Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1984, Blaðsíða 18
18
DV. MANUDAGUR17. DESEMBER1984.
Menning Menning Menning
BOÐK) TIL VEISLU
Menning
Stangaveiðimenn virða fyrir sér góða veiði í Elliðaánum og þar á meðal borgar-
stjórinn Davið Oddsson og einn viðmælenda Guðmundar Guðjónssonar úr bókinni
Vatnavitjun, Úlafur G. Karlsson tannlæknir.
„ÞEIR NOTA
SUMIR SPÚN ÚR
HAFNARFIRÐINUM”
Vatnavitjun.
Höfundur: Guðmundur Guðjónsson.
Utgefandi: Ægisútgáfan/Bókhlaðan.
„Stangaveiðimenn eru af ýmsu
sauðahúsi hvort heldur eru innlendir
eöa erlendir dorgarar og margs konar
sérviskur vaða uppi. Það hefur jafnan
verið talið, og það með rentu, að
stangaveiði sé einn allra besti miðill
sem til er; menn af ýmsum stéttum
hittast og ræða málin langtímum
saman og það er engu líkara en að um
æskuvini sé að ræða. Veiðisögur fljúga
og nýjar eru alltaf að verða til, mis-
jafnlega vel „smurðar”. Gamlar taka
á sig nýjar myndir. Það er vafalaust
erfitt að vera hinn fullkomni stanga-
veiðimaður. Trúlega útilokað, að
minnsta kosti ef sá skilningur sem
undirritaður leggur í hugtakið er
réttur. Eg er nefnilega á því að menn
séu ekki ókrýndir konungar stanga-
veiða þó þeir veiði manna mest. Það er
ekki nema hluti af dæminu og ég er
þeirrar skoðunar að ýmsir sem minna
veiða séu betri og meiri veiðimenn
heldur en þeir sem ætíð eru afla-
hæstir.”
Þannig hefur Guðmundur Guðjóns-
son kaflann um íslenska stangaveiði-
menní bók sinni, Vatnavitjun.
Þessi kafli finnst mér æði athyglis-
verður og mættu margir veiöimenn
læra af honum, hvort sem það er
Armaðurinn við Hlíðarvatn, kallarnir
við Elliðaámar, veiðimaðurinn við
Klettsfljót í Reykjadalsá eða veiðifé-
lagi Steinars Lúðvíkssonar við
Norðurá. Honum hefði ekki veitt af
einu sparki í afturendann.
Já, enn og aftur er Guðmundur
Guöjónsson mættur til leiks með gjör-
breytta bók frá fyrra ári. Ekki svo að
skilja að veiðimenn séu ekki til
umræðu og viðtals hjá honum lengur,
heldur hefur útlit hinnar nýju bókar
tekið stakkaskiptum. „Núna er ekki
sami hasarstíliinn yfir þessu, eins og
þeirri fyrri hjá honum,” sagði veiði-
maður er bókina bar á góma. Þeir um
það, eflaust eru menn bara að finna
besta formið. Enn sem fyrr eru þaö
veiðimenn sem hann tekur fyrir og
gerir vel, því Guðmundur er lipur
penni. 1 Vatnavitjun eru viðtöl og sögu-
brot af stangaveiðimönnum. Þeir sem
segja frá eru Olafur G. Karlsson tann-
læknir, Rafn Hafnfjörð prentsmiðju-
stjóri og ljósmyndari, Hjalti Þór-
arinsson læknir og Guðlaugur Berg-
mann framkvæmdastjóri, allt vel
þekktir veiðimenn með sína sérvisku
og aðferðir við veiðar. Guðmundur fær
viðmælendur sína tii að segja oft eftir-
minnilega frá og skilja frásagnir
þeirra ýmislegt eftir sig. Nægir þar að
nefna samskipti Rafns Hafnfjörð og
rjúpunnar við Vatnsdalsá í Vatnsfiröi.
Rafn segir í niöurlagi frásagnarinnar:
„Þegar þessi ástarsöngur hafði staðiö
svona um stund, þá kom rjúpan
fljúgandi yfir ána og settist í um það
bil seilingarfjarlægð frá mér. Þá var
mér öllum lokið og ég kiknaði í hnjálið-
unum er við horfðumst í augu. Eg
reyndi ekki meira við fisk þann
daginn, þetta var mér meira en nóg.”
