VUla Park þar sem markverðirnir
Nigel Spinks og Bruce Grobbelaar
voru í aðalhlutverkunum. Hins vegar
var Mark Lawrenson ekki með vegna
meiðsla og hjá Aston Villa var Gordon
Cowns settur úr Uðinu.
Bakvörðurinn CoUn Gibson var í
stöðu hans á miöjunni hjá ViUa og á 3.
mín. var hann óheppinn að skora ekki.
Renndi sér gegnum vörn Liverpool og
spyrnti á markið. Knötturinn fór í
Grobba og vissi hann lítið af því. Leik-
menn VUla voru miklu ákveðnari
framan af og leikurinn oft ágætur.
Alan Kennedy, bakvörður Liverpool,
bjargaði á eigin markUnu en síðan fór
Liverpool að koma meira og meira inn
í leikinn. Þó varðiGrobbi einnig vel frá
Paul Rideout en það var þó Spinks,
markvörður Villa, sem vann glæsileg-
asta afrekið í leiknum. Eftir að John
Wark hafði gefiö á Ian Rush, sem
spyrnti á markiö af stuttu færi, varöi
Spinks á hreint ótrúlegan hátt. Jafn-
tefli í lokin og ekkert mark skoraðí leik
sem þó yljaði áhorfendum vel. Réttlát
úrsUt og áhorf endur 24 þúsund.
Misnotuð vítaspyrna
Luton Town kom á óvart í Leicester
og náði jafntefli en Leicester misnotaði
vítaspymu í leUcnum. Það var nýi leik-
maðurmn frá Birmingham, Mike Har-
ford, sem skoraði jöfnunarmark I.uton
undir lokin.
í fyrri hálfleiknum var aðeins eitt
mark skorað. Brian Stein var þar að
verki fyrir Luton en Steve Lynex
„brenndi af” vítaspyrnu fyrir Leicest-
er. Lynex bætti þaö upp að nokkru meö
því að jafna í byrjun síðari hálfleiks.
Alan Smith kom Leicester svo yfir
áður en Harford skoraði í sínum fyrsta
leik meðLuton.
Newcastle og Norwich gerðu jafn-
tefU, 1—1, í heldur slökum leik, sem
sýndur var beint í íslenska sjónvarp-
inu. Þar voru áhorfendur 20.030.
Blökkumaðurinn Lou Donowa skoraði
fyrir Norwich í fyrri hálfleik. Chris
Waddle, sem sýndi oft skemmtilega
takta, jafnaði fyrir Newcastle í síöari
hálfleik.
Blackburn heldur forustu í 2. deild
eftir auðveldan sigur á laugardag á
afar slöku liði Wolverhampton og þaö
án þess að sýna nokkuð sérstakt. Hefur
40 stig en Oxford er í öðru sæti með 37
stig. Hefur leikið tveimur leikjum
minna. Greinilegt að það verður mikil
keppnin um sætin í fyrstu deild, mörg
lið um hituna. Portsmouth stöövaði
sigurgöngu Huddersfield sem hafði
fengið 27 stig af síöustu 30 mögulegum.
Þó leit illa út fyrir Portsmouth um
tíma. Huddersfield náði tvisvar for-
ustu, annaö markið sjálfsmark
Waldron, en þeir Blake og Biley
skoruöu tvö síöustu mörkin í leiknum
fyrir Portsmouth. Philips, Smith og
Melrose skoruöu mörk Man. City gegn
Charlton og þetta fræga lið er nú komiö
í toppbaráttuna í 2. deild eftir gott
gengiaðundanförnu. hsím.
• Chris Fairclough, rekinn af velli á Goodison Park. Hér er hann með stjóranum,
Brian Clough, sem oft hljóp út að hliöarlínu vallarins á laugardag.
• Graeme Sbarp, skoraði tvö af
mörkum Everton.
l.DEILD
Everton 19 11 4 4 40-23 37
Tottenham 19 11 3 5 39—19 36
Man. Utd 19 10 5 4 38—24 35
Arsenal 19.11 2 6 38—25 35
Southampton 19 8 7 4 23-19 31
Chelsea 19 7 7 5 31—20 28
Sheff. Wed. 19 7 7 5 29—21 28
Liverpool 19 7 7 5 24—19 28
WBA 19 8 4 7 32—28 28
Norwich 19 7 6 6 27—26 27
Nott. Forest 19 8 3 8 29—31 27
West Ham 19 7 6 6 23—25 27
Sunderland 19 7 5 7 27-26 26
Newcastle 19 6 7 6 32—35 25
Leicester 19 6 4 9 33-37 22
QPR 19 5 7 7 23-32 22
Watford 19 S 6 8 37—38 21
A. Villa 19 S 6 8 21-33 21
Ipswich 19 4 7 8 19—26 19
Coventry 19 5 4 10 19-33 19
Luton 19 4 6 9 23—38 18
Stoke 19 1 5 13 14-43 8
2. DEILD
Blackburn 19 12 4 3 41-17 40
Oxford 17 11 4 2 40-16 37
Portsmouth 19 10 6 3 31—22 36
Birmingham 19 11 3 5 23-14 36
Man. City 19 10 5 4 27—15 35
Barnsley 18 9 6 3 22-11 33
Leeds 19 10 2 7 35—25 32
Huddersfield 19 9 4 6 26—24 31
Grimsby 19 9 3 7 36-31 30
Fulhám 18 9 1 8 31—31 28
Brighton 19 7 5 7 18—14 26
Shrewsbury 20 6 7 7 34—32 25
Wimbledon 19 7 4 8 36-42 25
Carlisle 19 7 4 8 20—26 25
Wolves 19 6 3 10 27—39 21
Chariton 19 5 5 9 25-31 20
Cr. Palace 19 4 7 8 25—28 19
Middlesbro 19 5 4 10 24—34 19
Oldham 19 5 4 10 20-38 19
Sheff. Utd. 19 3 8 8 25-33 17
Cardiff 19 3 2 14 23-43 11
NottsCo. 18 3 1 14 17—40 10
Þú getur próflaus qkið bíl frá Tómstundahúsinu — og
gleymdu ekki varahlutaþjónustunni — Tómstundahúsið er
efnilega alvöru bílaumboð. Póstsendum um land allt.
TÓmSTUflDflHÚSIÐ HF
LaugauegilBt-Reukjauik s=S1901
í Tómstundahúsinu fæst geysilegt úrval af fjarstýrðum bílum
af öllum gérðum og í öllum verðflokkum. Jeppar — Pickup
— Buggí — Rallí — og hreinir kappakstursbílar. Allt þetta
fæst hjá okkur ásamt tilheyrandi mótorum og fjarstýringum.