Oft veiðir Hjalti Þórarinsson vel í Laxá
á Ásum, eins og þegar hann og Hrólfur
sonur hans veiddu 19 laxa einn daginn og
svo daginn eftir fengu þeir 17 laxa í viðbót,
samt var víst norðvestan rok með slyddu-
og rigningarhryðjum, hitinn 2 til 4 stig.
Sagt er frá samskiptum Gulla í Karnabæ
viö veiðiréttareigendur sem virðast eiga
þá ósk heitasta margir hverjir að koma
honum b urtu úr sumum ánum, eða eins og
hann segir um Grímsá. ,j5g hef aldrei
farið síðan í Grímsá, en mér þykir alltaf
jafn vænt um ána og Lundarreykjadalinn.
Sko, ég á þessa á og dalinn fremur en
þessir menn. Ég elska ána, dalinn, sveit-
ina og drekk í mig landið er ég ferðast um
það. Svona menn meta gæðin í fjölda sauð-
kinda og hvað þeir geti grætt mikiö á því
að selja laxveiðina úr landl” Og Olafur G.
Karlsson segir um eftirlætisána sína,
Sandá í Þistilfiröi. „Hún er falleg, vatns-
mikil og laxinn í henni oft afar vænn.
Fyrsta eftirmiðdaginn sem ég veiddi í
henni fékk ég 7 laxa, tvo 17 punda og tvo 14
punda þar á meðaL En það er ólíkt aö
koma að henni í seinni tíð, þessi fagra og
mikla á er nær laxlaus. Eg hef einnig farið
nokkrar ferðir í Selá í Vopnafirði, en þar
er sagan liin sama.
En menn halda tryggð, fara aftur
sumar eftir sumar og trúa því alltaf að
laxinn muni á endanum koma aftur.”
Já, margt skemmtilegt kemur fram í
bókinni og sumar sögurnar óborg-
anlegar, eins og sagan af þeim Pétri og
Baldri við Þingvallavatn. Guðmundur
segir mikiö frá sínum reynsluheimi og
gerir vel, enda hefur hann alia burði til
þess, eins og í köflunum um íslenska
stangaveiðimenn, fjórum veiðisögum,
bátasögum,flugumogsínuaf hverju.
Töluvert er af myndum og eru mis-
jafnar aö gæðum og hafa i þokkabót
nokkrar birst áöur. Myndin af þeim
Olafi og Jór.i G. Baldvinssyni á bls. 119
hefði, sem dæmi, verið betur geymd oní
ruslatunnu, svo léleg er hún, blessuð.
En um bókina er allt gott að segja
annars og gaman aö lesa hana, því hún
er skrifuð á góðu máli og maður kemst
í heim veiðimanna. Tii þess var víst
leikurinn gerður.
G. Bender.
Umberto Eco:
NAFN RÓSARINNAR
Thor Vilhjólmsson (slenskaði.
Svart ó hvítu 1984.
Nafn rósarinnar er að flestu leyti
óvenjuleg bók. Ovenjuleg meðal ann-
ars vegna þess aö hún hef ur selst í stór-
kostlegu upplagi um allan hinn læsa
heim og aldeilis fallið í kramið hjá
þeim sem annars eru mest fyrir
ameríska bestsellera, en hún er jafn-
framt stórmerkilegt bókmenntaverk
og líkleg til langra lífdaga. Og nú er
þessi lymskulegi reyfari kominn út á
íslensku og enn skulu fest á blað fáein
vinsamleg orö um hann. Þá ekki síst
vegna þess að ekki verður betur séð en
að íslenskun bókarinnar hafi lánast
meömestuágætum.
Söguþráö bókarinnar nenni ég ekki
að rekja nema í stærstu dráttunum
enda væri slíkt goðgá, svo spennandi
sem bókin er. Þó sakamál bókarinnar
séu ekki nema einn þáttur hennar eru
þau burðarásinn sem annað snýst um
og þaö er með ólíkindum hversu vel
Umberto Eco tekst upp. Lesandinn
veöur lengst af í villu og svíma og veit
vart sitt rjúkandi ráö fyrr en bókin er
ÖU. En þá smellur iíka allt á sinn staö.
Klaustur á ítalíu árið 1327. Þar er
haldinn fundur meö mönnum keisara
og páfa sem deildu ákaft um veraldleg
og andleg völd á þessum viðsjárverðu
tímum. En um leið gerast í klaustrinu
uggvænlegir atburðir. Munkarnir
reynast ekki vera jafnginnheilagir og
þeir sýnast vera — þaö gengur
moröingi laus og alls konar myrkraöfl
á kreiki. Enskur munkur að nafni Vil-
hjálmur frá BaskerviUe tekur að sér
að rannsaka málið og hefur sér tU aö-
stoöar klaustursveininn Adso frá Melk,.
og raunar er það sá síöarnefndi sem
segir söguna — þá orðinn fjörgamaU
Jónúr Vör
GOTT ER AÐ LIFA.
Ljóö.
109 bls.
Bókaútgófa
Menningarsjóðs,
Reykjavik,
1984.
Þorpið
Ljóðabókin Gott er að lifa mun vera
tólfta ijóðabók Jóns úr Vör (f. 1917) en
senn eru 50 ár liðin síðan hann barði aö
dyrum með ljóö vestan frá Patreks-
firði, en bók hans hét Ég ber að dyrum
og kom út árið 1937.
Mér er ekki kunnugt um þaö hvernig
þessum ungUngsmanni vestan frá
Patreksfirði var tekið því menn þoldu
illa sannleikann á kreppuárunum.
Alvaran var nóg fyrir samt. Þó var
bókin gefin út tvisvar eöa þrisvar ef
það segir eitthvað um skáldskap.
Umtalsverða skáldfrægð hlýtur
hann líklega fyrst með hinni umdeUdu
en nú löngu viöurkenndu bók Þorpið,
sem út kom árið 1942, og var önnur bók
höfundar, en þar haslar hann sér vöU í
vissu útræði og býr til kofótt, vindnúiö
þorp með regninu og þjáningunni, inn-
volsi og salti, því sem til þarf, ásamt
sérstöku fólki.
Og síðan hefur Jón úr Vör mátt bera
þessa bók að heita má einn þótt hann
hafi margt annað ritað og verið sokk-
inn í bækur allt frá því að hann kom.
Nú seinast sem bókavörður suðri
Kópavogi(aðégbestveit).
Þorpið kom líka út þrisvar, þetta
salta og nöturlega tákn er geymdi svo
til allt sem við vildum helst gleyma en
héldum þó dauöahaldi í til að vera
manneskjur áfram þót.t komin væru
innskotsborð, tvöfalt gler og teppi út í
horn.
Gott er að lifa
Og þaö er ef tU vUl þess vegna sem
við leitum að þessu þorpi í öllu sem Jón
úr Vör sendir frá sér en seinasta bók á
undan þessari var SUungur sem ragast
þó öðruvísi. Ljóðasafnið 100 kvæði kom
maður. Rannsóknir þeirra félaga kalla
vitanlega yfir þá sjálfa mikinn háska
og leiða þá á áður ókunna stigu (fyrir
sakleysingjann Adso að minnsta
kosti). Þegar upp er staðið er heim-
urinn kominn á hvolf.
Allir eru boðnir
Þetta segir ekki rmkið. Bókin er
ótrúlega yfirgripsmikU og í henni er
vikið aö flestöUum þáttum þjóölífs á
Bókmenntir
lllugi Jökulsson
fjórtándu öld. Bakgrunnur-hennar eru
fyrrnefndar deUur um trúmál og
stjórnmái, meö ívafi heimspeki og rök-
fræði og hér og hvar í bókinni eru lang-
ar og ítarlegar lýsingar á fyrirbærum
sem óþoUnmóður lesandi heldur að
komi málinu ekkert við; vísindum af
öUu tagi, bókum og bókmenntum, mat-
argerðarlist, ég gæti haldið lengi á-
fram. En hvort tveggja er, að allur
þessi fróöleikur er nauðsynlegur tU
þess aö lesandinn skilji þá tíma sem
sagan gerist á (og átti sig þar með á
sjálfri fléttunni), og hitt aö bókin
veröur einfaldlega auðugri fyrir
bragðið. Hún er sannköUuð veisla og
Eco er góöur gestgjafi. AlUr eru boðnir
sem ennþá nærast á prentuöu máli.
út árið 1967 og þar geta menn í kvæðun-
um fengið þversnið af skáldinu þótt
formálinn í bókinni, eða ritgerðin, sé
heldur of væminn fyrir þann farangur
er bókin eöa ljóðin flytja sjálf. Um þau
Jðn úr Vör.
Bókmenntir
Jónas Guðmundsson
þarf nefnUega ekkert að skrifa um-
fram það sem þau segja sjálf, en nóg
umþað.
Eg hugsa aö ef skrifa ætti af ein-
hverri sæmUegri dýpt um alla þætti
þessarar bókar myndi síðufjöldi
blaðsins ekki hrökkva til. Þaö er vel
hægt að hlaupa yfir hana á hundavaði
og njóta einungis spennusögunnar,
þaö er líka hægt aö Uggja yfir henni,
lesa hana svo aftur og aftur og áhuginn
minnkar ekki. Það liggur viö aö það
sé nauðsynlegt að lesa þessa bók, þó
ekki væri nema tU þess að sannfærast
um að það er ennþá hægt að skrifa
svona bók. Eco hefur greinilega nautn
af að skrifa og lætur hvaðeina eftir sér.
Lesendur geta tekiö þátt í orgíunni.
Þessi saga jafnast á við hinar bestu og
litríkustu sem ég hef lesið og er aö auki
meinfyndin.
Afrek þýðandans
Það hefur varla verið auðvelt verk
að snara þessari bók á íslensku, þó
ekki væri nema vegna þess að íslensk
tunga á ekki hugtök yfir fjölmörg þau
fyrirbæri úr miðaldafræðum sem fyrir
koma í bókinni. En Thor Vilhjálmsson
er þúfnabani mikUl og hefur, sýnist
mér, tekist aö sigrast á flestöllum
hindrunum. Eg hef auðvitað ekki
frumtextann til samanburöar, ítölsku-
snauðurmaðurinn, enget vitnaðumað
íslenska bókarinnar er auðug,
myndræn og blæbrigðarík sem hæfir
bókinni. Thor hefur unnið afrek með
þessari þýðingu. (Glöggur maöur
hefur að vísu bent á að einhvers staöar
í bókinni, ég tók ekki eftir því sjálfur,
komi fyrir oröalagiö ,,að kveikja á
perunni”. En slíkur grallari er Eco aö
vel má þetta vera komið frá honum.)
Að lokum legg ég til að Islendingar
lesibókina.
-IJ.
Það er því ekki aö undra þótt maöur
byrji að leita að skreið í nýju bókinni,
Gott er að lifa, eöa að setningum úr
þorpinu þar sem meðal annars var
spurt: Geta börn verið fátæk?
Bókinni er skipt í fimm kafla og
fyrsta kaflann tileinkar skáldið fóstra
sínum, segir: „Sumt er orðrétt eftir
honum haft, en allt hefi ég lagað í
hendi minni eftir kröfum ljóðsins. Þó í
hans anda og honum líkt.” Og þar er
hið áhrifamikla kvæði „Ekkja í Vest-
mannaeyjum 1913”. Og ef til vill er
ástæðan, auk annars, fyrir mætti
þessa kvæðis, að fyrir tveim árum eöa
svo var byrjað að vista rúmliggjandi
Sunnlendinga af fastalandinu gegn
vilja þeirra á sjúkrastofnunum úti í
Eyjum.
En Jón úr Vör kemur víðar við. Hann
yrkir um kríu, um pilt í Austurstræti,
um skáld á torgi, fæöingu steinsins og
um síðustu kvöldmáltíðina. Byrjar
bókina á Tali undir boröum í blokk
suðrí Hafnarfirði og endar á Fornsögu
þar sem hetjur fara um héruð, móðar
af hatri, en ættu ef til vill fremur að
leita sér augnlæknis, eins og gamli
maðurinn sem beið suðrí Firði eftir
sjúkrahúsvist og augnlækningu, en
,andstæðinga.
Jón úr Vör ferst yfirleitt allt vel úr
hendi, einkum þegar hann málar
myndir með kvæðunum Einfaldar
myndir, þar sem maðurinn gengur
berfættur „til þess að vita / hvernig
hefur sprottið / í nótt.”
Eða: „Hratt fara fuglar himinsins, /
vindar og ský, / hinn blindi telur spor
sín.”
Og við spyrjum: Hvernig hefði svona
bók litið út fyrir hálfri öld? Heföi hún
komið eins og breikið, eða eins og hvert
annaö innvols? Þannig litu víst fyrstu
bækur Jóns úr Vör út innan um full-
staðinn fisk svonefndra þjóöskálda er
dýrast kváðu.
Munurinn er þó ef til vill sá að nú
yrkir yfirvegaður maður og kunnátta
kemur þá stundum í stað sársauka. En
ljóðvinir fá þó sitt þorp og það er þaö
sem skiptir máli þegar Gott er að lifa.
Jónas Guðmundsson.
GOn ER AÐ LJFA